Morgunblaðið - 11.11.2006, Síða 28
28 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Siglufjörður | „Aðalatriðið er að
heilsan og góða skapið séu í lagi. Ég
get ekki kvartað undan því,“ segir
Steingrímur Kristinsson sem heldur
úti öflugum mynda- og fréttavef á
Siglufirði, sksiglo.is. Vefur hans er
mikið skoðaður, ekki síst af gömlum
Siglfirðingum.
Ljósmyndun er áhugamál Stein-
gríms. Hann vann lengst af sem lag-
erstjóri hjá Síldarverksmiðjum rík-
isins. Upphafið að vef hans var á
árinu 1998 þegar hann opnaði Ljós-
myndasafn Steingríms.
Steingrímur hafði hugsað sér að
vinna til sjötugs eins og kveðið var á
um í starfssamningi. Honum var
hins vegar sagt upp störfum 68 ára
gömlum þegar fyrirtækið var sam-
einað öðru sem hafði aðrar reglur
um það hvenær starfsmenn hætta.
Steingrímur segist hafa verið í fullu
fjöri og gjarnan viljað halda áfram
en tekur fram að starfslokin hafi far-
ið fram í góðri sátt.
Lífið á Sigló
„Ég ákvað þá að láta mér ekki
leiðast heldur gera eitthvað sem ég
hefði áhuga á,“ segir Steingrímur.
Hann hafði tekið mikið af myndum
og safnað myndum eftir aðra og efld-
ist nú allur í því. Hann endurnýjaði
vef sinn, Lífið á Sigló, og hefur þróað
hann síðan.
Steingrímur segist hafa byrjað
fyrir alvöru að taka myndir 1959. Þá
var hann að vinna hjá SR við flökun.
Barst það í tal hversu mikilvægt það
væri að festa á filmu mannlíf og
ýmsa atburði í bæjarlífinu. Stein-
grímur var nýgiftur og með tvö lítil
börn og hafi ekki peninga til að fjár-
festa í myndavél en tveir vinir hans
við flökunarborðið hrifust svo með í
þessari umræðu að þeir lánuðu hon-
um fyrir vél. Síðan hefur hann ekki
legið á liði sínu við að mynda atburði
og fólk á Siglufirði og víðar. Hann
tók meðal annars myndir fyrir
Morgunblaðið í mörg ár og einnig
mikið af passamyndum fyrir bæjar-
búa. „Ég tek ekki mikið af listrænum
myndum eða landslagsmyndum,
nema eitthvað hér innan fjarðar,“
segir Steingrímur um áhugasviðið.
Hann hefur ánægju af því að miðla
þessu efni á vefnum og áhuginn á að
skoða það virðist einnig vera fyrir
hendi því síðan er mikið skoðuð,
bæði af bæjarbúum og brottflottum
Siglfirðingum sem halda tengslum
við gamla bæinn með þessum hætti.
Telur hann að gamlar myndir sem
hann birtir á síðunni, gjarnan til að
óska eftir upplýsingum um fólkið
sem á þeim er, veki mesta athygli.
Ákvað að gera
eitthvað skemmtilegt
Skönnun Steingrímur Kristinsson var í gær að skanna inn gamlar myndir.
Lesendur sksiglo.is fá væntanlega að sjá einhverjar þeirra á næstunni.
Í HNOTSKURN
»Á Lífinu á Sigló eru birtargamlar og nýjar myndir af
atburðum og fólki á Siglufirði,
fréttapistlar og fróðleikur.
»Síðan er mikið sótt. Heim-sóknir eru oft þrjú til fjög-
ur þúsund á dag, mest á sumr-
in þegar meira er um að vera.
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
Eftir Sigurð Jónsson
Selfoss | „Ég hef hugsað lengi um þetta og hvernig megi
vekja athygli á því hversu margir hafa slasast á þessari
leið. Ég hrekk alltaf við þegar ég heyri í fréttum að það
hafi orðið slys. Hverju slysi tengist nefnilega fjöldi fólks.
Við hjónin fengum mikinn stuðning víða að þegar við fór-
um að hreyfa við þessari hugmynd,“ segir Hannes Krist-
mundsson garðyrkjumaður sem ásamt konu sinni Sigur-
björgu Gísladóttur hafði forgöngu um að reisa 52 krossa
við Kögunarhól í Ölfusi til að minnast þeirra sem látist
hafa í bílslysum á Suðurlandsvegi.
Á síðustu sextán árum hafa orðið 2576 umferðaróhöpp
og slys og í þeim hafa 1222 slasast.
Hannes segir að stefnt sé að því að reisa minnismerki
um þá sem látist hafa, í stað krossanna, þegar vegurinn
verður tilbúinn. Það verði gert í samvinnu við aðra sem
misst hafa ástvini sína í umferðarslysum. „Núna vil ég sjá
tvöföldun og lýsingu verða að veruleika. Sjóvá hefur bent á
leiðir til þess að svo megi verða. Það er okkar von að kross-
arnir veki ráðamenn og allan almenning til umhugsunar.
Þá er mikið unnið til að koma í veg fyrir slys,“ sagði Hann-
es.
Stuðningur við tvöföldun
Fjöldi fólks var við athöfnina og hjálpaðist fólk að við að
reisa krossana. Í þeim hópi voru grunnskólabörn úr
Hveragerði, bæjarfulltrúar, alþingismenn, bæjarstjórar,
landbúnaðarráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík. Séra
Úlfar Guðmundsson sóknarprestur blessaði staðinn og fór
nokkrum orðum um þá miklu hættu sem felst í umferðinni.
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sagði að málið
væri á dagskrá hjá ríkisstjórninni og því yrði fundinn góð-
ur farvegur. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri lýsti
yfir stuðningi við breikkun og lýsingu vegarins og sagði að
Suðurlandsvegur þjónaði höfuðborgarsvæðinu ekkert síð-
ur en Suðurlandi. Við athöfnina kom einnig fram að Vinir
Hellisheiðar hefðu sem grasrótarsamtök gengið til liðs við
Samstöðu um slysalaust Ísland og myndu vinna með þeim
samtökum að slysavörnum og áherslum í vegamálum.
Einnig kom fram að mikill hugur væri í grasrótarsam-
tökum að vinna að slysavörnum í umferðinni undir merkj-
um Samstöðu og sagði Steinþór Jónsson talsmaður sam-
takanna að kveikt hefði verið á 52 ljósum þegar verið var
að leggja áherslu á breikkun Reykjanesbrautar á sínum
tíma og nú væri þeirri framkvæmd senn lokið.
„Ég er afar þakklátur öllum sem lögðu þessu verkefni
lið og núna munum við halda áfram að fylgja þessu máli
eftir, að fá tvöfaldan upplýstan veg milli Reykjavíkur og
Selfoss, í samstarfi við Vini Hellisheiðar og Samstöðu um
slysalaust Ísland. Ég hvet alla til að leggjast á sveif með
okkur,“ sagði Hannes Kristmundsson.
Hrekk alltaf við þegar
ég heyri um slys
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Krossar reistir Hannes Kristmundsson og kona hans,
Sigurbjörg Gísladóttir, reisa fyrsta krossinn við
Kögunarhól ásamt fjölskyldumeðlimum.
Eftir Örn Þórarinsson
Norðurland | Ferðamálasamtökin á
Norðurlandi héldu uppskeruhátíð
sína síðastliðinn fimmtudag. Þetta er
í annað skiptið sem slík hátíð er hald-
in, en markmiðið er meðal annars að
stuðla að því að fólk í þessari at-
vinnugrein hittist og ræði málin og
kynnist því sem er að gerast á við-
komandi svæði. Nú voru Austur-
Húnvetningar gestgjafarnir.
Viðurkenning fyrir nýsköpun
Hópurinn hittist á Heimilisiðnað-
arsafninu á Blönduósi og síðan var
farið um sýsluna. Höfð viðkoma á
þremur stöðum, Hofi í Vatnsdal,
Þingeyrakirkju og Blönduvirkjun.
Lokahóf var síðan í Kántríbæ á
Skagaströnd.
Í hófinu voru ferðaþjónustuaðilum
á Norðurlandi veittar ýmsar viður-
kenningar. Markaðsskrifstofa ferða-
mála á Norðurlandi heiðraði Báru
Guðmundsdóttur í Staðarskála í
Hrútafirði og Hallbjörn Hjartarson í
Kántrýbæ á Skagaströnd. Bæði eru
landskunn fyrir áratuga farsælt
starf við uppbyggingu ferðaþjónustu
á sínum heimaslóðum.
Fyrir nýjungar í ferðaþjónustu
fengu skíðasvæðin á Akureyri og
Dalvík viðurkenningar en á báðum
stöðum er nýlega hafin snjófram-
leiðsla.
Þá fékk ferðamáladeild Hólaskóla
sérstaka viðurkenningu fyrir frá-
bært starf á liðnum árum frá Ferða-
málasamtökum Íslands, en deildin
fagnaði einmitt tíu ára afmæli fyrir
skömmu.
Um níutíu manns tóku þátt í hátíð-
inni, sem þótti takast með ágætum.
Næsta hátíð verður haldin í Eyja-
firði að ári.
Morgunblaðið/Örn Þórarinsson
Heiðrun Einar Oddur Kristjánsson afhenti Báru Guðmundsdóttur og Hall-
birni Hjartarsyni viðurkenningar, á milli þeirra er Gudrun A. H. Kloes.
Viðurkenning veitt
fyrir farsælt starf
Selfoss | „Þetta var efnismikið nám-
skeið og skipulagt af starfsfólki
Fræðslunets Suðurlands í samvinnu
við leikskólastjóra og annað fagfólk.
Í öðru lagi var það óvenjulegt að því
leyti að það sneri bæði að starfs-
manninum sem persónu sem og
starfi hans og var með þeim hætti
reynt að styrkja bæði einstaklinginn
og svo starfsmanninn. Í þriðja lagi
var námskeiðið kennt í fjarkennslu
til staða á Suðurlandi og Norður-
landi,“ sagði Jón Hjartarson, starfs-
maður Fræðslunetsins, í ávarpi við
brautskráningu starfsfólks leikskóla
af grunnnámskeiði.
Það voru alls 32 starfsmenn sem
brautskráðust af námskeiðinu sem
var 65 stundir alls. Um var að ræða
starfsfólk í Árborg og úr Þorláks-
höfn sem mætti til náms í húsnæði
Fræðslunetsins en um leið var fjar-
kennt á Flúðir, Hvolsvöll, Vík og
Klaustur. Ekki var látið þar við sitja
heldur var einnig kennd fjarkennsla
norður á Skagaströnd, Hvamms-
tanga og Hólmavík. Fjarkennslu-
tæknin kom þannig að góðum not-
um.
Jákvætt hugarfar nauðsynlegt
„Það var býsna flókið að kalla
saman marga fyrirlesara úr ólíkum
áttum og setja þá framan við fjar-
kennslutækin og segja þeim að
kenna til sjö staða í einu. Þeir tóku
þessu allir vel og lögðu sig fram um
að gera hlutina og láta þetta takast.
Niðurstaðan er sú að okkar mati að
þetta hafi tekist svo vel að við ætlum
að halda áfram á þessari braut og
bjóða námskeið á fleiri sviðum í fjar-
kennslu á landsvísu. Það verður okk-
ar útrás,“ sagði Jón Hjartarson og
hrósaði nemendunum fyrir þeirra
þátt í að láta námskeiðið heppnast.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Allir ánægðir Jón Hjartarson, starfsmaður Fræðslunets Suðurlands, var
ánægður þegar hann útskrifaði starfsfólk leikskólanna.
Starfsfólk leikskóla
bætir þekkingu sína