Morgunblaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
MATARSENDIHERRARNIR
Sigurður L. Hall og Baldvin Jóns-
son segja að Íslendingar hafi vak-
ið athygli víða fyrir markaðs-
setningu á matvælum. Þar má
nefna öflugan útflutning á fiski og
markaðssetningu á landbún-
aðarvörum og öðrum mat. Þá er
hin árlega matarhátíð Food and
Fun orðin þekkt í alþjóðlega mat-
væla- og veitingageiranum. En
hvert er hlutverk matarsendi-
herranna?
„Öllum þjóðunum ber skylda til
að vernda sínar matarhefðir á
grundvelli menningar, sögu og
uppruna og gæta þess að við glöt-
um ekki þeim verðmætum sem
falin eru í þessum gamla góða
norræna mat sem verið er að færa
í nýjan búning,“ sagði Baldvin.
„Starfið felst líka því að taka
hefðbundinn norrænan mat og
færa hann í nútímalegan búning.
Íslendingar standa vel að vígi því
þeir hafa eldað úr íslenskum mat
alla tíð. Það hefur aldrei verið inn-
flutningur svo neinu nemi og þess
vegna stunduð mikil nýsköpun
hér; að gera sem skemmtilegasta
rétti úr því sem við höfum haft við
bæjardyrnar,“ sagði Sigurður.
En í hverju er t.d. sérstaða Ís-
lendinga fólgin í matarlegu tilliti?
„Íslenska lambið er hvergi ann-
ars staðar til og það skapar okkur
sérstöðu. Það þekkist hvergi að
lömbin fæðist á svipuðum tíma á
vorin, gangi sjálfala á fjöllum allt
sumarið og sé slátrað á svipuðum
tíma á haustin. Íslensku kýrnar
hafa líka sérstöðu því sá stofn er
hvergi annars staðar til. Það er
eitt og annað í íslensku mjólkinni
sem gerir hana öðruvísi en aðra
mjólk. Skyrið, sem er sérstök ís-
lensk afurð, smjörið og ostarnir er
frábrugðið sambærilegri vöru úr
annarri mjólk. Það felast verð-
mæti í þessu,“ sagði Baldvin.
Hann sagði að í skipunarbréfi
sendiherranna kæmi fram að
löndin ættu að vernda sinn land-
búnað. Hann taldi eðlilegt að ef
leyfður yrði aukinn innflutningur
á landbúnaðarafurðum hingað þá
yrðu sömu kröfur gerðar til þeirra
og gerðar eru til íslensks landbún-
aðar og landbúnaðarafurða.
Sigurður sagði að hlutverk
sendiherranna væri einnig að
gæta þess að hreinleiki og upp-
runi afurðanna væri í heiðri hafð-
ur. Hreinleikinn sé aðalsmerki
Norðurlanda og norrænnar mat-
reiðslu. Baldvin sagði að sendiráð
Norðurlanda í Washington í
Bandaríkjunum hefði spurt hvort
ekki væri hægt að markaðssetja
norrænan mat með sama hætti og
íslenskur matur hefði verið mark-
aðssettur þar undanfarin ár. „Þar
höfum við sýnt ákveðið frum-
kvæði með því að selja skyr sem
skyr og smjör sem smjör og það
hefur borið árangur. Fólk kaupir
vörurnar á þessum forsendum.
Það kaupir fiskinn af því að hann
kemur úr íslensku hafi og er upp-
runavottaður. Rekjanleiki mat-
væla er mjög mikilvægur. Norð-
urlöndin hafa 24 milljónir íbúa og
það skiptir miklu fyrir okkur að fá
stuðning þessara þjóða og að geta
stutt þær á móti. Við erum sam-
herjar þeirra en ekki litli bróðir í
þessum leik.“
Sigurður og Baldvin sögðu að
Norræna ráðherranefndin legði
23 milljónir DKR í verkefnið gegn
mótframlagi aðildarþjóðanna og
fyrirtækja næstu þrjú árin. Þá
mun Norræni nýsköpunarsjóð-
urinn styðja nýja norræna matinn
með 10 milljónum NKR næstu
þrjú árin og er einnig ætlast til
mótframlaga.
Verkefnið hefst formlega 1. jan-
úar næstkomandi.
Norrænn matur færður
í nútímalegan búning
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Matarsendiherrarnir Sigurður L. Hall og Baldvin Jónsson eru í hópi sendiherra nýs norræns matar sem
hafa fengið það hlutverk að færa hefðbundið hráefni í nýjan búning. Verkefnið hefst formlega 1. janúar nk.
Norræna ráðherranefndin hefur efnt til norræns samstarfs um mat
NÝ norræn matargerð og neytendavernd var efni
morgunverðarfundar Rannís og Norrænu nýsköp-
unarmiðstöðvarinnar í gær. Þar voru m.a. kynntir
styrkir til verkefna sem miða að nýsköpun og
auknu samstarfi matvæla-, ferða- og afþreying-
ariðnaðar og til að efla svæðisbundna verðmæta-
sköpun.
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra ávarp-
aði fundinn og sagði að sér hafi veist sá mikli heið-
ur að útnefna sendiherra matvælanna á Norð-
urlandaþingi á dögunum. Nýrri samstarfsáætlun
norrænu ráðherranefndarinnar, sem hefur þann
tilgang að varpa ljósi á fjölbreytta möguleika til verðmætasköpunar
sem felast í matvælaframleiðslu Norðurlandanna, var hrundið úr
vör 1. nóvember sl. Guðni sagði tilganginn vera að auka samstarf
landanna í matvælaframleiðslu, matreiðslu og jafnframt að tengja
þetta verkefni sviðum ferðaþjónustu, heilbrigðis, byggðaþróunar,
menningar, rannsókna og viðskipta.
Hann sagði samstarfsáætlunina um ný norræn matvæli ekki hafa
sprottið upp úr tómarúmi. Skilningur á gildi norrænna matvæla og
matreiðsluhefðar hafi aukist mikið. Margir einstaklingar hafi átt
ríkan þátt í þessu og stuðlað að því að matvæli Norðurlanda séu í
dag litin öðrum augum en áður fyrr.
„Það þótti því tilvalið að leita til einstaklinga úr þessum hópi,
tveggja frá hverju landi, og biðja þá um að gegna sérstöku hlutverki
til að efla samstarfsáætlunina. Við höfum valið að kalla þá sendi-
herra fyrir ný norræn matvæli,“ sagði Guðni. Hann kynnti síðan full-
trúa Íslands í sendiherrahópnum, þá Sigurð L. Hall, matreiðslu-
meistara, og Baldvin Jónsson, framkvæmdastjóra Áforms.
Aukið samstarf landanna
í matvælaframleiðslu
Guðni
Ágústsson
NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN Ís-
lands hefur, að höfðu samráði við um-
hverfisráðuneytið, óskað eftir opin-
berri rannsókn á hvarfi á náttúru-
rannsóknargögnum og náttúru-
gripum í eigu íslenska ríkisins. Þetta
kemur fram í bréfi sem lögfræðingur
NÍ sendi Lögreglunni í Reykjavík í
gær.
Að sögn Jóns Gunnars Ottóssonar,
forstjóra NÍ, eru líkur á því að raf-
magnið hafi verið tekið af frystiklef-
anum, sem NÍ var með á leigu, af
ásettu ráði með þeim afleiðingum að
frost fór af geymslumunum og þeim,
að sögn eigenda leigunnar, í fram-
haldinu fargað. „Við höfum ennþá
ekki komist inn í frystiklefann og höf-
um því enga vissu fyrir því að þessum
gripum eða gögnum hafi verið fargað.
Þess vegna teljum
við mjög mikil-
vægt að það verði
upplýst hvað orð-
ið hafi um nátt-
úrugripina,“ segir
Jón Gunnar og
minnir á að mjög
strangar reglur
gildi um vörslu og
viðskipti um nátt-
úrugripi í landinu.
Aðspurður segir Jón Gunnar að
það hefði verið hægðarleikur að
stoppa upp fuglana úr safni NÍ, en
meðal fugla í geymslunni voru fálkar
og ernir. „Það er náttúrlega bannað
að versla með þessi dýr en við vitum
til þess að uppstoppaðir fálkar eru að
fara á einhver hundruð þús. kr.“
Samkvæmt 177 gr. almennra hegn-
ingarlaga er refsivert að ónýta eða
skemma hluti sem teljast til opin-
berra safna eða eru sérstaklega frið-
aðir. Að sögn Jóns Gunnars var í gær
haft samband við hann frá KB banka
og honum tjáð að bankinn hefði ný-
verið eignast húsnæðið þar sem
frystiklefaleigan var til húsa. „Mér
var tjáð að þar á bæ væru menn ekki
enn komnir með lykla en við vorum
beðnir um að vera viðstaddir þegar
þeir fá lyklana og fara inn í húsnæð-
ið.“ Hjá KB banka fengust þær upp-
lýsingar að bankinn hefði eignast
húsnæðið með formlegum hætti sl.
fimmtudag eftir að fyrri eigendur,
Gnoðarvogur ehf., misstu það á upp-
boð vegna vanskila en KB banki var
stærsti kröfuhafinn.
NÍ óskar eftir opinberri
rannsókn á hvarfi gripa
Jón Gunnar
Ottósson
♦♦♦
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfar-
andi athugasemd frá Stefáni M. Matthíassyni
lækni:
„Undanfarið hafa málefni Landspítala verið
í sviðsljósinu af ýmsum ástæðum. Ein þeirra
er brottvikning undirritaðs úr starfi yfirlækn-
is æðaskurðlækninga á stofnuninni. Fallinn er
dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur sem er þess
eðlis að brottvikningin byggist ekki á þeim
lögum og reglum sem venjulegum borgurum
þessa lands er gert að hlíta. Stjórnendum
stofnunarinnar var í lófa lagið að áfrýja þess-
um dómi til Hæstaréttar en kusu að gera það
ekki og hafa þar með viðurkennt að þeir hafi
haft rangt við. Í stað þess að vinda ofan af mál-
inu með því að bjóða mig velkominn til starfa á
ný hafa þeir þumbast við og ítrekað og að því
er virðist vísvitandi farið villandi með stað-
reyndir til þess eins að rugla fólk í ríminu.
Læknafélögin hafa nú undanfarið andæft með
skorinorðum ályktunum. Þrátt fyrir það halda
stjórnendur stofnunarinnar enn ótrauðir
áfram í krafti stöðu sinnar sem virðulegir
stjórnendur stærstu stofnunar ríkisins í fullu
umboði og án athugasemda heilbrigðisráð-
herra þessa lands.
Í Fréttablaðinu föstudaginn 9. nóv. er haft
eftir forstjóra spítalans, Magnúsi Péturssyni,
að: „… sjúkrahúsið hafi margsinnis reynt að
koma til móts við Stefán … að samkomulag
var gert við Stefán til þess að hann gæti flutt
starfsemi stofu sinnar yfir á spítalann. Stefán
hafi hins vegar ekki efnt sinn hluta samkomu-
lagsins … og að síðasta sumar var Stefáni boð-
in önnur staða við sjúkrahúsið, Stefán hafi
ekki svarað tilboðinu“.
Þessar fullyrðingar eiga ekki við rök að
styðjast. Frá því að dómur féll í málinu í júní
sl. sumar hafa stjórnendur spítalans ekki haft
uppi neina tilburði til að leysa málið og þar að
auki hafa mér ekki borist nein tilboð um önnur
störf á spítalanum á þessum tíma eins og for-
stjórinn lætur í veðri vaka. Undirritaður gerði
hins vegar í upphafi málavafsturs þessa til-
lögur að lausn málsins. Þeim var annað
tveggja hafnað eða ekki svarað. Ég harma það
að stjórnendur Landspítalans skuli hafa blásið
til þessa óveðurs sem mitt mál er innan stofn-
unarinnar. Þeim sjálfum, undirrituðum, stofn-
uninni og viðskiptavinum hennar til skaða.“
Athugasemd
frá Stefáni M.
Matthíassyni
FRAMSÓKNARMENN í Reykjavíkurkjör-
dæmi suður munu stilla upp á framboðslista
flokksins fyrir alþingiskosningarnar. Þetta
var ákveðið á kjördæmisþingi í fyrrakvöld.
Uppstillingarnefnd á að skila tillögum sínum
um miðjan desember.
Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra hefur
gefið kost á sér í 1. sæti listans. Á þinginu lýsti
Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs,
því yfir að hann sæktist ekki eftir 2. sæti á list-
anum, en Björn Ingi var í því sæti fyrir síðustu
alþingiskosningar. Kveðst hann ætla að ein-
beita sér að borgarpólitíkinni.
Uppstilling hjá
Framsókn í
Reykjavík suður