Morgunblaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 25
stofna fyrirtæki utan um þetta hugarfóstur sitt þótti ekki ástæða til þess að njósnarinn gengi fyrir ætternisstapa, þótt höfundur hans liði undir lok. Það var hins vegar ekki sjálf- gefið, hver fengi að taka við penn- anum af Ian Fleming. Brezki rit- höfundurinn Kingsley Amis var mikill Bond-aðdáandi og hafði skrifað tvær staðreyndabækur um efni tengt Bond, en ekkju Flem- ing, Ann, hugnaðist hann ekki sem arftaki eiginmannsins á rit- vellinum. Þrátt fyrir það skrifaði Amis fimmtándu bókina um Bond og kom hún út 1968 undir skáld- anafninu Robert Markham. Hug- myndin var að fá fleiri höfunda til liðs við Bond undir þessu skáld- anafni, en úr því varð ekki. Og Amis var heldur ekki fenginn til frekari skrifa. Nú leið nokkur tími unz ný Bond-bók leit dagsins ljós, en þegar hún birtist kom í ljós að það var engin liðleskja sem menn höfðu fengið til liðs við njósn- arann. John Gardner var í hópi þekktustu spennusagnahöfunda heims og hann hefur sagt að sín fyrstu viðbrögð hafi verið að af- þakka boðið um að gerast Bond- höfundur. Bæði vildi hann halda sínu striki og sínum hetjum og svo hræddi endasleppur höfund- arferill Kingsley Amis, en bók hans hafði ekki þolað samanburð- inn við Ian Fleming. En á end- anum sló Gardner til og fyrsta bók hans um Bond, þar sem leyfi njósnarans var endurnýjað kom út 1981. Gardner þótti standa undir nafni sem Bond-höfundur og á fimmtán árum skrifaði hann 16 bækur um 007, þar af tvær sem byggðust á kvikmyndahand- ritum. (Gardner er höfundur á fimmta tug skáldsagna.) Þótt Gardner hafi lifað nokkur ár í Bandaríkjunum, var hann brezkur inni við beinið og bjó lengst af á Englandi eða Írlandi. Sá sem tók við Bond-pennanum af honum var hins vegar fæddur Bandaríkjamaður; Raymond Ben- son. Leið Benson lá í leikhúsið, og í New York bæði steig hann á fjalirnar og stýrði leiksýningum. Níu ára sá hann Bond-myndina Goldfinger 1964 og þar vaknaði áhugi hans á njósnaranum. Tæp- um tuttugu árum síðar hóf hann að rita bók um persónuna James Bond með viðbótum um ævi Ian Fleming og eigin athugunum á bókum og kvikmyndum um James Bond. Bókin; The James Bond Bedside Companion, kom út í Bandaríkjunum 1984 og þá var höfundurinn orðinn varafor- seti aðdáendaklúbbs James Bond 007. Í efnisöflunarferð til Bretlands komst Benson í kynni við ættingja Fleming og fyrirtæki þeirra og hann hélt því sambandi, tók meira að segja eitt og annað að sér; skrifaði m.a. leikrit eftir Casino Royale, sem reyndar hefur ekki verið sett á svið ennþá. Síðla árs 1995 var Benson boðið að verða næsti Bond-höfundurinn, en þá hafði John Gardner tilkynnt að hann væri búinn að fá sig full- saddan af njósnaranum. Benson tók tækifærinu fegins hendi og fram til 2003 skrifaði hann sex skáldsögur um James Bond, þrjár bækur byggðar á kvikmyndum um kappann, og þrjár smásögur. Lausnarbeiðni Benson hélzt í hendur við breyttar áherzlur sem forráðamenn Ian Fleming Publica- tions Ltd. vildu setja í öndvegi. Bækurnar um James Bond höfðu selzt í um hundrað millj- ónum eintaka vítt og breitt um veröldina, en nú var talinn tími til þess að yngja Bond upp og prjóna framan við ferilinn. Rithöfundur- inn Charlie Higson var ráðinn til þess að skrifa bækur um hinn unga Bond. Sú fyrsta kom á mark- að 2005, önnur kom út í janúar á þessu ári og þriðja bókin er vænt- anleg 4. janúar 2007. Bretum gefst nú kostur á að velja henni nafn og stendur valið milli þriggja titla sem höfundurinn hefur lagt til. » Fjórði rithöfund- urinn fetar nú í fótspor Ian Fleming og skrifar um full- orðinsár 007. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 25 Outlander 4X4 Öflug tveggja lítra 136 hestafla vél Staðalbúnaður: • Sítengt aldrif • Álfelgur • Vindskeið • Þakbogar • Skyggðar rúður • ABS hemlalæsivörn • Mikil veghæð, 19,5 cm 26.116 kr. á mánuði 2.495.000 kr. Flottur sportjeppi á frábæru verði Umboðsmenn um land allt: Höldur hf., Akureyri, sími 461 6020 · HEKLA, Borgarnesi, sími 437 2100 · HEKLA, Ísafirði, sími 456 4666 HEKLA, Reyðarfirði, sími 470 5100 · HEKLA, Reykjanesbæ, sími 420 5000 · HEKLA, Selfossi, sími 482 1416 HEKLA, Laugavegi 174, sími 590 5000 www.hekla.is, hekla@hekla.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Miðað við 30% útborgun og gengistryggðan bílasamning SP til 84 mánaða. ’Fótboltinn hefur verið okkaráhugamál og það er draumur fyrir okkur báða að þetta skuli vera gengið í gegn.‘Eggert Magnússon, formaður KSÍ, þegar fyrir lá að tilboði hans og Björgólfs Guð- mundssonar í enska úrvalsdeildarliðið West Ham United hafði verið tekið. ’Það er margstaðfest að að þaðer mun meiri áhugi á öllu því sem okkur viðkemur og tengist viðskiptum heldur en áður var.‘Geir H. Haarde forsætisráðherra eftir fund með bandarískum kaupsýslumönnum á sérstökum Íslandsdegi í kauphöllinni í New York. ’Ég ætla bara að taka fram aðmér þykir mjög leitt að þetta skul hafa gerst og biðst afsök- unar á því. ‘Valgerður Sverrisdóttir utanrík- isráðherra í umræðu á þingi um mikið tjón sem varð á gamla varnarsvæðinu á Kefla- víkurflugvelli þegar kaldavatnsrör sprungu þar í húsum. ’Það má heldur ekki gleyma þvíað þetta óskabarn þjóðarinnar á djúpar rætur í sögu hennar og margir hafa saknað nafnsins.‘Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður, um þá samþykkt aðalfundar Avion Group að breyta nafni félagsins í Hf. Eimskipa- félag Íslands. Ummæli vikunnar Formaður Eggert Magnússon, formaður KSÍ, kampakátur á Upton Park, heimavelli West Ham. Eggert verður stjórnarformaður félagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.