Morgunblaðið - 11.11.2006, Qupperneq 35
Ljóst er lekkert Í sumarbrúðkaupi
er vel við hæfi að brúðguminn sé
ljósklæddur.
Slakur Í tískufræðum stendur hvergi
að menn þurfi að vera í stífpressuðum
smóking á brúðkaupsdaginn.
Bindisskraut Það
er dúllað við smáat-
riðin hjá körlunum
líka eins og sjá má.
Spænsk áhrif eru
áberandi í kjólunum í
ár og fatnaður brúð-
gumans er ljósari.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 35
Merkilegt hvað veðrið hefur verið
leiðinlegt í kringum prófkjörin tvö
sem haldin hafa verið í kjördæmi
Suðurnesjamanna. Ég er þó ekki að
segja að það hafi gert útslagið en að
minnsta kosti mun Jón Gunnarsson,
alþingismaður Samfylkingarinnar í
Suðurkjördæmi, ekki gefa kost á
sér í vor eftir slakt gengi og Sigríð-
ur Jóhannesdóttir náði ekki mark-
miðum sínum. Auk þess var þátt-
taka á Suðurnesjum mjög dræm í
þessu opna prófkjöri.
Í dag halda sjálfstæðismenn, og
þeir sem undirrita stuðningsyfirlýs-
ingu, á prófkjörsstaði í sama kjör-
dæmi og þar gefa fjórir íbúar í
Reykjanesbæ kost á sér. Spyrja
verður að leikslokum hvort íbúar
hér í bæ muni verða samstiga í að
koma einhverju af þessu fólki inn á
þing eða tryggja þeim sem fyrir er
áframhaldandi setu.
Hverfisvinir Reykjanesbæjar eru í
þessum skrifuðu orðum í önnum við
að skreyta bæinn. Það tekur sinn
tíma að koma skrautinu á ljósa-
staura um allan bæ og þeim fjölgar
sífellt. Hverfisvinir eru þó ekki að
súta það og voru hinir hressustu að
flikka upp á Rúdólf þegar blaða-
maður átti leið um vinnustað þeirra
í vikunni. Sveinki og hans fylgdarlið
er á leið upp að hliði Reykjanes-
bæjar eins og bæjarskiltið er gjarn-
an nefnt og mun gleðja vegfarendur
Reykjanesbrautar frá 24. nóv-
ember, þegar ljósin verða tendruð,
að jólalokum.
Menningarmálin eru í blóma þessa
dagana, eins og oftast á þessum árs-
tíma. Nýbúið er að undirrita menn-
ingarsamninga við 12 menningar-
félög og alls sjö menningarstyrkir
voru afhentir sl. miðvikudag. Upp-
færslan á Öskubusku í Frumleik-
húsinu hefur aldeilis slegið í gegn
og barist um miðana á hverja sýn-
ingu. Tónlistarfélag Reykjanes-
bæjar er komið á fullt og þegar búið
að halda tvenna tónleika. Norræna
bókasafnavikan verður opnuð með
pomp og prakt nk. mánudag á
Bókasafni Reykjanesbæjar og þeir
fjölmörgu kórar sem starfræktir
eru í bæjarfélaginu verða með tón-
leikahald á næstu vikum. Þá verður
árlegt bókakonfekt í Listasafni
Reykjanesbæjar í byrjun desember.
Sem sagt nóg af skemmtilegum
uppákomum að hlakka til.
Vegfarendur í Reykjanesbæ munu á
næstunni fagna umbótum á gatna-
kerfi bæjarins. Verið er að koma
upp hringtorgum við gatnamót þar
sem umferð er jafnan þung og erfið.
Þetta er annars vegar hringtorg við
komuna í bæinn frá Reykjanesbraut
niður Aðalgötu, við gatnamót Að-
algötu, Iðavalla og Suðurvalla, og
hins vegar við fyrirhugaða Þjóð-
braut og tengivegi hennar, Hafn-
argötu og Njarðarbraut. Fram-
kvæmdirnar gætu þó tafið fyrir í
vaxandi umferðarþunga jólaund-
irbúnings því enn er mánuður í
áætluð verklok.
REYKJANESBÆR
Eftir Svanhildi Eiríksdóttur
blaðamann
Hverfisvinir Hólmar Magnússon og
Sævar Bjarnason dytta að Rúdólfi.
!
"!# $%%&&&'
!!" # "
$
%
&
'
úr bæjarlífinu
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni
Fréttir á SMS