Morgunblaðið - 11.11.2006, Page 33
heilsa
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 33
LAURA ASHLEY
Faxafeni 14 108 Reykjavík sími 551-6646
Opið í dag Laugardag frá kl 10-16
EKKI eru það ný tíðindi að reyk-
ingar auka hættu á krabbameini en
nú hefur verið sýnt fram á með
óyggjandi hætti að þeir sem byrja
mjög ungir að reykja og einnig þau
börn sem þurfa að þola óbeinar
reykingar eru líklegri en aðrir til
að fá þvagblöðrukrabbamein
seinna á ævinni. Kemur þetta fram í
rannsókn sem greint er frá á net-
miðli BBC, en 430.000 manns um
alla Evrópu tóku þátt í henni.
Þvagblöðrukrabbamein er fjórða
algengasta krabbamein meðal karl-
manna og dregur 4.800 manns til
dauða í Bretlandi á ári hverju.
Fyrrnefnd rannsókn leiddi í ljós að
þeir sem byrja að reykja fyrir 15
ára aldur eru þrefalt líklegri en
þeir sem aldrei hafa reykt til að fá
krabbamein í þvagblöðru seinna á
ævinni. Reykingafólk á öllum aldri
er þá í fjórfalt meiri hættu en aðrir
og þeir sem í barnæsku þurftu að
þola óbeinar reykingar voru 40%
líklegri en aðrir til að greinast með
það. Ekki voru hins vegar tengsl
milli þvagblöðrukrabbameins og
óbeinna reykinga hjá fullorðnum.
Rannsóknin, líkt og margar fyrri,
bendir því til að börn séu mun við-
kvæmari en fullorðnir fyrir krabba-
meinsvaldandi efnum og er því enn
ein ástæða til að banna reykingar á
opinberum vettvangi. Af þessu má
ljóst vera að foreldrar sem reykja
ættu að sjálfsögðu aldrei að reykja í
návist barna sinna.
Börn viðkvæm
fyrir óbeinum
reykingum
Hættulegt Þeir sem byrja að reykja undir fimmtán ára aldri eru líklegri en
aðrir til að fá krabbamein í þvagblöðruna.
Á fundi KvæðamannafélagsinsIðunnar á föstudagskvöld í
liðinni viku var haldið agnarlítið
hagyrðingamót. Sigrún
Haraldsdóttir orti um hvali:
Litla eigum virka vörn
í vandlætingarflóði
þjóða er markvisst myrða börn
meður köldu blóði.
Þá Helgi Zimsen:
Græningja ef gegna á
grófu alræði
langreyðar hér lifa þá
og lúta kvalræði.
Og hann sneri út úr yrkisefninu:
Öfughneigð í ýmsum brýs,
undan líta hinir.
Masókistar munu víst
mestu kvalavinir.
Loks orti Ragnar Böðvarsson:
Varasamt er að veiða hval
vitað ég hef það nokkuð lengi.
En gjarnan þess ég geta skal
að gott er bragðið af súru rengi.
pebl@mbl.is
VÍSNAHORNIÐ
Hvalir á
fundi
Iðunnar
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn