Morgunblaðið - 11.11.2006, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 11.11.2006, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 49 KIRKJUSTARF Kristniboðsdagurinn á sunnudag ÁRLEGUR kristniboðsdagur Þjóð- kirkjunnar verður á sunnudag, 12. nóvember. Nú eru 70 ár síðan þessi dagur var tekinn upp til að minna á ábyrgð kirkjunnar á kristniboði. Í tilefni dagsins hvetur biskup presta og söfnuði til að nýta tækifærið til að halda á lofti málefnum kristni- boðsins og minna á þann mikilvæga þátt í lífi og köllun kirkjunnar sem kristniboðið er. Samskot til starfs- ins eru tekin í mörgum guðsþjón- ustum dagsins. Útvarpsmessan verður helguð kristniboðinu, en framkvæmda- stjóri SÍK, Ragnar Gunnarsson, prédikar í guðsþjónustu í Breið- holtskirkju þar sem sóknarprest- urinn, sr. Gísli Jónasson þjónar fyr- ir altari. Kristniboðar og fulltrúar Kristniboðssambandsins taka þátt í guðsþjónustum víða um land þenn- an dag. Sérstök hátíðarsamkoma verður um kvöldið í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg. Þar verða stutt viðtöl og síðan mun séra María Ágústs- dóttir flytja hugvekju kvöldsins. Allir eru velkomnir á samkomuna. Samband íslenskra kristniboðs- félaga var stofnað árið 1929 og stóð í fyrstu að baki íslenskum kristni- boðum í Kína. Með valdatöku kommúnista lokaðist landið og stuttu síðar, eða árið 1954, hófu Ís- lendingar starf í Eþíópíu, meðal Konsómanna í suðurhluta landsins. Um þrátíu Íslendingar hafa verið að störfum í landinu á liðnum 50 ár- um, flestir í áratug eða lengur. Starf lúthersku kirkjunnar, Mek- ane Yesus, hefur vaxið gríðarlega og er hún ein af stærstu og öflug- ustu lúthersku kirkjum í heimi. Tvær íslenskar fjölskyldur eru að störfum í Eþíópíu. Árið 1978 hóf Kristniboðssam- bandið starf í Keníu og þar eru þrír fulltrúar þess nú við störf. Megin- áherslan hefur verið á starf meðal Pókotmanna í norðvesturhluta landsins. Tveir fulltrúar sambands- ins starfa sem kristnir sérfræð- ingar í SA-Asíu. Bæði í Keníu og Eþíópíu hafa kristniboðarnir boðað fagnaðar- erindið, byggt upp innlenda kirkju með fræðslu og þjálfun og tekið þátt í margvíslegu þróunarstarfi sem miðar að því að veita öllum stuðning til betra lífs og liðsinna samfélagi fólks í heild sinni með tækifæri til náms, heilsugæslu, að- gangi að vatni, landbúnaðarbótum og umhverfisvernd. Tekið er á móti gjöfum til starfs- ins í kirkjum landsins en þær má einnig leggja inn á eftirtalda bankareikninga: Hjá Íslandsbanka: 0515-26-2800, hjá Landsbanka: 0117-26-2800, hjá KB banka 0328- 26-2800 og hjá SPRON: 1153-26- 2800. Kennitala Sambands ís- lenskra kristniboðsfélaga er 550269-4149. Nú í vikunni kom út á íslensku á vegum Kærleiksþjónustusviðs Biskupsstofu kristniboðsyfirlýsing Lútherska heimssambandsins. Yfir- lýsingin var samþykkt og gefin út á ensku, þýsku og frönsku fyrir tveimur árum. Heiti plaggsins er „Boðun í síbreytilegu samhengi. Að umbreyta, sætta og efla.“ Allar að- ildarkirkjur og kristniboðssamtök sem tengjast LH fengu tækifæri til að tjá sig um yfirlýsinguna og móta hana. Áhersla er á kristniboð sem samfylgd og mikilvægi þess að kirkjan sé boðandi kirkja, bæði í nærsamfélaginu og á fjarlægum slóðum. Vel er við hæfi að skýrslan skyldi koma út á íslensku í vikunni fyrir kristniboðsdag. Kristniboðsdagurinn í Seltjarnarneskirkju SUNNUDAGINN 12. nóvember er kristniboðsdagurinn haldinn hátíð- legur. Í tilefni þess mun Haraldur Jóhannsson varaformaður Sam- bands íslenskra kristniboðsfélaga predika. Tekið verður við fram- lögum til Kristniboðssambandsins í andyri kirkjunnar. Fermingarbörn aðstoða við helgiahaldið og Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiðir tónlistarflutning undir stjórn Pavel Manasek organista. Prestur er Sigurður Grétar Helgason. Sunnudagaskólinn er á sama tíma. Eftir messuna verður boðið upp á kaffibolla í safnaðarheimili kirkj- unnar. Verið öll velkomin. Kaffihúsamessa með gospelsveiflu KAFFIHÚSAMESSA verður á sunnudag kl.11:00 í hátíðarsal íþróttamiðstöðvarinnar á Álftanes- inu. Boðið verður upp á kaffi, djús og rúnnstykki í upphafi guðþjón- ustunnar í boði sóknarinnar í umsjá sóknarnefndar Bessastaðasóknar. Síðan mun Álftaneskórinn syngja gospelsálma undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar organista. Þá mun sr. Jóna Hrönn Bolladóttir predika og þjóna að helgihaldinu ásamt Grétu Konráðsdóttur djákna. Guðsþjónustan mun einkennast af léttri sveiflu í helgri alvöru. Safnað verður fyrir kristniboðið í lok stundarinnar. Á sama tíma er sunnudagaskóli í hátíðarsal Álfta- nesskóla undir stjórn Kristjönu Thorarensen. Allir velkomnir. Afrískir tónar í kvöldmessu í Hafnafjarðarkirkju og fjölskylduhátíð AÐ KVÖLDI kristniboðsdags kirkj- unnar, 12. nóvember, kl. 20. verður æskulýðshátíð í Hafnafjarðarkirkju með afrísku sniði. Þá munu félagar úr Kanga-sönghópnum ásamt vin- um leiða almennan söng og leika tónlist frá Afríku en sönghópurinn sérhæfir sig í þeirri tónlist. Einnig verða sýndar myndir frá Kenýu. Prestar verða sr. Kjartan Jónsson sem starfaði sem kristniboði í Afríku í tólf ár og sr. Gunnþór Þ. Ingason. Félagar í Æskulýðsfélagi Hafnarfjarðarkirkju og fermingar- börn klædd í afrískan fatnað munu taka á móti kirkjugestum við kirkjudyr og bjóða þeim til veislu í Hásölum Strandbergs, þegar at- höfninni lýkur, með veitingum sem fermingarbörnin leggja sjálf til. Á meðan kirkjugestir gæða sér á góð- gerðunum verða sýndar myndir úr ferðalögum fermingarbarnanna í Vatnaskóg í haust. Fyrr um daginn kl. 11 fer fram Fjölskylduhátíð með afrískum brag í kirkjunni. Þá mun Kanga-sönghópurinn einnig koma fram og flytja fjöl- breytta tónlist frá Afríku og leiða kirkjugesti í almennum söng ásamt hljómsveitinni Gleðigjöfum. Sýndar verða myndir af starfsvettvangi kristniboða í Kenýu og brúðurnar úr brúðuleikhúsinu spjalla við kirkjugesti. Að messu lokinni verð- ur boðið upp á góðgæti í Strand- bergi. Kristniboðsdagurinn í Lindasókn GUÐSÞJÓNUSTA ogsunnudaga- skóli í Salaskóla kl. 11:00. Tekin verða samskot til styrktar Sam- bandi íslenskra kristniboðsfélaga. Þorvaldur Halldórsson tónlistar- maður leiðir safnaðarsönginn. Kór Salaskóla syngur undir stjórn Ragnheiðar Haraldsdóttur. Jónas Þórisson, formaður Sambands ís- lenskra kristniboðsfélaga prédikar. Sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar. Allir velkomnir! Andabrauð, kristniboð og feðradagur í Frí- kirkjunni í Reykjavík ALMENN guðsþjónusta verður í Fríkirkjunni kl. 14:00. Sú hefð okk- ar að gefa fuglunum á Tjörninni brauð verður nú aftur tekin upp, eftir að mælt var gegn því yfir sum- armánuðina. Kristniboðsdagurinn skipar ákveðinn sess, þó svo við lít- um á alla daga sem kristniboðs- daga. Fyrsti feðradagurinn verður skoðaður og þessi málefni öll sett í sameiginlegt samhengi með kær- leikanum. Ása Björk þjónar fyrir altari og þau Anna Sigga og Carl Möller leiða almennan safnaðar- söng. Kristniboðsdagur ís- lensku Þjóðkirkjunnar VIÐ höfum af því tilefni sett fjöl- skylduna í öndvegi og valið að halda fjölskylduguðsþjónustu, „popp guðsþjónustu“ í Lágafells- kirkju. Við leyfum okkur að brjóta upp formið og taka nýja tóna og annan rytma inn í lofgjörð okkar til Guðs um leið og við skoðum í hverju kristniboð felst innan fjölskyld- unnar og hvernig við berum hinn kristna boðskap í orði og verki til annarra manna sem við umgöng- umst dags daglega í samfélagi okk- ar og sérstaklega til fjarlægra landa, þar sem Jesús og boðskapur hans er óþekktur. Margra ára hefð og nútíminn mætast í tónlistinni, í sálmunum og í hrynjanda og krafti poppsins. Við höfum fengið í lið með okkur tónlistarmenn sem skipa hljóm- sveitina „Gildran“, en þeir eru Karl Tómasson, Sigurgeir Sigmundsson, Birgir Haraldsson og Jóhann Ámundason. Einnig mun Anna Sigríður Helgadóttir, söngkona, syngja og leiða almennan safnaðar- söng. Jónas Þórir organisti sér um píanóundirleik. Fermingabörn munu aðstoða við guðsþjónustuna og prestur verður sr. Ragnheiður Jónsdóttir. Tekið verður á móti fjárframlögum til Kristniboðsstarfsins –SÍK- við kirkjudyr. Allir velkomnir. Prestarnir. Kristniboðsdagurinn í Hallgrímskirkju: „14 ár í Kína“ FYRIR nokkrum árum tók Egill Helgason, sjónvarpsmaður, saman heimildarmyndina „14 ár í Kína“, sem er byggð á myndum afa hans, Ólafs Ólafssonar kristniboða. Í til- efni Kristniboðsdagsins kemur Egill á fræðslumorgun í Hallgríms- kirkju, sýnir hluta úr myndinni og minnist starfs þeirra hjóna, Ólafs og Herborgar. Fræðslumorgunninn er í suðursal Hallgrímskirkju kl. 10 og lýkur rétt fyrir messu og barna- starf, sem hefst í kirkjunni kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson predik- ar og þjónar að messunni ásamt sr. Maríu Ágústsdóttur og áhugahópi Hallgrímskirkju um kristniboð og hjálparstarf. Í messunni syngur Pétur O. Heimisson, framhaldsnemi við Söngskólann í Reykjavík, en organisti er Hörður Áskelsson. Kvennakirkjan í Grafarvogskirkju KVENNAKIRKJAN heldur guðs- þjónustu í Grafarvogskirkju sunnu- daginn 12. nóvember kl. 20.30. Yfir- skrift messunnar er myrkur og hlýja. Prédikunin verður í höndum séra Auðar Eirar Vilhjálmsdóttur og Ingibjargar Kjartansdóttur. Kór Kvennakirkjunnar leiðir sönginn undir stjórn Aðalheiðar Þorsteins- dóttur. Á eftir verður kaffi í safn- aðarheimilinu. Mánudaginn 13. nóvember kl. 20 hefst prédikunarnámskeið í Kvennakirkjunni, Laugavegi 59, gengið inn frá Hverfisgötu. Á nám- skeiðinu verða æfingar í prédikun- um og umræða um uppbyggingu þeirra. Námskeiðið er öllum opið sem hafa áhuga á kvennaguðfræði. Safnaðarfélag Dómkirkjunnar SAFNAÐARFÉLAG Dómkirkj- unnar boðar til fundar í safnaðar- heimilinu Lækjargötu 14A, sunnu- daginn 12. nóvember nk. að lokinni árdegismessu. Þórir Steingrímsson, leikari, rannsóknarlögreglumaður og for- maður félagsins Heilaheill, er gest- ur fundarins og fjallar hann um reynslu sína, en hann fékk heila- blóðfall fyrir rúmlega ári síðan. Safnaðarfélag Dómkirkjunnar er stofnað til þess að vera vettvangur starfsfólks og reglulegra kirkju- gesta til samfélagseflingar og framkvæmda á félagssviði safn- aðarlífsins. Það heldur að jafnaði fundi sína á eftir messu fyrsta eða annan sunnudag hvers vetrarmán- aðanna. Þá eru gjarnan haldin er- indi sem ýmist fjalla um það sem er að gerast á vettvangi safnaðarins eða fróðlegt efni af öðru tagi. Allir velkomnir. Léttur hádegisverður. Fundir með foreldrum fermingarbarna í Selfosskirkju ÞRIÐUDAGSKVÖLDIÐ 14. nóvem- ber og fimmtudagskvöldið 16. nóv- ember næst komandi, bæði kvöldin kl. 20 verða haldnir fundir með for- eldrum þeirra barna, sem fermast í Selfossprestakalli á vori komanda. Foreldrar geta valið um, hvorn fundinn þeir sækja, eftir hentug- leikum. Rætt verður um ferming- una í vor, fermingarstörfin í vetur og fleira, er að þessu efni lýtur. Fundirnir verða haldnir í safn- aðarheimili Selfosskirkju, og þar verður heitt á könnunni. Vonast er til að sem flestir foreldrar sjái sér fært að mæta. Gunnar Björnsson, sóknarprestur. Kvöldmessa í Laugarneskirkju NÚ ER komið að kvöldmessu nóv- embermánaðar í Laugarneskirkju, sunnudaginn 12. nóvember kl. 20:00. Í kvöldmessum er lífið til skoðunar í því ljósi sem Jesús Krist- ur hefur gefið okkur, og markmið okkar er það að ganga út úr kirkj- unni sem betri manneskjur. Við messuna mun ein ágæt húsmóðir í hverfinu ganga fram og svara spurningunni: „Hvað gerið þið á ykkar heimili til þess að halda fjöl- skyldunni saman?“ En við hverja kvöldmessu í vetur er einhver hús- móðir eða fjölskyldufaðir sem stíg- ur í pontu til að svara þessari for- vitnilegu spurningu. Kór Laugar- neskirkju mun leiða gospelsönginn við undirleik djasskvartetts Gunn- ars Gunnarssonar. Bjarni Karlsson sóknarprestur prédikar og sr. Hild- ur Eir Bolladóttir þjónar við altarið ásamt Sigurbirni Þorkelssyni. Svo bíður messukaffi Gunnhildar kirkjuvarðar allra sem lyst hafa og tíma að messu lokinni. Málþing um hraða samfélagsins ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ 14. nóv- ember kl. 20:00 verður haldið mál- þing um hraða samfélagsins á veg- um Náttúrulækningafélags Íslands og Laugarneskirkju. Snúnings- hraði nútímalífsins veldur mið- flóttaafli svo að kjarni tilverunnar verður gjarnan fjarlægur í hvers- deginum. Frummælendur verða Norbert Muller hjúkrunarfræð- ingur, Steinunn Inga Stefánsdóttir viðskiptasálfræðingur, Eyjólfur Magnússon Scheving grunnskóla- kennari, Eva María Jónsdóttir for- eldri og fjölmiðlakona og Bridget Ýr McEvoy hjúkrunarfræðingur. Umræður og fyrirspurnir úr sal. Fundarstjóri verður sr. Bjarni Karlsson en tónlistaratriði verða í höndum Þorvalds Halldórssonar söngvara, Gunnars Gunnarssonar organista, Ernu Blöndal söngkonu og Arnar Arnarsonar sem leikur á gítar. Stofnfundur Íslands- deildar Anglican Lutheran Society FÖSTUDGINN 17. nóvember nk. kl. 09:00- 10:30 verður haldinn stofnfundur Íslandsdeildar „Anglic- an Lutheran Society“ í Grafarvogs- kirkju. Boðið verður upp á léttan morgunverð. Þessi samtök hafa verið vett- vangur samkirkjulegs starfs ang- líkana og lútherana síðan 1984. Leikir sem lærðir geta orðið fé- lagar. Samtökin stuðla að einingu og samtali þessara tveggja kirkju- deilda á heimsvísu. Félagið heldur reglulega ráðstefnur og fundi þar sem aðilar geta sameinast í um- ræðum og trúarsamfélagi. Vernd- arar samtakanna eru þeir hr. Row- an Williams, erkibiskup af Kantara- borg, og hr. Mark Hanson, biskup lúthersku kirkjunnar í Bandaríkj- unum. Sr. Dick Lewis, sóknarprestur við Christ Church & St Marḱs í Watford kemur sérstaklega á þenn- an stofnfund. Hann mun halda fyrirlestur og kynna félagið. Troðfullt í guðsþjónsutu í Pusian, Pókothéraði í Keníu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.