Morgunblaðið - 26.11.2006, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 26.11.2006, Qupperneq 28
athafnaskáld 28 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ R ithöfundurinn var að innsigla stóran bissn- issdíl. Bissnissmað- urinn var í bókabúð að tékka á uppstillingu smásagnasafns síns. Eða var það öf- ugt? Þessa dagana getur verið torvelt að sundurgreina Óskar Magnússon. Fyrsta bókin hans, smásagnasafnið Borðaði ég kvöldmat í gær? er líkleg til afreka í flóðinu en þessi vel klæddi og snyrtilegi „stórforstjóri“, eins og það er kallað, er ekki líklegur rithöf- undur utan að séð. Óskar hefur alltaf leynt á sér. Undir ljósum augnhár- unum er lúmskur glampi. Þetta er maður sem nægir ekki að höndla með milljarða. Hann syngur og spilar rokk og ról með vinnufélögum, málar skrýtnar myndir í frístundum, hefur samið „smásögur fyrir börn“ til heimabrúks en stígur nú fram á op- inberan ritvöll og tekur það alvar- lega. Hann tekur það alvarlega að skemmta fólki. Ekki síst þess vegna tekst honum það býsna vel í kostuleg- um sögum þar sem vökult auga og vakandi eyra eru höfð með íslenskum samtíma. Óskar Magnússon borðaði kvöld- mat í gærkvöldi. Hann man það vel, öfugt við persónu einnar sögunnar sem lánar bókinni titil. Hann snæddi hreindýr með hópi af „norskum Norðmönnum frá Noregi“ sem eiga „fullt af skipum og ég samdi við að Tryggingamiðstöðin skyldi tryggja fyrir þá. Þetta voru fínir kallar og hreindýrið mjög bragðgott. Þetta man ég líklega fyrst og fremst vegna þess að ég þurfti að mæta svo snemma á fund í morgun.“ En hefur einhvern tíma komið fyr- ir þig að muna ekki hvort þú borðaðir kvöldmat daginn áður? Óskar hlær. „Förum vægar í þetta. Ég skal svara þannig, að stundum hafi ég efast um hvað ég borðaði.“ Heyrt í sturtunni Ég ætla að reyna að nálgast höf- undinn gegnum sögurnar í bókinni. Fyrsta sagan gerist í sturtu á líkams- ræktarstöð. Hefur hann rabbað við ókunnuga menn í slíkri sturtu? „Jájá. Og hlustað á menn, ekki síður. Ég stunda massífa líkamsrækt fjórum sinnum í viku á leynistað.“ Á leynistað? „Já, þar er sæmilegur friður, hæfi- lega fámennt, engin músík og ekki mikið af speglum; ég þoli spegla illa. Lýsing er lítil, sem er líka gott fyrir mig. Verkefnið sjálft er í fyrirrúmi, en ekki pjattið í kringum það.“ Önnur sagan lýsir utanlandsferð í boði banka. Þekkir þú til slíkra ferða? „Ja, ég hef heyrt af svoleiðis ferð- um.“ Heyrt af? Hefurðu farið í slíka ferð? „Ég gæti hafa gert það,“ svarar höfundur varfærnislega og bætir við: „Ef ég man það rétt.“ Þriðja sagan er af sjónum. Hefur þú verið á sjó? „Í gamla daga, já. Var íhlaupahá- seti á togurum. Til dæmis var ég á Bjarna bilaða, fyrsta skuttogaranum, sem var alltaf í ólagi. Ég held að það vesen hafi endað með að þeir fundu gallabuxur í kúplingunni. Eftir að þær voru fjarlægðar mun hann hafa gengið ágætlega.“ Fjórða er saga úr kirkjusókn í sveit. Þar þekkir þú til? „Jájá. Ég er nýorðinn formaður sóknarnefndar í Breiðabólstaðarsókn í Fljótshlíð, en tek fram að sú reynsla staðfestir ekki þessa sögu. Það eru fleiri sveitir, fleiri sóknir og víðar far- ið.“ Sókn og sekt Hvað kom til að þú gerðist sókn- arnefndarformaður? „Það leitaði til mín fjöldi manna,“ svarar Óskar glottandi. „Við hjónin eigum tvö heimili, annað þarna fyrir austan, hitt í Garðabæ, og höldum þar til jöfnum höndum. Við byggðum okk- ur hús í heimalandi konu minnar að Sámsstöðum; hjá okkur heitir það Sámsstaðabakki og Hrafnhildur teikn- aði húsið sjálf. Sami maður, einstakur sómamaður, hafði verið sóknarnefnd- arformaður í ein 50 ár. Ég held að það hafi þurft að fá annan sem væri líkleg- ur til að halda út svo lengi. Ég hef mikla ánægju af þessu starfi, sem er allt öðru vísi en það sem ég er vanur að fást við. Satt að segja hef ég gert ým- islegt fyrir austan sem myndi aldrei hvarfla að mér að gera hér í Reykja- vík. Það er einsog maður sé þar í ann- arri veröld. Mér finnst að manni beri að leggja eitthvað af mörkum til svona umhverfis. Ekki bara koma og fara. Ekki bara þiggja heldur gefa. Þannig er stemmningin í Rangárþingi eystra, þar sem búa núna um 1600 manns. Margir eru þátttakendur í mörgu. Þannig er þetta samfélag og ég kann því afar vel. Þorrablótin eru dæmi- gerð. Um þau sjá menn í sveitinni. Sjálfur hef ég til dæmis leikið þar Björn Bjarnason.“ Varstu í búningi? „Nja, ég var með extra-eyru. Það var talið duga.“ Fimmta sagan lýsir viðureign við stíflað frárennsli í sumarbústað … „Það hafa allir upplifað. Þetta er martröð allra sem voga sér út fyrir borgarmörkin.“ Sjötta sagan er einskonar mini- krimmi um lögmann sem er verjandi í hugsanlegu morðmáli. Var það hluti af reynslu þinni í sex ára lögmanns- starfi? „Nei. Ég sinnti sakamálum ekki mikið. Var mest í fyrirtækjamálum, en einu og einu refsimáli inná milli. Stærsta var Graysonmálið, þegar reynt að var að nema barn úr landi og var alþjóðlegt hasarmál. Ég varði góða gæjann, Grayson, barnsföð- urinn. Þetta var mikil reynsla og álag, gekk mikið á, og barn í spilinu, sem er það erfiðasta sem maður getur lent í. Slík mál eru næstum því óleysanleg og allar niðurstöður vondar.“ Sjöunda sagan lýsir kyndugum út- reiðartúr með útlendinga? „Já. Ég er nú ekki hestamaður. En ef settur er undir mig hestur sest ég á hann. Ég þekki til svona túra. Þeir geta verið afar fyndnir ofanfrá séð.“ Áttunda er saga úr skrautlegri veiðiferð nokkurra kollega. Það þekk- irðu? „Ég hef veitt heilmikið með vinnu- félögum og skólafélögum og alls kon- ar félögum. Mín veiðimennska geng- ur ekki útá að fiska sem mest, þótt ég vilji helst fá fisk og fisk. Sumir fyllast spennu á fyrsta degi, skammast sín, geta ekki sofið, geta ekki borðað, drekka sig fulla og/eða veiða útí eitt ef illa gengur við fiskiríið. Sumir fara hreinlega að gráta ef þeir veiða ekki fisk. Ég held ró minni og hef bara gaman af slarkinu, útiverunni og ólík- um félagsskap. Í þessum stóru hót- elám á Íslandi fer þetta stundum útí vitleysu og snýst um keppni og út- hald.“ Aldraðir og akademíur Níunda sagan um hremmingu gamals manns á elliheimili er ólík hin- um fyrri að því leyti að hún er dálítið sorgleg um leið og hún er fyndin. Þótt þú sért orðinn 52 ára þekkirðu varla þetta hlutskipti af eigin reynslu, nema þá óbeint. Lýsir sagan kvíða höfundar andspænis ellinni og dauð- anum, aðbúnaði aldraðra og viðhorfi samfélagsins til þeirra? „Þessi saga er sjálfsagt einsog sumar aðrar: Ég hef ekki upplifað hana, en einhvers staðar er atvik eða þráður sem maður hefur tekið eftir og notað sem kveikju. Ég viðurkenni að í þessari sögu er ég að taka undir það að sá hópsálarskepnuskapur, sem aldraðir eru beittir, er ekki í lagi. Að setja þau mörg saman í herbergi og koma fram við þau einsog aum- ingja. Sá tími ætti að vera liðinn. Þetta er auðvitað algjörlega óþolandi. Ég er í stjórn elliheimilis á Hvolsvelli og þar veltum við mikið fyrir okkur hvernig nálgast megi málefni aldr- aðra með einstaklingsbundnum og heimilislegum hætti. Sem betur fer held ég að nú sé að myndast ákveðin hreyfing og samstaða um það. Eldra fólk þarf umönnun, ekki síður en börn, og engum dettur í hug að fara illa með börn. Og þetta fólk er búið að skila sínu.“ Tíunda sagan er eins konar paródía á hugsanlegar viðtökur svokallaðs bókmenntafólks við þeim níu sem á undan fóru. Lýsir hún þá kvíða þínum fyrir móttökum þessarar fyrstu bók- ar þinnar? Ertu að reyna að slá vopn- in úr höndum þeirra fyrirfram? „Nei, ég myndi ekki leggja í það. Ég er þarna að leika mér með svo- kallaðan vingulsstíl, sem gengur út á að slá úr og í. Og öðrum þræði er ég líka að leika mér með texta frá öðr- Gamaldags einfaldur s „Um tíma hélt ég að það væru samantekin ráð vina minna að láta mig halda að bók væri í upp- siglingu,“ segir Óskar Magnússon, höfundur smásagnasafnsins Borðaði ég kvöldmat í gær? Í samtali við Árna Þórarinsson bætir hann við: „Ég gæti alveg átt svoleiðis til sjálfur.“ Óskar „Auðvitað er eitthvað af sjálfum mér í þessum sögum, skárra væri það, og stundum kannski mikið...“ Morgunblaðið/Kristinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.