Morgunblaðið - 11.11.2006, Side 47

Morgunblaðið - 11.11.2006, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 47 VIÐ höfum verið að velta því fyrir okkur undanfarin misseri hvort að fólk með þroskahömlun hafi í raun sama rétt til náms og aðrir í samfélag- inu. Í lögum um málefni fatlaðra segir að fólk með þroskahömlun, eins og annað fatlað fólk, skuli búa við jafn- rétti á við aðra samfélagsþegna og njóta sambærilegra lífskjara. Þessum lögum var líka ætlað að skapa fötl- uðum skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi. Í þriðja kafla laganna segir þar að auki að fatlaðir skuli eiga sama rétt á allri almennri þjónustu ríkis og sveit- arfélaga og aðrir. Á undanförnum árum hefur fatlað fólk sífellt orðið meira áberandi í sam- félaginu. Fötluð börn hafa í auknum mæli sótt nám í leikskóla, enda hann fyrsta skólastigið. Fötluðum nemendum hef- ur fjölgað til muna í grunnskólum landsins og sótt skóla eins og önnur börn á grunnskólaaldri. Undanfarin ár hefur sú þróun átt sér stað að fatl- aðir hafa í sífellt meira mæli farið að sækja nám í framhaldsskóla eins og aðrir sem lokið hafa grunnskólanámi. Allnokkrir framhaldsskólar taka fagnandi á móti fötluðum og hafa lagt metnað sinn í að sinna þessum hópi nemenda eins og öðrum. Þessi þrjú skólastig sem við erum búin að ræða um eru skólastig sem lögbundið er að séu opin öllum. En hvað gerist eftir að framhalds- skólanemendur með þroskahömlun ljúka námi? Fram til þessa hafa verið afar fá úrræði fyrir þá sem útskrifast af starfsbrautum framhaldsskólanna. Það eina sem þeim stendur til boða í dag er að sækja einstök námskeið sem fylla ekki upp í nema hluta dags- ins tvo til þrjá daga í viku. Það vantar því algjörlega kerfisbundið skólanám á háskólastigi fyrir fólk sem útskrifað er af starfsbrautum framhaldsskól- anna til að halda áfram að mennta sig og þroska á því sviði sem það hefur áhuga á. Það á ekki síður við um þenn- an hóp en aðra, og kannski enn frek- ar, að aukin menntun styrkir stöðu þeirra og möguleika á vinnumarkaði. Við viljum líka vekja athygli á því að framhaldsskólinn er ekki jafn að- gengilegur fyrir alla fatlaða ein- staklinga sem hafa áhuga á að stunda nám á starfsbrautum framhaldsskól- anna. Hér erum við að tala um fólk sem er orðið fullorðið og hafði ekki að- gang að framhaldsskóla þegar það var á framhaldsskólaaldri og er nú orðið of gamalt til að fá inngöngu því fram- haldsskólanum er ætlað að þjóna ungu fólki á aldrinum 16–20 ára. Það vantar því öldungadeild fyrir fólk með þroskahömlun til að skapa þessum hópi möguleika á að mennta sig. Við eigum fyrirmyndina frá öldungadeild- unum sem spruttu upp um allt land þegar fólk, sem af einhverjum ástæð- um hafði ekki haldið áfram námi að loknum grunnskóla, vildi koma og stunda nám á framhaldsskólastigi. Það er því tvennt sem þarf að gera: Það þarf að opna fullorðnu fólki með þroskahömlun aðgang að fram- haldsskólanámi og það þarf að setja á laggirnar námsúrræði á háskólastigi fyrir fólk með þroskahömlun sem lok- ið hefur námi í framhaldsskóla og vill halda áfram að mennta sig. Í þessu sambandi má nefna nám- skeið sem boðið er upp á á vegum Fjölmenntar og eru haldin innan veggja Kennaraháskóla Íslands og í samstarfi við þá stofnun. Þarna er um að ræða námsframboð sem lofar mjög góðu og vel er látið af. Virðist þetta fyrirkomulag gagnast báðum aðilum vel, bæði nemendum og Kennarahá- skólanum. Því miður er hér aðeins um að ræða afmörkuð námskeið hluta úr degi þar sem aðgangur nemenda er takmarkaður. Nánari samvinna Fjöl- menntar og Kennaraháskóla Íslands á vonandi eftir að þróast enn frekar í átt að formlegu há- skólanámi, öllum til hags- bóta. Það hefur margt breyst á síðustu áratugum. Fatlað fólk er ekki lengur sent á stofnanir þar sem aðrir eiga að hugsa um það. Nú segja lögin að fatlað fólk eigi rétt á að taka virkan þátt í samfélaginu á borð við aðra. En til að svo megi verða þarf að skapa fötluðu fólki sama rétt og ófötl- uðum til slíkrar þátttöku, annað er misrétti. Háskólanám og öldungadeild fyrir fólk með þroskahömlun Guðrún Ágústa Guðmunds- dóttir og Sigmundur Valde- marsson fjalla um námsmögu- leika fólks með þroskahömlun » Það þarf að opnafullorðnu fólki með þroskahömlun aðgang að framhalds- skólanámi og það þarf að setja á lagg- irnar námsúrræði á háskólastigi … Sigmundur Valdemarsson Guðrún Ágústa er framhaldsskóla- kennari og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Sigmundur er starfsmaður BYKO og nemandi Fjölmenntar við Kennarahá- skóla Íslands. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.