Morgunblaðið - 11.11.2006, Page 62

Morgunblaðið - 11.11.2006, Page 62
62 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Félagslíf Núna er rétti tíminn til að skrá sig í aðventu- og áramótaferðirnar. Tryggðu þér pláss, mikil bókun er í ferðirnar og biðlisti í jeppa- ferðina . 1.-3.12. Aðventuferð í Bása - Kjörin fjölskylduferð. Brottför frá BSÍ kl. 20:00. 0612HF01. Fararstj. Marrit Mein- tema og Emilía Magnúsdóttir. V. 11.500/13.200 kr. 9.-10.12. Aðventuferð í Bása - Kjörin fjölskylduferð - jeppaferð Brottför kl. 10:00 frá Hvolsvelli. 0612JF01. Biðlisti. Fararstj. Guðrún Inga Bjarnadóttir og Guðmundur Eiríksson. V. 2.900/3.500 kr. 30.12.-1.1.2007. Áramót í Básum Brottför frá BSÍ kl. 8:00. 0612HF02 Áramótaferðir Útivistar hafa fyrir löngu unnið sér fastan sess. Það er sérstakt að fagna nýju ári og strengja ný heit á fjöllum. Þar njóta flugeldarnir og áramóta- brennan sín vel. V. 14.400/16.400 kr. Skráningar í ferðir á skrif- stofu Útivistar í síma 562 1000 eða utivist@utivist.is. Sjá nánar á www.utivist.is Næsta myndakvöld FÍ: Miðvikudaginn 15. nóvember kl. 20. Björn Hróarsson sýnir myndir úr undirheimum Íslands sem og af Laka og Lakagígjum Örnefni í utanverðum Eyja- firði. Valgarður Egilsson vara- forseti FÍ heldur fyrirlestur í dag, laugardaginn 11. nóv. kl. 13.00 í Lögbergi, stofu 1, um örnefi í utanverðum Eyjafirði. Allir velkomnir. Fótspor á fjöllum. Út er komin bókn ,,Fótspor á fjöllum”. Viðtöl við sex valinkunna ferðafé- laga. Páll Ásgeir Ásgeirsson ræðir við Valgarð Egilsson, Höskuld Jónsson, Sigrúnu Val- bergsdóttur, Gerði Steinþórs- dóttur og Ingvar Teitsson. Bókin er á sérstöku tilboðsverði fyrir ferðafélaga og hægt að nálgast hana á skrifstofu Ferðafélagsins. Raðauglýsingar sími 569 1100 EUMA félagið (European Manage- ment Assistants) eða „félag aðstoð- armanna yfirmanna“ hélt almenna ráðstefnu á Grand hótel í Reykja- vík, í október sl. Fyrirlesarar á ráðstefnunni voru dr. Agnes Agnarsdóttir, Ásdís Halla Bragadóttir, Halla Tóm- asdóttir, dr. Herdís Þorgeirsdóttir og Thomas Möller. Ráðstefnan var afar vel sótt og ákvað félagið að láta gott af sér leiða og gefa af þessu tilefni hundr- að þúsund krónur til söfnunarátaks Krabbameinsfélagsins – bleiku slaufunnar. Guðrún Agnarsdóttir veitti við- töku framlagi félagsins. Gjöf Guðrún Agnarsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, tek- ur við gjafabréfi EUMA á Íslandi. Guðrún Erla Leifsdóttir, formaður EUMA (t.v.), og Hanna Jónsdóttir gjaldkeri (t.h.) afhentu gjöfina. EUMA-félagið lætur gott af sér leiða BIFREIÐAUMBOÐIÐ Askja verð- ur með opið hús í dag, laugardag, í húsakynnum sínum í Skútahrauni 2a í Hafnarfirði kl. 10–16 til að fagna því að fyrirtækið hefur hlotið formlega viðurkenningu sem fullgildur sölu- og þjónustuaðili Mercedes Benz á Ís- landi. Af því tilefni efnir Askja til samkeppni um hver eigi fallegasta Mercedes Benz-atvinnubílinn á Ís- landi. Keppnin fer fram í þremur þyngd- arflokkum: 2.000–6.900 kg, 7.000– 15.900 kg og 16.000 kg og stærri, og velur fimm manna dómnefnd frá Öskju og Mercedes Benz fallegustu bílana. Úrslitin verða tilkynnt á heimasíðu Öskju, www.askja.is, en aðalvinningurinn er heimsókn í Mercedes Benz-verksmiðjurnar í Þýskalandi, þar sem m.a. verður far- ið í heimsókn í nýja Mercedes Benz- safnið. Einnig verður frumsýndur nýr Mercedes Benz Sprinter en sala þessara vinnubíla hefur gengið mjög vel hér á landi á undanförnum miss- erum, segir í fréttatilkynningu. Leita að fallegasta Merc- edes Benz-atvinnubílnum BÓKAKAFFI í hinni rótgrónu verslun Eymundsson í Austurstræti verður opnað í dag, laugardag. Gerðar hafa verið gagngerar breytingar á húsnæðinu og bætt við einni hæð þannig að mun rýmra verður um viðskiptavini og vörur, sérstaklega erlendar bækur. Te & kaffi sér um rekstur kaffihússins þar sem boðið er upp á kaffidrykki, sæl- kerasamlokur, kökur og fleira. Við- skiptavinir kaffihússins geta einnig skoðað bækur og gluggað í tímaritin sem fást í versluninni. Boðið er upp á þráðlausan netaðgang og á góðum dögum verður opnað út á skjólgóðar suðursvalir kaffihússins fyrir gesti. Í tilefni opnunarinnar verður boð- ið upp á skemmtidagskrá tónlistar- manna og rithöfunda í Eymundsson í Austurstræti á laugardag. Einnig býður Te & kaffi gestum og gang- andi upp á kaffidrykki frá klukkan 11. Kaffihús í Eymundsson- versluninni í Austurstræti JÓLAKORT Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna er nú komið í sölu. Um er að ræða annað kortið í nýrri seríu sem hönnuð er af Braga Einarssyni og nefnist þetta kort Giljagaur var annar … Kortin eru 10 saman í pakka og kostar pakkinn 1000 krónur. Jóla- kortin eru tvöföld og fylgir hvítt umslag með hverju korti. Mögulegt er að fá nafn og/eða merki (logo) fyrirtækis prentað inn á kortin og eru verðin eftirfarandi: Hægt er að fylla út pöntunarform á heimasíðunni SKB (www.skb.is - jólakort) en einnig er hægt að senda pöntun með tölvupósti á skb@skb.is eða kíkja í kaffi á skrif- stofu félagsins að Hlíðarsmára 14 í Kópavogi og fylla út pöntunarform. Jólakort Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna Í TILEFNI af fyrsta feðradeg- inum á Íslandi heldur Félag ábyrgra feðra ráðstefnu um stöðu feðra og barna á Íslandi. Ráð- stefnan verður haldin á Hótel Nordica, sunnudaginn 12. nóv- ember, húsið verður opnað kl. 13.45. Fyrirlesarar á ráðstefnunni verða: Magnús Stefánsson, félags- málaráðherra. Gísli Gíslason, for- maður Félags ábyrgra feðra, dr. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf. Tom Beardshaw, frá Fathersdirect í Englandi. Vigdís Finnbogadóttir verður heiðursgestur ráðstefnunnar og Pálmi Sigurðsson, framkvæmda- stjóri verður fundarstjóri. Ráðstefnan er haldin af Félagi ábyrgra feðra í samvinnu við fé- lagsmálaráðuneytið og Jafnrétt- isstofu. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis. Feður í sam- félagi nútímans FÉLAG ÁBYRGRA feðra hélt aðal- fund sinn fyrir skömmu. Í ályktun frá fundinum segir að félagið fagni því að Alþingi lögfesti sameiginlega forsjá að meginreglu við skilnað foreldra. Félagið harmar aftur á móti að heimila ekki dómurum að dæma í sameiginlega forsjá líkt og lögheimildir eru fyrir í velflestum nágrannaríkjum. Íslenskir dómarar ættu að hafa óheftar hendur við að dæma það sem þeir telji barni fyrir bestu, þ.m.t að tryggja að barn njóti forsjár beggja foreldra eftir skiln- að, segir í ályktun fundarins. Félag ábyrgra feðra hvetur stjórnvöld til að lögfesta sameig- inlega forsjá sem meginreglu, fyrir öll nýfædd börn, einnig þegar for- eldrar búa ekki saman. Öll börn eiga að hafa sama rétt á að njóta forsjár beggja foreldra sinna, óháð hjúskaparstöðu foreldra. Félag ábyrgra feðra fagnar því að félags- málaráðherra hefur gert annan sunnudag í nóvember að feðradegi á Íslandi. Feðradagurinn táknræn viðurkenning á mikilvægi föð- urhlutverksins í okkar samfélagi. Félag ábyrgra feðra skorar á rík- isstjórn að endurskoða núverandi meðlagskerfi frá grunni, sem og viðurlög við umgengnistálmunum. Félag ábyrgra feðra hvetur dómssmálaráðherra til að skipa nýja sifjalaganefnd. Þetta er nauð- synlegt til að fylgjast með rétt- arþróun erlendis og til að tryggja að íslensk sifjalög tryggi ávallt sem best réttindi barna á Íslandi, segir í ályktuninni. Vilja endur- skoðun á með- lagskerfinu UNDANÚRSLITAKVÖLD Skrekksins, hæfileikakeppni ÍTR fyrir nemendur Grunnskóla Reykja- víkur, eru að hefjast. Kvöldin eru þrjú og verða haldin 13., 14. og 15. nóvember í Borgarleikhúsinu. Allir grunnskólarnir í Reykjavík hafa skráð sig til þátttöku að þessu sinni. Allir þátttakendur eru í 8.–10.bekk grunnskólanna og eru umsjónarað- ilar í hverjum skóla. Borgarleikhúsið tekur takmarkaðan fjölda gesta og verður miðasala alfarið í höndum fé- lagsmiðstöðva ÍTR. Úrslitakvöldið verður síðan í Borgarleikhúsinu 21. nóvember og verður það sýnt í beinni útsendingu á sjónvarpsstöð- inni Sirkus. Þar fá sigurvegarar keppninnar afhentar Skrekksstytt- urnar eftirsóttu. Þetta er í 16. sinn sem keppnin er haldin og má því segja að þetta sé orðinn fastur liður í skólastarfi Reykjavíkur. 13. nóv.: Austurbæjarskóli Breiðholtsskóli Háteigsskóli Húsaskóli Ingunnarskóli Langholtsskóli Réttarholtsskóli Seljaskóli Víkurskóli 14. nóv.: Álftamýrarskóli Borgaskóli Foldaskóli Hagaskóli Hólabrekkuskóli Klébergsskóli Landakotsskóli Laugalækjarskóli Vogaskóli 15. nóv.: Árbæjarskóli Engjaskóli Fellaskóli Hamraskóli Hlíðaskóli Hvassaleitisskóli Korpuskóli Rimaskóli Ölduselsskóli Hæfileikakeppni ÍTR fyrir nemendur Grunnskóla Reykjavíkur Undanúrslitakvöld Skrekksins framundan JÓLAKORT Soroptimistaklúbbs Grafarvogs eru komin í sölu. Myndin „Gleðileg Jól“ eftir Elsu Nielsen prýðir kortin að þessu sinni. Hægt er að fá kortin bæði með og án texta. Verð kortanna með umslagi er 100 kr. stk. Þau eru seld tíu saman í pakka. Allur ágóði af sölu kortanna rennur til líknarmála. Jólakort Soroptimista í Grafarvogi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.