Morgunblaðið - 26.11.2006, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 26.11.2006, Qupperneq 18
18 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Á liðnum misserum hefur umræðan um fjölskyld- una og heill og velferð barna verið áberandi í samfélaginu og Morg- unblaðið hefur á undanförnum vik- um leitast við að svara þeirri spurn- ingu, hvort Ísland sé barnvænt samfélag. Biskup Íslands, Karl Sig- urbjörnsson, hvatti til þess í að- sendri grein hér í blaðinu í desem- ber í fyrra að foreldrar gættu þess að vera til staðar fyrir barnið. Bisk- up sagði, að það væri sérhverju barni mikilvægt að vita af foreldri sínu í námunda. „Barninu er líka mikilvægt að mamma og pabbi taki eftir því og gleðjist yfir því sem það gerir og getur,“ sagði hann. Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra skrifaði líka aðsenda grein í Morgunblaðið sama dag, þar sem hann kynnti átakið Verndum bernskuna, og minnti foreldra á, að nærveran væri besta jólagjöfin. Og í október í fyrra vakti biskup at- hygli á því við setningu kirkjuþings, að vinna þurfi að „þjóðarsátt á Ís- landi um að ná jafnvægi í heim- ilishaldi landsmanna, jafnvægi milli fjölskyldulífs og atvinnulífs, sem víða er í uppnámi hjá íslenskum fjölskyldum … Annríki, friðleysi, tímaleysi, sem einkennir svo lífs- taktinn hjá allt of mörgum og setur mark sitt á þjóðlífið. Það eru engin náttúrulögmál, hvirfilbyljir eða flóð sem á manni dynja. Heldur afleið- ing vals og börnin bera kostnaðinn í allt of mörgum tilvikum,“ sagði biskup. Frá fræðilegu sjónarmiði ein- kennist nútímavæðing fjölskyld- unnar í hinum norrænu velferð- arríkjum í auknum mæli af einskonar einstaklings- og aðskiln- aðarferli, sérhver fjölskyldu- meðlimur er skilgreindur sem ein- staklingur og hefur sitt eigið svið félagslega, hvort sem það er dag- gæslustofnun, skóli, vinnustaður eða annað, og sitt félagslega net þar sem hver er óháður öðrum í síaukn- um mæli, segir Lars Dencik pró- fessor í félagssálfræði við Hróarskelduháskóla um líf í nútím- anum. Lars Dencik kom hingað til lands í haust sem leið og hélt erindi á alþjóðlegri ráðstefnu Kennarahá- skóla Íslands um breytingar á lífi barna í nútímasamfélagi. Sífelldar breytingar Breytingar eru regla en ekki undantekning í nútímanum, segir Dencik, og líftími skilgreininga á fjölskyldumynstri, kynhlutverki, foreldrahlutverki eða barnæskunni og viðteknum hugmyndum þar að lútandi styttist í sífellu. Dencik vitnar í félagsfræðinginn Manuel Castells og hugmyndir hans um svokallaða tengslanetsmenn- ingu í nútímanum, nýjan „leik“ með nýjum reglum um tengsl milli fólks og hvernig félagslífi við lifum yf- irhöfuð. „Lífið og þar með fjöl- skyldulífið er háð nánast alveg nýju félagslegu regluverki. Það eina sem við getum verið viss um varðandi framtíð barnanna okkar er, að þau munu vaxa úr grasi og búa í veröld sem við höfum nánast enga hug- mynd um. Breyttar þjóðfélags- aðstæður eru að gera hefðir og við- teknar venjur nánast úreltar eða vanmáttugar, hvað eiga þá til dæm- is foreldrar og kennarar þá að reiða sig á? Til þess að svara því þarf að rannsaka í meira mæli hvernig fólk lifir í hversdeginum, en það hefur áhrif á fjölskyldutengsl, sem aftur hefur áhrif á persónu og uppvöxt barnsins. Hraðinn eykst og getan minnkar til þess að sjá fyrir hvers konar félagslegu umhverfi börnin okkar munu lifa í þegar þau komast á legg. Við getum ekki lengur treyst því að eigin reynsla komi okkur að nógu góðum notum eða vísi okkur veginn þegar kemur að því að und- irbúa börnin okkar til þess að glíma við aðstæður í framtíðinni,“ segir hann. Firring innan fjölskyldu Dencik nefnir sífellt breytilegra fjölskyldumynstur, þar sem ein áskorunin felst í því að deila lífi sín- um með fleirum en þeim sem maður er líffræðilega skyldur. „Æ fleiri fjölskyldur eru samsettar úr pörum með börn úr fyrra hjónabandi eða sambandi, þar sem makarnir eiga ekki sameiginlega reynslu úr fortíð- inni. Fjölskyldan verður í stöðugt meira mæli vettvangur þar sem venslin eru firrtari en áður að þessu leyti, þar af leiðandi krefst það meiri fyrirhafnar af fjölskyldu- meðlimum að skapa náin sambönd og byggja á sameiginlegri reynslu, því fjölskyldumeðlimir geta ekki lengur reitt sig á venjur,“ segir hann. Dencik segir líka, að vegna þeirr- ar hagræðingar sem felst í stofn- anavæðingu daggæslu fyrir börn á meðan foreldrarnir eru í vinnunni og sífellt veraldlegri heimsmyndar, aukinnar efahyggju gagnvart þeim hefðbundnu gildum sem mótað hafa fjölskyldulífið og einstaklings- hyggju, verði einstaklingurinn hreyfanlegri og lausari í rásinni þegar félagsleg tengsl eru annars vegar og óháðari öðrum í vissum skilningi. „Hann lítur á líf sitt eins og verkefni þar sem hann sjálfur er verkefnisstjóri. Þess vegna er stofn- un fjölskyldu eða upplausn hennar í æ meira mæli eins og viðfangsefni sem einstaklingur stýrir eða stöðv- ar ef aðrir fýsilegri möguleikar skjóta upp kollinum. Það felur svo aftur á móti í sér fleiri áskoranir fyrir parsambandið og foreldra- hlutverkið í nútímanum. Fjöl- skyldan í nútímaþjóðfélagi sveiflast á milli tveggja andstæðra tilhneig- inga, annars vegar aðstæðna sem veikja möguleikana á sameiginlegu fjölskyldulífi, og hins vegar aukinna krafna einstaklinganna sjálfra um að hún sé grundvöllur innihalds- ríkrar samveru. Það hvernig fólk býr saman er álíka nýstárlegt og forskólarnir og dagvistarstofn- anirnar sem orðið hafa til í sam- félaginu,“ segir hann. Og til þess að glíma við tilvist sína innan fjölskyldunnar í nútím- anum verður krafan um félagsfærni enn mikilvægari, segir Lars Dencik ennfremur. „Foreldrar verða sífellt veikari fyrirmyndir fyrir börnin. Flest börn sem eru að vaxa úr grasi í dag, verða ekki eins og foreldrar þeirra, hvorki hvað varðar stöðu, lífsmáta né gildismat. Þess í stað munu tengslin við jafnaldrana hafa mun meiri áhrif. Rannsóknir sýna aukið vægi jafningjasambanda í mótun og sjálfsmynd þeirra sem eru að vaxa úr grasi í aðstæðum nú- tímans,“ segir hann. Sambandsleysi Séra Jóna Hrönn Bolladóttir sóknarprestur í Garðaprestakalli, hefur ljáð máls á því í prédikunum að það sé þýðingarmeira nú en nokkru sinni að foreldrar og sam- félagið allt leggi sitt af mörkum til þess að auka tilfinningagreind barna, svo þau verði hæfari til þess að komast af í nútímanum. Tilfinn- ingagreind hefur meðal annars ver- ið skilgreind sem hæfni fólks til að þekkja, skilja og hafa áhrif á eigin tilfinningar. Hún kveðst hafa áhyggjur af því að samtöl á milli barna og foreldra inni á heimilunum séu af skornum skammti. „Það að eiga samtal tekur mjög langan tíma og krefst mjög mikils af manni. Ég tel að samtalið á heimilinu hafi síaukið vægi í uppeld- inu núna, því börn og unglingar, sérstaklega unglingar, eiga svo mik- ið af samtölum á rafrænu formi í sínum einkaheimi. Það eitt út af fyr- ir sig eykur á sjálflægni, enda eiga þau samtöl af því tagi á sínum for- sendum og fá ekki samskonar við- brögð og augliti til auglitis við aðra manneskju.“ Jóna Hrönn segir að í rafrænum samskiptum þurfi börn og unglingar að geta reitt sig á tiltekin gildi og viðmið úr uppeldinu, til dæmis til þess að verja sig fyrir þeim sem verða á vegi þeirra á netinu og eru ef til vill með brenglaða hugsun. „Við getum keypt okkur alls kon- ar þjónustu til þess að auðvelda okkur lífið, af því að við lifum í tíma- leysi, en það er ávísun á vandræði og það að við missum tökin á upp- eldinu. Við þurfum að gefa okkur tíma til þess að tala saman og fara hina lýðræðislegu leið í samskiptum við börn. Ég geri mér far um það í starfi mínu með börnum og ungling- um að tala á tilfinningalegum nótum og maður sér hvernig hugsunin er vakandi því þeim finnst þannig sam- tal spennandi. Ég segi við foreldra sem eru að velta fyrir sér uppeldi barna sinna, að gleyma ekki hinni lýðræðislegu leið þar sem allar skoðanir eru uppi á borðinu, þó að þær séu ekki allar jafn réttháar, að börnin og unglingarnir fái að heyra lífsskoðanir foreldra sinna og fái að glíma við þær og að maður hafi nennu og dug í sér til þess að gefa sér tíma til þess að miðla þeim.“ Taumhald vantar Hún nefnir, að vissulega hafi fyrri kynslóðir búið við skipandi uppeldi, þar sem endalaust hafi verið gefin fyrirmæli um hvernig hlutirnir ættu að vera. „En það sem ég held að sé kannski vandamálið núna er þetta afskipta uppeldi, þar sem öllum grunnþörfum barna er sinnt og þeim kannski veitt mjög mikið í ver- aldlegu tilliti, en foreldrarnir halda kannski að frelsi og fagmennska fel- ist í því að leyfa börnunum að kom- ast að sannleikanum sjálf, sem gerir að verkum að þau eru alltaf að reka sig á og gera mistök í mannlegum samskiptum og fara jafnvel í gegn- um lífið á þreifurunum, af því að þau hafa ekki á neinu að byggja. Ég heyri fleiri og fleiri segja, að við þurfum að hafa sameiginleg viðmið og ég hef dálitlar áhyggjur af því. Ég er í stöðugum samskiptum við fólk á öllum lífsskeiðum í mínu starfi og ég er farin að óttast að við eigum ekki sameiginlegan grunn og sam- eiginleg gildi. Hvað gerist ef hver verður í sínum einkaheimi í framtíð- inni? Ef lýðræðið virkar ekki inni á heimilinu mun það smám saman hætta að virka í samfélaginu og hrynja með tímanum. Hvað gerist þá?“ Jóna Hrönn segir að kirkjan hafi sjaldan haft jafn mikla þýðingu í samfélaginu og einmitt í dag. „Fyrir hundrað árum vissi fólk hvaða gildi voru í heiðri höfð og þótt fólk hafi ekki alltaf sótt kirkju í gegnum tíð- ina áttum við einhvern sameig- inlegan siðferðilegan grunn. Ég get nefnt sem dæmi samtal sem ég átti við hóp af unglingum, þar sem talið barst að ofbeldi sem þau höfðu upp- lifað og allir höfðu flúið af hólmi. Og ég spurði, svo það hefur enginn vilj- að taka að sér hlutverk miskunn- sama Samverjans? Þau hváðu bara og horfðu á mig tómum augum. Þetta verð ég vör við í sífellt meira mæli þegar ég er að vísa til einhvers sem ég held að sé sameign þjóð- arinnar, börnin horfa bara á mig og skilja ekki hvað ég er að fara. Og því segi ég að kirkjan og hreyfingar sem hafa sinnt unglingum á öðrum forsendum en íþróttum, eins og til dæmis skátarnir og Rauði krossinn, sem eru með barna- og unglinga- starf sem byggist á ákveðinni hug- myndafræði um samskipti, hafi þýð- ingarmeira hlutverki að gegna í dag en nokkru sinni fyrr í því að styðja heimilin við að uppfræða börn um tiltekin grundvallargildi. Við erum að eyða óhemjufé í einstaklingsí- þróttir og hópíþróttir, þar sem allt snýst um samkeppni, nú þarf að fara að jafna út þessum peningum enda nær sá sem ekki kann mannleg samskipti eða veit ekki hvernig hann á að taka mótlæti, ekki langt. Að mínu mati er mjög brýnt að efna til umræðu á milli kirkju og skóla og heimila og hreyfinga eins og ég Morgunblaðið/Eyþór Samskipti Börn og unglingar frá Barna- og unglingaleikhúsi Austurbæjar túlka samskipti barna og foreldra í nútímanum, því stundum gleymist að gefa sér tíma til þess að hlusta. Horfum og hlustum á börnin Breyttar þjóðfélagsaðstæður eru að gera hefðir og viðteknar venjur fjölskyldulífsins nánast úrelt- ar og samtöl foreldra og barna eru mikilvægari nú en nokkru sinni fyrr, segja viðmælendur í fimmtu umfjöllun Morgunblaðsins um barnvænt samfélag. Leitað var sjónarmiða um stöðu fjöl- skyldunnar í nútímanum og hvernig hún blasir við kirkjunni, lögreglunni og félagsvísindunum. Texti | Helga Kristín Einarsdóttir | helga@mbl.is Er Ísland barnvænt samfélag?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.