Morgunblaðið - 11.11.2006, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Suðurlandsbraut 20 – 108 Reykjavík – Sími 588 0200 – www.eirvik.is
-hágæðaheimilistæki
Miele ryksugur
á einstöku tilboðsverði
Miele S381 Tango Plus ryksuga
með 1800W mótor
Verð áður kr. 24.600
Tilboð:
Kr. 15.990
Fáanlegir fylgihlutir t.d.:
Hebafilter sem hreinsar loftið af
ofnæmisvaldandi efnum.
Kolafilter sem hreinsar óæskilega lykt.
Hentar vel fyrri þá sem eru með gæludýr.
Parketbursti úr hrosshárum sem skilar
parketinu glansandi.
Fæst í rauðu og dökkbláu.
Miele ryksugurnar eru traustar og kraftmiklar. Þær eru með
stillanlegu röri og mikið úrval fylgihluta er innbyggt í vélina.
Verið velkomin í Eirvík og kynnið ykkur Miele heimilistækin
í einni glæsilegustu heimilistækjaverslun landsins.
AFSLÁTTUR
35%
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is
Colombo. AFP. | Tamílskur þingmað-
ur, sem studdi uppreisnarmenn úr
röðum Tamíla, var skotinn til bana í
gær í Colombo, höfuðborg Srí Lanka,
og ekkert lát var á átökum stjórn-
arhersins og uppreisnarsveita Tamíl-
tígranna.
Talsmenn Sameinuðu þjóðanna og
Bandaríkjanna sögðust hafa áhyggj-
ur af harðnandi átökum á Srí Lanka
og gagnrýndu dráp stjórnarhersins á
tugum óbreyttra borgara í árás á
svæði uppreisnarmanna á miðviku-
daginn var.
Hermt er að minnst 65 manns hafi
beðið bana þegar sprengikúlum var
skotið á byggingu sem hýsti hundruð
flóttamanna.
Hindruðu flótta
„Sameinuðu þjóðirnar fordæma
sprengikúluárás öryggissveita
stjórnar Srí Lanka á varnarlausa
borgara sem leituðu skjóls í skóla í
Kathiravelli,“ sagði fulltrúi Samein-
uðu þjóðanna í Colombo í yfirlýsingu.
„Fréttir um að uppreisnarhreyfing
Tamíl-tígranna hafi hindrað flótta
um það bil 2.000 óbreyttra borgara
vekja ekki síður óhug.“
Richard Boucher, aðstoðarutan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, gagn-
rýndi einnig ofbeldið. Hann skoraði á
báðar fylkingarnar að leggja niður
vopn og leysa deilur þeirra með frið-
samlegum hætti.
Forsetinn fordæmir morðið
Óþekktir menn skutu þingmann-
inn Nadarajah Raviraj, 44 ára Tam-
íla, og lífvörð hans til bana í Colombo
þegar þeir voru á leiðinni í vinnuna,
að sögn lögreglunnar. Nokkrum mín-
útum áður hafði Raviraj komið fram í
sjónvarpi og gagnrýnt stjórnarher-
inn fyrir mannskæðar árásir á
óbreytta borgara.
Mahinda Rajapakse, forseti Srí
Lanka, kvaðst taka morðið mjög
nærri sér þar sem hann hefði verið í
vinfengi við þingmanninn.
„Hann fyrirskipaði ríkislögreglu-
stjóranum að rannsaka þetta póli-
tíska morð til hlítar,“ sagði talsmaður
forsetans.
Er þetta annað morðið á þing-
manni úr röðum Tamíla á tæpu ári.
Þingmaðurinn Joseph Parajasing-
ham var skotinn til bana í messu á
jóladag í kaþólskri kirkju í bænum
Batticaloa í austanverðu landinu.
Varnarmálaráðuneyti Srí Lanka
sagði að sex uppreisnarmenn hefðu
beðið bana þegar hermenn hefðu
sökkt tveimur bátum þeirra í gær.
Hreyfing uppreisnarmannanna
sagði að um 25 hermenn hefðu fallið
og fjórir verið teknir til fanga í árás-
um á tvo varðbáta hersins undan
strönd Jaffna-skaga í fyrradag.
Þingmaður
myrtur
Reuters
Pólitískt morð Lögreglumenn að störfum við bíl tamílska þingmannsins Nadarajah Raviraj eftir að hann var skot-
inn til bana í Colombo á Srí Lanka í gær. Hann hafði fordæmt árásir stjórnarhers landsins á óbreytta borgara.
4!,4 5)
!
#6
!!) '0&!'
'22 '
'
1'
6!
%!!
# & '%
&& & 2*
!"!
4 5(7(
! "
7%
!
" +
!" #
$
%
&
"
1 8%'+!"
'($ '
! ) +
#$
% )
*( +
"
( $
,
9%%'0%
-
. +
#$
% "&
' #
%
#$$
Í HNOTSKURN
» Yfir 60.000 manns hafalátið lífið í átökunum á Sri
Lanka frá því að borgarastríð
blossaði upp þar árið 1983.
» Uppreisnarhreyfing Tam-íl-tígranna (LTTE) berst
fyrir sjálfstæðu ríki Tamíla á
eyjunni.
» Vopnahléssáttmáli tókgildi á Sri Lanka í febrúar
2002. Íslendingar hafa tekið
þátt í eftirliti með vopna-
hléinu.
SÞ fordæma
manndráp
stjórnarhers
Srí Lanka
MÖRGÆSIN Elvis á nýjum, bláum skóm í Alþjóðlegu suðurskautsmiðstöð-
inni í Christchurch á Suðurskautslandinu. Elvis og sextán aðrar mörgæsir,
sem hafa verið þar til sýnis, hafa fengið sérhannaða skó eftir að nokkrar
þeirra fengu sár á fæturna í nýju heimkynnunum, að sögn framkvæmda-
stjóra suðurskautsmiðstöðvarinnar, Richards Bentons.
Reuters
Mörgæsin Elvis og
félagar á nýjum skóm