Morgunblaðið - 11.11.2006, Page 68
68 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
menning
Nú fer flóðbylgja jólabók-anna að skella á og semendranær er úrvalið mikið
og fjölbreytt.
Þegar slíkur fjöldi bóka dynur yf-
ir landann á svo skömmum tíma eru
líkur á að einhver hluti titlanna
verði undir í flóðinu og hverfi
mögulega sjónum almennings. Þá
eru nýir og óþekktari höfundar
vissulega líklegri til að verða undir
og því ber sérstaklega að gefa
þeirra verkum sérstaklega gaum.
Hér verða nokkrir nýir höfundar
skoðaðir en flestir þeirra hafa þeg-
ar getið sér nafn fyrir annars konar
skriftir.
Útvarpsmaðurinn geðþekki Ei-ríkur Guðmundsson er einn
þeirra nýju höfunda sem eru að
koma fram með sína fyrstu skáld-
sögu í ár. Frumburður hans heitir
Undir himninum og er gefin út hjá
Bjarti. Þar segir frá útvarpsmann-
inum E sem hefur um nokkurt skeið
ekki verið fær um að gera grein-
armun á skáldskap og veruleika.
Dag einn gloprar hann póstkorti út
um glugga sem hrindir af stað
skelfilegri atburðarás.
Eiríkur hefur áður gefið út rit-
gerðasafnið 39 þrep á leið til glöt-
unar sem var gefið út í Svörtu línu
Bjarts fyrir tveimur árum.
Jökull Valsson er annar höfundurhjá Bjarti sem er tiltölulega nýr
af nálinni en hann vakti töluverða
athygli um árið með sinni fyrstu
skáldsögu, hrollvekjunni Börn-
unum í Húmdölum. Þetta árið gefur
Bjartur út hans aðra skáldsögu og
ber hún heitið Skuldadagar. Þarna
er á ferðinni tragíkómísk skáldsaga
sem lýsir raunum ungs manns sem
þráir hið ljúfa líf og skjótfenginn
gróða en uppsker ekkert nema
vandræði. Á endanum er uppgjör
óumflýjanlegt.
Sigrún Davíðsdóttir, sem er með-al annars þekkt fyrir kokka-
bækur sínar og blaðamennsku,
sendi nýverið frá sér sína fyrstu
skáldsögu. Sú ber heitið Feimn-
ismál og gefur Mál og menning
hana út. Bókin segir frá Eddu sem
giftist ung að aldri bandarískum
ljósmyndara af ítölskum ættum.
Þegar hann fellur frá er hún ein
eftir í glæsihýsi sínu skammt frá
New York. Edda telur sig hafa tap-
að algjörlega íslenskum uppruna
sínum en þá kynnist hún íslenska
ljósmyndaranum Jóni sem er á
hraðri uppleið í stórborginni.
Nýhil-liðarnir Bjarni Klemenzog Haukur Már Helgason eru
báðir að senda frá sér sína fyrstu
skáldsögu í ár en báðir hafa þeir
látið ýmislegt skriflegt frá sér fara
á undanförnum árum. Fenrisúlf-
urinn heitir bókin hans Bjarna og
þar dregur hann upp ansi myrka
mynd af næturlífi Reykjavíkur.
Sagan fjallar meðal annars um
margklofinn persónuleika, tóm-
hyggju, hnakka, trefla og hvíta
hrafna. Svo er blandað út í þetta
hæfilegum skammti af norrænni
goðsögu og stjörnufræði.
Svavar Pétur og 20. öldin heitirfrumburður Hauks Más Helga-
sonar í skáldsagnagerð. Bókin
fjallar um bankastarfsmanninn
Svavar Pétur sem er alveg full-
komlega venjulegur maður og hans
helsta markmið í lífinu er að vera
laus við áreiti. Skyndilega gjörbylt-
ist heimur Svavars þegar bankinn
sem hann vinnur í tekur að sér að
vera leiðandi í metnaðarfullu verk-
efni sem nefnist „Öldin okkar“. Í
grófum dráttum gengur verkefnið
út á að gera Kópavoginn að eins
konar skemmtigarði og lifandi
minnisvarða um 20. öldina.
Frumburðir
AF LISTUM
Þormóður Dagsson
» Þegar slíkur fjöldibóka dynur yfir land-
ann á svo skömmum
tíma eru líkur á að ein-
hver hluti titlanna verði
undir í flóðinu …
Haukur Már Helgason
Sigrún DavíðsdóttirEiríkur Guðmundsson
thorri@mbl.is
„BARA vel,“ segir Harpa Dís Hákonardótt-
ir, 13 ára píanónemandi, aðspurð um gengi
sitt í Píanókeppni Íslandsdeildar EPTA,
Evrópusambands píanókennara, sem nú
stendur yfir í Salnum. Svarið var stillt og
prúðmannlegt, eins og fas krakkanna sem
sátu og snæddu pítsu þegar blaðamann og
ljósmyndara bar að garði í fyrradag. Það
var þó mikil spenna í loftinu, því dómnefnd
sat að störfum til að skera úr um það hvaða
15 píanónemar af rúmlega þrjátíu í keppn-
inni kæmust í undanúrslit sem fram fara í
dag. Harpa Dís keppti í miðstigi, en Elín
Arnardóttir keppir í framhaldsstigi. „Ég
spilaði Beethoven, Martinú og Schubert,“
sagði hún innt eftir því hvað hún hefði spil-
að til að heilla dómnefndina, sem skipuð er
Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur, Halldóri
Haraldssyni, Jónasi Sen, Þorsteini Gauta
Sigurðssyni og Diane Andersen, forseta
EPTA.
Allir keppendur í flokki framhaldsnema
þurfa að spila verkið Eos og Selena, sem
Snorri Sigfús Birgisson samdi fyrir keppn-
ina, en sjálfur er Snorri fantagóður píanó-
leikari. „Þetta er sérstakt verk, frekar erf-
itt, en skemmtilegt,“ sagði Sigtryggur
Kjartansson um verk Snorra, en Sigtryggur
keppir í framhaldsflokknum.
Spennan magnast meðan beðið er eftir
því að formaður dómnefndar komi inn og
hengi listann yfir þá heppnu upp í búnings-
herberginu. Frammi á gangi stendur Peter
Máté píanóleikari sem á þrjá nemendur í
keppninni. „Það er ótrúlega mikil vinna að
undirbúa nemendur í svona keppni,“ segir
hann, „bæði innan stundaskrár og utan, en
ég er keppnissinnaður, þetta er öðru vísi
álag en að spila á tónleikum, og krakkar
þurfa að þekkja allar hliðar þess að spila á
píanó.“ Aðspurður um samkeppni milli
kennara þátttakendanna segir Peter að hún
sé ekki mikil. Hér þekkja allir alla. „Vegna
kennslu minnar í Listaháskólanum þekki ég
alla nemendurna á framhaldsstiginu og hef
kennt flestum í kammermúsík eða öðru þótt
þau hafi aðra aðalkennara og á sinn hátt
eru þetta því allt mínir krakkar líka.“
Morgunblaðið/RAX
Frekar erfitt, en skemmtilegt
SAMEINAÐAR fylkingar Frakka,
Breta og Ítala áttu árið 1917 fullt í
fangi með að halda herjum Þjóð-
verja í skefjum. Bandaríkin höfðu
ekki ennþá skorist í leikinn en það
hindraði ekki nokkra hugdjarfa
unga menn í að ferðast yfir Atlants-
hafið og leggja félögum sínum í Evr-
ópu lið. Kvikmyndin Flyboys fjallar
um nokkra af þessum ungu Am-
eríkönum sem skráðu sig í flugher-
inn í fyrri heimsstyrjöldinni. Þegar
stríðið endaði með uppgjöf Þjóð-
verja voru þessir ungu menn hylltir
af stríðsbræðrum sínum fyrir ótrú-
lega hetjudáð.
Leikstjóri myndarinnar er Tony
Bill og í aðalhlutverkum eru meðal
annarra Jean Reno, Marin Hend-
erson og James Franco.
Flugásar Kvikmyndin Flyboys fjallar um hugrakka unga menn sem skrá
sig í flugher Bandamanna í fyrri heimsstyrjöldinni.
Hetjur himinloftanna
Frumsýning | Flyboys
KVIKMYNDIN Adrift fjallar um
hóp gamalla menntaskólafélaga sem
leigir sér lystisnekkju en hugmyndin
er að hópurinn skemmti sér yfir eina
helgi á snekkjunni og rifji upp gamla
tíma.
En Adam var ekki lengi í paradís
og hlutirnir taka óvænta stefnu þeg-
ar það gleymist að láta tröppu síga
niður af bátnum þegar hópurinn fær
sér sundsprett. Báturinn reynist
ókleifur með öllu og svo langt úti á
hafi að engin leið er að synda í land.
Þegar skólafélagarnir fara að þreyt-
ast við að troða marvaðann snýst
fagnaðarfundurinn upp í hávaðarifr-
ildi og áður en langt um líður fer
sundspretturinn að breytast í bar-
áttu upp á líf og dauða.
Í aðalhlutverkum eru meðal ann-
arra Susan Pratt, Richard Speight
og Niklaus Lange.
Á reki Kvikmyndin Adrift fjallar um hóp ungs fólks sem leggur upp í
skemmtiferð en örlögin ætla ungmennunum aðra stefnu.
Marvaðinn troðinn
Frumsýning | Adrift