Morgunblaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 37 to start charging you.“ Það var engin stemning í hópnum fyrir reiðtúr og til að segja eitthvað spurði ég kallinn hvort það væri ekki hættulegt að sitja hest þarna á gljúfurbarminum. „I’ve been here 44 years and ne- ver had an accident.“ „44 years?!“ „Yeah, I know. I don’t look that old.“ Það hnussaði í Steina. Hann sneri sér undan en ég heyrði hann segja: „Hann er örugglega búinn að sitja þarna á rassgatinu í fimmtíu ár.“ Ólafur: Einar átti nokkrar sam- ræður við þennan Wild Bill undir rós en þegar ég reyndi að pumpa Kárason svaraði hann nokkuð snefsinn, eins og hann hefði orðið fyrir áhrifum af Texas-búanum: „Ég man það ekki í bili, væni.“ Líklega stóð til að nýta sér sam- talið í textann sinn. Móttökurnar í Texas voru ekki alltaf blíðlegar. Einar: Við tókum stefnuna á þjóðleiðina í vesturátt. Þarna voru stórir búgarðar á báðar hendur og allt í einu stoppaði Sveinn Bim- mann og hljóp af stað með mynda- vélina að miklu hrossastóði inni í girðingu við húsaþyrpingu. Þar sem hann stóð þarna og tók myndir kom ævareiður maður hlaupandi frá húsunum. Þetta var ekki árennileg- ur náungi, mikill vexti með sítt flók- ið hár og bullsveittur. Hann var með diktafón og talaði æstur inn í hann; lýsti Sveini og hans athæfi og las svo upp bílnúmerin inn í tækið. „Hvað er að?“ spurðum við. „Þið eruð trespassing!“ sagði hann. „Hér eiga alls konar vitleys- ingar leið um. Og ég ætla að kæra ykkur til lögreglunnar!“ Sveinn kom lallandi frá hesta- girðingunni með kameruna á öxl- inni og spurði manninn hvað væri eiginlega um að vera. Hann hefði bara verið að mynda hestana. Sveinn sagði á sér deili og okkar för, hann var orðinn ansi æfður í því – „… making a documentary about two Icelandic authors driving coast to coast in a 1960 Caddy …“ – og reiði maðurinn róaðist örlítið. Þegar leið á ferðina varð spennan meiri í hópnum. Ólafur: Ég keypti nokkur póst- kort. Það hlaut að hafa reynt meira á Jóhann Pál að vera í gíslingu hjá brjálaða vísindamanninum en ég hafði áttað mig á, brandararnir buldu á mér. Dagurinn hafði verið óvenju- strembinn og hitinn mikill og þol- inmæði mín var tekin að bresta. Ég hef aldrei átt mjög gott með að taka gríni en ræð ágætlega við það í mátulegum skömmtum. Hellist það hins vegar yfir mig klukkutímum saman get ég lent í vandræðum. Og nú var ég svo heppinn að Steini fór að kaupa sér minjagrip en þeir Ein- ar og Svenni fóru hvor í sína áttina og þá bað ég Jóhann Pál í Guðs bænum um miskunn áður en ég fengi taugaáfall af þessu þind- arlausa kjaftæði. „Reyndu að verka úr þér stressið með öðrum hætti en að segja aulabrandara um mig,“ hrökk út úr mér í örvæntingu. Jóhann leit á mig barnslega sár. „En þér hefur hingað til verið alveg sama þótt ég segði um þig brand- ara. Hvað er að þér?“ Hann hristi höfuðið forviða. Ég skrifaði á póstkortin en var í slíku uppnámi að ég sendi konu minni kort með mynd af ’59- Kadilakk og fyllti út annað til bif- vélavirkja heima á Íslandi. Hann fékk kortið sem ég hafði ætlað konu minni. Á því var mynd af tveimur íkornum að faðmast og undir stóð: I love you so very much. Menn reyndu að draga úr spenn- unni með ýmsum hætti. Ólafur: Einar sat heldur þungur á brún undir stýri í Kaddanum svo ég fór inn á bensínstöðina og keypti handa honum kleinuhring í plasti sem á stóð: My Honey Bun. „Hvað er nú þetta?“ spurði Ein- ar. „Ég er bara að segja þér hvað mér þykir vænt um þig, gamli,“ sagði ég. Kárason varð heldur kátari. Frá Las Vegas var stefnan tekin á Los Angeles. Ólafur: Við ókum á hundrað mílna hraða út úr Las Vegas, ég sat undir stýri og gerði vart meira á því spýtti en að halda í við umferðina. Og nú tók við Mojave-eyðimörkin en fyrstu hundrað mílurnar út úr Vegas voru algjör „Akureyr- arakstur“. Bílstjórinn gerir lítið annað en að hafa augun á veginum sem smám saman breytist í göng fyrir sjónum hans. Honum einfald- lega gefst ekki tóm til að hætta að glápa á götuna. Það var fjörutíu og fimm stiga hiti, við ókum með alla glugga opna sem gaf örlítinn svala. Vélin reykti beggja vegna af alefli og ég óttaðist að hún gæfist upp í eyðimörkinni. „Reyndu nú að hafa þetta af, elsku litla flekonið mitt,“ hvíslaði ég blíðlega að Kaddanum, minnugur þess hvað faðir minn kallaði tryllitæki þegar ég var ung- ur. Nú var hæð fram undan og það þýddi aukið álag. Í miðri brekkunni fann ég þef af frostlegi. En Kadi- lakkinn hafði hæðina af með rámum drunum og svo hallaði undan dekkj- um og lyktin hvarf. Ég formælti í huganum í hundr- aðasta sinn því akfeita skrímsli Lou Lazarus sem hafði selt mér þetta hræ. Alkrómaður trukkur tók fram úr okkur og það var gaman að sjá hvítan Kadilakkinn speglast endi- langan í króminu. Því var ekki að neita að hann hafði útlitið með sér. Fararskjótinn Vængjaður, krómaður, rennilegur Kadilakk ’60, en óttaleg drusla samt. Stund milli stríða Rithöfundarnir hvíla śig á verönd í Texas. Ljósmynd/Jóhann Páll Valdimarsson Ferðalangar Rithöfundarnir Ólafur Gunnarsson og Einar Kárason, Að- alsteinn Ásgeirsson í Svissinum og Sveinn M. Sveinsson kvikmyndagerð- armaður hjá hinu fræga Chelsea hóteli í New York í upphafi ferðar. » Allt sem ferðafélag- arnir sögðu og gerðu rataði í bókina, ef Einari og Ólafi sýndist svo. Jóhann Páll, Steini og Sveinn urðu aðalpersón- urnar og fengu ekkert um það að segja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.