Morgunblaðið - 11.11.2006, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 11.11.2006, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 53 MINNINGAR ✝ Laufey Guð-ríður Stefáns- dóttir fæddist á Búðum við Fá- skrúðsfjörð hinn 11. júlí 1922. Hún lést á dvalarheim- ilinu Hlíð 5. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þor- gerður Sigurð- ardóttir, húsfreyja og síðar hótelstjóri, f. 18. júlí 1893, d. 12. október 1982, og Stefán Pétur Jakobsson út- gerðarmaður og kaupmaður, f. 8. maí 1880, d. 1. júlí 1940. Laufey átti fimm systkini: 1) Ásta, f. 17. október 1916, d. 4. febrúar 2002, 2) Baldur, f. 22. ágúst 1920, d. 26. júlí 2006. 3) Bragi, f. 26. mars 1925, d. 1. mars 1999. 4) Birgir, f. 11. september 1928. 5) Halla, f. 23. nóvember 1932, d. 3. apríl 2003. Þorgerður og Stefán ólu einnig upp tvö frændsystkini barnanna, Eggert Eggertsson og Guðríði Hallsteinsdóttur. Hinn 4. nóvember 1942 giftist Laufey Karli Sigurðssyni vél- virkja, f. 29. ágúst 1917. For- eldrar Karls voru þau Sigurður Gunnlaugsson, f. 18. desember 1885 á Upsum á Upsaströnd, og Sigurbjörg Guðnadóttir, f. 21. mars 1885 í Hofshreppi, Skag. Börn Laufeyjar og Karls eru: 1) Stefán Karlsson, f. 17. apríl 1943, kvæntur Nínu Guðmundu Ingv- arsdóttur, f. 9. október 1947. eru: a) Karl Sæmundur, f. 22. september 1974, sambýliskona Gunnhildur Hlín Snorradóttir, f. 26. febrúar 1984. Sonur þeirra er Hlynur Freyr, f. 2004. b) Jóhann- es Bjarki, f. 6. september 1975, kvæntur Guðrúnu Maríu Jóns- dóttur, f. 3. ágúst 1979. Börn þeirra eru Davíð Máni, f. 2001 og Berglind Líf, f. 2003. c) Hallfríður Kristín, f. 13. september 1979, kvænt Steinþóri G. Sigurðssyni, f. 25. júlí 1971. Synir þeirra eru Sigurður Már, f. 1998, og Ágúst Már, f. 2000. 4) Anna Jóna Karls- dóttir, f. 25. september 1957, kvænt Aðalbirni Jóni Sverrissyni, f. 3. júlí 1958. Börn Önnu Jónu og Aðalbjörns eru: a) Sæmundur Karl, f. 14. desember 1978, unn- usta hans er Katla Rós Völudótt- ir, f. 5. október 1980. b) Íris Anna, f. 24. mars 1983, unnusti Brynjar Einarsson, f. 7. október 1982, c) Sverrir Borgþór, f. 6. maí 1993. Fyrir átti Karl Ester Guðlaugu Karlsdóttur, f. 6.október 1939. Laufey fæddist á Fáskrúðsfirði og ólst þar upp til sextán ára ald- urs. Lá leið hennar þá til Hjalt- eyrar ásamt foreldrum sínum þar sem móðir hennar rak hótel lengst af. Laufey starfaði við mötuneyti Kveldúlfs, við síldar- söltun og fleira. Einnig vann hún um tíma á Kristnesi og í eldhús- inu á Dvalarheimilinu Hlíð. Aðal- lega var hún þó heimavinnandi og hugsaði um heimili og börn. Hún bjó mestan hluta ævi sinnar á Hjalteyri og var orðin rótgró- inn Hjalteyringur þó hugur henn- ar leitaði ávallt til Fáskrúðsfjarð- ar og þess lífs sem hún átti þar sem barn. Laufey verður jarðsungin frá Möðruvallakirkju í Hörgárdal í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Börn Stefáns og Nínu eru: a) Ingvar, f. 26. apríl 1967, kvæntur Ásdísi Skarphéðinsdóttur, f. 8. mars 1973. Börn þeirra eru: Elvar, f. 2000 og Alma, f. 2002. b) Laufey Ingi- björg, f. 28. nóvem- ber 1968, sambýlis- maður Hjörleifur Hjörleifsson, f. 20. mars 1970. Dóttir Laufeyjar úr fyrri sambúð er Ingibjörg Íris, f. 1992, og barn Laufeyjar og Hjörleifs er Stefán Atli, f. 2003. c) Lára Guðríður Stefánsdóttir, f. 6. október 1972, gift Maiza Tennci, f. 25. júní 1967. Dætur þeirra eru Nína Zohra Tennci, f. 1993, og Yasmina Tennci, f. 2000. 2) Sigur- björn Karlsson, f. 27. desember 1947. Börn Sigurbjörns eru: a) Jón Geir, f. 25. apríl 1972. Dætur Jóns Geirs eru: María Lovísa, f. 1999, Kolbrún Sara, f. 2002, og Sólveig Lív, f. 2005. b) Jóhann Már, f. 23. desember 1974, dætur Jóhanns eru Sunna María, f. 1999, og Jóhanna Birta, f. 2002. c) Sveinbjörn, f. 9. febrúar 1981. d) Laufey Þorgerður, f. 24. maí 1982, dóttir hennar er Thelma Þöll, f. 2002. e) Daggrós Þyrí, f. 21. maí 1985, sonur hennar er Hjalti Mikael, f. 2006. 3) Sigurður Þorgeir Karlsson, f. 27. mars 1954, kvæntur Sigurlaugu J. Jóhannesdóttur, f. 8. júlí 1955. Börn Sigurðar og Sigurlaugar Elsku mamma. Þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Allt sem þú kenndir okk- ur um lífið. Allt sem þú hefur talað um og ráðlagt okkur, það hefur skilað sér fullkomlega. Við þökkum þér fyrir allt og allt, elsku mamma okkar. Hvíldu í friði. Anna Jóna, Sigurður, Sigurbjörn og Stefán. Það var snemma vors 1977 sem við Anna flugum norður, ferðin var gerð til að hitta tilvonandi tengdaforeldra á Hjalteyri. Ég var afar stressaður og nánast skelfingu lostinn. Sögur sem mér höfðu verið sagðar af tilvonandi tengdamömmu höfðu ekki verið í þá veruna að auka kjark minn. Kalli, þá tilvonandi tengdafaðir, tók á móti okkur á Akureyrarflugvelli á eitur- grænum Saab og ók okkur til Hjal- teyrar. Þegar við komum í Brekkuna fyrir ofan staðinn varð ég furðulost- inn. Himneskara umhverfi hafði borgarbarnið aldrei litið. Á svona stað búa bara góðar tengdamömmur, hugsaði ég, og sú var raunin. Ynd- islegri manneskju hef ég aldrei kynnst. Framkoma og viðmót þegar við hittumst var eins og ég hefði alltaf verið í fjölskyldunni frá fæðingu. Elsku Lulla, tengdamóðir mín, þú ert með þeim skemmtilegustu og fyndn- ustu manneskjum sem ég hef kynnst um ævina. Flugferðin fræga kemur upp í hugann þegar þið Kalli komuð suður til að vera um jólin. Flugið var ekki þinn óskaferðamáti. Flugkostur- inn var Twin Otter, 19 manna vél, með opið fram í til flugmannanna. Eldri flugmaðurinn var að segja eitt- hvað óskiljanlegt og sá yngri sagði alltaf tékk, tékk. Sá eldri var að kenna hinum á flugvélina. ,,Ég er far- in út,“ sagði tengdamamma. En Kalla tókst að tala um fyrir konu sinni, enda vélin að hefja sig til flugs. En vélin þurfti að snúa við vegna veðurs og hún Lulla mín var ekki mjög skrafhreifin um kvöldið, en að öllu jöfnu var hún hrókur alls fagnaðar. Það var erfið stund en samt hugljúf þegar einkadóttir þín hélt í höndina þína þegar þú kvaddir þetta tilveru- stig. Eitt, elsku Lulla mín, ég mæli með ofnsteiktri gæs næst þegar við hittumst handan tjaldsins mikla sem aðskilur okkur nú um sinn. En betri mat hef ég aldrei bragðað um ævina en þann sem þú bjóst til. Það verður tómlegt að koma til Hjalteyrar eftir að þú ert farin og það er mikill sökn- uður. Ég hef þá trú að þú fylgist með okkur ástvinum þínum og þegar norðurljósin lýsa upp láð og lög sendi ég í huganum þakkir til þín fyrir allt og sérstaklega Önnu Jónu konuna mína. Þinn tengdasonur Aðalbjörn. Elsku amma mín, nú hefur þú yf- irgefið þennan heim eftir erfið veik- indi og við syrgjum þig sárt. Ég mun geyma í huga mínum allar þær gleði- stundir sem við áttum saman. Minn- ingin um glaðlynda, duglega og hlýja konu, sem þú varst sannarlega, mun fylgja mér og aldrei gleymast. Margs er að minnast um merka konu sem var ávallt til staðar fyrir alla og unni fjölskyldu sinni og vinum afar heitt. Lífsgleði þín var mikil og þú varst ávallt í góðu skapi, enda hafðir þú gaman af því að segja brandara og hlæja. Einnig hafðir þú ótrúlega frá- sagnarhæfileika, og endaði oft með því að allir sprungu úr hlátri. Ég man líka hvað börnum leið vel hjá þér, enda varstu mikil barnagæla. Það var sannarlega gaman og lærdómsríkt að alast upp í kringum þig og kom ég oft í heimsókn til ykkar afa og þáði veit- ingar sem alltaf voru kræsilegar og góðar. Í minningunni sem barn voru ný- bakaðar kleinur og flatbrauð það besta í heimi. Elsku amma mín, minningin um þig mun ávallt lifa með mér og mun ég segja börnum mínum frá henni langömmu, Lullu, sem var einstök kona. Ég mun aldrei gleyma þér, góðmennsku þinni og hlýju sem mun ávallt verða mér fyrirmynd. Þangað sem þú ferð nú munu bíða þín hlýlegar móttökur ástvina sem hafa saknað þín jafnmikið og þú þeirra. Elsku amma mín, ég mun ávallt elska þig og heiðra minningu þína. Þar til við sjáumst á ný kveð ég með söknuð í hjarta. Þinn Karl Sæmundur Sigurðsson. Elsku hjartans amma mín. Það er svo ólýsanlega sárt að þú sért farin. Ég varð þeirrar lukku aðnjótandi að fá að vera mikið hjá þér sem barn. Við gerðum allt saman, bökuðum brauð og kökur, gerðum morgunleik- fimi, sungum og þú sagðir mér sögur. Síðast en ekki síst kenndirðu mér bænirnar og söngst þær oftar en ekki fyrir mig. Þú varst alltaf sú sem gast allt, mundir allt og vissir allt. Ég hlakkaði alltaf til að monta mig að eiga hana ömmu Lullu. Þú varst alveg ótrúleg amma í aug- um lítillar stelpu því þú fíflaðist mik- ið, varst mikill prakkari og þú kallaðir alltaf fram bros á vörum mínum. Þér fannst súkkulaðimolinn góður og varst algjör nautnaseggur og oftar en ekki endurspeglaðist það í kaffiboð- um hjá þér. Þegar þú bakaðir flatbrauð var sko engin lognmolla í kringum þig, þú söngst og trallaðir og varst oft með sígó í munnvikinu og dillaðir löpp- unum í takt við tónlistina. Þú varst mikið fyrir tónlist og byrjaðir snemma að spila og syngja fyrir aðra og það gerðirðu líka síðast þegar ég hitti þig. Þú söngst fyrir mig og mér leið eins og lítilli stelpu á ný. Heilsan og minnið hafði nefnilega gefið sig síðustu ár og það var voðalega sárt að sjá á eftir öllum sögunum sem þú mundir og bröndurunum. Síðast en ekki síst var erfitt að sjá þig ekki í þínu rétta umhverfi, í horninu inni í eldhúsi með sígó eða tvær í hönd hendandi mjólkurfernum í vaskann og oftar en ekki hittirðu. Þú varst alltaf svo vel til höfð og fín og varst í raun alveg jafn mikil dama og þú varst prakkari. Ég man eftir öllum varalitunum, kjólunum og hött- unum sem ég fékk að máta sem lítil stelpa. Þannig er mín minning um þig og sú minning kallar fram ást, gleði og söknuð. Æi, amma mín, þú varst svo ólýs- anlega skrautlegur persónuleiki en það vita þeir sem þekktu þig best. Þú gafst mikið af þér, varst mikil barna- gæla og við sem eftir stöndum erum svo miklu fátækari eftir að hafa misst þig og þitt skarð verður aldrei fyllt. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kveðja þig og mikið var gott að strjúka ennið þitt og kinn þegar við sáumst í hinsta sinn. Elsku amma mín, ég elska þig og mun aldrei gleyma þér. Ég vona að þú syngir og trallir mikið á himnum með alla þína nánustu þér við hlið og ég vona að þú vitir hvað okkur þótti öllum vænt um þig. Þín ömmustelpa Kristín Sigurðardóttir. Elsku amma Lulla. Það var alltaf gaman að hitta þig og koma í kaffi til ykkar afa. Áður en maður var sestur niður þá var búið að hlaða kökum, brauði og alls konar góðgæti á borðið. Þú bakaðir bestu kleinur í heimi og flatbrauðið var magnað eins og soðna brauðið. Þú gerðir eða sagðir eitthvað fyndið í hverri einustu heimsókn. Ein besta minning mín tengist mús sem var niðri í kjallara hjá ykkur einn morguninn þegar við bræðurnir og Stína komum til þín í hafragraut. Þér var ekki vel við mýs og þegar við vöktum þig og létum þig vita af einni slíkri rétt við rúmið ykkar, þá stökkstu á fætur, hljópst upp á efri hæðina án þess að vera mikið að hugsa um hvað þú varst klædd í … eða öllu heldur … ekki klædd í. Mín tilfinning er sú að eitt það allra skemmtilegasta sem þú gerðir hafi verið að fá gesti, enda voru oft á tíð- um gestir hjá ykkur og þá jafnvel margir bílar fyrir utan húsið. Mér fannst því gott að geta heimsótt þig á Skjaldarvík með Guðrúnu og Stínu systur stuttu áður en þú kvaddir okk- ur öll. Það voru forréttindi að eiga ömmu eins og þig, ömmu sem getur kallað fram bros á erfiðum stundum sem þessari. Með söknuði og sorg kveðjum við. Jóhannes Bjarki Sigurðsson og fjölskylda. Hún Lulla á Hjalteyri er látin. Laufey Stefánsdóttir, föðursystir mín, bjó á Hjalteyri allt frá því ég man eftir mér ásamt Karli eigin- manni sínum og verður minnisstæð öllum þeim sem henni kynntust. Hún var einstaklega lífleg og skemmtileg, með sinn hvella róm og dillandi hlát- ur og vakti ætíð kátínu og gleði þeirra sem í kringum hana voru. Snaggara- leg í hreyfingum og tilsvörum, rögg- söm og dugnaðarforkur hinn mesti. Eftir að við fluttum suður til Reykjavíkur, fór ég með foreldrum mínum norður á hverju sumri og þá var heimsókn til Lullu og Kalla alltaf tilhlökkunarefni. Stundum gistum við hjá þeim og þótt foreldrar mínir festu sér seinna gamalt hús á Hjalteyri var ætíð mikill samgangur við þau hjón og í fámenni staðarins voru þau fasti punkturinn í plássinu, höfðu búið þar alla sína sambúð og gáfu plássinu bæði líf og lit. Þegar ég eignaðist eigin fjölskyldu þótti börnunum mínum ekki síður til þessara heimsókna koma og fannst Lulla alveg „æðislega“ skemmtileg frænka. Hún var annáluð fyrir mynd- arskap og frábæra matseld enda mat- ráðskona vinnuflokka árum saman, tók gjarnan að sér að baka í stór- veislur og erfidrykkjur og flatkök- urnar hennar voru frægar um allan Eyjafjörð. Þær seldi hún í verslanir á Akureyri árum saman. Hún lagði mikinn metnað í heimilshald, matseld og bakstur, þótt ég efist reyndar um að hún hafi hugsað það sem eitthvert metnaðarmál, fyrir henni voru þetta sjálfsögð húsmóðurverkefni og eðlis- lægur myndarskapur. Þótt maður ætlaði bara aðeins að kasta á hana kveðju á leið í eða úr sumarbústaðnum, var hún óðar búin að drífa mann inn í eldhús og töfra fram á svipstundu þvílíkar brauð- og kökukrásir að glæsilegustu veitinga- staðir hefðu getað verið stoltir af. Ég hef stundum sagt vinum mín- um frá þeim sið hennar, sem segir sitt um tíðaranda og siði fyrri tíma, að þótt maður væri einn með henni í eld- húsinu í herlegri kökuveislu, þá sett- ist hún ógjarnan við eldhúsborðið með gestinum heldur sat í króknum sínum við eldavélina, drakk kaffið sitt þar og hélt uppi fjörlegum samræð- um við gestinn. Þarna var hún drottning í ríki sínu og eldhúskoll- urinn í skotinu var hennar hásæti. Kæri Kalli, Stefán, Siggi, Brói, Anna Jóna og ykkar fjölskyldur. Ég og fjölskylda mín, móðir og bræðra- fjölskyldur sendum ykkur innileg- ustu samúðarkveðjur. Þótt Lulla væri að vísu síðustu misserin horfin inn í eigin heim, þar sem við hin vor- um henni framandi, lifa áfram með okkur minningar og þakklæti fyrir vináttuna, gestrisnina og smitandi gleðina, sem frá henni stafaði. Blessuð sé minning hennar. Stefán Baldursson. Nú er hún Lulla frænka dáin. Ekki kom það á óvart, en samt er maður aldrei viðbúinn. Hún Lulla bjó lengst af á Hjalteyri og var alltaf ánægðust þegar hún fékk gesti í kaffi eða mat. Hún var einstaklega gestrisin. Þegar við Tryggvi fluttumst til Akureyrar 1972 með barnahópinn okkar, upp- hófust fljótlega heimsóknir til Lullu og Kalla og alltaf var jafngaman að koma til þeirra. Aldrei skorti um- ræðuefni, hvort sem um var að ræða menn eða málefni. Faðir Lullu, Stefán Pétur Jakobs- son kaupmaður á Fáskrúðsfirði, var bróðir Margrétar ömmu minnar. Faðir minn, Eggert Eggertsson, ólst upp með systkinunum sex í Stefáns- húsi á Fáskrúðsfirði og vildi helst vera í Stefánshúsi. Ásta var elst systkinanna, síðan Baldur og Lulla var þriðja í röðinni. Yngst voru Bragi, Birgir og Halla og nú er Birgir einn á lífi. Þegar við systurnar vorum litlar, var Baldur mikill uppáhaldsfrændi, en eftir að ég fluttist norður var mik- ill samgangur milli okkar og Lullu og Kalla. Stefán Pétur, eini bróðir minn, heitir eftir Stefáni Pétri Jakobssyni, föður Lullu. Þegar ég var átta ára, var ég sum- arpart á hótelinu á Hjalteyri hjá Þor- gerði, móður Lullu, sem rak hótelið, og það var ekki leiðinlegt. Hún hafði létta lund og það var líf og fjör á hót- elinu. Ég á mörg minningabrot frá þeim tíma, en þá voru systkinin öll farin að heiman. Ekki má gleyma flatbrauðinu hennar Lullu, hún varð næstum heimsfræg á Akureyri vegna góða flatbrauðsins sem hún bakaði, og þegar eitthvað stóð til hjá mér, fékk ég flatbrauð hjá Lullu. Oft fylgdi eitt- hvað með úr sjónum sem Kalli hafði veitt og stundum fengum við svart- fugl og þá var mikil veisla. Elsku Kalli. Við Tryggvi eigum bara góðar minningar um heimsóknir okkar til ykkar Lullu og eins frá heimsóknum ykkar til okkar. Við sendum þér og börnum þínum sam- úðarkveðjur og við höldum áfram að vera í sambandi. Margrét Eggertsdóttir (Gréta). Elsku Laufey, eða Lulla eins og þú varst alltaf kölluð, nú hefur þú fengið hvíldina, komin yfir móðuna miklu til látinna ættingja. Þau voru mörg árin sem þú áttir með þínum yndislega eiginmanni sem syrgir þig nú á þessum vetrardegi. Á Hjalteyri var ykkar heimili, og það var þar sem við kynntumst þér fyrst fyrir um það bil 18 árum, það var þá sem við fórum að venja komur okkar á eyrina góðu í Eyjafirði. Heimili ykkar Kalla stóð okkur ávallt opið og nýlagað kaffi og bakkelsi var ávallt á borðum þegar okkur bar að garði. Sérstaklega er eftirminnilegt hafrakexið góða sem þú bakaðir og þótti einstaklega ljúffengt. Lulla var einstaklega góðhjörtuð og sérstaklega barngóð, alltaf máttu börnin okkar glamra á orgelið á heimilinu og að sjálfsögðu spilaði hún sjálf ávallt nokkur lög fyrir okkur. Þegar Lulla fluttist á Skjaldarvík þá fylgdi orgelið góða með, og þó svo að minnið væri farið að bresta þá gleymdi hún aldrei lögunum sínum sem hún spilaði af hjartans lyst á Skjaldarvík. Það var einstakt hversu vel var tekið á móti aðstandendum þegar komið var á Skjaldarvík og starfs- fólkið þar var afar hugulsamt á alla vegu. Kalli og Lulla voru mjög sam- hent hjón, það var ógleymanlegt að koma til þeirra á Hjalteyri og mun minningin um það lifa um ókomin ár. Í mars síðastliðnum, þegar við heimsóttum þig í síðasta skipti með yngsta fjölskyldumeðliminn nokk- urra mánaða, þá baðst þú um að fá að halda á honum, sem þú og gerðir. Þá sagðir þú við okkur að þú gætir alltaf passað hann fyrir okkur. Við trúum því og nú passar þú hann frá þeim yndislega stað sem þú ert á núna. Elsku Kalli okkar, minningin um yndislega konu er ljós í lífi okkar um alla framtíð. Sendum öllum aðstandendum okk- ar dýpstu samúðarkveðjur, megi góð- ur Guð styrkja þá í sorg þeirra. Björgvin og Alma. Laufey Guðríður Stefánsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.