Morgunblaðið - 11.11.2006, Síða 14

Morgunblaðið - 11.11.2006, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR TOYOTA LANDCRUISER 100 VX diesel. Nýskr. 01/2003, ekinn 52 þús. km. Sjálfskiptur, 35” breyttur, leður, lúga, 7 manna, Tems fjöðrun, tölvukubbur. Ásett verð 6.450.000 kr. Raðnúmer 162338. Uppl. í síma 482 4002 www.bilasalaselfoss.is VARIÐ verður 100 milljónum kr. á næsta ári til sérstaks verkefnis sem ráðist verður í um íslenskukennslu fyrir útlendinga. Þetta var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í gær. Ríkis- stjórnin ákvað að fela menntamála- ráðuneytinu framkvæmd þessa verk- efnis. Menntamálaráðherra kynnti fjárhagsáætlun sem samþykkt var á fundinum um verkefnið með fyrirvara um aðsókn að náminu. Gert er ráð fyrir að menntamálaráðuneyti hafi yf- irumsjón með og beri ábyrgð á þeirri íslenskukennslu fyrir útlendinga sem greidd yrði úr ríkissjóði. Markmið verkefnisins á að verða að koma íslenskukennslu fyrir útlend- inga í það horf sem vel verði við unað, að sögn Þorgerðar Katrínar Gunnars- dóttur menntamálaráðherra. „Við er- um að reyna að ná til þessa hóps og teljum mikilvægt, svo þeir geti aðlag- ast íslensku samfélagi, að þeir læri ís- lensku og þeim verði veitt tækifæri til að komast á íslenskunámskeið,“ segir hún. Mun ráðuneytið taka verkefnið föstum tökum sem m.a. felst í gerð námsskrár, námsefnis, auk eftirlits með tilhögun kennslunnar o.fl. Menntamálaráðuneyti hefur gert áætlun um kostnað við framkvæmd verkefnisins á árunum 2007 til 2009. Fjárhæðirnar eru þó háðar því að mikil óvissa er um hversu margir út- lendingar munu sækjast eftir því að læra íslensku en ráðuneytið gerir ráð fyrir að heildarkostnaðurinn á þrem- ur árum geti orðið á bilinu 434 til 702 milljónir kr. Þorgerður Katrín segist vonast til að hægt verði að koma kennslunni í gang sem fyrst. Á næstu þremur árum verður lögð áhersla á 200 tíma nám, sem mæti þörfum byrj- enda í íslensku, óháð bakgrunni þeirra. Í framhaldi af því verði stefnt að því að byggja ofan á þetta náms- framboð svo öllum þeim sem hér setj- ast að verði gert kleift að öðlast nokkra færni í íslensku. „Til að tryggja framboð á námsefni sem hæf- ir markmiðum námskrár er nauðsyn- legt að veita styrki til að semja og gefa út námsefni í íslensku. Námsefn- ið þarf að mæta þörfum fólks af ólík- um málsvæðum og með ólíka getu í ís- lensku og huga þarf að möguleikum þess að þróa rafrænt námsefni,“ segir í kynningu ráðuneytisins á verkefn- inu. Fleiri taki þátt í kostnaðinum „.Ætla má að kostnaður á næsta ári verði lægri en á komandi árum ein- faldlega vegna þess að breytingar á skipulagi og framboði námskeiða kæmu ekki til framkvæmda fyrr en á síðari hluta ársins. Athygli er vakin á því að hér er eingöngu miðað við að 5– 10% þess hóps sem gæti nýtt sér námið m.v. þann fjölda sem nú er í landinu, sæki námið. Eðlilegt má telja að fleiri en hið op- inbera deili þessum kostnaði en rétt þykir að vara við því að ætla þeim sem sækja námið að bera mikinn kostnað af náminu. Þá er hætt við að þeir sem síst skyldi ákveði að sækja ekki nám- skeiðin. Gera má þá kröfu til samtaka launþega og atvinnuveitenda, starfs- menntasjóða og annarra, sem er mál- ið skylt, að þeir taki þátt í greiðslum fyrir námskeiðasókn umbjóðenda sinna,“ segir í tilkynningu ráðuneyt- isins. 100 milljónir til íslensku- kennslu fyrir útlendinga Áætlanir um námið eru til þriggja ára og er kostnaður talinn 434 til 700 milljónir FJÖLDI einstaklinga með erlent ríkisfang, sem búsettir eru hér á landi, er nú 18.074. Þetta kemur fram í upplýsingum mennta- málaráðuneytisins. Þeir voru 13.378 í árslok 2005 en bent er á að þeim hafi fjölgað hratt á undanförnum mánuðum. Af þessum 18.074 eru 10.440 með ríkisfang innan EES (í öðrum löndum en Norðurlönd- unum), 1.301 er frá löndum í Evrópu utan EES, 2.938 frá Asíulöndum, 1.174 frá N- og S-Ameríku, 1.699 frá Norðurlöndum og 339 frá Afríku. Til viðbótar þessum einstaklingum eru svo 4.200 einstaklingar sem hlotið hafa íslenskan ríkisborg- ararétt frá 1991. Á síðasta ári var um 630 einstaklingum veittur ís- lenskur ríkisborgararéttur. 18 þúsund útlend- ingar hér á landi            !  "# $% &  '(    "      )*& +,   '(-         -  #   ./01/2.                             !" # % !  %#& ' #              (-  Eftir Ómar Friðriksson omarfr@mbl.is Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is NÝR gervifótur sem Össur hf. hefur hannað hefur hlotið verðlaun bandaríska vísindatíma- ritsins Popular Science en nýi fóturinn, sem nefndist Proprio Foot, er með gervigreind. Nýi fóturinn er þannig úr garði gerður að hann lagar sig að undirlagi, hvort sem gengið er í brekku, stiga eða á jafnsléttu. Markaðssetning á nýja gervifætinum er hafin en hann er seldur í Bandaríkjunum, Evrópu og Skandinavíu. Hefur hlotið verðlaun tvö ár í röð Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, sagði á blaðamannafundi í gær, að þetta væri annað árið í röð sem fyrirtækið ynni til verðlauna hjá Popular Science, en í fyrra fékk fyrirtækið verðlaunin fyrir Power Knee, sem er vélknúið gervihné. Popular Science hefur veitt verðlaun- in frá árinu 1987. „Ég man ekki eftir að neitt annað fyrirtæki hafi hlotið þessi verðlaun tvö ár í röð,“ sagði Jón og bætti við að fyrirtækið afar stolt af verðlaununum og því teymi sem unnið hefði að þróun gervifótarins. Meðal ann- arra fyrirtækja sem tímaritið hefði verðlaunað væru BMW, Apple, Sony, Porsche, Intel og fleiri. Nýi fóturinn íslensk hönnun frá grunni Jón sagði að Proprio Foot, sem er raf- eindastýrður gervifótur, væri sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum og væri hann íslensk hönnun frá grunni. Um eitt og hálft ár hefur tekið að þróa fótinn, en vinnan við hann byggð- ist á fyrra þróunarstarfi fyrirtækisins. Össur fjárfestir ár hvert um 6–8% af veltu í rann- sóknar- og þróunarstarf. Áætlað er að upp- hæðin sem rennur í þetta nemi um 1.200 millj- ónum króna í ár. Jón sagði á fundinum að starfsemi Össurar á sviði stoðtækja hefði vakið mikla athygli al- þjóðlega. Í október hefði fyrirtækið hlotið verðlaun markaðsrannsóknarfyrirtækisins Frost & Sullivan fyrir hátækni sem fyrirtækið hefði skapað. „Þá höfum við fengið mikla athygli hjá fjöl- miðlum, einkum í Bandaríkjunum,“ sagði Jón og vísaði meðal annars til nýlegrar umfjöllunar í New York Times um nýja gervifótinn. Nýr gervifótur sem Össur hannar hlýtur verðlaun Morgunblaðið/Árni Sæberg SKRÁÐIR voru 36.180 atvinnuleys- isdagar á landinu öllu í október sem jafngildir 1% atvinnuleysi. Atvinnu- leysi að undanförnu hefur ekki verið minna síðan í október árið 2000. Meðalfjöldi atvinnulausra var um 1% meiri í október sl. eða að með- altali 17 fleiri en í september. Þeir eru 548 færri en í október í fyrra, sem er um 25% fækkun. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að atvinnuleysi í nóvember aukist lít- ils háttar og verði á bilinu 1%–1,3%. Á landsbyggðinni er atvinnuleysið mest 2,1% á Suðurnesjum og 1,9% á Norðurlandi eystra, en minnst á Norðurlandi vestra, 0,3%. Atvinnu- leysi karla eykst um 7,5% milli mán- aða en atvinnuleysi kvenna minnkar um 3,7%. Gefin voru út 2.772 ný atvinnuleyfi til útlendinga frá áramótum og skráningar ríkisborgara frá 8 nýjum ríkjum ESB frá í maí eru 2.449. „Alls má gera ráð fyrir að u.þ.b. 10.000 er- lendir ríkisborgarar hafi komið til starfa á íslenskum vinnumarkaði á árinu 2006,“ segir í skýringum Vinnumálastofnunar. Lítið at- vinnuleysi 3  &45     (!)  %!* %!* +      )    % 6 7 8 9 : 0 / 0 9 9 ; . 6              + GUÐMUNDUR Ólafsson hefur notað nýja fótinn frá Össuri og unnið með þróunardeild Össurar í gegnum prófanaferli á hon- um. Guðmundur lenti ungur í slysi en eftir að hafa verið með veikan fót í mörg ár ákvað hann fyrir nokkrum árum að láta taka hann af. Guðmundur sýndi í gær blaðamönnum hvernig nýi gervifót- urinn virkar og lýsti því hvernig er að nota hann. „Munurinn á því að vera með þennan fót er að það er allt auðveldara. Það er auðveldara að labba upp brekkur og niður brekkur, upp og niður stiga,“ sagði Guðmundur. „Allt auðveldara“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.