Morgunblaðið - 11.11.2006, Page 46

Morgunblaðið - 11.11.2006, Page 46
46 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í DAG er valdið hjá fólkinu því nú fer fram prófkjör Samfylking- arinnar í Reykjavík. Við höfum á að skipa öflugri sveit frambjóðenda og mikilvægt er að félagar og stuðningsmenn Samfylkingarinnar nýti rétt sinn til að velja sterkt lið fyrir alþing- iskosningarnar í vor. Á hjólum um alla borg Á undanförnum dögum hef ég ver- ið með „skrifstofu“ á hjólum um alla borg til að hitta kjósendur vegna prófkjörsins. Þetta er góð leið til að nálgast kjósendur. Ekkert er betra fyrir stjórnmálamenn en tengsl við fólkið í landinu og að heyra hvað það hefur fram að færa. Það fer ekki á milli mála að fjöldi þeirra sem ég hef hitt vill breytingu á landsstjórninni. Fólki misbýður hvað ójöfn- uður og misskipting hefur farið vaxandi á undanförnum árum. Stuðningsmenn geta líka kosið Frá stofnun Samfylk- ingarinnar hef ég notið þess heiðurs og trausts að vera kjörin til að leiða lista hennar í Reykjavík. Fyrir það er ég mjög þakklát. Á yfirstandandi kjörtímabili leiddi ég listann í Reykjavíkurkjördæmi suður, þar sem ég hlaut 2. sætið í prófkjörinu 2003. Að þessu sinni býð ég mig fram í 2.–3. sætið og leita því eftir umboði til að vera áfram í for- ystusveit flokksins – en brýnt er að konum verði falin forysta á listum Samfylkingarinnar, engu síður en körlum. Þátttaka þín skiptir máli Með þátttöku þinni getur þú gert prófkjörið í dag upphafið að sig- urgöngu jafnaðarmanna í komandi al- þingiskosningum. Ég vona að löng barátta mín og margra ára reynsla á löggjafarþinginu haldi áfram að nýt- ast vel á Alþingi – og að með sam- stilltu átaki takist okkur að færa gildi jafnaðarstefnunnar til öndvegis í ís- lensku þjóðfélagi. Valdið hjá fólkinu Jóhanna Sigurðardóttir hvetur fólk til að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík »Ég leita eftir um-boði til að vera áfram í forystusveit flokksins. Jóhanna Sigurðardóttir Höfundur er alþingismaður. ÞAÐ færist ákveðin kyrrð yfir náttúruna þegar líður á haustið. Farfuglarnir kveðja hver af öðrum. Kindurnar hætta að kalla á lömbin sín. Söngur fugla og önnur nátt- úruhljóð sem fylgja vori og sumri koma þó aftur til sögunnar þegar vorar að nýju. Eitt gamalkunnugt hljóð mun þó hljóðna í náttúru Íslands nú á haustdögum. Verra er að það kemur ekki til með að hljóma aftur. Niðurinn í Jöklu hljóðnar fyrir fullt og allt. Að minnsta kosti er ekki útlit fyrir að þessi þungi niður heyr- ist aftur – nema þá í þeim árum sem Jökla fyllir lónsstað sinn svo að út úr flæðir. Hugs- anlega berst þá ein- hver ómur af gam- alkunnu stefi. Jökla hefur um aldir alda rutt sér braut frá jökli út til Héraðsflóa án þess að nokkur fengi rönd við reist. Áin hefur verið eitt kröftugasta vatnsfall landsins og í raun hefur hún engu eirt. Í æsku heyrði ég sög- ur af Jöklu sem beljaði fram í óræðri fjarlægð. Hún var sögð varasöm og tæki öðrum vatnsföllum fram um kraft og kyngi þannig að ógn stóð af. Við hana voru líka sögð gljúfur svo djúp að sólin næði aldrei að skína of- an í þau. Engu skilaði hún sem ofan í hana lenti. Sagan af heljarmenninu Páli Gíslasyni á Aðalbóli sem bjarg- aði sér á sundi úr Jöklu eftir að hafa fallið í hana úr kláfi, var líklega eina undantekningin. Sólrún Eiríksdóttir, föðuramma mín, uppeldissystir Páls, flutti upp á Jökuldal eftir miðjan aldur og fór að búa þar hjá yngstu dóttur sinni og fjölskyldu hennar. Amma var fædd og upp alin í Fellasveit og vön víð- ernum Héraðsins. Hún kunni samt vel við sig í hinum heldur þrönga Jökuldal og eitt sagði hún eiga stór- an þátt í því. Hún sagði mér oft hversu vinalegur niðurinn í Jöklu væri. Jökla var því ekki bara steingrá og köld. Foraðið færði eftir allt saman ákveðna ró. Ég ólst upp á sama bæ og amma í Fellasveit. Þar sér til vatna og Lag- arfljótsins fjær. Mér er enn minn- isstætt þegar ég fyrst leit Jöklu aug- um. Fjölskyldan fór í heimsókn upp í Aðalból í Hrafnkelsdal. Upp Jök- uldal var ekið meðfram Jöklu og ekki var hjá því komist að fara yfir foraðið. Ég man enn að mér fannst að ég hefði ekkert skelfilegra augum litið á þeim sex árum sem liðin voru af ævi minni. Þennan síðsumardag hefði ég líklega verið feginn því ef einhver gæti heft þetta skelfilega vatnsfall sem vakti mér ugg. Alla tíð frá fyrstu kynnum hef ég borið mikla virðingu fyrir Jöklu. Fyrst óttablandna en síðar, er ég bjó í fjögur ár á bökkum hennar, vandist nærvera hennar vel. Ég komst líka að því að amma mín hafði á réttu að standa þegar hún forðum lýsti fyrir mér þeirri ró sem Jökla færði. Brátt verður sú yfirvofandi ógn við Jöklu að veruleika að hún verði neydd til að renna saman við systur sína tugum kílómetra innar en hingað til hef- ur verið. Þær systur hafa lengi fylgst að síð- asta spölinn til sjávar. Áður en Jökla verður leidd til móts við systur sína í gegnum Fljóts- dalsheiði verður hún látin færa í kaf nánustu lendur sínar og vel það. Ýmsar samferðaár hennar verða teknar með í þetta ferðalag. Landið við Jöklu, sem fer undir vatn, verður ekki samt eftir og ekki sér fyrir end- ann á því hvernig því reiðir af. Lík- lega verður það þó sandur og grjót eftir drekkinguna eins og sumir reyndar telja ranglega að það sé nú þegar og hafi verið. Staðreyndin er á hinn bóginn sú að hingað til hefur landið bara þrifist bærilega í sam- neyti við Jöklu. Ég á eftir að sakna Jöklu og um- gjörð hennar, sem svo lengi hefur verið óbreytt, verður snauðari. Það verður að vísu vatn í farveginum en það verður lítill lækur samanborið við það sem verið hefur. Frá stíflu og út að fyrstu þverá, sem sleppur við fjötra,verður farvegurinn svo til tómur. Hin mikilfenglegu Hafra- hvammagljúfur verða hljóð og tóm að kalla. Það er haldi stíflan sem verður að vona úr því sem komið er. Áin verður sem sagt ekki svipur hjá sjón og hinn þungi niður hljóðnar. Mörgum er rétt sama um þessa umbyltingu sem verður á högum Jöklu og þeim ám og lækjum sem hafa skipað föruneyti hennar um aldir. Öðrum stendur ekki á sama. Nú á sem sagt að láta Jöklu gera gagn í öðrum byggðarlögum en slíkt hefur hún aldrei verið talin hafa gert á Jökuldal. Að minnsta kosti hefur hún aldrei verið talin til hlunninda í aðliggjandi sveitum. Ég tel það í meira lagi hæpinn gjörning að ræna Jöklu frelsinu með því raski fyrir náttúrufar sem það hefur haft og á eftir að hafa. Vissu- lega eru margar skoðanir uppi á þessum gjörningi. Þær skoðanir ná allt frá því að telja hann hreint brjál- æði og til þess að segja hann brýna nauðsyn. Svari nú og reikni hver fyr- ir sig. Úr því sem komið er verður að vona að gjörningurinn verði landi og lýð til farsældar. Fórnarkostnaður- inn er það mikill að hagsæld verður að koma út úr reikningsdæminu. Vonandi verða allir reikningar rétt upp gerðir. Lokauppgjör bíður þó framtíðarinnar. Vandinn við upp- gjörið verður sá að sumar reiknings- stærðirnar verða aldrei metnar til fjár. Hvers virði er til dæmis nið- urinn í Jöklu? Ritað á síðustu lífdögum Jöklu. Í minningu Jöklu Sigfús Guttormsson fjallar um Jöklu og náttúru á Austurlandi »Úr því sem komið erverður að vona að gjörningurinn verði landi og lýð til farsæld- ar. Fórnarkostnaðurinn er það mikill að hagsæld verður að koma út úr reikningsdæminu. Sigfús Guttormsson Höfundur býr á Fljótsdalshéraði. Í SUMAR fréttist að innflytj- endur ætluðu að bindast samtökum og bjóða fram til sveitastjórna eigi síðar en í næstu kosningum árið 2010 og jafnvel til Alþingis árið eftir. Veit ég vel að hér var ekki um að ræða Félag íslenskra stórkaup- manna eða minnkandi stétt heildsala sem vilja ná fram hefndum og gera alvöru úr meintum pólitískum ofsóknum á hendur Baugi með pólitískum áherslum á innflutning varnings til landsins. En það stóð ekki lengi í tápmikilli stjórn- málaumræðu á Ís- landi. Mannskepnan er einkennileg, í nafni frelsis er fólk hneppt í helsi, í nafni friðar fara menn um með ófriði. En við fæðumst í þessa sömu veröld, sumir vilja hvergi ann- ar staðar vera en hvar í heiminn bornir þeir voru, aðrir eru á sí- felldu randi. Ánægja og hamingja flestra er best tryggð með sem minnstum nún- ingi. Sama á hvað hver trúir þá er tortíming mannkyns ekki forgangs- atriði í trúmálum. Þeir sem sætta sig við veðráttuna, þeir sem fara að lög- um á hverjum stað fyrir sig, þeir sem geta átt friðsamleg samskipti við samborgarana, þeir hinir sömu eru húsum hæfir og eru velkomnir víðast hvar. Eitt er að dvelja, læra og eða starfa á Íslandi, annað er að verða Íslendingur, verða íslenskur rík- isborgari. Ríki geta sett kvaðir um hvorn tveggja. Til að draga úr tor- tryggni er best að skýrt liggi, áður en tækifæri til múgsefjunar og ill- inda gefast, hvaða skyldur menn þurfi að uppfylla til að hljóta rétt- indi. Sum ríki krefja borgara sína um þegnskyldu í þágu ríkisins, ekki endilega þjóðarinnar, við varnir rík- isins; önnur ríki beina sjónum að jafn ábyrgðarmiklum störfum og seta í kjör- stjórnum krefst og binda slíkt þegnskyldu. Til sumra ríkja hefur verið stofnað til varnar réttindum ákveðinna þjóða enda er sem fyrr segir, þjóðríkið vinsælt form í ríkisrekstri. Rík- in geta sett menning- arleg viðmið inn í lög sín sem mælikvarða á menningarlega sam- heldni ríkisborgaranna. Svo virðast menn í Frjálslynda flokknum, nýjasta, hafa kosið fá- lyndi framar frjáls- lyndi. Því nú fá innflytj- endur þá gusu sem gekk yfir útgerð- armenn fyrir einu kjör- tímabili síðan. Ekki dettur mér þó í hug að væna alþingismenn um nýstárlega hugsun til að krefja einkafyrirtæki um hærri styrki til stjórnmálaflokks síns ef stefnu- breyting eigi að koma til. Eitthvað gæti velgengnisvél víkinganna góðu hikstað suðvestan við Kænugarð ef athafnafrelsi okkar yrði takmarkað þar á sama hátt og athafnafrelsi fólks af þeim slóðum verður tak- markað hér. Jörðin fyrir fólk Arnljótur Bjarki Bergsson skrifar um alþjóðasamfélagið Arnljótur Bjarki Bergsson » ...í nafnifrelsis er fólk hneppt í helsi, í nafni friðar fara menn um með ófriði. Aðstoðarritstjóri Íslendings- www.islendingur.is Það var heldur en ekki upplok á Morgunblaðinu sl. sumar þegar spurðist að strandkafteinninn Halldór Ásgrímsson hygðist kalla á Finn Ingólfsson til að taka við stöðu sinni í Framsóknarflokki. Blaðið lofaði strax guð og kvað nú frábæra lausn í boði. Haft var tveggja síðna viðtal við Finn með hálfsíðu ljósmynd, þar sem mik- ilmennið kvaðst eiga til að stökkva á bráðina ef færi gæfist. Og blaðamaðurinn prísaði sig sæl- an að nú væri framhaldslíf ráð- stjórnar tryggt því Finnur kynni á málum réttu tökin. Í Morgunblaðinu 18. október sl. er ritstjórnargrein, þar sem fjallað er um kaup S-hópsins á Icelandair: ,,Að mörgu leyti má segja að þetta félag sé einskonar fjöregg þjóðarinnar og það skiptir miklu máli hver heldur á því fjör- eggi.“ Þó það nú væri, enda mun Finnur verða formaður stjórnar eftir eigendaskiptin. Og enn kvað Morgunblaðið: ,,Hjá nýjum eigendum er til stað- ar mikil viðskiptaþekking og víð- tæk reynsla af þátttöku í íslenzku viðskipta- og atvinnulífi til margra áratuga.“ Þó það nú væri. Fyrir skemmstu reit undirrit- aður smágrein í Morgunblaðið, þar sem hann þóttist sýna les- endum fram á hverskonar fram- sóknarforarvilpu ráðstjórn- armenn hefði ratað í með ,,sölu“ á hlutabréfum Landsbankans í Vá- tryggingafélagi Íslands til S- hópsins. ,,Söluverð“ bréfanna er 6,8 milljarðar, sem kaupendurnir seldu svo þremur árum síðar fyrir 31 milljarð króna. Mismunur 24 milljarðar. Upplýst var um ábyrgð bankaráðsmanna, Helga S. Guðmundssonar og Kjartans Gunnarssonar, á þeirri ,,sölu“, enda margföld tugthússök. En köngulóin í fjármálavef S- hópsins heitir Finnur Ingólfsson og er það á allra vitorði – Morg- unblaðsins líka. Þeir, sem bera í bætifláka fyrir þessa fjárglæframenn, hljóta að treysta því að aldrei verði gerð gangskör að því að rannsaka starfsemi hinnar alræmdu Einka- væðingarnefndar. Það verður auðvitað ekki gert meðan spyrðu- bandið situr við völd. En þegar lýkur göngu þess mun ný land- stjórn færa öll kurl þessara maka- lausu mála til grafar. Á hinn bóginn veldur það vel- unnurum Morgunblaðsins vök- unum ef blaðið ætlar að ganga undir illþýðinu til langframa. Sverrir Hermannsson Fjöregg Finns Höfundur er fv. formaður Frjáls- lynda flokksins. EINS og fram kom í grein minni í Morgunblaðinu í gær hef- ur mikil andstaða verið meðal íbúa í Breiðholti við rekstur spilasalar í Mjódd. Fjölmargir hafa haft samband við mig eftir birtingu greinarinnar til að láta í ljós andstöðu sína við rekstur salarins. Örlítil ónákvæmni slæddist þó með í greininni þar sem ég gaf í skyn að fyrri stjórn borgarinnar hefði heimilað rekst- urinn. Enginn á þeim bæ kann- ast við það, mér vitanlega, og eftir því sem ég kemst næst núna þarf ekki að sækja um neitt leyfi, heldur er reksturinn heim- ilaður samkvæmt reglugerð frá ráðuneyti um happdrætti. Eftir sem áður er almenn andstaða við þennan rekstur. Helgi Kristófersson Enn um „Gullnám- una“ í Breiðholtinu Höfundur er formaður Íbúa- samtakanna Betra Breiðholt. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.