Morgunblaðið - 11.11.2006, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 11.11.2006, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Rannsaka 30 samsæri Yfirmaður bresku leyniþjónustunnar segir hana fylgjast með yfir 1.600 mönnum í um 200 hreyfingum sem grunaðar eru um að undirbúa hryðjuverk í Bretlandi London. AFP. | Eliza Manningham-Buller, yfirmað- ur bresku leyniþjónustunnar MI5, sagði í gær að verið væri að rannsaka áform um nær þrjátíu hryðjuverk. Hún skýrði ennfremur frá því að njósnarar leyniþjónustunnar fylgdust með u.þ.b. 1.600 mönnum í 200 hreyfingum sem grunaðar væru um aðild að samsærum um mannskæð hryðjuverk. Manningham-Buller sagði hryðjuverkamenn myndu hugsanlega beita heimagerðum sprengjum í fyrstu en þegar fram liðu stundir kynnu þeir að beita efna- eða sýklavopnum, sprengjum sem dreifa geislavirkum efnum eða jafnvel kjarnorku- sprengjum. Manningham-Buller sagði að málum sem vörð- uðu stuðningsmenn hryðjuverkasamtaka hefði fjölgað um 80% á árinu. Margir þeirra væru breskir ríkisborgarar. Hafa hindrað fimm samsæri Málin tengjast ýmist samtökum, sem fá fyrir- mæli frá leiðtogum al-Qaeda í Pakistan, eða laus- tengdum hópum sem styðji kenningar þeirra um heilagt stríð gegn vestrænum ríkum. Bresk yfirvöld hafa verið með mikinn öryggis- viðbúnað frá sprengjutilræðunum í London 7. júlí á síðasta ári þegar fjórir íslamskir öfgamenn urðu sjálfum sér og 52 öðrum að bana. Manningham- Buller sagði að síðan þá hefðu yfirvöld „hindrað fimm meiriháttar samsæri um hryðjuverk í Bret- landi og þar með bjargað hundruðum og jafnvel þúsundum mannslífa“. Hún kvaðst hafa áhyggjur af því hversu mikils stuðnings hryðjuverkamenn virtust njóta meðal ungmenna. Sumir þeirra sem bendlaðir væru við hryðjuverkasamsæri væru aðeins sextán ára. Washington. AFP. | Harry Reid, leið- togi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, lýsti því yfir á þinginu fyrir ári að „kraftaverk“ þyrfti til að demókratar fengju nógu mörg þingsæti til að fella meirihluta repú- blikana í deildinni. Hann og félagar hans sönnuðu í vikunni að kraftaverk gerast enn því nú er ljóst að demókratar fengu 49 öldungadeildarsæti í kosningunum á þriðjudaginn var og þar sem tveir óháðir þingmenn í deildinni styðja demókrata eru þeir í raun með meirihluta þar. „Kann að berjast“ Reid er mormóni og fyrrverandi hnefaleikamaður. Hann þykir gagn- orður og þýðmáll en er sagður geta verið harður í horn að taka. „Ég hef alltaf viljað dansa frekar en berjast,“ hefur hann sagt um sjálfan sig. „En ég kann að berjast.“ Reid fæddist í námubænum Searchlight í Mojave-eyðimörkinni í Nevada 2. desember 1939 og ólst þar upp. Faðir hans var námumaður, móðir hans þvottakona og þau bjuggu í húsi sem var án heits vatns og salernis. Hann ferðaðist yfirleitt á putt- anum þegar hann var unglingur til að geta stundað nám í næsta fram- haldsskóla. Hann gekk síðan í Ríkisháskóla Utah og lauk laganámi við George Washington-háskóla. Á náms- árunum var hann jafnframt lög- reglumaður í bandarísku höfuðborg- inni á kvöldin. Reid hefur átt það til að beita mál- þófi á þinginu í baráttunni við repú- blikana. Eitt sinn hélt hann uppi málþófi með því að lesa bók sem hann skrifaði um heimabæ sinn, Searchlight. Reid hefur verið leiðtogi demó- krata í öldungadeildinni í tvö ár. Hann þykir íhaldssamari en flestir aðrir demókratar á þinginu. Hann er kirkjurækinn mormóni og algerlega andvígur fóstureyðingum. Fremur kalt hefur verið á milli Reids og George W. Bush Banda- ríkjaforseta en þeir segjast nú vera tilbúnir að vinna saman til að koma einhverju í verk. „Þeir hafa sýnt slæmt fordæmi með því að vinna ekki með okkur,“ sagði Reid um Bush og embætt- ismenn hans eftir kosningasigur demókrata. „En við ætlum ekki að fara að dæmi þeirra.“ Íhaldssamur og gamall boxari Harry Reid NÝJAR myndir frá Cassini, könn- unarfari NASA, Geimvísindastofn- unar Bandaríkjanna, sýna storm sem geisar á suðurpól Satúrnusar og líkist fellibyl. Stormurinn er 8.000 kílómetrar að þvermáli, eða sem nemur um tveimur þriðju af þvermáli jarðar. Er þetta fyrsti fellibylurinn sem greinst hefur á reikistjörnu annarri en jörðinni, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Vísindamenn segja að storm- urinn sé með auga og ský sem líkist fellibyljum á jörðinni. Hann virðist hins vegar vera fastur á suð- urpólnum og ekki færast til. „Hann líkist fellibyl en hegðar sér ekki eins og fellibylur,“ sagði Andrew Ingersoll, vísindamaður sem hefur rannsakað myndirnar. Stormurinn snýst réttsælis á um 550 km hraða á klukkustund. Myndir af „fellibyl“ á Satúrnus Augað Mynd af Satúrnusarstormi. Reuters New York. AFP. | Bandaríski sjón- varpsfréttamað- urinn Ed Bradley lést af völdum hvítblæðis, 65 ára að aldri, að sögn bandaríska sjónvarpsins CBS í fyrradag. Bradley starf- aði við sjónvarpsþáttinn „60 mín- útur“ í 25 ár, eða frá árinu 1981, og fékk fjölda verðlauna fyrir vandaða fréttamennsku, að sögn CBS. Brad- ley hóf störf fyrir CBS-sjónvarpið í París árið 1971 og starfaði síðan í Saigon, nú Ho Chi Minh-borg, undir lok Víetnamstríðsins. Ed Bradley lést úr hvítblæði Ed Bradley Belgrad. AFP. | Boris Tadic, forseti Serbíu, staðfesti í gær að efnt yrði til þingkosninga í landinu þann 21. janúar n.k., en þingið hafði áður samþykkt nýja stjórnarskrá þar sem Kosovo-héraðið er skilgreint sem hluti landsins. Á sama tíma til- kynnti Martti Ahtisaari, erindreki Sameinuðu þjóðanna í Kosovo, að drögum um framtíð Kosovo yrði frestað þangað til að þeim loknum. Tilkynning Ahtisaaris vakti reiði á meðal albanska meirihlutans í Kosovo, auk þess sem að Vojislav Kostunica, forsætisráðherra Serb- íu, sagði ferlið óþarft, Kosovo myndi ávallt tilheyra Serbíu. Kosovo er enn skilgreint sem hérað í S-Serbíu en hefur allt frá átökunum á Balkanskaga verið undir stjórn SÞ og Atlantshafs- bandalagsins, NATO. Íbúar Pristina, höfuðborgar Kos- ovo, lýstu yfir vonbrigðum með ákvörðun SÞ um að slá úrskurði um framtíð héraðsins á frest og lýsti forseti héraðsins, Fatmir Sejdiu, yf- ir hneykslan á því að kosningarnar hefðu ollið frestinum, en fastlega er búist við að SÞ muni að lokum veita albanska meirihlutanum fullt sjálf- stæði. Úrskurði um Kosovo frestað Gaza. AFP. | Við- ræður Mahmoud Abbas, forseta Palestínu og leið- toga Hamas, um myndun þjóð- stjórnar, eru í fullum gangi eftir nokkurra mánaða þref. „Viðræðurnar hafa þokast í rétta átt og fundir mín- ir með forsetanum skilað árangri. Við höfum lagt grunninn að myndun þjóðstjórnar,“ sagði Ismail Haniya, forsætisráðherra Palestínu, í gær. Hamas leiðir núverandi ríkis- stjórn og sagði Haniya samkomulag hafa náðst á milli samtakanna og Fatah, hreyfingar Abbas forseta og að „góðra frétta“ væri að vænta inn- an tveggja til þriggja vikna. Talsmaður forsetans, Nabil Abu Rudeina, tók undir að viðræðurnar gengju vel líkt og Fawzi Barhum, talsmaður Hamas, sem bætti því þó við að fylkingarnar væru enn ekki tilbúnar að nefna nýjan leiðtoga hinnar væntanlegu þjóðstjórnar. Frá því að Hamas komst til valda í upphafi ársins hafa viðskiptaþvinga- nir gegn Palestínumönnum leitt til mikils skorts og hefur Haniya boðist til að segja af sér til að fá þeim aflétt. Nálgast þjóðstjórn Haniya LIÐSMENN uppreisnarsveita maóista og stuðnings- menn þeirra á sigurfundi í Katmandu, höfuðborg Nep- als, í gær. Tugir þúsunda maóista tóku þátt í sig- urfundum sem haldnir voru í Katmandu og fleiri borgum Nepals til að fagna friðarsamkomulagi upp- reisnarmannanna og stjórnarinnar. AP Maóistar fagna friðarsamningi í Nepal
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.