Morgunblaðið - 26.11.2006, Side 4

Morgunblaðið - 26.11.2006, Side 4
4 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Á MIÐSTJÓRNARFUNDI Fram- sóknarflokksins í gær sagði Jón Sig- urðsson, formaður flokksins og við- skipta- og iðnaðarráðherra, að nauðsynlegt væri fyrir Framsóknar- flokkinn að aðgreina sig skýrlega frá öðrum flokkum og þar með líka Sjálf- stæðisflokknum. Hann sagði stjórnar- andstöðuna aðeins vilja völd, valdanna vegna, stefna Vinstri-grænna væri hömlulaust afturhald en vingulshátt- ur einkenndi Samfylkinguna. Jón sagði að Framsóknarflokkur- inn og Sjálfstæðisflokkurinn hefðu ólíkar áherslur í velferðarmálum, byggðamálum og málum sem snerta tekjuskiptingu og skattkerfi. Flokk- ana greindi á hversu langt eigi að ganga í einkavæðingu og deilt væri um samkeppni, óhefta frjálshyggju eða þjóðleg samvinnuviðhorf. Ekki væri síður djúpstæður ágreiningur við stjórnarandstöðuna. Þar væru andstæður milli þjóðlegrar félags- hyggju og sósíalisma í mismunandi af- brigðum hans. „Það er augljóst í grundvallarþáttum atvinnumála, landbúnaðar-, byggða- og fiskveiði- málum og í viðskiptamálum. Þetta blasir við þegar litið er til ábyrgrar og varkárrar umhverfisstefnu okkar um vernd og nýtingu auðlindanna eða upphlaupa og öfgahugmynda stjórn- arandstæðinga.“ Jón hrósaði ráðherrum og þing- mönnum fyrir vel unnin störf og sagði m.a. að Kristinn H. Gunnarsson væri rödd hins „óbundna og einbeitta gagnrýnanda“ og uppskar við það nokkurn hlátur í salnum. Skoða fjármagnstekjuskatt Um baráttuna á kosningavetri sagði Jón m.a. að um leið og jafnað- aráhrifum væri náð vildi flokkurinn hækka skattleysismörk, minnka skerðingar í bótakerfinu og semja við lífeyrissjóðina um sambærilega þró- un. Á sviði skattamála þurfi að skoða stöðu þeirra sem eingöngu telji fram fjármagnstekjur enda verði aðrir sjálfstæðir aðilar að reikna sér launa- viðmið. Þá mætti endurskoða lág- marksfjárhæðir í innheimtu fjár- magnstekjuskatts. Þá þurfi að hlúa að menningararfinum því miklu skipti að þjóðin hafi lifandi þjóðarvitund og þjóðarsjálfsmynd. Formaður Framsóknarflokksins segir ágreining við stjórnarandstöðu djúpstæðan Nauðsynlegt að flokkur- inn aðgreini sig skýrlega Morgunblaðið/Brynjar Gauti Heilsast Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra heilsar upp á Birki J. Jóns- son, formann fjárlaganefndar, á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins. LÖGMENN Kaupþings banka skoða um þessar mundir möguleika á því að lögsækja Extra bladet fyr- ir breskum dóm- stólum vegna skrifa danska blaðsins í lok október og byrj- un nóvember, samkvæmt frétt danska fréttavefjarins Erhverv í gærdag. Í umfjöllun Extra bladet var m.a. fjallað um meint tengsl Kaupþings banka við rússnesku mafíuna og meint peningaþvætti. Sigurður Einarsson, stjórn- arformaður Kaupþings banka, sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki geta staðfest að danska blaðið yrði sótt til saka en þótti það afar líklegt. Rökin fyrir því að höfða mál í Bretlandi eru m.a. þau að grein- arskrifin voru þýdd yfir á ensku og birt á vefsvæði Extra bladet. Bank- inn er alþjólegt fyrirtæki með útibú í Bretlandi og því opnast sá mögu- leiki. Hugsanleg málsókn í Bretlandi Sigurður Einarsson ÁTAK lögreglunnar á Blönduósi gegn hraðakstri hófst á áttunda ára- tug síðustu aldar og hefur staðið sleitulaust síðan. Sýslumaðurinn á Blönduósi segir átakið tvímælalaust hafa haft áhrif, það viti það allir að ökumenn hægi á sér í Húnavatns- sýslunum. Lögreglan á Blönduósi fékk viðurkenninguna Umferðar- ljósið fyrir árangur sinn á dögunum. „Þetta er verkefni sem hófst upp úr 1985 þegar Jón Ísberg var sýslu- maður á Blönduósi og í Húnavatns- sýslum. Þá var vegakerfið þannig að það var bundið slitlag og möl á víxl. Það var talsvert mikið um alvarleg umferðarslys á þessum tíma og þau mátti rekja að miklu leyti til hrað- aksturs og ógætilegs aksturs. Þá var skorin upp herör gegn þessum um- ferðarhraða og það verkefni stendur enn,“ segir Bjarni Stefánsson, sýslu- maður á Blöndu- ósi. Spurður um ár- angurinn sagði Bjarni alltaf erfitt að sýna fram á ár- angurinn af góðri löggæslu. „Við viljum trúa því að með þessu stranga umferð- areftirliti hafi verið komið í veg fyrir alvarleg um- ferðarslys.“ Embættið á Blönduósi sker sig talsvert úr öðrum lögregluembætt- um á landinu. Á Blönduósi gaf hver lögreglumaður í fullu starfi að með- altali út 361 sektarboð í fyrra, átta sinnum fleiri en meðallögreglumað- ur í öðrum embættum sem gaf út 43 sektarboð á síðasta ári. Bjarni segir að fyrir vikið sé um- ferðin í umdæminu öruggari. „Ef hlustað er á mál manna heyrist að ökumennirnir hægja á sér í Húna- vatnssýslunum. Ef okkur tekst að ná niður umferðarhraðanum eykur það öryggið á vegunum.“ Sektarmiðstöð á Blönduósi Ákveðið var fyrir nokkru að inn- heimtumiðstöð sekta og sakarkostn- aðar yrði á Blönduósi og hófst starf- semi þessu tengd sl. vor. Ekki er þó búið að vígja miðstöðina formlega, en til stóð að gera það fyrir tveimur vikum. Þá kom óveður sem gekk yfir landið í veg fyrir að hægt væri að vígja miðstöðina enda nóg að gera hjá lögreglu þegar óveður geisar. Bjarni segir að vegna þessa verði miðstöðin að líkindum ekki vígð fyrr en eftir áramót. Átak gegn hraðakstri hefur staðið í 20 ár Trúa því að komið hafi verið í veg fyrir alvarleg slys Bjarni Stefánsson Eyjafjarðarsveit | Gömul, handknúin skilvinda vakti mikla athygli nem- enda í Hrafnagilsskóla þegar þema- dagar voru haldnir þar nýverið. Hér snýr Örn Ævarsson skilvind- unni af miklum krafti og breytir ný- mjólkinni í undanrennu og rjóma en bekkjarsystkini hans fylgjast forvitin með. Á þemadögunum var unnið á þremur stöðvum; í þeirri fyrstu voru kenndir gamlir leikir, í þeirri næstu að þæfa ullarkembu og vinna með ull, en þriðja stöðin var matarstöð. Þar var börnunum kennt að breiða út flatkökur og steikja þær. Ljósmynd/Benjamín Baldursson Skilvindan heillaði í Hrafnagilsskóla Egilsstaðir | Á Fljótsdalshéraði hefur verið settur í gang undirskriftalisti þar sem skorað er á ríkisvaldið og sveitarfélagið að koma heilbrigðis- þjónustu á svæðinu til betra horfs. Segir í áskoruninni að þess sé krafist að ríkisvaldið sjái nú þegar sóma sinn í að stórbæta aðstöðu Heilbrigðisstofnunarinnar á Fljóts- dalshéraði. Gríðarlegt aukið álag á starfsfólk í heilsugæslu og umönnun sjúkra hafi gengið nærri þjónustu við almenning svo ólíðandi sé og eðli- leg fjölgun starfsfólks og stækkun á aðstöðu nauðsynleg til að standa undir lögbundinni þjónustu við sjúka og aldraða. Nóg sé komið af nefnda- starfi og málalengingum og tími til að láta verkin tala. Brýnustu verkefnin eru sögð að búa mun betur að öldruðum íbúum sveitarfélagsins og koma á fót bráða- móttöku, fæðingardeild og skurð- stofu. Ekki sótt um lausar stöður Í greinargerð með áskoruninni segir að viðbúið sé að atgervisflótti bresti á meðal starfsfólks í heilbrigð- isþjónustu vegna yfirgengilegs álags og aðstöðuleysis enda fáist fólk trauðla í lausar stöður vegna þessa. Ekki sé nóg að setja fjárveitingu í að manna stöður, þegar fólk hefur ekki viðunandi aðstöðu né tækjabún- að til að sinna störfum sínum. Fag- fólk á heilbrigðissviði treysti sér ekki til að starfa við svo ófullnægjandi að- stæður sem raun beri vitni og verði ríkisvaldið að bregðast við því. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hef- ur boðað uppbyggingu á þessu sviði á næstu 2–3 árum. Vilja betri heilbrigðis- þjónustu á Héraði Íbúar telja brýnt að bæta aðstöðu og fjölga starfsfólki Í HNOTSKURN »Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðshefur upplýst að hún hyggist beita sér fyrir að byggt verði á næstu 2–3 árum á Egilsstöðum hjúkrunarheim- ili fyrir aldraða sem eru lang- veikir og einnig dvalarheimili og sambýli aldraðra. »Sækja á um framlag úrríkissjóði, um 30 milljónir króna, til að lagfæra gamla heilsugæsluhúsið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.