Morgunblaðið - 11.11.2006, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 67
menning
Nordica hotel
Suðurlandsbraut 2
VOX Bistro
11.30-22.30
Opið alla vikuna
www.vox.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
0
9
9
6
Borðapantanir: 444 50 50 eða vox@vox.is
Villibráðarmatseðill
í nóvember.
Norrænir gestakokkar
Fyrstur í röðinni er Réne Redzepi
frá hinu glæsilega veitingahúsi
NOMA í Kaupmannahöfn.
Réne matreiðir fyrir gesti VOX
23.-25. nóvember.
Í jólaskapi
Frá 1. des. verður jólamatseðill
með íslenskri villigæs í aðalrétt.
Þorláksmessa
Hlaðborð með þjóðlegu ívafi.
Gleðileg hátíð
Hátíðarmatseðlar aðfangadag, jóladag,
gamlársdag og nýársdag.
Nýársdagur
Glæsilegur kvöldverður með íslensku
hreindýrakjöti í aðalhlutverki.
VOX Restaurant
18.30-22.30
Opið þri.-lau.
Vetrardagskrá VOX
girnileg
vetrardagskrá
Í DAG verða opnaðar þrjár sýningar
í Listasafni ASÍ við Freyjugötu. Í
Arinstofu verða óhlutbundin verk í
eigu listasafnsins til sýnis en lista-
mennirnir Kristinn Már Pálmason
og Kristín Helga Káradóttir sýna
verk í sínum hvorum salnum.
Sýning Kristins í Ásmundarsal er
stór málverkainnsetning sem er
unnin sérstaklega inn í rými sal-
arins. Efnislega samanstendur inn-
setningin m.a. af mannshári, áli,
ljósi, olíulit og krossvið og er hún
byggð á samþættingu ólíkra aðferða
og merkingarfræðilegra þátta í
tungumáli málverksins.
Kristín Helga sýnir myndbands-
sviðsetningu í Gryfju. Um er að
ræða stutt sviðsett myndskeið sem
er varpað upp í sýningarrýminu en
það hefur verið klætt í búning sem
rammar myndirnar inn. Sjálf kemur
listakonan fram í myndskeiðunum.
Sviðsetningin nýtur liðsinnis tónlist-
armannsins Bjarna Guðmanns Jóns-
sonar.
Listamennirnir ræða verk sín
Kristinn Már útskrifaðist úr
Myndlista- og handíðaskóla Íslands
árið 1994 og er auk þess með MFA-
gráðu frá The Slade School of Fine
Art í London. Hann hefur und-
anfarin ár gert margvíslegar til-
raunir í málverki.
Kristín Helga útskrifaðist úr
Listaháskóla Íslands árið 2004 með
viðkomu í Listaakademíunni í Kaup-
mannahöfn sem skiptinemi. Mörg
fyrri myndbönd hennar fjalla um til-
vistina á einn eða annan hátt og lýsa
líðan eða aðstæðum sem áhorf-
endanum gefst kostur á að upplifa á
sinn hátt.
Næstkomandi sunnudaga klukk-
an 15 munu listamennirnir svo ræða
verk sín við gesti Listasafns ASÍ:
Kristinn Már sunnudaginn 19. nóv-
ember og Kristín Helga þann 26.
sama mánaðar.
Sýningarnar þrjár standa allar til
3. desember og er aðgangur ókeypis.
Kristinn
og Kristín
í ASÍ
Morgunblaðið/Eyþór
Listamenn Kristinn og Kristín.
Eftir Flóka Guðmundsson
floki@mbl.is
„ÞETTA eru myndir af alls konar stöðum, t.d.
geymslu, stofu, skrifstofu, klósetti og hvað-
eina,“ segir ljósmyndarinn Spessi um við-
fangsefni sýningarinnar Locations sem opnar í
aðalsal Hafnarborgar klukkan 20 í kvöld.
„Hver mynd er lítil saga. Þetta eru allt staðir
þar sem þú sérð einhver ummerki mannfólks-
ins auk þess sem hver staður hefur auðvitað
sína sögu án aðkomu mannsins.“
Spessi segir myndir sínar vera hlutlausar að
því leyti að hann taki ekki beina afstöðu til
þess hvað það sé sem hann vilji sýna af til-
teknum stað. „Ég reyni að vera eins hlutlaus
og ég get. Þannig að þetta er líka svona heið-
arlegt „documentary“.“
Tekur enga fagurfræðilega afstöðu
Aðspurður um þær forsendur sem liggja að
baki vali myndefnanna segist Spessi í raun
ekkert sérstaklega hafa valið viðfangsefnin,
þau hafi allt eins valið hann.
„Ég fer bara af stað, í ferðalag hringinn í
kringum landið eða innan Reykjavíkur. Svo er
það bara spurning um hvað fangar mig, hvað
mig langar að skrásetja. Ég tek enga fag-
urfræðilega afstöðu í þessum myndum. Stund-
um eru þær fallegar og stundum ekki.“
Stór hluti frá Kárahnjúkum
Myndirnar hefur Spessi tekið á síðustu
þremur árum vítt og breitt um landið. „Það er
gaman að því að myndir sem ég hef tekið áður
geta allt í einu passað inn í þessa seríu. Það
geta t.d. verið bensínstöðvar eða tjaldstæði.
Annars er stór partur myndanna frá Kára-
hnjúkum.“
Verkin á sýningunni eru sýnishorn úr bók
sem mun bera titilinn Locations og er vænt-
anleg í desember. Meðan sýningin í Hafn-
arborg samanstendur af 30 myndum er nýja
bókin hins vegar mikill doðrantur sem hefur
að geyma yfir 200 myndir.
Spessi með sýningu
í Hafnarborg
Án upphafningar Ljósmyndir Spessa þykja
blátt áfram og hreinskilnislegar, lausar við
allar ýkjur og upphafningu.