Morgunblaðið - 11.11.2006, Page 40

Morgunblaðið - 11.11.2006, Page 40
40 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. BLÓÐBAÐ Á GAZA Blóðbaðið í bænum Beit Hanuná Gaza-svæðinu á miðvikudager óverjandi. 18 manns létust þegar Ísraelsher skaut sprengjum á hús í bænum. Yngsta fórnarlambið var ekki orðið eins árs, það elsta sjö- tugt. Þúsundir Palestínumanna fylgdu fórnarlömbum árásarinnar til grafar í fyrradag og hrópaði fólkið á hefnd. Samtökin Hamas brugðust hart við og kváðust myndu hefja sjálfsmorðsárásir að nýju í Ísrael. Eitt og hálft ár er síðan samtökin lýstu einhliða yfir að slíkum árásum yrði hætt og hafa þau að mestu fylgt því. Í yfirlýsingu frá hernaðararmi Hamas sagði að nú yrði Bandaríkja- mönnum kennd lexía fyrir að styðja Ísrael. Mahmoud Abbas, forseti Pal- estínumanna og leiðtogi Fatah- hreyfingarinnar, fordæmdi árásina og sagði að Ísraelar hefðu gert alla möguleika á friði að engu með hern- aði sínum. Fyrir árásina höfðu Ísr- aelar nýlokið sex daga aðgerð þar sem þeir í raun lögðu bæinn Beit Hanun undir sig. Samkvæmt fréttum létu að minnsta kosti 52 lífið í aðgerð- inni og talið er að 22 þeirra hafi verið óbreyttir borgarar. Ísraelar segja að aðgerðir þeirra í Beit Hanun miði að því að stöðva sprengjuárásir frá Gaza á Ísrael. Blóðbaðið á miðvikudag var hins veg- ar rakið til bilunar í ratsjárbúnaði og hafa ísraelsk yfirvöld harmað atburð- inn. Ísraelsstjórn hefur legið undir miklu ámæli eftir innrásina í Líbanon í sumar og var greinilegt að ísr- aelskum ráðamönnum er brugðið. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísr- aels, kvaðst í gær hafa miklar áhyggjur vegna þessara atburða, sem hafa verið gagnrýndir jafnt á al- þjóðavettvangi sem heima fyrir. Hann skoraði á Abbas að hitta sig nú þegar og bætti við: „Það mun koma honum á óvart hversu langt við erum tilbúnir að ganga. Ég get boðið hon- um mikið.“ Vaknað hafa áhyggjur um að þetta atvik muni ekki auðvelda viðleitnina til að koma á samningum milli Palest- ínumanna og Ísraela. Abbas og Isma- il Haniya, forsætisráðherra Palest- ínumanna og Hamas-liði, höfðu átt í viðræðum um myndun nýrrar stjórn- ar, sem tæki við af stjórn Hamas, sem nú situr og býr við alþjóðlega einangrun. Palestínumenn hafa ekki fengið skattfé eða erlenda aðstoð og mánuðum saman hafa palestínsk yf- irvöld ekki getað greitt laun. Þeim viðræðum var slegið á frest í þrjá daga til að heiðra minningu hinna látnu og láti Hamas verða af hótun- um um að hefja sjálfsmorðsárásir að nýju er óvíst um framhaldið. Ísraelar verða að fara að hugsa sinn gang í málefnum Palestínu. Þær aðferðir, sem þeir beita núna, skila greinilega ekki árangri. Árásir Ham- as á Ísraela verða ekki stöðvaðar með því að halda áfram að undiroka Pal- estínumenn. Það þarf að koma á samningum og alþjóðasamfélagið verður með valdþunga Bandaríkja- manna að knýja Ísraela og Palest- ínumenn til þess. Ef til vill leynist ný von í orðum Olmerts um að það muni koma á óvart hversu langt hann sé reiðubúinn til að ganga. Fyrri reynsla gefur hins vegar ekki tilefni til bjartsýni um að takist að rjúfa vítahring ofbeldis og blóðsúthellinga fyrir botni Miðjarðarhafs í bráð. NÚTÍMALEGIR STJÓRNUNARHÆTTIR? Fyrir nokkrum árum sköpuðusttöluverðar umræður um þá stað- reynd að Landspítali – háskóla- sjúkrahús hafði safnað verulegum skuldum hjá birgjum spítalans. Allir aðilar voru sammála um að þetta væri ófremdarástand sem ekki væri hægt að þola og því var kippt í lag. Í Morgunblaðinu í gær var skýrt frá því að spítalinn skuldaði birgjum nú 500–600 milljónir króna og byrjað væri að reikna dráttarvexti á þá skuld. Félag íslenzkra stórkaupmanna skrifaði forstjóra spítalans, fjármála- ráðherra og heilbrigðisráðherra bréf í lok september vegna þessa máls. Samkvæmt því sem Andrés Magnús- son, framkvæmdastjóri félagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær hafa engin svör borizt við þessu bréfi, hvorki frá ráðherrum né for- stjóra spítalans. Talsmenn félagsins áttu fund með fjármálaráðherra um miðjan október, sem hlustaði á um- kvartanir þeirra og jafnframt hafa þeir leitað eftir fundi með heilbrigð- isráðherra. Nú eru liðnar tvær vikur frá því að sú ósk var sett fram án þess að svör hafi borizt frá skrifstofu ráð- herrans. Þetta geta varla talizt nútímalegir stjórnunarhættir. Þetta eru fráleitir stjórnunarhættir. Það liggur alveg ljóst fyrir hvers vegna þeir eru með þessum hætti. Hvorki forstjóri spít- alans né ráðherrarnir tveir vita hvernig þeir ætla að leysa þennan vanda. Það ríkir ráðaleysi í stjórnar- ráðinu vegna málsins og það er ekki tekið á því. Auðvitað á spítalinn að geta komið málum sínum þannig fyrir að hægt sé að greiða reikninga sem spítalanum berast. Og auðvitað er hægt að gera þá kröfu til ráðherra að þeir láti ekki vikur og mánuði líða án þess að vandi af þessu tagi verði leystur. Bæði ráð- herrar og þingmenn vita að rekstr- arvandi spítalans verður ekki leystur með uppsögn mörg hundruð starfs- manna eins og Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir alþingismaður sagði á Alþingi fyrir nokkrum dögum að hún hefði upplýsingar um. Auðvitað verður rekstrarvandi spítalans ekki leystur með stórfelld- um niðurskurði á öðrum sviðum vegna þess að það er búið að skera svo mikið niður að lengra verður ekki gengið. Dráttur á afgreiðslu á rekstrarmál- um Landspítala – háskólasjúkrahúss er til marks um léleg og úrelt vinnu- brögð í stjórnkerfinu. Það liggja allar upplýsingar fyrir um rekstrarstöðu spítalans. Það liggja allar upplýsing- ar fyrir um allt þetta mál. Stjórnkerf- ið þarf hins vegar að taka til hendi og taka ákvarðanir í stað þess að ýta vandanum á undan sér. Er það til of mikils mælzt? Stefán Jónsson, víðkunnurfréttamaður og alþing-ismaður á sinni tíð, fluttieitt sinn frumvarp til laga á Alþingi um, að launamunur á Ís- landi mætti vera að hámarki einn á móti þremur. Sennilega tók hann mið af hefðbundnum hlutaskiptum til sjós. Þar hefur löngum þótt hæfilegt að aflaklóin í brúnni fengi að hámarki þrjá hluta á móti einum hlut háset- ans á dekkinu. Þetta hefur löngum verið í þokkalegu samræmi við réttlætiskennd landans. En nú er öldin önnur. Nú finnast dæmi um launamun upp á einn á móti tvö hundruð. En þá er ekki öll sagan sögð. Hin ný- ríka yfirstétt Íslands þiggur stærstan hluta tekna sinna í formi fjármagnstekna. Og ríkið sér sérstaka ástæðu til að hygla hinum ofurríku með lægri skattlagningu en gildir um venju- lega launþega. Nú er það að vísu vitað, að óbeisl- að markaðskerfi leiðir af sér ójöfn- uð. Meira að segja svo mikinn, að fyrr en varir hafa þeim sem best vegnar á markaðnum náð fákeppni- eða einokunaraðstöðu, nema al- mannavaldið grípi í taumana. Al- mannavaldið er annað orð yfir lýð- ræði. Með öðrum þjóðum er það svo að almannavaldið – í krafti lýðræðis – beitir skatta- og velferðarkerfinu til að draga úr eðlislægri misskipt- ingu markaðskerfisins. Það er gert með því t.d. að leggja þyngri skatt- byrði á hina efnameiri en hlífa hin- um sem minni hafa greiðslugetu. Þetta er reglan alls staðar annars staðar en á Íslandi. Það sem er sér- stakt við stjórnarferil Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks sl. þrjú kjör- tímabil er, að skatta- og lífeyr- iskerfinu er beinlínis beitt í því skyni að auka á ójöfnuð markaðs- kerfisins með því að leggja þyngst- ar byrðar á þá lægstlaunuðu en hygla hinum ofurríku. Lítum á nokkrar staðreyndir þessu til sönnunar: Stöðugleikanum kollvarpað Mestu fram- kvæmdir Íslandssög- unnar eru nú á loka- stigi. Þessar framkvæmdir hafa kallað á fjárfestingar sem nema hundr- uðum milljarða króna, með samsvar- andi innstreymi er- lends lánsfjár inn í hagkerfið. Þetta olli þenslu og skapaði hættu á verð- bólgu, enda fullri atvinnu náð. Við þessar aðstæður tók ríkisstjórnin ákvörðun um að magna enn upp þensluna. Það var gert með því að bjóða upp á allt að 90% lán til íbúðabygginga og kaupa. Þetta hratt af stað lánsfjármagnaðri upp- sveiflu í byggingariðnaði og hækk- un íbúðaverðs. Edda Rós Karls- dóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, lýsti þessum ákvörðunum stjórn- valda sem meiri „verðbólguvaka“ en sjálfum stóriðjuframkvæmd- unum. Þar með kollvarpaði rík- isstjórnin stöðugleikanum sem af- koma fyrirtækja jafnt sem heimila á allt sitt undir að viðhalda var allt í einu orðin einn st gjaldmiðill heims. Þegar sk ingin hafði náð hættumörk brast tiltrúin, svo að gengi verðbólgan fór úr böndunu bólgan hefur nú þegar skil gegnum verðtryggingarke greiðslubyrði skuldugra he áratugi fram í tímann. Forsætisráðherrann sem höfuðábyrgð á hagstjórnar unum forðaði sér í tæka tíð angri stjórnmálanna yfir í Seðlabankans, þaðan sem atyrðir eftirmenn sína og s upp okurvextina í þeirri vo dugi til að draga úr lánsfjá unni. En skaðinn er skeður skuldugu heimili sitja uppi verðbólgureikninginn. Fyr hafa glatað trúnni á gjaldm Öll helstu fyrirtækin sem b afkomu sína á erlendum m uðum, eru að flytja sig út ú hagkerfinu og taka upp ev irtækin treysta því ekki, að völd læri af reynslunni. Almenningur situr hins ve óvarinn með sínar verðtry skuldir og ónýtan gjaldmið Verðlaun eða vantraust? Eftir Glúm Baldvinsson »Með öðrum þjóer skattkerfinu að það hlutverk að draga úr misskipti tekna sem eðli má samkvæmt hlýst a framrás markaðsa að auka jöfnuð í sa félaginu. Á Íslandi þessu þveröfugt fa Glúmur Baldvinsson Efnt var til ráðstefnu íÞjóðleikhúsinu í gær tilað kynna niðurstöðurnefndar sem Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætis- ráðherra, skipaði fyrir tæpu ári til að fjalla um forsendur alþjóðlegrar fjármálastarfsemi á Íslandi og samkeppnishæfni landsins á því sviði. Var nefndinni falið að reifa tækifæri sem slík starfsemi gæti skapað og mögulegan ávinning fyrir íslenskt efnahags- og at- vinnulíf. Helstu hugmyndir skýrslunnar voru reifaðar í Morgunblaðinu í gær. Lögð er áhersla á að skatt- umhverfið verði einfaldað og gert gegnsærra, þannig að erlend fyr- irtæki og fjárfestar sjái sér hag í að flytja starfsemi og aðsetur sitt til Íslands. Í máli nefndarmanna á ráðstefnunni í gær kom skýrt fram að ríkið myndi t.d. hafa mikinn hag af því að lækka skatta á fyrirtækin, áhættan í þeim efnum væri mjög lítil. Við hefðum allt að vinna og engu að tapa, svo vitnað sé til eins frummælenda. Þau sem kynntu helstu þætti skýrslunnar voru Tryggvi Þór Herbertsson, prófessor við Há- skóla Íslands, Hulda Dóra Styrm- isdóttir ráðgjafi, Halldór B. Þor- bergsson hagfræðingur, Bjarnfreður Ólafsson hdl., Katrín Ólafsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík, og Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri SBV. Geir H. Haarde forsætisráð- herra flutti ávarp við upphaf ráð- stefnunnar þar sem hann þakkaði nefndinni fyrir sín störf og þær hugmyndir sem lagðar hefðu verið fram. Einnig þakkaði hann forvera sínum, Halldóri Ásgrímssyni, fyrir þá framsýni að hafa sett nefndar- starf sem þetta í gang á sínum tíma. Sagðist Geir hafa kynnt efni skýrslunnar í ríkisstjórninni, sem hefði ákveðið að fela embættis- mönnum forsætis-, fjármála- og viðskiptaráðuneytis að vinna frek- ar úr þessum hugmyndum. Opinn fyrir mörgu Geir sagðist vera sammála þeim meginsjónarmiðum sem fram kæmu í skýrslunni, að mikilvægt væri að huga að nýjum ákvörðun- um til að framhald gæti orðið á þróun fjármálastarfseminnar á Ís- landi. Hann sagðist vera opinn fyr- ir mörgum þeirra hugmynda sem nefndin setti fram. „Við höfum góða reynslu af því að lækka skatthlutföll, bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Það hefur skilað sér margfalt til baka; í auknum kaupmætti heim- ilanna og þar með auknum umsvif- um í efnahagslífinu og meiri skatt- tekjum ríkissjóðs, í betri afkomu fyrirtækja, auknum fjárfestingum og þar með auknum tekjum rík- issjóðs,“ sagði Geir. Í samtali við Morgunblaðið sagði Geir að með verki nefndar- innar væri búið að raða saman á einn stað miklu safni hugmynda sem ættu það sammerkt að geta stuðlað að frekari uppbyggingu Ís- lands sem alþjóðlegrar fjármála- miðstöðvar. „Nú er næsta verk að fara yfir hvernig nota má hugmyndirnar við íslenskar aðstæður. Við höfum for- skot á ýmsum sviðum, eins og með lífeyrissjóðina, við höfum hagstætt skattaumhverfi sem hægt er að gera enn meira aðlaðandi. Síðan eru þarna minna raunhæfar hug- myndir en aðalatriðið er að ganga fordómalaust í að skoða þetta allt,“ sagði Geir. Í ávarpi sínu lagði forsætisráð- herra áherslu á og sagðist vera sammála því viðhorfi nefndarin að hér yrðu aðeins settar almen reglur sem þyrftu að samræm öllum EES-kvöðum og kæmu um atvinnurekstri til góða. T sértækra aðgerða á þessu væri löngu liðinn. Stórvirkjanir framtíðarinn Sigurður Einarsson, stjór formaður Kaupþings banka, formaður nefndarinnar sem s uð var 12 manns úr stjórnsýsl og atvinnulífinu. Hann sagðist v þeirrar skoðunar að smáríki þy meir á tekjustraumum af alþ legri fjármálastarfsemi að h heldur en stærri ríki. Lítil hagk þyrftu aðeins dálítinn læk af te straumum heimsins til að sjá merki í þjóðhagsreikningum. lendingar hefðu vanist því að v meðal tekjuhæstu þjóða heim til að halda þeirri stöðu þyrf við stöðugt að vera á höttunum ir nýjum tekjum. „Við þurfum að hefjast ha við að virkja þau straumföll felast í alþjóðlegri fjármálast semi og á því sviði gætu næ Allt að vinna og e Fjármálamiðstöð Geir H. Ha vera opinn fyrir mörgum hug Embættismönnum þriggja ráðuneyta hef- ur verið falið að vinna frekar úr hugmyndum í skýrslu nefndar um al- þjóðlega fjármála- starfsemi á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.