Morgunblaðið - 11.11.2006, Page 65

Morgunblaðið - 11.11.2006, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 65 LAUGARDAGINN 4. nóvember fór fram í Íþrótttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði hin árlega danskeppni, Lotto Open. Það er Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar, undir stjórn Auðar Haraldsdóttur danskennara, sem stendur að þess- ari keppni. Þetta er í 15. sinn sem mótið er haldið en upphaflega var keppnin kölluð Lotto-danskeppnin en hefur síðastliðin ár verið opin al- þjóðleg keppni og nokkur erlend pör tekið þátt í mótinu. Það var for- maður Dansíþróttafélags Hafnar- fjarðar, Haukur Eiríksson, sem setti mótið. Hann sagði meðal ann- ars í setningarræðu sinni að hann vildi koma á fót landsliði hið fyrsta og vonaðist þá til að danspör gætu fengið meira fjármagn til þess að stuðla að auknum og betri und- irbúningi fyrir keppnispörin svo að þau gætu stundað sína íþrótt á sambærilegum grundvelli og dans- pör annars staðar í heiminum. Það voru fimm alþjóðlegir dómarar sem dæmdu mótið, þrír erlendir og tveir íslenskir. Það voru þau Izabela Hannah og Damian Evens frá Eng- landi, Heiðar Ástvaldsson og Hinrik Norðfjörð Valsson frá Íslandi og Vito Feldmanis frá Lettlandi. Keppt var í þremur styrkleikaflokk- um auk þess sem byrjendur mættu í hús og sýndu nokkra dansa. Dag- skráin hófst á keppni barna í A- og K-riðlum. Síðan tók við keppni í flokkum unglinga og fullorðinna og þá bættist við keppni í F-riðlum en þar dansa þau pör sem lengst eru komin í dansinum. Í flokki Unglinga I F (12–13 ára) voru tvö pör jöfn í fyrsta sæti í standarddönsum. Það voru þau Freyþór Össurarson og Íris Dröfn Magnúsdóttir frá Hvönn og Björn Halldór Ýmisson og Björk Guð- mundsdóttir frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar. Mér finnst þessi tvö pör með mjög ólíkan stíl en mér fannst Freyþór og Íris Dröfn dansa af meira öryggi. Í þriðja sæti höfn- uðu svo þau Hilmar Steinn Gunn- arsson og Elísabet Halldórsdótir frá Dansíþróttafélaginu Gulltoppi. Í s-amerísku dönsunum sigruðu síðan Björn Halldór og Björk örugglega. Í öðru sæti urðu þau Hilmar Steinn og Elísabet og í því þriðja þau Þor- kell Jónsson og Malín Agla Krist- jánsdóttir, einnig frá Dansíþrótta- félaginu Gulltoppi. Þessi flokkur er yngsti hópurinn sem dansar með frjálsri aðferð og voru sum pörin að keppa í sinni fyrstu keppni í þess- um flokki og því mikil reynsla fyrir þau. Í aldursflokknum Unglingar II (14–15 ára) voru Sigurður Már Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar öruggir sigurvegarar í báðum greinum. Þau eru með mestu reynsluna að baki af þeim pörum sem mættu til leiks og hafa sótt þó- nokkuð margar keppnir erlendis undanfarin ár. Sama parið var sömuleiðis í öðru sæti í báðum greinum. Það voru Júlí Heiðar Halldórsson og Telma Rut Sigurð- ardóttir frá Hvönn. Þau dönsuðu af miklu öryggi og þá sérstaklega í s- amerísku dönsunum. Hún mætti klára betur höfuðstöðuna í stand- arddönsunum. Það er eins og hún þurfi að treysta betur á stjórnun herrans. Í þriðja sæti í standard- dönsum voru síðan þau Jökull Ör- lygsson og Unnur Birna Magnús- dóttir frá Dansíþróttafélaginu Gulltoppi. Þau ná að sýna vel hlut- verk dömu og herra í dansinum en það var eins og þau næðu ekki að vera afslöppuð í dansinum allan tímann. Í s-amerísku dönsunum höfnuðu þau Gunnar Agnarsson og Elísa Rut Hallgrímsdóttir, sömu- leiðis frá Dansíþróttafélaginu Gull- toppi, í þriðja sæti. Þau eru með fínar línur í dansinum en voru óör- ugg inn á milli. Mér finnst öll pörin sem kepptu í þessum aldursflokki hafa sýnt mikla framför frá því að þau komu síðast saman á dans- keppni síðastliðið vor og verður gaman að fylgjast með þeim á þeim mótum sem framundan eru á næsta ári. Í flokki Ungmenna (16–18 ára) sigruðu þau Jón Eyþór Gottskálks- son og Helga Soffía Guðjónsdóttir frá Hvönn í standarddönsum. Mér fannst þau öruggir sigurvegarar í þessum flokki, þó fannst mér hún ekki alltaf fylgja honum í dansinum. Í öðru sæti voru þau Alexander Mateev og Lilja Harðardóttir, einn- ig frá Hvönn. Mér finnst komin meiri mýkt í dansinn hjá þeim og fannst mér quickstep þeirra besti dans. Í þriðja sæti höfnuðu síðan þau Magnús Arnar Kjartansson og Rakel Magnúsdóttir frá Dans- íþróttafélagi Kópavogs. Í s-amer- ísku dönsunum sigruðu þau Aðal- steinn Kjartansson og Rakel Guðmundsdóttir frá Dansíþrótta- félagi Hafnarfjarðar. Mér fannst þau dansa mjög vel í þessari keppni og að öðrum ólöstuðum fannst mér Rakel vera sigurvegari þessa hóps. Hún var greinilega í góðu formi og virtist njóta sín vel á gólfinu. Í öðru sæti voru þau Jónatan Arnar Ör- lygsson og Ásta Björg Magnúsdótt- ir. Þau eru bæði frábærir dansarar en þau náðu ekki að skila sínu nógu vel á þessari keppni. Í þriðja sæti voru síðan þau Sigurður Þór Sig- urðsson og Lilja Guðmundsdóttir frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjaðar. Ég held að það megi segja að þau hafi verið spútnikpar þessarar keppni. Þau eru mjög efnileg bæði tvö og geta átt framtíðina fyrir sér í dansinum haldi þau rétt á spilunum. Elsti flokkurinn sem keppti á þessu móti var flokkur Fullorðinna. Þar mega keppa dansarar sem eru 16 ára og eldri. Þ.a.l. gátu þau pör sem kepptu í flokki Ungmenna einnig keppt þar. Í standarddöns- um röðuðust sömu pör í fyrstu þrjú sætin og í flokki Ungmenna. Í s-amerísku dönsunum bættust við þrjú „hálf-íslensk“ danspör. Þetta voru þrír íslenskir dansarar sem allir dansa við erlenda dansfélaga og stunda dansþjálfun erlendis. Þau röðuðu sér í efstu sætin eins og við mátti búast. Í fyrsta sæti voru þau Steven McCann og Ásta Sigvaldadóttir en þau dansa fyrir England. Þau eru bæði alveg frá- bærir dansarar. Ásta er mjög kvenleg en samt með mikinn kraft og gefur hvergi eftir. Þau passa vel saman og virðast hafa enda- lausa orku. Það sást enginn munur á þeim hvort þau væru að dansa fyrsta dansinn eða þann síðasta, það sáust engin þreytumerki á þeim. Mér fannst hin pörin ekki halda þetta eins vel út og þau. Í öðru sæti voru þau Clive Uter og Helga Dögg Helgadóttir sem einn- ig keppa fyrir England. Þau eru mjög þroskaðir dansarar og hafa fáar dömur eins mikla útgeislun og Helga Dögg. Í þriðja sæti voru síð- an þau Gunnar Hrafn Gunnarsson og Melissa Ortes Gomes frá Dans- íþróttafélagi Hafnarfjarðar. Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé þau dansa saman. Mér finnst þau henta vel hvort öðru en mér sýnist helsti munurinn á þeim og pör- unum fyrir ofan þau að þau eru ekki eins örugg í því sem þau eru að gera en það kemur með aukinni reynslu. Á danskeppnum fer dómgæsla þannig fram að þangað til í úrslit- um er þetta eins konar útslátt- arkeppni. Dómarar velja fyrir fram ákveðinn fjölda para áfram í næstu umferð. Þegar kemur að úr- slitum raða dómarar pörunum nið- ur í sæti og er hver dans dæmdur sér. Það par sem fær oftast fyrsta sæti frá dómurunum er sigurveg- ari. Á Lotto Open eru árlega valin Lottopör árins. Þá er valið eitt par sem keppir í dansi með grunn- aðferð og annað sem keppir með frjálsri aðferð. Þau pör sem fá oft- ast dæmt fyrsta sæti hjá dóm- urunum hljóta þennan titil. Að þessu sinni voru það þau Andri Fannar Pétursson og Helga Krist- ín Ingólfsdóttir frá DÍH sem hlutu titilinn fyrir dans með grunnaðferð og þau Sigurður Már Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir, einnig frá DÍH, fyrir dans með frjálsri að- ferð. Á keppninni tilkynnti eitt dans- par að það hefði lagt dansskóna á hilluna og sýndi dans við mikinn fögnuð. Það voru þau Björn Sveinsson og Bergþóra María Bergþórsdóttir sem keppt hafa í áraraðir í flokki Seniora (35 ára og eldri) og verið fulltrúar Íslands á mörgum dansmótum erlendis. Mér fannst keppnin takast í heildina vel og var umgjörðin mjög skemmtileg. Lagt hafði verið mikið í að skreyta salinn og var lýsingin á gólfinu með ágætum. Helst fannst mér tónlistarvalið einhæft. Hægt er að sjá öll úrslit keppn- innar á heimasíðu Dansíþrótta- félags Hafnarfjarðar www.dih.is. Þetta var síðasta danskeppni ársins og nú fara pörin að und- irbúa sig fyrir næsta ár. Þó er möguleiki á að sjá pörin koma saman á árlegri jólasýningu Dans- ráðs Íslands sem haldin verður á Broadway sunnudaginn 26. nóvem- ber. Þar mun fara fram keppni fyrir þau pör sem lengst eru komin í dansinum á Íslandi en dómgæsla mun ekki verða í höndum fag- lærðra danskennara heldur munu þjóðþekktir einstaklingar sjá um hana. Vil ég að lokum óska Auði Har- aldsdóttur og Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar til hamingju með keppnina. Vel heppnað dansmót DANS Lotto open Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði Kara Arngrímsdóttir danskennari Aðalsteinn Kjartansson og Rakel Guðmundsdóttir Gunnar Hrafn Gunnarsson og Melissa Ortes Gomes. Freyþór Össurarson og Íris Dröfn Magúsdóttir. Jónatan Arnar Örlygsson og Ásta Björg Magnúsdóttir. Steven McCann og Ásta Sigvaldadóttir. Clive Uter og Helga Dögg Helgadóttir. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Lottopör ársins Sigurður Már, Sara Rós, Andri Fannar og Helga Kristín.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.