Morgunblaðið - 11.11.2006, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 11.11.2006, Qupperneq 35
Ljóst er lekkert Í sumarbrúðkaupi er vel við hæfi að brúðguminn sé ljósklæddur. Slakur Í tískufræðum stendur hvergi að menn þurfi að vera í stífpressuðum smóking á brúðkaupsdaginn. Bindisskraut Það er dúllað við smáat- riðin hjá körlunum líka eins og sjá má. Spænsk áhrif eru áberandi í kjólunum í ár og fatnaður brúð- gumans er ljósari. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 35 Merkilegt hvað veðrið hefur verið leiðinlegt í kringum prófkjörin tvö sem haldin hafa verið í kjördæmi Suðurnesjamanna. Ég er þó ekki að segja að það hafi gert útslagið en að minnsta kosti mun Jón Gunnarsson, alþingismaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, ekki gefa kost á sér í vor eftir slakt gengi og Sigríð- ur Jóhannesdóttir náði ekki mark- miðum sínum. Auk þess var þátt- taka á Suðurnesjum mjög dræm í þessu opna prófkjöri. Í dag halda sjálfstæðismenn, og þeir sem undirrita stuðningsyfirlýs- ingu, á prófkjörsstaði í sama kjör- dæmi og þar gefa fjórir íbúar í Reykjanesbæ kost á sér. Spyrja verður að leikslokum hvort íbúar hér í bæ muni verða samstiga í að koma einhverju af þessu fólki inn á þing eða tryggja þeim sem fyrir er áframhaldandi setu.    Hverfisvinir Reykjanesbæjar eru í þessum skrifuðu orðum í önnum við að skreyta bæinn. Það tekur sinn tíma að koma skrautinu á ljósa- staura um allan bæ og þeim fjölgar sífellt. Hverfisvinir eru þó ekki að súta það og voru hinir hressustu að flikka upp á Rúdólf þegar blaða- maður átti leið um vinnustað þeirra í vikunni. Sveinki og hans fylgdarlið er á leið upp að hliði Reykjanes- bæjar eins og bæjarskiltið er gjarn- an nefnt og mun gleðja vegfarendur Reykjanesbrautar frá 24. nóv- ember, þegar ljósin verða tendruð, að jólalokum. Menningarmálin eru í blóma þessa dagana, eins og oftast á þessum árs- tíma. Nýbúið er að undirrita menn- ingarsamninga við 12 menningar- félög og alls sjö menningarstyrkir voru afhentir sl. miðvikudag. Upp- færslan á Öskubusku í Frumleik- húsinu hefur aldeilis slegið í gegn og barist um miðana á hverja sýn- ingu. Tónlistarfélag Reykjanes- bæjar er komið á fullt og þegar búið að halda tvenna tónleika. Norræna bókasafnavikan verður opnuð með pomp og prakt nk. mánudag á Bókasafni Reykjanesbæjar og þeir fjölmörgu kórar sem starfræktir eru í bæjarfélaginu verða með tón- leikahald á næstu vikum. Þá verður árlegt bókakonfekt í Listasafni Reykjanesbæjar í byrjun desember. Sem sagt nóg af skemmtilegum uppákomum að hlakka til.    Vegfarendur í Reykjanesbæ munu á næstunni fagna umbótum á gatna- kerfi bæjarins. Verið er að koma upp hringtorgum við gatnamót þar sem umferð er jafnan þung og erfið. Þetta er annars vegar hringtorg við komuna í bæinn frá Reykjanesbraut niður Aðalgötu, við gatnamót Að- algötu, Iðavalla og Suðurvalla, og hins vegar við fyrirhugaða Þjóð- braut og tengivegi hennar, Hafn- argötu og Njarðarbraut. Fram- kvæmdirnar gætu þó tafið fyrir í vaxandi umferðarþunga jólaund- irbúnings því enn er mánuður í áætluð verklok. REYKJANESBÆR Eftir Svanhildi Eiríksdóttur blaðamann Hverfisvinir Hólmar Magnússon og Sævar Bjarnason dytta að Rúdólfi.      !  " !# $%%&&&'                                     !!" #     "     $       %  &   '        úr bæjarlífinu Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Fréttir á SMS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.