Morgunblaðið - 11.11.2006, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 11.11.2006, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 57 ✝ Kári Kárasonfæddist á Árskógssandi 24. október 1917. Hann lést á Dalbæ, Dal- vík, 31. október sl. Kári var sonur hjónanna Kára Jóhannessonar, f. 1881, d. 1967, og Margrétar Þórðar- dóttur, f. 1889, d. 1977. Bræður Kára voru: Valves, f. 8.1. 1915, d. 12.8. 1984, og Gunnlaugur, f. 2.9. 1915, d. 8.7. 1996. Kári var ógiftur og barnlaus. Hann stundaði sjómennsku og vann við útgerð fjölskyldunnar lengstan part ævinnar. Hann bjó í Kárahúsi á Ár- skógssandi til 1974 en fluttist þá með móður sinni og Gunnlaugi bróður sínum og hans fjöl- skyldu til Dalvíkur og vann þar við út- gerð þeirra, Otur h.f. Síðustu ár hefur Kári verið búsettur á Dalbæ í Dalvík. Útför Kára verður gerð frá Stærri-Árskógskirkju í dag kl. 14. Kári Kárason föðurbróðir minn eða „Frændi“, eins og hann var alltaf kallaður lést á dvalarheimilinu Dalbæ í Dalvík 31. okt síðastliðinn. Þegar ég minnist Frænda koma allt- af upp í hugann sögur af Sandinum, en þar bjó hann mestan part ævi sinnar. Sérstaklega var gaman að heyra sögurnar frá stríðsárunum, samskiptin við bresku hermennina, fótboltaleikina við þá og fleira. Frændi var mjög góður knatt- spyrnumaður á yngri árum og hafði alla tíð mikinn áhuga á knattspyrnu. Hann var með sjónvarpsstöðina Sýn á elliheimilinu og horfði á knatt- spyrnu frekar en nokkurt annað efni. Hann fylgdist vel með og kunni ótal sögur af mönnum og málefnum og var oft gaman að hlusta á hann segja frá. Þó að ég hafi verið búsettur í Keflavík í yfir þrjátíu ár hafa tengsl- in aldrei rofnað við heimahagana og að hitta Frænda var alltaf hluti af því að fara norður. Með þessum fáu orð- um vil ég þakka fyrir allt og sérstak- lega hversu honum var umhugað um allt frændfólk sitt. Kær kveðja. Kári Gunnlaugsson og fjölskylda, Keflavík. Allt í einu birtist boddýbíllinn sunnan við ána, og beygði niður í brúargilið. Hópurinn sem beið frétta á Sigurvinsmelnum tók við sér og spennan magnaðist. Ládautt var orð- ið og Sundið spegilslétt, hafgolan gengin niður. Ég fór á spretti niður brekkuna að beituskúrunum þar sem þeir pabbi minn og afi dedúuðu við línustokka sem héngu til þerris. „Þeir eru að koma, þeir eru að koma“ hrópaði ég og þeir litu upp, minna spenntir og brostu. Svo tók ég strikið upp eftir aftur og bíllinn kom á ferð- inni niður Sandsveginn og renndi í hlað. Rykmökkinn lagði til lofts í logninu og leystist upp yfir Litla-Ár- skógs móunum. Hópur krakka og unglinga þyrptist umhverfis bílinn og kölluðu ákaft: „Hverjir unnu“?. Dyrnar á boddýinu opnuðust og mennirnir stóðu upp af trébekkjun- um með kippu af takkaklossum og legghlífum í annarri hendi en hina greipina kreppta á mjöðm, réttu úr sér áður en þeir lyppuðust niður af pallinum draghaltir og þurftu að míga. Söndungarnir í fótboltaliðinu á Árskógsströnd að koma fyrir um hálfri öld framan úr Eyjafirði að loknum leik. Þeir sögðu að „helv...“ fjósamennirnir úr framfirðinum rangmiðuðu ævinlega boltann og hefðu vaðið í þá með býfurnar á lofti og stórsæi á þeim frá sköflungi og upp í nára. Heppnir að vera óbrotnir. Hjalti Bjarna, bílstjórinn þeirra kankvís að vanda, sagði þá bara hafa misstigið sig á snarrót. Þarna er hann Kári frændi minn, örlítið hjólbeinóttur og innskeifur, lágvaxinn vinstrifótarmaður. Hann gluðar ekki boltanum út í loftið held- ur rennir honum eða spyrnir utan- fóta til eða frá. Sagður einhver besti fótboltamaðurinn í héraðinu. Þrátt fyrir að föðurkyn hans sé af Krossaætt og móðurafi hafi þraut- barnað konur um Norðurland á sinni tíð er frændi minn meinlætamaður á konur og vín. Fannst mér það í upp- hafi æskunnar mikil dyggð, en það fór fljótt af. Sennilega lá sjómennska ekki létt fyrir Kára frænda mínum þó hann stundaði hana lengi vel á litlum bát- um frá Sandinum, enda ekki í önnur hús að venda. En hann var músík- alskur og stjórnaði söngkvintett og kirkjukór á Árskógsströnd um ára- bil, lék á orgel og þegar gamla Gufan, Útvarp Reykjavík, var aðra lands- menn lifandi að drepa með prelódí- um og fúgum, gekk frændi minn um gólf og gerði raddæfingar. Eins og fólkið hans flest þarna á Sandinum var hann gallharður Sjálf- stæðismaður með andúð á Fram- sóknarflokknum, að ég tali nú ekki um kommúnista, sem voru eitur í beinum góðra manna eins og lesa mátti um í „Ísafold og Verði“. Þver- sögnin var sú að eini kommúnistinn sem við þekktum var Petersen á Kleif, danskur einyrki, ólíklegastur allra til að gera vopnaða byltingu á Árskógsströnd á þessum dögum. Samgangur okkar frænda míns varð ekki mikill eftir að ég stálpaðist en stundum þegar ég hringdi eða heimsótti hann gátum við hlegið saman að tiktúrum fólks úr umhverfi sem hann mundi frá gamalli tíð og færði í leikrænan búning. Ég veit að það verður ekki héraðs- brestur þegar fullorðinn maður í eins konar próventu fellur frá, en fyrir þá sem voru honum nákomnir á árunum þegar lífið á Árskógssandi var einfalt og í föstum skorðum, leita minningar á hugann. Minningar um góðan frænda sem var ennþá stór meðan við hin vorum lítil. Kári Valvesson. Elsku kæri frændi minn. Nú ertu búinn að fá hvíldina, sem þú beiðst eftir. Þú sagðir við mig fyr- ir nokkrum árum, eftir að pabbi dó þegar við vorum að tína ber uppi í fjalli fyrir ofan Dalvík, að þú værir svo hræddur um að þú yrðir lang- lífur. Áttatíu og níu ár er hár aldur. Að tína aðalbláber á haustin var þín besta skemmtun og þú hafðir líka gaman af mörgu, t.d. að horfa á fót- bolta. Þú varst mikill söngmaður og unnandi góðrar tónlistar. Þú spilaðir á orgel í kirkjunni þinni í Stærri-Ár- skógi í mörg ár. Þar verður þú lagður til hinstu hvílu í kirkjugarðinum við hliðina á pabba. Ég vil þakka þér fyrir samferðina frá því ég man eftir mér. Þú hugsaðir um velferð okkar systkinana og fjöl- skyldna okkar frá unga aldri fram á síðasta dag. Það verður mikill sökn- uður að koma til Dalvíkur og enginn frændi til að heilsa og faðma. Ebba Gunnlaugsdóttir. Kenndu mér, líkt þér, bjarkarblað, að blikna glaður, þá haustar að, bíður mín sælla sumar. Ódáins mitt á akri, tré aftur þá grær, þótt fölnað sé og greinar grænka hrumar. Þessar ljóðlínur skáldsins Öhlensläger finnst mér lýsa vel gangi lífsmeiðsins í hnotskurn. Í byrjun síðustu aldar varð mikil þjóðvakning sem lauk upp nýjum gáttum. Til kom nýr jarðvegur, og vil ég nefna sem dæmi ungmennafélög sem voru burðarás félagslegra fram- fara, fólk hafði staðið fast í veru- leikanum, meðan hinir kirkjulegu og trúarlegu viðir voru þéttari en síðar varð. Umbrotin og umhverfið mótaði unga fólkið, einangrun og fásinni hversdagsleikans fór að gliðna, svo að alþýðan fékk að líta litskæra tíma. Ég minnist stundum hinna heið- ríku vordaga, er lífið var saltfiskur og fótbolti, ég minnist einnig eldri kynslóðar sem horfin er þessari ver- öld, og þess fróðleiks, sem fór í glat- kistuna. Einn af kynslóð þessari, Kári, föð- urbróðir minn, er í dag kvaddur. Hann fæddist og ólst upp á Litla- Árskógssandi, hjá foreldrum sínum og eldri bræðrum. Þar í og við fjör- una lék hann sér daglangt með öðr- um börnum. Þegar hann óx úr grasi stundaði hann sjóróðra, fyrst um sinn við fremur frumstæð skilyrði, og við fjölskylduútgerð alla tíð, síð- ast á Dalvík. Ungmennafélagið Reynir, sem enn er við lýði, og Knattspyrnufélag- ið Þróttur stóðu m.a. fyrir knatt- spyrnuiðkun. Það kom fljótt í ljós, að Kári var frá náttúrunnar hendi gæddur afburða hæfileikum sem knattspyrnumaður, en nýttist hon- um ekki eins og efni stóðu til. Tæp- lega fimmtugur lék hann sinn síðasta kappleik, og var enginn eftirbátur sér yngri manna, hvað varðar snerpu og leikni, en þá var það sjónin sem brást, og ástríðan sem fylgdi fótbolt- anum lét hann aldrei í friði. Kári lærði orgelleik, og Þrastakv- intettinn, sem stofnaður var af nokkrum áhugamönnum, fékk Kára síðar til liðs sem söngstjóra og undir- leikara. Þá var ekki óalgengt að nota söngvatn í hófi, til að smyrja radd- böndin, en slíkt var Kára ekki að skapi, alla ævi var hann stakur reglu- maður. Í tímaritinu Súlum (7. árg. 1977) er í grein sagt frá hljóðfæri (Harmon- ium), sem keypt var til Stærra-Ár- skógskirkju, árið 1877, sem verið hefur mikill kjörgripur og andleg upplyfting á að hlusta fyrir söfnuð- inn. Jóhannes Jóhannesson (nefndur organisti) mun hafa verið sá fyrsti sem slíkur í þeirri sókn. Hann var gagnmerkur maður, þótt lítill bú- höldur væri, en hugur hans var við önnur efni. Hann lék undir, og kenndi víðar og fékkst m.a. við að semja lög við sálma. Þessu er fléttað hér inn í til gamans, því þeir Jóhann- es og Kári, sem báðir voru í áratug- araðir organistar hér, voru einnig langfeðgar. Kári, sem var snyrtilegur og vand- virkur í hvívetna, undirbjó sig ávallt fyrir opinberar athafnir. Hann átti sér líka uppáhalds tónskáld, þar voru verk Händels og einnig Bachs í önd- vegi. Hann unni og öðrum listum, en þó með takmarkaðri nálægð. Kári kvæntist ekki og eignaðist ekki afkomendur, hann lifði því lífi, sem hann sjálfur kaus, og ungum frændbörnum sínum var hann jafnan vænn. Út á við var hann til baka haldinn, en öðrum þræði hafði hann skorinorðar skoðanir á mönnum og málefnum. Skopskyn hafði hann gott og skopyrðin voru myndræn og eft- irminnileg, því honum lá lýsingin á tungu. Forsjónin var Kára hliðholl, því heilsuhraustur var hann og varla misdægurt á langri ævi. Ég hygg hann hafi þrætt alveg hjá þyrnirunn- um lífsins, kannski var það hjátrúin sem kom þar að haldi. Ævikvöldsins naut hann vel á Dvalarheimilinu Dalbæ, og var löngu tilbúinn í hinstu för, því elliböndin tóku æ meira völdin. Er ég ræddi við hann í síma sl. vor var hann ern og glaður að heyra og hafði sögu á lofti, en síðsumars er ég vitjaði hans hafði hann fallið og brotnað, erfitt var þá að ná við hann sambandi, og varð hann þá nánast karlægur á ör- skömmum tíma. Ánægjulegt var að njóta sam- fylgdar við hann fyrstu árin, í leik og starfi, og fótboltaferðirnar ófáu á gamla Gypsy-jeppanum um öll hér- uð. Nú er æviskeiðið til viðar runnið og Kári horfinn inn í móðuna, íklæddur eilífðinni. Farðu vel, Frændi, og njóttu heill hvíldar þinnar. Gunnar Valvesson. Kári Kárason, bróðir tengdaföður míns, eða frændi eins og við kölluð- um hann öll, er nú dáinn. Ég veit að hann varð hvíldinni feginn því hann var tilbúinn að fara fyrir löngu. „Það er ekki neitt líf að sitja svona og vera ekki til neins,“ sagði hann alltaf. Ég var ekki nema 17 ára gömul þegar ég fór að venja komur mínar á heimili tengdaforeldra minna og þar var heimili frænda líka. Ég man hvað mér fannst skrýtið að allir kölluðu þennan mann frænda hvort sem þeir voru skyldir honum eða ekki, en að sjálfsögðu gerði ég eins og hef aldrei kallað hann annað. Frændi hafði mikinn áhuga á knattspyrnu og fór alltaf á völlinn á meðan heilsa leyfði. Reyndar var fólk sem stóð nálægt honum í bráðri hættu því hann lifði sig svo vel inn í leikinn að hann sparkaði í allar áttir. Eftir að frændi fór á Dalbæ kom hann hjólandi flesta daga þegar veð- ur leyfði og fékk sér kaffisopa hjá mér og spurði frétta. Hann fylgdist alltaf vel með strákunum á sjónum og vildi vita hver aflinn væri, hann vildi líka vita hvað krakkarnir væru að gera, hvernig gengi í skólanum, boltanum og á skíðunum. Hvort ég hefði frétt eitthvað að sunnan og svo framvegis. Bræðrabörnin hans og þeirra fólk skiptu hann miklu máli og bar hann hag okkar allra fyrir brjósti. Frændi var alltaf svo þakklátur fyrir allt sem gert var fyrir hann og þá ekki síst nú í seinni tíð þegar hon- um þótti dagurinn orðinn heldur lengi að líða. Það var sama hvort hann var sóttur í mat, kaffi eða bara smá bíltúr, alltaf var manni þakkað eins og um stórgreiða væri að ræða. Við frændi vorum alltaf góðir vinir og vil ég þakka honum allar þær góðu stundir sem hann átti með mér og fjölskyldu minni og við eigum góð- ar minningar frá góðum stundum því hjá okkur var hann á jólum, páskum og öðrum tyllidögum. Minnist ég frænda með þakklæti og virðingu. Blessuð sé minning hans. Rósa Ragúels. Frændi er dáinn. Hann gekk á fund feðra sinna 31. okt.sl. Því miður voru samskiptin lítil sem engin seinni árin en aðeins hlýjar minning- ar tengjast honum. Hugurinn reikar aftur til 7. áratugarins. Að alast upp í litlu þorpi þar sem návígið er algjört við hvert annað, sjóinn og náttúru- öflin. Í augum okkar frændbarna hans átti hann alveg sérstakan sess; frá honum komu flottu jólagjafirnar og fermingarúrin fyrir utan gott við- mót. Hann hafði ákaflega gott skop- skyn og átti gott með að segja frá og leika eftir fólki í kringum sig án þess að því fylgdi nokkur rætni eða mein- fýsi. Ég man eftir atviki sem gerðist á vetrardegi fyrir langa löngu. Við yngri frændbörnin höfðum farið á skauta á ísilagðri tjörninni sem myndaðist fyrir neðan skólann eftir skóladag. Það var blíðskaparveður, bjart og kyrrt og engin ásæða til að óttast veður. Einu okkar verður litið til himins, en á norðurhimni höfðu þá hrannast upp dökkgrá óveðursský. Við vissum hvað svoleiðis þýddi, tók- um strax á rás heim án þess að hafa skóskipti heldur skautuðum, enda klaki yfir öllu. Veðrin gerðu ekki boð á undan sér í þá daga, löngu fyrir tíma gervihnatta. Þetta var líka fyrir tíma skólabíla og góðir fjórir kíló- metrar framundan. Það var jafngott að við eyddum ekki tíma í skóskiptin, bæði gekk ferðin niður eftir hraðar og það gerði bókstaflega kolvitlaust veður svo að engan tíma mátti missa. Við sáum vart út úr augum, það eina sem greinanlegt var í umhverfinu var vegurinn fyrir neðan fæturna og mölin í vegarkantinum. Við vorum fjögur, ég, Anna systir, Kalli og Berti frændur. Við héldumst öll í hendur til að týna ekki hvert öðru og náðum þannig vegarkantanna á milli. Á leið- inni, neðan vegar, voru og eru keldur sem öll börn voru hrædd á, því sagan sagði að þar hefði maður farið niður með hesti, reiðtygjum og öllu saman og aldrei spurst til hans síðar. Það var einmitt við keldurnar sem þeir pabbi og frændi gengu í flasið á okk- ur, en þá höfðu þeir líka leiðst, bæði til að týna ekki hvor öðrum og eins til að fara ekki á mis við okkur. Það er á köldum, hráslagalegum vetrardegi sem við fylgjum frænda síðasta spölinn. Hafðu þökk fyrir allt og allt elsku Frændi. Kolbrún Valvesdóttir. Kári Kárason Elsku frændi. Ástarþakkir fyrir allar góðu stundirnar sem þú gafst okkur. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Andrea, Aron, Bessi og Kári Víðisbörn. HINSTA KVEÐJA Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði LEGSTEINAR SteinsmiðjanMOSAIK Hamarshöfða 4 – sími 587 1960 www.mosaik.is ✝ Okkar elskulegi og ástkæri GUÐMUNDUR INGI ÓLAFSSON, Hólabraut 14, Skagaströnd, lést á gjörgæsludeild Landspítalans miðvikudaginn 8. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ólafur R. Ingibjörnsson, Hrönn Árnadóttir, Árný Guðrún Ólafsdóttir, Haraldur Friðriksson, Rebekka Laufey Ólafsdóttir, Ari Þór Guðmannsson, Brynjar Max Ólafsson, Ingibjörn Hallbertsson. ✝ Eiginmaður minn, PÉTUR MAGNÚS GUÐMUNDSSON, lést fimmtudaginn 9. nóvember á líknardeild LSH Kópavogi. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Sveinn Haraldsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.