Morgunblaðið - 26.11.2006, Page 43

Morgunblaðið - 26.11.2006, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 43 hægt að segja um það en byrjunin er frekar verktakaleg og lofar ekki góðu. Þegar hér er komið sögu hefur aðeins verið lokið við þriggja hæða fjölbýlishús efst í hverfinu. Eitt stærsta hús á Íslandi Á þessu ári hefur eitt af stærstu húsum landsins verið tekið í notkun í Garðabæ og hlýtur það að teljast til tíðinda. Hér er að sjálfsögðu átt við IKEA-húsið, sem er meira en 20 þús- und fermetrar og hefur verið reist á hrauninu austan við Reykjanesbraut- ina en allnokkuð vestur af Urr- iðavatni. Hraunið rann út í vatnið á sínum tíma og myndaði afar fallegan tanga sem mun eiga að vernda og það er út af fyrir sig betra en ekkert en ég og margir aðrir líta með mikilli eft- irsjá þegar svo fallegt, gróið hraun er tekið undir byggingu sem okkur finnst að hefði frekar átt að finna stað þar sem það skaðaði ekki umhverfið. Má nú telja víst að allt þetta fallega hraun sem búið er að vera augnayndi síðan byggð hófst í Garðabæ, verði nú mulið undir götur og hús. Sjálft húsið hafa sænskir arkitekt- ar teiknað og þar er farið eftir form- úlu sem hefur reynst fyrirtækinu vel en hvort það er merkileg bygging- arlist er svo önnur saga. Í raun og veru er það byggt eins og venjulegt iðnaðarhús með sérstöku litavali; þar eru blátt og gult í aðalhlutverki, ein- kennislitir fyrirtækisins. Þeir gegna sama hlutverki og sterkt auglýs- ingaplakat. Það er vitaskuld smekks- atriði hvort þessi litir fara vel í ís- lenzku hrauni; ég tel þó vafasamt að einhverjir aðrir sterkir litir færu bet- ur. En IKEA í Garðabæ hefur verið tekið tveim höndum af neytendum. Það sést bezt á yfirfullu bílastæðinu dag hvern. Það er til prýði að nokkrir smáir hraunhólar hafa fengið að halda sér nærri innganginum í húsið og forsalurinn þar er glæsilegur. Hafnarfjörður – heill kaup- staður rís á Völlum Um og fyrir árið 2000 hafði í miðbæ Hafnarfjarðar verið tekið ær- legt tak með nýrri verzlanamiðstöð í Miðbæ og fleiri húsum á allstóru svæði þar sem fyrrum var einungis fjara. Í heildina tókst þetta vel en langbezt tókst þó safnaðarheimili og tónlistarskóli í tengslum við kirkjuna. Í beinu framhaldi er svo Fjörukráin og ekki truflar það mig þó að sú bygg- ing sé ekki í sama stíl. Um svipað leyti var Áshverfi í byggingu og göturnar þar teygjast langt upp eftir hlíðinni. Því miður er ekki margt sem vekur hrifningu í þessu hverfi en það er ekki til um- ræðu hér, enda eldra en fimm ára. Byggðin í Vallahverfi, á hrauninu fyrir sunnan Ásfjall, er aftur á móti álitaefni hér; þar hefur heldur betur verið tekið til hendi á síðustu fimm árum. Þar eru 18 götur og flestar þeirra með blokkabyggingum og taka yfir svæði sem þætti vera sæmilega stór kaupstaður úti á landi. Það er af- rek út af fyrir sig að byggja svo stórt hverfi með sambýlishúsum á svo fáum árum og það er vissulega ómaksins virði að aka öll hringtorgin á leiðinni utan með Vallahverfi og bregða sér síðan inn í byggðina til að sjá hvernig til hefur tekizt. Talsvert hefur verið hnýtt í þetta hverfi og oft hef ég heyrt því haldið fram að það sé beinlínis ljótt. Í því sambandi bið ég menn að athuga sinn gang aðeins betur og hrapa ekki að niðurstöðu án þess að skoða málið. En rétt er að þar gæti ýmislegt staðið til bóta. Ég ræddi við Bjarka Jóhannesson, sviðsstjóra skipulags- og bygg- ingasviðs í Hafnarfirði og hann stað- festi það sem ég hafði heyrt að verk- takar hefðu byggt langstærstan hluta hverfisins. Ekki nóg með það; sami byggingatæknifræðingur, Sigurður Þorvarðarson, hafði teiknað húsin fyrir þá flesta. Hér verður því alls ekki haldið fram að það sé illa gert, eða að Sigurður sé einhver klaufi, og sum verka hans sýnist mér vera prýðileg. Hann getur teiknað marg- vísleg hús eins og Fjörukráin sem hann teiknaði sýnir. En viss áhætta er tekin með því að fela einum manni svo umfangsmikið verk. Ugglaust væri til ávinnings ef svipmót fleiri höfunda kæmi fram og Bjarki Jó- hannesson var því alveg sammála. Af einhverjum ástæðum höfðu skipu- lagsyfirvöld þó ekki getað breytt neinu um þessi vinnubrögð. Hvenær verður of mikið samræmi leiðinlegt? Í þessu sambandi er þó nauðsyn- legt að eitt komi fram. Margoft hefur verið rifizt yfir því að hús í einstökum hverfum séu alltof sundurleit; eig- inlega eins og sitt beinið af hverri tík- inni, svo gripið sé til gamals orða- tiltækis. Ekki þarf að fara lengra en á holtið upp af golfvellinum á Hvaleyri til að finna dæmi um slíkt og margt er sundurleitt einnig í hverfinu sem byggt var á hrauninu sunnan við Hvaleyrarholt. Þeim sem líkar það svipmót stórilla, ættu að vera vel sátt- ir við nýja Vallahverfið. Þar er komin sú einsleitni sem sumir nefna sam- ræmi. Enn sem fyrr er erfitt að gera öllum til hæfis og spyrja má: Hvenær verður of mikið samræmi leiðinlegt? Það væri líka ósanngjarnt að benda ekki á gleðilegar undantekningar; prýðilega hönnuð hús sem myndu sóma sér vel hvar sem væri. Sér- staklega vil ég benda á fimm hæða blokk við Kirkjuvelli, þar sem unnið hefur verið með hvítt, grátt og blátt; litur og form haldast í hendur. Enn- fremur má benda á stóra átta hæða blokk við Kirkjuvelli sem er afar vel formað hús en þar hefur ekki verið hægt að velja um neitt annað en tvo gráa liti. Sama má í rauninni segja um níu hæða blokk við Drekavelli. Það sem ef til vill hefði verið auð- veldast að bæta úr í Vallahverfi í heild er litanotkun en hún er of fátækleg og grái liturinn er of mikils ráðandi. En utan við hverfið er ósnortið hraunið, unaðslega fallegt og vonandi er að eitthvað af því fái að halda sér. Fallegur Lækjarskóli Tvö stórhýsi hafa risið í Hafn- arfirði á síðustu árum sem ástæða er til að geta um. Annað þeirra er fimm hæða skrifstofubygging að Dals- hrauni 1; og ber mikið á henni austan við gatnamót Hafnarfjarðarvegar í Engidal. Höfundar eru Örn Bald- ursson og fleiri á Arkitektastofunni Úti og inni. Sú hlið hússins sem snýr í norður og bezt sést frá tveim stórum umferðargötum er bogadregin og klædd gleri. Þessi klæðning gerir norðurhlið hússins nútímalega og glæsilega og boginn á sinn þátt í því. Suðurhliðin er gerólík, en minna ber á henni; hún er klædd dökkum álplöt- um sem líta út eins og steinn. Í ráði er að byggja annað jafnstórt hús í fram- haldi af þessu við Fjarðarhraun; allt ætlað til útleigu. Lyfjafyrirtækið Ac- tavis starfar á tveimur hæðum í hús- inu sem risið er, en þar er einnig Fiskistofa, GP húsgögn og fleiri fyr- irtæki. Lækjarskóli sem byggður var á undrafögrum stað við Lækinn í Hafn- arfirði er gerólík bygging. Hér er ekki reynt að gnæfa hátt eins og í húsinu við Engidal, heldur ber í raun- inni lítið á þessu prýðilega skólahúsi, en það er vissulega verk sem lofar sína meistara, arkitektana Hilmar Þór Björnsson, Finn Björgvinsson og Sigríði Ólafsdóttur. Að lokum þetta Þó að víða megi pota í það sem byggt hefur verið á síðustu fimm ár- unum í Reykjavík, Kópavogi, Garða- bæ og Hafnarfirði, er niðurstaðan sú þegar á heildina er litið að greina megi framfarir. Þær eru til dæmis í ytra frágangi húsa og ættu að verða til að lengja endingartíma húsanna og minnka viðhaldskostnað. Hús Orku- veitunnar í Reykjavík, Smáralind í Kópavogi og IKEA-húsið í Garðabæ eru helztu stórhýsin frá þessu árabili og hafa tekizt bærilega, hvert á sinn hátt. Þó vekja þyngsli í efnisvali og litanotkun á Orkuveituhúsinu ýmsar spurningar og einnig staðsetning hússins. Mestu framfarirnar eru að mati greinarhöfundarins í útliti stórra sambygginga; til að mynda í 101 Skuggahverfi í Reykjavík, blokk- um í Salahverfi í Kópavogi en um- fram allt á Sjálandi í Garðabæ. Nú eru liðin 39 ár síðan ég skrifaði og gaf út dálítið bókarkver sem bar yfirskriftina Úrval íslenskra einbýlis- húsa og prýtt var ljósmyndum eftir Kristján Magnússon ljósmyndara af 11 húsum í Reykjavík. Mér finnst enn eins og þá að það bezta sem við höfum fram að færa, hafi verið einbýlishús í Arnarnesi Garðabæ sem Manfreð Vilhjálmsson arkitekt teiknaði. Það er enn jafn fagurt sem fyrr og ber af en sést illa fyrir alltof nærgöngulum trjágróðri. Annað afar sérstætt hús í bókinni er eftir Jón Haraldsson arki- tekt, mjallhvítt steinhús í Vest- urbænum í Reykjavík. Það þriðja úr þessum úrvalsflokki er hús á flöt- unum í Garðabæ eftir Högnu Sigurð- ardóttur arkitekt en það er ekki í bókinni. Önnur hús þar eru yfirleitt í svonefndum bungalow-stíl og vekja ekki lengur neina athygli. En þrátt fyrir ný byggingarefni, betri efnahag og ýmsar tækni- framfarir er það mitt mat að í ein- býlishúsum hafi ekki tekizt að skáka því bezta sem búið var að gera árið 1967. Það er umhugsunarefni. Athugasemdir og leiðréttingar Arkitektarnir í Arkibúlunni, Fríða Jónsdóttir og Hrefna Björg Þor- steinsdóttir, komu við sögu í 1.hluta þessa greinaflokks og lýstu þar hrifn- ingu sinni á bryggjuhverfinu í Graf- arvogi. Sú skoðun var raunar byggð á misskilningi mínum og það rétta er að þær eru alls ekki hrifnar af bryggju- hverfinu og vildu láta það koma fram. Annar misskilningur virðist hafa orðið í sömu grein þegar haft var eftir Jóhannesi S. Kjarval arkitekt sem sér um skipulagsmál miðborgarinnar á skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar að hann væri sér- staklega ánægður með námsmanna- íbúðir við Lindargötu. Hið rétta er að hann benti sérstaklega á þyrpingu lít- illa íbúða við Frakkastíg, milli Grett- isgötu og Njálsgötu, þar sem Ölgerð Egils var til húsa áður fyrr sem mjög athyglisverða nýhönnun. Þessi þyrp- ing sem fellur með afbrigðum vel að hlutföllum og húsagerð í nágrenninu, er hönnuð af Tangram Arkitektum. Þetta leiðréttist hér með og eru hlut- aðeigendur beðnir velvirðingar. Höfundurinn hefur verið blaðamaður í 51 ár og skrifað um byggingarlist lengst af þeim tíma. Fegurð Alltaf er fallegt að sjá uppeftir Læknum Hafnarfirði. Ekki ber mikið á hinum nýja Lækjarskóla í þessu um- hverfi og hann truflar ekki fegurðina sem þarna ríkir. Litlítið Við austurmörk Vallahverfis í Hafnarfirði. Þarna hefur risið fjölmenn byggð á fáum árum, sem er afrek út af fyrr sig og blokkirnar eru stæðilegar og ugglaust gott að búa í þeim. En nokkuð dregur hverfið niður hvað hús- in eru afskaplega grá, en úr því hefði verið auðvelt að bæta. Hringtorg Hafnfirðingar hafa ekki látið sitt eftir liggja í gerð myndarlegra hringtorga, sem í vesturbæ Hafnarfjarðar skartar bæði grjóti og rekaviði. Koparklæðning Einbýlishús, klætt með kopar, við Skrúás í Garðabæ. Arki- tektar: Margrét Harðardóttir og Steve Christer. Nýtt hverfi Parhús í Ásahverfi í Garðabæ. Í þessu nýja hverfi er úrval fal- legra sérbýlishúsa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.