Morgunblaðið - 26.11.2006, Side 26

Morgunblaðið - 26.11.2006, Side 26
|sunnudagur|26. 11. 2006| mbl.is Eftir Guðrúnu Eddu Einarsdóttur gee2@hi.is „Það er mikill heiður að hafa hlotið sjónlistarorðuna, ekki aðeins fyrir mig sem hönnuð heldur eru verðlaunin í rauninni einnig hvatning fyrir aðra ís- lenska hönnuði,“ segir Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, sem hlaut íslensku sjónlistarverðlaunin í flokki hönnunar fyrir framúrskarandi hönnun á Flat- pack Antique og Inner Beauty hús- gagnalínunum. „Uppsetning Sjónlistar 2006 var ákaflega vel skipulögð og skemmtileg reynsla,“ segir Guðrún Lilja. Þetta var í fyrsta sinn sem sambærileg verð- laun og veitt hafa verið í bókmenntum, tónlist, leiklist og kvikmyndum voru veitt á sviði sjónlista. Sækir innblástur í íslenska arfleifð Inner Beauty og Flatpack Antique húsgagnalínurnar eru vönduð hönnun þar sem hvert smáatriði er úthugsað. Það vakti athygli dómnefndar á Sjón- list 2006 hvernig Guðrún Lilja fléttar á sérstakan hátt íslenskri náttúru, handverki og menningararfi við nú- tímann. Sú viðleitni í verkum hennar að vekja upp tilfinningar og jafnframt gamlar minningar er áhugaverð. Ís- lenskt handverk og sagnahefð, sem fylgt hafa Íslendingum í áraraðir end- urspeglast í allri hönnun Guðrúnar Lilju, en hún beitir nýstárlegri tækni við vinnsluna. „Handverkið er ekki nóg, hugsunin að baki skiptir miklu máli og tengist því hver maður er sem Íslendingur og hvað maður ætlar sér með verkinu,“ segir hún. Inner Beauty húsgagnalínan er fal- legt samspil tækninýjunga og hefða. Útskorin blómamynstur prýða borðin að innan og mynda dýpt þannig að þau verða eins og hluti af náttúrunni. Spurð um hugmyndina á bakvið verk- ið, svarar Guðrún Lilja að Inner Beauty fjalli um tilfinningar, sem bær- ast með okkur, og allt það fallega sem leynist undir yfirborðinu. „Mig langaði að hlutgera þessa hugsun í sérstökum verkum, sem hefðu að einhverju leyti svipaða sögu að segja,“ útskýrir hún. Borðin, sem eru einnig vel til þess fallin að nota sem kolla, eru sett sam- an úr þykkum samlímdum lögum af krossviðarplötum. „Inner Beauty fæst annars vegar með dökkri brún, en þá eru krossviðarplöturnar leysiskornar og dökki liturinn myndast vegna brunans, og hins vegar með ljósri brún, en þá notast ég við sérstaka há- þrýstiaðferð sem kallast vatns- kurður,“ segir Guðrún Lilja, sem er með allt á hreinu þegar efni og tækni eru annars vegar. Hún notar svipaða aðferð í Flatpack Antique línunni, en þar er mynstrið mun fínlegra á út- hliðum skápa og hirslna, sem hægt er að taka í sundur og pakka saman á einfaldan hátt í flatar einingar. Hillu- samstæðan er unnin úr plastyf- irdekktu mdf-efni og virðist hún við fyrstu sýn vera fagurlega útskorin. En þegar betur er að gáð má sjá gamla handheklaða dúka undir ysta laginu. Dúkunum sem prýða hirslurnar hefur Guðrún Lilja sankað að sér í gegnum tíðina. „Dúkarnir eru ólíkir, hver og einn á sína sögu, en þannig er Flatpack Anti- que línan einstök fjöldafram- leiðsluvara,“ segir hún. Húsgagnalínurnar hafa fengið mik- ið lof í útlöndum og hafa erlend tíma- rit, t.d. Art Review, getið um hús- gögnin sem eitt af því áhugaverðasta í hönnun í dag og sýningastjórar víða um heim hafa óskað eftir verkum Guð- rúnar Lilju. Auk þess sem hún segir það mikinn heiður að fá umfjöllun um sig í fyrrnefndu tímariti finnst henni það staðfesting á því að hún sé á réttri braut. Þróunarferli Inner Beauty og Flat- pack Antique hefur mestmegnis farið fram á Íslandi. „Ísland er frábært land í „prótótýpu“-gerð, hér er mikil kunn- átta til að vinna með nýstárleg efni og tækni. Samstarfið hefur gengið vel og iðnaðarmenn hafa oft á tíðum mjög gaman af að takast við frumleg verk- efni í samstarfi við hönnuði,“ segir Guðrún Lilja. Markmiðið hennar er að koma hlut- unum í framleiðslu og að þeir verði á færi sem flestra. Í mörg horn er að líta Sýning Gestastofan í Ásbyrgi er upplýsingamiðstöð, sem unnin er fyrir Umhverfisstofnun. Þar verður opnuð sýning í gömlu fjárhúsi í apríl á næsta ári. Gamlar minningar í nýju ljósi Guðrún Lilja Gunn- laugsdóttir hönnuður, sem hlaut íslensku sjónlistarverðlaunin í sínum flokki í ár, fléttar íslenskri náttúru, hand- verki og menningararfi við nútímann. Heklað stál Hillur úr lökkuðu stáli, sem er gatað eins og heklumynstur. Morgunblaðið/Sverrir Nóg að gera Guðrún Lilja hönnuður hefur í nógu að snúast þessa dagana, innan tíðar koma nýstárlegar hillur eftir hana í verslunina Saltfélagið. daglegtlíf Nýjasta skáldsaga Kristínar Steinsdóttur er fyrir fullorðna og segir af Sigþrúði blaðbera, sem er á eigin vegum. » 32 lífshlaup Þorgrímur Gestsson og Hildur Finnsdóttir höfðu verkaskipt- ingu að samtalsbók við Guð- rúnu Halldórsdóttur. » 34 bækur Einar Kárason, Ólafur Gunn- arsson og Jóhann Páll Valdi- marsson óku yfir Bandaríkin á vængjuðum Kadilak. » 36 ökuferð Elínbjörg Magnúsdóttir á helgar stundir við sjónvarpið á laug- ardögum yfir enska boltanum og safnar leikvöngum. » 38 kjarnakona Óskar Magnússon, höfundur smásagnasafnsins Borðaði ég kvöldmat í gær?, er gamaldags, einfaldur sveitamaður. » 28 athafnaskáld

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.