Morgunblaðið - 11.11.2006, Side 74
74 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
staðurstund
Á sunnudag kl. 14 munu myndlist-armennirnir Georg Guðni
Hauksson og Jón Óskar Hafsteins-
son fara um sýninguna Málverkið
eftir 1980 sem nú stendur yfir í
Listasafni Íslands. Báðir eiga þeir
verk á sýningunni og tóku virkan
þátt í þeirri gerjun sem átti sér stað í
tengslum við nýja málverkið um og
eftir 1983. Á löngum ferli hafa þeir
farið hvor sína leið og þróað afar persónulegt myndmál þar sem Georg
Guðni kannar samband okkar við náttúru Íslands en maðurinn og mann-
gert umhverfi fyllir flötinn í verkum Jóns Óskars. Í spjalli sínu um sýning-
una munu þeir fara yfir þróun í málverkinu á Íslandi með hliðsjón af því
sem átti sér stað í Bandaríkjunum og Hollandi og tengja má ýmsum hrær-
ingum og listamönnum sem þeir hrifust af.
Kaffitár í kaffistofu og þar sem gestir geta notið góðra veitinga í rólegu
umhverfi. Ókeypis aðgangur.
Opið daglega frá kl. 11 – 17, lokað mánudaga.
Myndlist
Listamannaspjall á sunnudag
í Listasafni Íslands
Skráning viðburðar í Staður og stund er á
heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos
Skráning viðburða
Tónlist
Broadway | Flass 104,5 mun halda þrenna
tónleika með Basshunter á Broadway og
Nasa 14. og 15. nóvember. Grunn- og fram-
haldskólatónleikar verða á Broadway 14. og
15. nóv. og á Nasa 15. nóv. eftir kl. 22 eru
tónleikar fyrir 20 ára og eldri. Miðasala er í
skor.is í Kringlunni, verð kr. 2000.
Lundinn | Hljómsveitin Signia spilar á Lund-
anum í Vestmannaeyjum í kvöld.
Neskirkja | Tónleikar kl. 16 til styrktar Ljós-
inu sem er endurhæfingar- og stuðnings-
miðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Létt og
skemmtileg tónlist. Þrír kórar koma, Ung-
lingakór Snælandsskóla, Selkórinn og
Kvennakórinn, Léttsveitin. Einsöngur: Guð-
björg Magnúsdóttir.
Neskirkja | Sunnudag kl. 15. Sjö gítarsnill-
ingar leika í minningu Einars Kristjáns
Einarssonar, sem hefði orðið fimmtugur 12.
nóv. Sama dag kemur út geisladiskurinn Fin-
isterre með einleik Einars Kristjáns.
Salurinn, Kópavogi | Úrslit í mið-, fram-
halds- og háskólanámi kl. 10.
Salurinn, Kópavogi | Tónleikarnir sunnu-
daginn 12. nóv. kl. 20 í tilefni af síðari hluta
útgáfu á lögum Kaldalóns, Ég lít í anda liðna
tíð, en fyrri hluti útgáfunnar, Svanasöngur á
heiði, kom út haustið 2004. Verð: 3000 kr.
S. 570 0400, salurinn.is.
Seltjarnarneskirkja | Tónleikar Sinfóníu-
hljómsveitar áhugamanna kl. 17 á sunnu-
dag. Frumflutt verða verk fyrir strengjasveit
eftir Oliver Kentish. Einnig fluttur konsert
Salieris fyrir flautu og óbó, og Serenade
fyrir blásara eftir Dvorák. Einleikarar eru
Hallfríður Ólafsdóttir og Daði Kolbeinsson,
stjórnendur Oliver Kentish og Ármann
Helgason.
Myndlist
Aurum | Arna Gná Gunnarsdóttir sýnir
verkið „Þrá“ frá 2006. Til 17. nóv.
Café Karólína | Hanna Hlíf Bjarnadóttir með
sýninguna „Puntustykki“ til 1. des.
DaLí gallerí | Margrét I. Lindquist sýnir til
25. nóvember. Opið kl. 14–18.
Gallerí Fold | Einar Hákonarson sýnir í Bak-
sal til 12. nóvember.
Gallerí Lind | Elínrós Eyjólfsdóttir er lista-
maður mánaðarins. Til 17. nóvember.
Gallerí Stigur | „Vinátta“, myndlistarsýning
Elsu Nielsen, stendur nú yfir til 17. nóv.
Gallerí Sævars Karls | Þráinn málar í
bernskustíl. Börn, tákn og tilfinningar.
Gallerí Úlfur | Dagný Sif Einarsdóttir með
sýningu til 30. nóv. Opið virka daga kl. 14–18.
Gallery Turpentine | Georg Guðni sýnir ný
málverk og kolateikningar til 21. nóv.
Gerðuberg | Sýning á mannlífsmyndum Ara
í tilefni 220 ára afmælis Reykjavíkurborgar.
www.gerduberg.is.
Sýning á afrískum minjagripum sem Ólöf
Gerður Sigfúsdóttir mannfræðingur hefur
safnað saman. Opið virka daga kl. 11–17 og
um helgar kl. 13–16. www.gerduberg.is.
Hafnarborg | Baski (Bjarni S. Ketilsson) er
með sýningu á olíumálverkum og teikn-
ingum í neðri sölum til 27. nóv.
Hafnarborg | Ljósmyndarinn Spessi til 30.
desember.
Hafnarfjarðarkirkja | Kirkjur, fólk og fjöll,
ljósmyndasýning Sigurjóns Péturssonar
stendur yfir í Ljósbroti til 12. nóv.
Hrafnista Hafnarfirði | Ellen Bjarnadóttir
sýnir í Menningarsal til 8. janúar.
i8 | Katrín Pétursdóttir Young vöruhönn-
uður sýnir snjóbretti og hjálma í i8.
Kaffi Sólon | Unnur Ýrr Helgadóttir með
myndlistasýningu til 24. nóv.
Karólína Restaurant | Snorri Ásmundsson
sýnir óvenjuleg málverk.
Kirkjuhvoll Akranesi | Eiríkur Smith sýnir
um 30 verk, bæði olíu- og vatnslitamyndir.
Listasafn Einars Jónssonar | Opið daglega
nema mánudaga kl. 14–17.
Listasafnið á Akureyri | Yfirlitssýning
verka Drafnar Friðfinnsdóttur (1946–2000).
Listasafn Íslands | Sýningin Málverkið eftir
1980 í Listasafni Íslands. Listamannaspjall á
sunnudag kl. 14 þar sem myndlistar-
mennirnir Georg Guðni og Jón Óskar munu
skiptast á skoðunum um sýninguna Mál-
verkið eftir 1980.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Kan-
adísk menningarhátíð í Kópavogi – 3 sýn-
ingar á nútímalist frumbyggja í Kanada.
Kaffistofa og safnbúð. Til 10. desember.
Listasafn Reykjanesbæjar | Einkasýning
Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Sýning á úrvali verka úr safneign Ásmund-
arsafns, sem sýnir með hvaða hætti lista-
maðurinn notaði mismunandi efni.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Banda-
rísk list á þriðja árþúsundinu. Margir af
fremstu listamönnum Bandaríkjanna, fædd-
ir eftir 1970, eiga verk á sýningunni.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sýning á
nýjum verkum eftir Hallstein Sigurðsson
myndhöggvara. www.lso.is.
Listasalur Mosfellsbæjar | Grasakonan
Gréta Berg fjallar um tengsl hjúkrunar, geð-
ræktar og lista. Til 11. nóv.
Lóuhreiður | Sýning Árna Björns í Lóu-
hreiðrinu verður framlengd um óákveðinn
tíma.
Skaftfell | Sýning vegna Listmunauppboðs.
42 verk eftir 36 listamenn af öllum stærð-
um og gerðum. Sjá www.skaftfell.is.
VeggVerk | Verkið Heima er bezt er blanda
af málverki og pólitísku innleggi í anda hefð-
bundins veggjakrots. Til 25. nóv.
Þjóðminjasafn Íslands | Greiningarsýning á
ljósmyndum sem varðveittar eru í Mynda-
safni Þjóðminjasafnsins og ekki hefur tekist
að bera kennsl á.
Söfn
Árbæjarsafn | Leiðsögn á ensku mánudaga,
miðvikudaga og föstudaga kl. 13.
Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Í tilefni af
20 ára vígsluafmæli Hallgrímskirkju er sýn-
ing í forkirkjunni um tilurð og sögu kirkj-
unnar sem Borgarskjalasafn hefur sett
saman með sóknarnefnd og Listvinafélagi
Hallgrímskirkju. Til. 30. nóv.
Gamli bærinn í Laufási | Bærinn er nú bú-
inn húsmunum og áhöldum eins og tíðkað-
ist í kringum aldamótin 1900.
Gljúfrasteinn – hús skáldsins | Opið alla
daga nema mánudaga kl. 10–17. Hljóðleið-
sögn á íslensku, ensku, þýsku og sænsku.
www.gljufrasteinn.is.
Landnámssýningin Reykjavík 871±2 |
Sýning á rúst af landnámsskála frá 10. öld
sem fannst við fornleifauppgröft í Reykjavík
2001. Opið alla daga kl. 10–17.
Landsbókasafn Íslands – háskólabókasafn
| Sýning til heiðurs Jónasi Jónassyni frá
Hrafnagili – 150 ára minning.
Matthías Jochumsson var lykilmaður í þjóð-
byggingu 19. aldar. Menn þekkja best sálm-
ana, þjóðsönginn og Skugga-Svein, en
skáldpresturinn skildi eftir sig 28 bækur,
þar af 15 frumsamdar. www.landsboka-
safn.is.
Í spegli Íslands er lítil sýning í forsal þjóð-
deildar safnsins. Þar er sagt frá ferðasögum
til Íslands í gegnum aldirnar. Sjá nánar á
heimasíðu, www.landsbokasafn.is.
Minjasafnið á Akureyri | Ef þú giftist – sýn-
ingartími lengdur. Trúlofunar- og brúð-
kaupssiðir fyrr og nú, veislur, gjafir, ung-
barnaumönnun og þróun klæðnaðar og
ljósmyndahefðar frá 1800–2005. Aðrar
sýningar: Eyjafjörður frá öndverðu og Akur-
eyri – bærinn við Pollinn.
Perlan | Sögusafnið er opið alla daga kl. 12–
17. Hljóðleiðsögn leiðir gesti í gegnum leik-
myndir sem segja söguna frá landnámi til
1550. www.sagamuseum.is.
Tækniminjasafnið | Síminn 100 ára, nýjar
sýningar. Innreið nútímans og upphaf síma-
sambands við útlönd. Símritari sýnir gamla
ritsímabúnaðinn í fyrstu ritsímastöð lands-
ins. Vjelasmiðja Jóhanns Hanssonar –
Málmsteyperíið, Kapalhúsið og húsin á
Wathnestorfunni. www.tekmus.is.
Veiðisafnið – Stokkseyri | Skotveiðisafn –
Íslensk og erlend skotvopn ásamt upp-
stoppuðum veiðidýrum og veiðitengdum
munum. Sjá nánar á www.hunting.is.
Víkin, Sjóminjasafnið í Reykjavík | Á Sjó-
minjasafninu í Grandagarði 8 eru þrjár sýn-
ingar í vetur. Togarasýning um 100 ára sögu
togaraútgerðar á Íslandi, sýningin „Úr ranni
forfeðranna“ og ljósmyndasýning Hannesar
Baldvinssonar frá Siglufirði „Í síldinni á
Sigló“. Sjóminjasafnið er opið um helgar frá
13–17. Allir velkomnir.
Þjóðmenningarhúsið | Ný sýning á bókum
Berlínarforlagsins Mariannenpresse stend-
ur yfir. Hver bók er listaverk unnið í sam-
vinnu rithöfundar og myndlistarmanns.
Aðrar sýningar eru Handritin, Íslensk tísku-
hönnun og Fyrirheitna landið.
Þjóðminjasafn Íslands | Í Bogasal eru til
sýnis útsaumuð handverk listfengra kvenna
frá ýmsum tímum.
Leiklist
Reiðhöll Gusts | Hvað er Þjóðarsálin? Er
hún hjartnæm fjölskyldusápa? Miðasölu-
sími: 694 8900, midasala@einleikhusid.is.
Dans
Café Cultura | Salsakvöld með Carlosi
Sanchez salsakennara. Frí salsakennsla frá
kl. 10.30–11.30. Allir velkomnir sem vilja upp-
lifa Suður-Ameríska stemningu. Allar upp-
lýsingar á www.salsa.is.
Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveitin Úlvarn-
ir leika fyrir dansi í kvöld. Húsið opnað kl.
22, frítt inn til miðnættis.
Skemmtanir
Kringlukráin | Stuðbandalagið spilar í kvöld.
Uppákomur
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn | Tjörvi
Einarsson frá versluninni Furðufuglar og
fylgifiskar verður í Fjölskyldu- og húsdýra-
garðinn í dag. Með honum í för verða nokkr-
ir fjaðraskrýddir vinir hans sem eiga upp-
runa víðs vegar um heiminn. Áhugasamir
ættu því að leggja leið sína í garðinn.
Kópavogsdeild Rauða kross Íslands |
Kópavogsdeild Rauða krossins heldur fata-
markað kl. 11–16 í Hamraborg 11, 2. hæð. Seld
verða notuð föt á konur, karla, ungmenni og
börn. Verð: 300/500 kr. Allur ágóði rennur
til unglinga í Mósambík. Nemndur í MK ann-
ast markaðinn sem lokaverkefni í áfanga
um sjálfboðið starf.
Open Season m.ensku.tali kl. 12, 2, 4, 6, 8 og 10
Skógarstríð m.ísl.tali kl. 12, 2, 4 og 6
Borat kl. 4, 6, 8 og 10 B.i. 12 ára
Fearless kl. 10.20 B.i. 16 ára
Mýrin kl. 3.20, 5.40, 8 og 10.20 B.i. 12 ára
Mýrin LÚXUS kl. 1, 3.20, 5.40, 8 og 10.20 B.i. 12 ára
Grettir m.ísl.tali kl. 12
Draugahúsið m.ísl.tali kl. 12 og 2
The Devil Wears Prada kl. 8
Borat kl. 2(450 kr.), 8 og 10 B.i. 12 ára
Mýrin kl. 4, 6, 8 og 10 B.i. 12 ára
Skógarstríð m.ísl.tali kl. 2(450 kr.), 4 og 6
20% AFSLÁTTUR FYRIR VIÐSKIPTAVINI Í GULLVILD OG PLATÍ-
NUM GLITNIS, EF GREITT ER MEÐ GREIÐSLUKORTI FRÁ GLITNI
BYGGÐ Á METSÖLUBÓK
ARNALDAR INDRIÐASONAR
60.000 gestir!
KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK
eeeee
Hallgrímur Helgason – Kastljósið
eeee
Davíð Örn Jónsson
– Kvikmyndir.com
eeee
DV
eeeee
Jón Viðar – Ísafold
eeee
H.S. – Morgunblaðið
Sími - 564 0000Sími - 462 3500
Eruð þið tilbúin fyrir eina
fyndnustu mynd
allra tíma?
eeeee
V.J.V. - Topp5.is
eeeee
EMPIRE
eeeee
THE MIRROR
eeee
S.V. Mbl.
T.V. - Kvikmyndir.com
DÝRIN TAKA VÖLDIN!
Veiðitímabilið
er hafið!
FORSALA AÐGÖNGU MIÐA
ATH: EINNIG ER HÆGT AÐ VERSLA MIÐA Í FORSÖLU
Sýnd með íslensku og ensku
tali
HÁDEG
ISBÍÓ
500 K
R. KL.
12
Í SMÁR
ABÍÓ