Morgunblaðið - 11.11.2006, Qupperneq 73

Morgunblaðið - 11.11.2006, Qupperneq 73
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 73 dægradvöl Staðan kom upp í fyrri hluta Flug- félagsdeildar Íslandsmóts skákfélaga sem fór fram fyrir skömmu. í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Dagur Arngrímsson (2305) hafði svart og lék nú stórmeistarann Henrik Dani- elsen (2524) grátt eftir eingöngu 12 leiki. 12... h6! svartur vinnur nú óumflýjanlega mikið lið eftir þetta þar sem hvíta drottningin verður innikróuð.13. Bxh6 Bxh6 14. Dxh6 Rg4 15. Dh4 g5! 16. Dh5 Kg7 17. h4 f6! 18. hxg5 Hh8 19. Dxh8+ svartur hefur teflt af miklum móð og var fall hvítu drottningarinnar óumflýjanlegt þar eð 19. gxf6+ hefði verið svarað með 19...Dxf6 20. Dxd5 Dxf2#. Lok skákarinnar urðu: 19... Dxh8 20. Rf1 fxg5 21. dxe4 d4 22. cxd4 Rxd4 23. e3 Df8 24. f4 gxf4 25. gxf4 Ba6 og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik. Spurning um stíl. Norður ♠Á ♥10642 ♦Á106 ♣ÁD643 Vestur Austur ♠D6542 ♠7 ♥7 ♥KDG953 ♦G542 ♦K3 ♣752 ♣KG109 Suður ♠KG10983 ♥Á8 ♦D987 ♣8 Það er enginn á hættu og suður tek- ur fyrstur til máls. Hvað á hann að segja? Pass, einn spaða, tvo spaða, kannski þrjá spaða? Þetta er spurning um stíl, en Bjarna Einarssyni leist best á þrjá spaða þegar spilið kom upp í Deildakeppni BSÍ fyrir skömmu. Norður hækkaði í fjóra spaða og nú var austur í erfiðri stöðu. Frá hans bæjar- dyrum gátu NS verið að fórna fyrir- fram og geim unnist í AV. Alla vega valdi austur að melda fimm hjörtu. Þar var hann doblaður og galt fyrir 800 þrátt fyrir að fá slag í afslátt. Í þetta sinn hefði gefist betur að passa fjóra spaða (eða dobla), en það er auðvelt að vera vitur eftirá. Kjarni málsins er þó þessi: þrír spaðar er eina sögnin sem setur pressu á mótherjana, án þess að gefa ranga mynd af spilunum. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig Krossgáta Lárétt | 1 bitur kuldi, 4 skip, 7 draga úr, 8 mjó- an dúk, 9 samhljóman orða, 11 harmur, 13 drepa, 14 heiðurinn, 15 ættar, 17 hestur, 20 handfang, 22 þröng hola, 23 glufum, 24 hafna, 25 gamla. Lóðrétt | 1 nirfill, 2 hæn- ur, 3 mjög, 4 brún, 5 hindra, 6 kind, 10 dimmviðrið, 12 fugl, 13 hryggur, 15 ánauð, 16 jurt, 18 er til, 19 deila, 20 skotts, 21 geri tilkall til. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 tónsmíðar, 8 ilmur, 9 afmáð, 10 nál, 11 dorga, 13 dýrin, 15 flesk, 18 satan, 21 oft, 22 segul, 23 allan, 24 fannbarin. Lóðrétt: 2 ólmar, 3 sárna, 4 íhald, 5 armar, 6 hind, 7 æð- in, 12 gas, 14 ýsa, 15 fisk, 16 engla, 17 kolin, 18 staka, 19 tolli, 20 nánd. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 1Matsfyrirtækið Fitch hefur veittríkissjóði Íslands nýtt lánshæfis- mat. Hvað heitir hitt fyrirtækið sem gefur Íslandi samskonar mat? 2 Farsóttarlæknir Íslendinga gefurekki mikið fyrir nýjustu kenningar um að bólusetning aldraðra við inflú- ensku sé gagnslaus. Hvað heitir læknirinn? 3 Hannes Pétursson hefur sent frásér nýja ljóðabók eftir 13 ára hlé. Hvaða titil ber ljóðabókin? 4 Kvenskörungurinn Nacny Polesileiddi demókrata til sigurs í full- trúadeild bandaríska þingsins. Síðan unnu demókratar nauman sigur í öld- ungadeildinni. Hver fer fyrir þeim þar? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Nýr varnarmálaráðherra í stað Rums- felds, er Robert Gates. Hann gegndi áður áhrifamesta embætti í Bandaríkjunum. Hvert er það? Svar: Forstjóri CIA. 2. Óvissa er um framtíð Íslendingabókar. Annað fyrir- tæki starfrækir gagnagrunninn. Hvað heitir það? Svar: Friðrik Skúlason ehf. 3. Hvaða knattspyrnukappi hefur beitt sér fyrir stofn- un Vinafélags Grímseyjar? Svar: Helgi Daní- elsson. 4. Hvaða kvikmynd Pedros Almo- dóvars er með sex tilnefningar fyrir evrópsku kvikmyndaverðlaunin? Og hvað þýðir titillinn. Svar: Volver – að koma aftur. Spurt er… ritstjorn@mbl.is    ÞAÐ er alltaf skemmtilegt að fá tækifæri til þess að heyra frumlegar hljómsveitir spila vandaða og vel út- setta tónlist. Bob er svo sannarlega í þeim hópi. Tónlistin þeirra er hvorki hefðbundin né ofhlaðin, hún er merkilega sérstök og dramatísk. Útsetningarnar eru afar vand- aðar. Það er mikið um að vera en samt sem áður tekst að setja það fram á mínímalískan hátt. Gítar- hljómurinn á plötunni tengir lögin skemmtilega saman og gefur henni góðan heildarhljóm án þess þó að ég hafi fengið það á tilfinninguna að ég væri alltaf að hlusta á sama lagið. Þennan hljóm er ekki auðvelt að út- skýra en hann er þó ekki óþekkt fyrirbæri í íslenskri tónlist. Kannski minnir hann örlítið á neðanjarðar- tónlist Íslendinga á níunda áratugn- um. Þetta er samt ekki beint pönk eða nýbylgja – lögin eru nefnilega skreytt með fallegum strengjaút- setningum og píanótónum og stund- um verða þau sálarrík og einkar melódísk. Það má endalaust telja upp aðra tónlistarmenn eða hljómsveitir sem Bob líkjast. Á Dodqoqpop fannst mér ég heyra áhrif allt frá Kuklinu til Placebo og þaðan yfir í Frank Zappa. Reyndar er tónlist Bob of fjölbreytt til þess að megi líkja henni við nokkurn skapaðan hlut. Þeir eru eins og annað afbrigði af þeim frum- leika sem kemur fram hjá virkilega góðum hljómsveitum sem eru ekki hræddar við tilraunastarfsemi. Það er svo merkilegt að mér finnst lögin verða kannski fulldramatísk á köfl- um, en svo tekst Bob alltaf að brjóta það upp og skapa orku sem sjaldan finnst í tónlist sem þessari. Það sem mér þótti helst vanta upp á tengist söngnum, mér þótti söngv- ararnir fínir en oft var eins og laglín- urnar væru ekki nægilega sterkar eða að samruni söngs og lags gengi ekki fyllilega upp, þetta gildir þó ekki um öll lögin. Ég var til dæmis mjög hrifin af söngnum í Melody Sheep. Kannski vegna þess að ég er mikill sökker fyrir grípandi melódí- um og hressilegum bassalínum. Mér finnst einnig vert að taka það fram að hljóðfæraleikurinn á plötunni er frábær. Það skiptir engu máli hvaða hljóðfæri um er rætt. Framúrskar- andi alveg hreint. Umslag plötunnar er saga í heila grein út af fyrir sig. Það má fletta bæklingnum og skoða þar nafn hljómsveitarinnar og plötunnar á ýmsa vegu. Enda hafa liðsmenn Bob leikið sér vel með grafískar hug- myndir nafns síns (bobdodqoqpop). Þetta er ekki plata sem síast auð- veldlega inn, hún er ekki þess eðlis að hún eigi að skiljast auðveldlega. Ég er ekki viss um að hún eigi eftir að verða vinsælasta platan en hún er ein af þeim frumlegustu og vönd- uðustu sem ég hef heyrt lengi. Hún er avant garde – án tilgerðar. Frumlegt án tilgerðar TÓNLIST Íslenskur geisladiskur Geisladiskur hljómsveitarinnar Bob, nefndur Dodqoqpop. Lög og textar eru eftir Bob. Bob eru þeir Skúli Agnarr sem leikur á bassa, Matthías Arnalds á gítar, Finnur Pind á gítar og Friðrik Helgason á trommur. Auk Bob koma fram á diskinum Gunnar Jónsson, söngur, Spaceman, söngur, Sigtryggur Baldursson, ásláttur, Þórður Þorsteinsson á saxófón, Anna Finnbogadóttir á selló, Elín Pjetursdóttir á flautu og Guðrún Mist Sigfúsdóttir á fiðlu. Umsjón með upptökum í Gróður- húsinu hafði Sturla Mio Thorisson. Hljóð- blandað í Gróðurhúsinu af Mio og Bob. Rass gefur út. Bob – Dodqoqpop  Helga Þórey Jónsdóttir Hljómsveitin Bob eru Finnur Kári Pind Jörgensson, Matthías Arnalds Stefánsson, Friðrik Helgason og Skúli Agnarr Einarsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.