Morgunblaðið - 26.11.2006, Page 52
52 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ERU lyf lúxusvara? Fyrir
nokkru birtist í Morgunblaðinu
viðtal við Ástu Möller alþing-
ismann þar sem hún
færir rök fyrir því að
lækka beri eða fella
niður virðisaukaskatt
(VSK) á lyf. Ásta
bendir á að í tillögum
ríkisstjórnarinnar um
lækkun á VSK á
nauðsynjavöru sé
ekki gert ráð fyrir
lækkun skatta á lyfj-
um. Því verði þau
skattlögð áfram með
24,5% VSK og þannig
flokkuð með syk-
urvörum, sælgæti og
lúxusvöru. Ég tek undir með Ástu
að VSK á lyf er algjör tíma-
skekkja sé málið skoðað í sam-
hengi við fyrirhugaða lækkun á
VSK á matvæli.
Ályktun landsfundar
Sjálfstæðisflokksins 2005
Ég hef í mörg ár talað fyrir því
að fella beri niður VSK á lyf með
þeim rökum að með því verði mik-
ilvæg einföldun á
skattkerfinu þar sem
stærsti kaupandi lyfja
er ríkissjóður. Auk
þess er ljóst að lyf
sem læknir ávísar eru
hluti af sjúkdóms-
meðferð og hin al-
menna regla er að
heilbrigðisþjónusta er
undanþegin virð-
isaukaskatti. Því þá
ekki lyfin?
Það er einnig al-
kunna og stutt af
könnunum að mestu
notendur heilbrigðiskerfisins eru
barnafjölskyldur og elli- og ör-
orkulífeyrisþegar. Afnám VSK á
lyfjum kemur þessum hópum því
sérstaklega til góða.
Ég hef því flutt tillögu um þetta
efni á landsfundum Sjálfstæð-
isflokksins og á landsfundi í októ-
ber 2005 var mjög málefnaleg um-
ræða í heilbrigðis- og
trygginganefnd sem lyktaði með
því að eftirfarandi setning var
samþykkt sem hluti af ályktun
landsfundar.
„Athuga ber að fella niður virð-
isaukaskatt á lyfseðilsskyldum
lyfjum, sem í senn er einföldun á
skattkerfinu og einkum til hags-
bóta fyrir aldraða, öryrkja og
barnafjölskyldur.“
Stærð lyfjamarkaðarins
Erfitt er að nálgast nákvæmar
tölur um íslenskan lyfjamarkað
vegna ýmiss konar afslátta og
flókins kerfis um þátttöku sjúkra-
trygginga í lyfjakostnaði. Ætla má
að lyfjaveltan sé um 14 milljarðar
króna á ári, kostnaður almennings
þar af um fjórir milljarðar króna á
ári og hefur greiðsluþátttaka ein-
staklinga verið að aukast verulega.
Lyfjakostnaður sjúkrahúsa og
annarra heilbrigðisstofnana er tal-
inn nema um 3,5–4 milljörðum
króna og þar af greiðir Landspít-
ali – háskólasjúkrahús (LSH) um
2,7 milljarða fyrir lyf á ári. Kostn-
aður LSH vegna VSK af lyfjum er
því um 5–600 milljónir króna á ári
sem svarar stórum hluta af
rekstrarhalla spítalans. Þessi upp-
hæð greiðist beint til baka sem
tekjur í ríkiskassann meðan rík-
issjóður greiðir jafnháa fjárveit-
ingu eða aukafjárveitingu til spít-
alans til að greiða skattinn. Væri
ekki nær að einfalda skattkerfið
og fella niður virðisaukann á lyfj-
um?
Staðan í viðmiðunarlöndum
Í Evrópusambandinu eru ekki
samræmdar reglur um hver virð-
isaukaskattur skuli vera af lyfjum
og mjög mismundandi ákvæði milli
aðildarlanda. Bretland, Írland,
Svíþjóð og Malta hafa fellt alveg
Virðisaukaskattur
á lyf er tímaskekkja
Almar Grímsson fjallar um
lyfjaverð
Almar Grímsson
Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033
Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali
SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG
Falleg efri hæð með sérinngangi í tvíbýlishúsi. Íbúðin er 100,4 fm
að stærð með þremur svefnherbergjum, stofan er mjög rúmgóð
með blómaskála og þar útgengi út á suð-vestursvalir. Eldhús með
góðum innréttingum og þvottahús þar innaf. Steypt bílskúrsplata.
Fallegur garður og mikið útsýni. Íbúðin getur verið til afhendingar
við kaupsamning. Verð 23,9 milljónir.
OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 14 OG 16
FROSTAFOLD 179 - GRAFARVOGI
Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli
Falleg 77,1 fm 3-4ra herbergja efri hæð og ris í fallegu húsi. Húsið var mikið endur-
nýjað 1998 sbr. lagnir, innrétt., gólfefni ofl. Aðalhæð skiptist í anddyri, baðherbergi
með glugga, eldhús, stofu og svefnherbergi. Í risi eru tvö herbergi sem nýlega hafa
verið uppgerð með nýjum Veluxgluggum. Ris mælist aðeins sem ca 11 fm en gólfflöt-
ur er í raun stærri. Verð 20,8 millj.
Sigurjón tekur vel á móti gestum frá kl. 14-16 í dag. Teikningar á staðnum.
Skólavörðustíg
13
Sími 510 3800
Fax 510 3801
www.husavik.net
Reynir Björnsson
Opið hús
Mjög skemmtileg og björt 106,2 fm efri sérhæð með stórum 42,6 fm tvöföldum bíl-
skúr. Eignin skiptist þannig: Sérinngangur í stigahúsi með góðum björtum glugga.
Hol/gangur, tvö svefnherbergi, baðherbergi, eldhús, stofa og borðstofa. Húsið var allt
steinað að utan (fyrir utan norðurhlið) fyrir 6-8 árum síðan. Búið er að skipta um
skólplagnir og vatnslagnir ásamt ofnalögnum. Mjög gott pláss (bílastæði) við bílskúr.
Verð 31,5 millj. Laus strax.
Svava og Jón taka á móti gestum í dag milli kl. 14 - 15. Allir velkomnir.
OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-15
BARMAHLÍÐ 29 - 42,6 fm. bílskúr
Mjög skemmtilegt 168,1 fm raðhús á einni hæð með innbyggðum bílskúr á þessum
eftirsótta stað í Garðabæ. Eignin er mjög björt þar sem stórir gluggar gefa mikla birtu
í öllum vistarverum. Baðherbergi nýlega endurnýjað með baðkari, sturtu og innrétt-
ingu. Þrjú parketlögð svefnherbergi en húsið býður upp á að bæta við 4 svefnherberg-
inu. Þvottahús inn af forstofu. Óvenju skemmtileg ca 50 fm stofa og borðstofa með
útgangi út á suðurverönd. Verð 38,5 millj.
Bjarni og Unnur taka vel á móti gestum í dag frá kl. 14-16. Teikningar á staðnum.
OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-16
ASPARLUNDUR 15 - GaRÐABÆR
OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-16
FRAMNESVEGUR 29
OPIÐ HÚS STRANDVEGUR 3 OG 23
FJÁRFESTING
FASTEIGNASALA ehf.
Sími 562 4250 • Borgartúni 31 • www.fjarfest.is
Hilmar Óskarsson, Guðjón Sigurjónsson,
Rósa Guðmundsdóttir, Benedikt G. Grímsson.
Lögfr.: Pétur Þ. Sigurðsson hrl.
STRANDVEGUR 3 í Garðabæ
OPIÐ HÚS Í DAG
FRÁ KL. 14-15.
STRANDVEGUR 23 í Garðabæ
OPIÐ HÚS Í DAG
FRÁ KL. 15-16.
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
226 fm tvílyft einbýlishús með glæsilegu óhindruðu útsýni í Suðurhlíðum
Kópavogs. Eignin skiptist í forstofu, sjónvarpshol, rúmgott eldhús með
góðum borðkrók og þvottaherb. innaf, stór stofa með miklum gluggum
og útsýni, 4 herb. (áður 5) og nýlega endurnýjað baðherb. auk gestasal-
ernis. Útgengi á suðursvalir úr hjónaherb. Göngufæri í skóla og leikskóla.
Suðursvalir. Húsið stendur á 1.268 fm skjólmikilli lóð með stórum
sólpalli, miklir möguleikar. Ath. áhv. eru um 39 millj. í langtímalán-
um. Verðtilboð.
Eignin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16
Verið velkomin.
Digranesvegur 74
Einbýlishús á útsýnisstað í Suðurhlíðum Kópavogs
Opið hús í dag frá kl. 14-16
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Rakarastofan
Klapparstíg
S: 551 3010
Hair play frá
Rakarastofan
Klapparstíg
Fréttir
á SMS