Morgunblaðið - 26.11.2006, Side 47

Morgunblaðið - 26.11.2006, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 47 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali UNNARBRAUT - VIÐ SJÁVARSÍÐUNA Glæsilegt 320 fm tveggja íbúða hús á einstökum útsýnisstað á sunnanverðu Nesinu. Húsið skiptist þannig: Á neðri hæð er sér 3ja herbergja íbúð, stór bíl- skúr og geymslur. Á efri hæð er ca 160 fm íbúð með stórum stof- um og mikilli lofthæð. Til eru teikningar af stækkun og breyt- ingum á húsinu. 5873 HÁTEIGSVEGUR - M. BÍLSKÚR Falleg og vel skipulögð 6-7 her- bergja 157,5 fm efri hæð í 4-býl- ishúsi ásamt 20,6 fm bílskúr. Hæðin skiptist í samliggjandi suðurstofu og borðstofu, hol, eld- hús, baðherb., geymslu og 5 her- bergi. Húsið er nýviðgert að utan. Verð 45,9 millj. 6277 SUMARBÚSTAÐUR - EIGNARLAND ÞINGVELLIR - BYGGINGARRÉTTUR Lítill og snotur 22,2 fm sumarbú- staður á 5.000 fm eignarlóð. Bát- askýli og dúkku-hús eru á lóðinni. Bústaðurinn er á einni hæð með svefnlofti. Skiptist bústaðurinn í stofu, eldhús, bað og svefnloft. Verð 8,5 millj. 6295 BÓLSTAÐARHLÍÐ - LAUS STRAX Björt og vel skipulögð 2ja her- bergja 42,9 fm íbúð á 7. og efstu hæð í lyftuhúsi. Eignin er einung- is ætluð þeim sem eru 63 ára og eldri. 6293 SKÚLAGATA - FYRIR ELDRI BORGARA Falleg 3ja herbergja íbúð á 3. hæð í húsi fyrir eldri borgara við Skúlagötuna með útsýni til sjáv- ar og Esjunnar. Eignin skiptist m.a. í hol, svefnherbergi, baðher- bergi, stofu, borðstofu og eldhús. Íbúðin á hlutdeild í samkomusal á 1. hæð og húsvarðaríbúð. Að- gangur að mötuneyti með heitum mat er í næsta húsi. Sérgeymsla á jarðhæð. Öryggishnappur er í íbúð. Húsvörður. Verð 23,9 millj. 6255 SÓLTÚN 5 - SÉRLEGA VÖNDUÐ OG FALLEG Sérlega vönduð og falleg 130 fm. íbúð á 4. hæð í nýlegu lyftuhúsi ásamt bílastæði í bílgeymslu. Íbúðin skiptist í þvottaherbergi, baðherbergi,eldhús með borð- króki, óvenju stórar stofur, tvö svefnherbergi og geymslu innan íbúðar. Húsið er einangrað og klætt að utan. Tvöföld gólf eru til aukinar hljóðvistar. Hönnun hefur verðlaunuð en húsið er teiknað af Ingimundi Sveinssyni. Afhending er í maí 2007. V. 41,5 m.- 6129 FJALLALIND KÓP. - FALLEGT RAÐHÚS Bjart og fallegt 156 fm raðhús á einni hæð með innbyggðum bíl- skúr. Raðhúsið skiptist í forstofu, hol, eldhús, borðstofu, dagstofu, svefnherbergisgang, baðherb., hjónaherbergi með klæðaher- bergi, tvö barnaherbergi, þvotta- herbergi og bílskúr. Frábær stað- setning. 6294 Sími 530 6500 Kynnum til sölu fimm íbúða raðhús. Staðsetning húsanna hefur mikla sérstöðu í Norðlingaholti. Húsin eru byggð við óbyggt vatnsverndarsvæði. Útsýnið af lóðunum er að Bugu, Rauðhól- um, Heiðmörk, Elliðavatni og stórbrotnum fjallahring. Húsin eru á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Húsin eru skráð 169,3 fm, íbúðarrými 136,1 fm og bílskúr 33,2 fm. Skv. teikningu eru áætl- uð þrjú svefnherbergi, innangengt í bílskúrinn og útgengt á lóð- ina á fjórum stöðum. Húsin afhendast fullbúin að utan og máluð og tilbúin til innréttinga að innan. Verð frá 37-39 m. Allar nánari upplýsingar hjá söluaðilum. Sími 588 5530 BERG FASTEIGNASALA TIL SÖLU HÓLAVAÐ 63-71 Á BORGARSTJÓRNARFUNDI síðasta þriðjudag staðfesti meirihluti sjálfstæðis- og fram- sóknarmanna samning um sölu á 45% hlut borgarinnar í Lands- virkjun. Í samningsferlinu fór borgarstjóri á bak sinna eigin loforða um að halda borgarráði upplýstu um gang við- ræðna við ríkið og skrifaði eins og þekkt er orðið undir þessa samninga án þess að um þá hafi verið fjallað í borgarráði. Í ljós kom á fund- inum að borgarstjóri hafði í þessu frumhlaupi sínu ekki kynnt sér fyr- irliggjandi gögn í málinu, eins og verðmætamat upp á 91,2 milljarða sem lá fyrir, en samningsmarkmið byggð á því mati urðu ásamt öðru til þess að upp úr viðræðum slitnaði fyr- ir rúmu ári. Ríkið vildi þá aðeins borga tæpa 60 milljarða fyrir hlut borgarinnar sem er um það bil sama upphæð og borgarstjóri samdi núna um að teknu tilliti til verðlagsbreyt- inga. Hagsmunir Orkuveitunnar hafðir að engu Jafnframt kom fram að borg- arstjóri leitaði ekki álits Orkuveitu Reykjavíkur á því hvaða áhrif salan og hugsanleg einkavæðing Lands- virkjunar í kjölfarið, hefði á sam- keppnisumhverfi Orkuveitunnar. En 60% af þeirri raforku sem OR dreifir um sitt kerfi eru keypt af Lands- virkjun í heildsölu. Þessir hagsmunir OR og þar með raforkunotenda, heimilanna í Reykja- vík, voru í engu tryggðir í samning- unum um sölu á hlut borgarinnar í Landsvirkjun. Þeir voru ekki einu sinni kannaðir en það hlýtur að teljast mjög ámælisvert. Samþykkt gegn betri sannfæringu Greiðsluformið á hlut borgarinnar í Lands- virkjun var einnig mjög gagnrýnt og sú stað- reynd að lífeyrissjóður starfsmanna borg- arinnar situr nú uppi með óseljanleg bréf í Landsvirkjun, sem að auki bera breytilega vexti í stað fastra vaxta sem væri mun æskilegra fyrir sjóðinn. Það hef- ur áður komið fram að stjórn lífeyr- issjóðsins var ekki, frekar en aðrir, höfð með í ráðum á samningstíma. Stjórnarformaður sjóðsins Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi borg- arfulltrúi Framsóknarflokksins, hef- ur lýst þeirri skoðun sinni op- inberlega að bréfin séu óviðunandi lausn fyrir sjóðinn. Óskar Bergson, fulltrúi Framsókn- arflokksins á borgarstjórnarfund- inum, upplýsti að hann treysti Alfreð Þorsteinssyni fullkomlega til að meta hagsmuni sjóðsins. Hvernig sá hinn sami Óskar Bergsson gat í kjölfar þessara yf- irlýsinga sinna samþykkt söluna og þar með óviðunandi greiðsluform gegn betri sannfæringu er með öllu óskiljanlegt. OR ekki einkavædd Það eina jákvæða sem kom frá meirihlutanum á fundinum var að Óskar Bergson upplýsti að þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnarformanns OR, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, um hugsanlega sölu á gagnaveitu OR, myndi Framsóknarflokkurinn ekki standa að þeirri einkavæðingu. Hvort það standist þegar á hólm- inn er komið verður að koma í ljós því undirlægjuháttur framsóknarmanna virðist alger gagnvart Sjálfstæð- isflokknum í samstarfinu í borginni eins og atkvæði Óskars Bergssonar um sölu á hlut borgarinnar í Lands- virkjun ber vitni um. Borgarstjóri semur af sér Sigrún Elsa Smáradóttir fjallar um sölu á hlut Reykja- víkurborgar í Landsvirkjun » Það hefur áður komið fram að stjórn lífeyrissjóðsins var ekki, frekar en aðrir, höfð með í ráðum á samningstíma. Sigrún Elsa Smáradóttir Höfundur er varaborgarfulltrúi Sam- fylkingarinnar. Heyrst hefur: Ég hlakka til helginnar. RÉTT VÆRI: Ég hlakka til helgarinnar. Gætum tungunnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.