Morgunblaðið - 11.11.2006, Síða 24

Morgunblaðið - 11.11.2006, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning www.torhildur.is Náttúran er verðmæti ÖRNEFNI eru athyglisverðar en oft vanræktar sögulegar heimildir. Þau verða sjaldan til að tilefn- islausu og nafngiftir á bæjum og stöðum í umhverfinu veita oft inn- sýn í hugarheim og viðhorf fyrri tíðar manna og kvenna. Af þessum sökum segja örnefni tíðum mikla sögu af daglegri önn forfeðranna og eru miklisverðar heimildir um atvinnuhætti og hvers kyns nytjar til lands og sjávar. Eru slík ör- nefni gjarnan nefnd nytjanöfn. Nytjanöfnin eru af eðlilegum ástæðum flest og mest lýsandi í nágrenni stórbýla, stórra ver- stöðva og annarra staða, þar sem mikið var um að vera og umsvif fólks mest. Óvíða á landinu voru athafnir meiri á fyrri tíð en á biskupssetrinu á Hólum í Hjalta- dal. Þar stóð um aldir höfuðból Norður- lands, þar var fleira fólk að jafnaði sam- ankomið en víðast hvar annars staðar á landinu, þar var bú- skapur margþættur og stór í sniðum og nýting á land- og náttúrugæðum mikil og vel skipulögð. Má enn glöggt sjá þessa merki í örnefnum í Hjaltadal og víðar í nágrenni bisk- upsstólsins. Fornleifarann- sóknir eru trúlega þekktasti þátt- ur Hólarannsóknarinnar, sem hófst með stuðningi Kristnihátíð- arsjóðs í byrjun þessarar aldar. Rannsóknin er hins vegar mun fjölþættari og einn veigamikill þáttur hennar er könnun á örnefn- um heima á Hólum og í nágrenni staðarins. Rúna K. Tetzschner, sem er í alþjóðlegum hópi sér- fræðinga Hólarannsóknarinnar, tók þessa könnun að sér og er fyrsta ár- angur hennar að finna í þessari bók. Rúna beinir einkum sjónum að nytj- anöfnum (þaðan er bókarheitið komið), en sem dæmi um þau má nefna bæjarheitin Kálfsstaði og Nauta- bú í Hjaltadal, ýmis nöfn sem enda á -gerði og fleiri. Rann- sókn höfundar er rækileg. Hún hefur kannað mikinn fjölda heimilda, fornra og nýrra, og ber saman við skyld og lík örnefni í öðrum sveitum. Nið- urstaðan er forvitnilegt og fróð- legt rit þar sem mörg örnefni eru skýrð og ljósi varpað á tilurð þeirra og merkingu. Framsetning höfundar er markviss og skýr og ættu allir, sem á annað borð hafa áhuga á íslenskum fræðum, að hafa gott gagn af bókinni og skilja betur en áður menningar- og sögulegt gildi örnefna og þýðingu þess að þeim sé haldið til haga. Rannsóknin, sem hér er birti, beinist nær eingöngu að örnefnum sem dregin eru af eða vísa til landnytja og landbúskapar Hóla- manna og þau eru öll í næsta ná- grenni biskupsstólsins, þótt sam- anburðardæmi séu sum hver fengin lengra að. Gefur þá auga- leið, að hér eru aðeins könnuð fá dæmi um öll þau örnefni sem með einhverjum hætti tengjast Hólum og Hólamönnum og athöfnum þeirra í aldanna rás. Þau eru vita- skuld miklu fleiri og víða um land og væri vissulega þörf á rannsókn á Hólaörnefnum sem tengjast til að mynda ferðalögum og útræði og ef til vill samskiptum Hólabisk- upa við útlönd. Eftir því sem ég kemst næst er þetta rit hið fyrsta í fyrirhugaðri ritröð Hólarannsóknarinnar. Að því er góður fengur í fræðilegu til- liti, það er vel frá gengið og í alla staði vel heppnað. Er vonandi að aðstandendur rannsóknarinnar haldi ótrauðir áfram á þeirri braut sem hér er mörkuð. Nöfn og nytjar Jón Þ. Þór BÆKUR Nytjar í nöfnum. Örnefni í ná- grenni Hóla í Hjaltadal. Rit Hólarannsóknarinnar. Hólar í Hjaltadal 2006. 146 bls., myndir og kort. Fræðirit Rúna K. Tetzschner ÁRIÐ 1964 var tölva af gerðinni IBM 1401 flutt til landsins. Jóhann Gunn- arsson, faðir Jóhanns Jóhannssonar, komst að því að með því að forrita minni tölvunnar á ákveðinn máta gaf hún frá sér rafsegulbylgjur sem útvarpstæki gat numið. Þannig var hægt að nota tölvuna til tón- sköpunar þó að hlut- verk hennar væri að sjálfsögðu allt annað. Sjö árum síðar var tölv- unni skipt út og þá fór fram kveðjuathöfn, næstum eins og jarð- arför, þar sem tölvan „söng“ fyrir viðstadda í hinsta sinn. Kveðju- söngurinn náðist á band og þrjátíu árum síðar komst Jóhann yngri í þessar upptökur. Þessi saga, og hinsti söngur tölvunnar, urðu grund- völlur plötunnar sem hér er til um- fjöllunar, IBM 1401, a User’s Ma- nual. Í raun er um að ræða eitt óslitið verk í fimm hlutum sem hverfist um þemað maður/vél. Tónlistin er há- dramatísk nýklassík sem minnir oft- ar en ekki á harmhljóðasinfóníu pólska tónskáldsins Henryks Gó- reckis, sérstaklega í fyrsta og þriðja hlutanum, en þeir hlutar ná strax til hlustandans og fá augun til að vökna. Ýmis rafhljóð auka á áhrif tónlistar- innar með tilætluðum árangri og er síðan dreift hér og þar um plötuna eins og til að minna mann á hvaðan innblástur þessarar fögru tónlistar kemur. Það er ekki mannleg tilfinn- ing sem getur tónana, heldur er sótt í steinrunninn heim vélarinnar, eins og til þess að sanna að ástin vélanna sé ekki köld eins og sjálfar þær. Orðalaus „söngur“ tölvunnar í upphafi verksins kveikir sambæri- legar hugleiðingar. Hann er ólíkur öllum öðrum hljóðgervlum sem und- irritaður þekkir til og fær hugann til að reika í leit að einhverju sambæri- legu. Hugur þessa gagnrýnanda fann helst samsvörun í hinsta söng HAL9000-tölvunnar í kvikmyndinni 2001: A Space Odyssey, en það er lík- legast eftirminnilegasti og að sama skapi sorglegasti dauðdagi vélar sem um getur, og speglar söguna af „dauða“ IBM1401 í umslagi plötunnar. Annar og fjórði hluti verksins geta auðveld- lega gleymst við óná- kvæma hlustun og runnið saman við hina þrjá hlutana, en lifna sjálfir við við end- urtekna hlustun. Ann- ar hlutinn er naum- hyggjulegastur, síendurtekin bjalla og hjal með notk- unarleiðbeiningum IBM1401-tölvunnar eru baksvið fyrir stutta strengjahljóma. Það er bjartast yfir þessum hluta, þó að ómur radd- arinnar gefi óneitanlega tilfinningu fyrir tómarúmi og bjallan fái mann til að hugsa til „jarðarfarar“ tölvunnar. Hér er jafnvægið milli gleði og sorg- ar fínast og þetta er líklegast besti hlutinn þegar allt kemur til alls. Lokahlutinn ber heitið „The Sun’s Gone Dim and the Sky’s Turned Black“ og hefur komið út einn og sér sem smáskífa, líklegast vegna þess að þar er texti sem er sunginn og spilaður á vocoder, og þess að laginu mætti líkja við Sigur Rós sökum stíg- andinnar. Góður sölupunktur sem hjálpar vonandi til við að koma þess- ari stórgóðu skífu Jóhanns eins langt og hún á skilið. Ástin vélanna Atli Bollason TÓNLIST Geisladiskur Öll lög eftir Jóhann Jóhannsson. Útsetn- ing fyrir hljómsveit var í höndum Jóhanns og Arnars Bjarnasonar. Fílharmónían í Prag leikur undir stjórn Mario Klemens, en Jóhann leikur á píanó, orgel, selestu og bjöllur. Raddir Jóhanns og Ernu Óm- arsdóttur koma fyrir. Platan var hljóð- blönduð af Finni Hákonarsyni í Sýrlandi og hljómjöfnuð af Nick Webb á Abbey Road. 4AD gefur út. 5 lög, 42:52. Jóhann Jóhannsson – IBM 1401, a User’s Manual  Jóhann Jóhannsson Í UPPHAFI þessarar bókar kemur fram að jörðin Vaðbrekka í Hrafn- kelsdal hafi byggst árið 1770, og að ekki hafi áður verið bær í dalnum með því nafni. Á árunum 1922 til 1971 bjuggu á Vaðbrekku hjónin Aðalsteinn Jónsson og Ingibjörg Jónsdóttir og fyrir afkomendur þeirra er þessi bók öðru fremur tekin saman eins og segir í formála ritstjóra: „Það er von ritstjórnar að barna- börn og barnabarnabörn Aðalsteins og Ingibjargar megi af þessari bók fá örlitla innsýn í líf og störf for- feðra sinna. Hér taka margir til máls og brugðið er upp svipmynd- um frá löngum tíma. Samanburð- urinn á kjörum, möguleikum og við- fangsefnum er jafnvel áhugaverðari en okkur grunaði þegar við ákváðum að draga saman efnið í þetta rit. Það rúmast tæplega innan nokkurrar sérstakrar bókmennta- greinar enda ekki að því stefnt. Vilji menn nú flokkun engu að síður þá má nota tegundarheitið átt- hagabókmenntir sem er þekkt víða um Norðurlönd þó að það hafi lítið verið notað hér heima.“ Óhætt er að fullyrða að aðstandendum ritsins hafi tekist vel það ætlunarverk sitt að veita lesendum innsýn í líf geng- inna kynslóða í Hrafnkelsdal, og raunar víðar. Bókin hefur að geyma mikinn fróðleik um mannlíf á fyrri tíð og þótt frásagnirnar séu að sönnu flestar bundnar við Vað- brekku og fólkið þar er hér margt að finna, sem hefur mun víðari skír- skotun og má kalla næsta almenna lýsingu á íslensku sveitalífi og við- horfi fólks í sveitum landsins um hálfrar aldar skeið. Ýmislegt vísar og lengra aftur, allt aftur á 19. öld. Í bókinni kennir margra grasa og allt efni hennar er for- vitnilegt, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Smekkur og áhuga- svið lesenda ræður því vafalaust hvaða kaflar eða þættir falla þeim best í geð, en sjálfur hafði ég mesta ánægju af kaflanum um skólagöngu Vað- brekkusystkina, en hann bregður skýru ljósi á viðhorf og menntunaráhuga for- eldranna, ekki síður en á skólasöguna og fróðleiksfýsn barnanna. Einnig hafði ég mikla ánægju af greinum Aðalsteins á Vaðbrekku. Þær eru allar einkar vel skrifaðar og sú sem hann skrifaði gegn dr. Sigurði Nor- dal um Hrafnkelssögu er hreint af- bragð. Sitthvað er og í léttum dúr í bókinni og hljóta flestir lesendur að hafa góða skemmtan af. Það hlýtur a.m.k. að vera lífsleið manneskja, sem ekki hefur gaman af sögunni um „áfengisvandamál Aðalsteins“, þótt tilefni hennar sé síður en svo fyndið. Þetta er vönduð bók, skemmtileg aflestrar og bregður fróðlegu ljósi á liðna tíð. Ættarrit úr Hrafnkelsdal BÆKUR Fimmtíu sumur í Hrafnkelsdal Ritstjórar: Kristján Jóhann Jónsson og Ragnar Ingi Aðalsteinsson. Bókaútgáfan Hólar, Akureyri, 2006. 357 bls., myndir. Ættfræði Jón Þ. Þór Kristján Jóhann Jónsson Ragnar Ingi Aðalsteinsson ÁRLEGA er haldin svokölluð Súkkulaðitískusýning í New York í Bandaríkjunum. Eins og nafnið gef- ur til kynna er þar blandað saman á ýmsa vegu hátísku og súkkulaði. Þessi ónefnda sýningarstúlka er í kjól sem er að hluta til gerður úr súkkulaði en ekki fylgir sögunni hvort einhver lagði hann sér til munns að sýningu lokinni. Reuters Bragðgóður kjóll

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.