Morgunblaðið - 26.11.2006, Side 39

Morgunblaðið - 26.11.2006, Side 39
hugsað upphátt MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 39 Fréttir á SMS Ingólfur Guðbrandsson Tvær sígildar gjafir á verði einnar STEFNUMÓT VIÐ HEIMINN - MATTHEUSARPASSÍAN Ingólfur Guðbrandsson er talinn víðförlastur Íslendinga fyrr og síðar, og hefur sjálfur leitt þúsundir Íslendinga í orðlögðum ferðum í öllum álfum heims. Bók hans STEFNUMÓT VIÐ HEIMINN er jafnframt fyrsta bókin á íslensku um ferðalög á heimsvísu og lýsir á kjarnyrtu máli fegurstu stöðum heims, full af fróðleik og ætti að vera til á hverju heimili. MATTHEUSARPASSÍAN Jafnt af lærðum sem leikum er Mattheusarpassía Bachs talin eitt fegursta og full- komnasta verk sögunnar, og frumflutningur hennar í hverju landi talinn til mestu menningarviðburða. Hér býðst frumflutningur þessa meistaraverks á Íslandi í flutningi Pólýfónkórsins, Hamrahlíðarkórsins, Kórs Öldutúnsskóla, tveggja hljómsveita, einleik- ara og einsöngvara undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar, á 4 hljómplötum í vönduðum tóngæðum og með öllum texta verksins á íslensku. Sígildur safngripur. Tilboðsverð 4.900 kr. Til sölu í verslunum Eymundsson og Pennans. Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is www.utflutningsrad.is Í dag keppast þjóðir um að nota ímynd sína til að auka útflutning og laða til sín ferðamenn og fjárfestingar. Þess vegna hefur Útflutningsráð fengið Skotann dr. Keith Dinnie til þess að halda erindi um ímynd og einkenni þjóða. Dinnie er þekktur fræðimaður á þessu sviði og hefur haldið fyrirlestra um ímyndar- og markaðsmál víðsvegar um heiminn. Bók hans Nation Branding: Concept, Issues, Practice er væntanleg á markað. Bættu ímynd þjóðar þinnar Morgunverðarfundur á Grand Hótel föstudaginn 1. desember 2006 kl. 8.30 – 10.30 P IP A R • S ÍA • 6 07 64 Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Í boði er morgunverður á 1400 kr. sem greiddur er á staðnum. Skrá þarf þátttöku í síma 511 4000 eða með tölvupósti á utflutningsrad@utflutningsrad.is. Nánari upplýsingar gefa Hermann Ottósson, forstöðumaður, hermann@utflutningsrad.is og Inga Hlín Pálsdóttir, verkefnisstjóri, inga@utflutningsrad.is. dr. Keith Dinnie flytur erindi um ímynd og einkenni þjóða Nú þegar varla líður sádagur að við fáum ekkifréttir af nýjum afrekumíslensks auðmagns á er- lendri grund hverfur útrás af öðru tagi í skuggann. Það ber vissulega vott um dugnað og kunnáttu að geta eytt peningum í útlöndum og komið út í plús, en eitt er að geta notað peninga svo eftir sé tekið og annað að auðga heiminn og mannsandann með því að flétta saman tvo ólíka menningarheima í list sinni, svo báðir verða ríkari eft- ir. Þetta var ég að hugsa þar sem ég sat á dögunum í hópi bergnuminna Íslendinga og Kúbumanna undir stjörnubjörtum Karíbahimni og hlýddi og horfði á íslensk-kúbanska stórsveit Tómasar R. Einarssonar flytja tónlist bassaleikarans alkunna af heillandi færni og gleði. Hljómleikarnir voru tvítyngdir í meira en beinum tungumálsskiln- ingi, því þarna mættust fulltrúar úr hópi bestu ryþmísku hljóðfæraleik- ara tveggja eyþjóða og löðuðu fram lífsgleð- ina, bæði í sjálfum sér og áheyr- endum. Og þarna spratt hún fram, þessi innri gleði sem hugir og hjörtu manna fá svo sjaldan notið og enn sjaldnar tjáð, einkum á svölum norðurslóðum þar sem hún var gerð syndsamleg og tjáning hennar útlæg fyrir mörg hundruð árum í nafni guðs. Segja má að Tómas hafi alla tíð í tónlist sinni leitað leiða til að tjá bæði hinn mannlega trega og þó ekki síður hina jafnmannlegu en minna metnu gleði. Tregafullar djassballöður hafa í gegnum árin verið hans sterkasta hlið sem tónhöfundar, en vilji maður eiga samleið með mannsandanum sem listamaður er nauðsynlegt að leita líka uppi gleðina. Leit tónskáldsins að farvegi gleð- innar hefur leitt hann um margar snjallar og frumlegar götur og stíga, en kaflaskil urðu á ferli bassaleik- arans og Dalamannsins þegar hann hellti sér út í kúbanska alþýðutónlist fyrir nokkrum árum með tilheyr- andi dvölum í þessu merkilega landi og þá ekki síst í töfrandi höfuðborg Karíbahafsins, Havana. Hafandi dvalið þar í viku get ég sagt eftirfarandi: Ef New York er borgin sem aldrei sefur, þá er það líklega vegna þess að Havana heldur fyrir henni vöku. Afrakstur náinna kynna Tómasar og Kúbu eru þrír diskar, „Kúb- anska“, „Havana“ og sá nýjasti er „Romm Tomm Tomm“. Á þeim fyrsta leikur Tómas með íslenskum félögum sínum, með al-kúbönsku bandi á þeim næsta, og loks með stórsveit frá báðum löndunum á „Romm Tomm Tomm“ og það var einmitt sú stórsveit sem hélt útgáfu- tónleika í húsi ástarinnar, Casa de la Amistad, við Paseo stræti í Havana, á dögunum. Og þótt hljómurinn einn hefði dugað til að hleypa nýju lífi í hvaða norrænt dauðyfli sem er, þá var það reyndar annað sem fullkomnaði upplifun tónleikagesta. Það var sú fölskvalausa gleði sem lýsti af sann- arlega ólíkum andlitum tónlistar- mannanna sjálfra þegar þeir kveiktu í sameiningu þann eld sem yljaði okkur öllum yst sem innst þetta kvöld og fékk blóðið til að dansa í æðunum. Reyndar svo mjög að meira að segja starfsfólk hússins, sem margt hefur þó séð og heyrt af því tagi, gat ekki staðið kyrrt heldur dansaði á göngunum. Það kann að vera að einhver hafi haldið að til að leika kúbanska tón- list líkt og þá sem flestir þekkja úr hinni frábæru kvikmynd „Buena Vista Social Club“, þurfi ekki annað en veðrað andlit og eitt handboltalið af slagverksleikurum. Svo er ekki. Meira að segja Kúbverjar sjálfir eru misgóðir flytjendur eigin tónlistar. Þeim mun meira afrek er það að hafa náð fullkomnu valdi á flutningi þessarar tónlistar, líkt og Tómas R. hefur greinilega gert ásamt frábær- um félögum sínum úr hljómsveitinni Jagúar. Og það er ekki nóg með það. Honum hefur nefnilega einnig tekist að gera tóna- og hrynmál hennar að sínu og búa til einstakt, sjálfstætt og lífvænlegt afsprengi hennar. Í kar- abískum, salsakenndum seiðnum af „Romm Tomm Tomm“ sem framinn var í Casa de la Amistad um daginn, slógu alíslensk hjörtu í sama takti og þau kúbönsku og færðu báðum sanninn um að maðurinn er alls staðar sá sami, undir húðinni. Útrás af því tagi snýst ekki um milljarða. Hún er ómetanleg. Okkar maður í Havana Sveinbjörn I. Baldvinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.