Morgunblaðið - 26.11.2006, Side 23

Morgunblaðið - 26.11.2006, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 23 mánuðinum sagði Chavez að auður Noboa væri illa fenginn, hann hefði orðið ríkasti maður Ekvador með því að arðræna verkamenn og í þeim hópi væri að finna mikinn fjölda barna. Stjórnvöld í Ekvador mótmæltu þessum orðum Chavez formlega og sökuðu hann um „óþolandi“ afskipti af innanríkismálum. Noboa hefur lýst yfir því að hann muni slíta stjórnmálasambandi við Venesúela fari hann með sigur af hólmi í dag. Kveður hann sýnt að and- stæðingurinn, Rafael Correa, hyggist „skipta upp landinu“ og fá vini sínum Chavez væna sneið af því verði hann næsti forseti Ekvador. Auðkýfingur- inn hefur lýst andstæðingi sínum á þann veg að þar fari „vinstri sinnaður djöfull“ og „konungur hins illa“. Boðar „byltingu“ í anda Chavez og Bolivars Rafael Correa hefur í engu reynt að leyna því að hann er í mörgum efn- um vopnabróðir Hugo Chavez. Cor- rea er 43 ára gamall. Hann lauk mast- ersprófi í hagfræði frá Katólska háskólanum í Louvain í Belgíu en hélt síðan til Bandaríkjanna og útskrifað- ist sem doktor frá háskólanum í Ill- inois árið 2001. Hann var um fjögurra mánaða skeið fjármála- og efnahags- ráðherra í bráðabirgðastjórn Alfre- dos Palacio forseta en hafði fram til þess tíma verið lítt þekktur háskóla- kennari. Correa reyndi í stuttri ráð- herratíð sinni mjög að efla tengslin við Venesúela og auka framlög til fá- tækrahjálpar m.a. með því að leysa upp sjóð sem myndaður hafði verið til að greiða erlendar skuldir. Svo fór að hann sagði af sér og er það álit margra í Ekvador að Bandaríkja- menn hafi þrýst á forsetann um að láta Correa taka pokann sinn. Correa er sumsé menntaður í Bandaríkjunum en hann verður seint talinn til aðdáenda bandarískra stjórnvalda. Þegar Chavez Vene- súelaforseti líkti George W. Bush við djöfulinn sjálfan í frægri ræðu á þingi Sameinuðu þjóðanna kvaðst Correa einkum hafa af því áhyggjur að myrkrahöfðinginn gæti móðgast. Correa hefur jafnan lagst gegn frí- verslunarsamningi við Bandaríkin og boðar almennt að samskiptin við stjórn Bush eigi að vera eins lítil og kostur er. Í aðdraganda kosninganna kvaðst hann þeirrar hyggju að Bandaríkjaforseti væri „fífl“ en hefur nú dregið þau ummæli til baka og sagt þau óviðeigandi. Correa hyggst á hinn bóginn loka herstöð Banda- ríkjamanna í hafnarborginni Manta fái hann til þess umboð. Þar eru um 400 bandarískir hermenn. Frambjóðandinn boðar herför gegn spillingu og rótgrónum valda- og hagsmunahópum sem ráðið hafa Ekvador frá því að lýðræði var end- urreist í landinu árið 1979. Í þeim efn- um sýnist hann hafa áform uppi um að fara svipaða leið og Chavez í Vene- súela; auka völd forsetans til muna og leggja af ýmsa grunnþætti hins lýð- ræðislega aðhalds. Correa hefur hundsað þingkosningarnar með öllu enda hyggst hann senda þingið heim og boða til samkundu sem falið verð- ur að setja Ekvador nýja stjórnar- skrá. Íbúar Ekvador hafa almennt og yfirleitt lítið álit á þeim stofnunum sem falið hefur verið að bera uppi lýð- ræðið í landinu. Stjórnmálaflokkar eru nátengdir fyrirtækjum og stór- auðvaldi og margir telja það sama gilda um dómstólana. Með þessu móti telur Correa unnt að afnema „alræði flokkanna“ og framkalla „byltingu“ í landinu sem svipar um margt til þeirrar sem Hugo Chavez gortar sig af í Venesúela og hann kennir við frelsishetjuna Simon Bolivar. Líkt og Evo Morales í Bólivíu segir Correa að samningar við erlend olíufélög verði endurskoðaðir nái hann kjöri. Correa nýtur aðeins stuðnings smáflokks sem kennir sig við sósíal- isma og víst er að valdastéttin og hið pólitíska kerfi horfir með hryllingi til framtíðar verði hann næsti forseti Ekvador. Correa sem kveðst vera „kristinn vinstrisinni“ og „húmanisti“ fer nærri því að geta talist „alþýðu- hetja“ en óvíst er hvort sá stuðningur nægir honum til að knýja fram þær byltingarkenndu breytingar sem hann telur nauðsynlegar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.