Morgunblaðið - 26.11.2006, Side 54

Morgunblaðið - 26.11.2006, Side 54
54 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Prófkjör Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi 2006 Sæti og fylgi samkvæmt prófkjörsreglum Sæti og fylgiskv. hlutfalls- 1. 2. 1.-2. 3. 1.-3. 4. 1.-4. 5. 1.-5. 6. 1.-6. kosningum Árni Mathiesen 1 2659 352 3011 228 3239 260 3499 181 3680 212 3892 1 3048 Árni Johnsen 2 1877 425 2302 247 2549 226 2775 171 2946 188 3134 2 2294 Kjartan Ólafsson 3 137 1086 1223 355 1578 341 1919 342 2261 400 2661 4 1019 Björk Guðjónsdóttir 4 77 478 555 825 1380 732 2112 505 2617 538 3155 5 965 Unnur Brá Konráðsd. 5 23 116 139 357 496 644 1140 1452 2592 604 3196 6 752 Drífa Hjartardóttir 6 132 833 965 531 1496 532 2028 472 2500 465 2965 3 1030 Hlutfallskosningar eru meginregla í íslenskum kosningalögum til Al- þingis og einnig á Alþingi sjálfu. Með þeim er reynt að tryggja að flokkar eða hópar sem bjóða fram lista í kosningum fái sanngjarnan fjölda fulltrúa, í hlutfalli við fylgi sitt. Reglan er sú að þegar settur er kross við raðaðan og óbreytt- an framboðslista fær sá sem er fyrstur á listan- um atkvæðið óskipt. Sá sem er annar á listan- um fær hálft atkvæði, sá þriðji þriðjung úr at- kvæði og þannig áfram. Þegar talning fer fram hljóta kosningu þeir frambjóðendur á öllum listum sem fá flest atkvæði, vegin á þennan hátt. Í þeim prófkjörum sem flokkarnir hafa efnt til á undanförnum árum hag- ar ekki eins til. Reyndar merkir kjós- andinn við tiltekinn fjölda frambjóð- enda í töluröð. En vegna þess að ekki raða allir kjósendur frambjóðendum á sama hátt hlýtur hver frambjóðandi atkvæði í fleiri en eitt sæti og eftir því verður að haga talningu. Samt sem áð- ur er hægt að láta meginreglu hlut- fallskosninga gilda. Atkvæðin sem hver frambjóðandi fær í hvert sæti eru þá vegin eftir reglu hlutfallskosninga, en síðan eru þessi vegnu atkvæði hans öll lögð saman. Þannig fæst fylgi hvers frambjóðanda með einni tölu. Eftir þessum samanlagða vegna at- kvæðafjölda raðast frambjóðendur á listann að loknu prófkjöri. Ekki skal því haldið fram að með þessari aðferð veljist endilega bestu frambjóðend- urnir, enda er ætlunin einungis að fá sem réttastan mælikvarða á það traust sem kjósendur sýna þeim í kjörklef- anum. Eins og kunnugt er hafa menn ekki farið eftir þessari meginreglu ís- lenskra kosningalaga í talningu próf- kjörsatkvæða. Í stað þess hefur helst verið notuð aðferð sem var mótuð og tekin upp hjá Sjálfstæðisflokknum fyrir aldarfjórðungi eða svo. Aðrir flokkar hafa sumir tileinkað sér að- ferðina í góðri trú, rétt eins og annað kæmi ekki til greina. Þá er sá settur efstur á lista sem fær flest atkvæði í fyrsta sæti, en ekkert tillit er tekið til þess þótt annar frambjóð- andi sem fær litlu færri atkvæði í það sæti hljóti miklu meira fylgi í önn- ur sæti. Sams konar gölluð aðferð er notuð til að skipa önnur sæti. Hljóti tveir frambjóðendur til dæmis álíka mörg atkvæði í neðstu sæti er ekki tekið neitt tillit til þess hvernig atkvæði þeirra skipast í efri og neðri sæti. Ný- leg dæmi um afleiðingarnar eru mörg en hér skulu aðeins nefnd þrjú. Í töflu yfir niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Suður- kjördæmi nú árið 2006 kemur fram að Drífa Hjartardóttir skyldi lenda í 6. sæti . Ef atkvæðin eru talin saman eftir meginreglu hlutfallskosninga má sjá að samanlagt fylgi Drífu reiknast heldur meira en þeirra sem töldust í 3., 4. og 5. sæti. Eftir því ætti hún að hljóta þriðja sætið, færast upp um þrjár tröppur. Það munar um minna. Önnur dæmi eru þau að eftir reglu hlutfallskosninga hefði Ragn- heiður Ríkharðsdóttir átt að hljóta 4. sæti í stað þess sjötta í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Suðvest- urkjördæmi, og í prófkjöri Samfylk- ingarinnar í Reykjavík hefði Val- gerður Bjarnadóttir átt að færast úr 10. sæti í 8. Að sjálfsögðu er ekki hægt að búast við öðru en að farið sé eftir þeim reglum sem ákveðnar eru áður en prófkjör fara fram. En sé skilyrðum um bindandi kosningu ekki fullnægt er vissulega hægt að taka tillit til ýmissa sjónarmiða við endanlega röðun á listann, svo sem þeirrar reglu hlutfallskosninga sem ég hef reifað í þessari grein. Hitt er svo annað mál að annarrar vaxandi gagnrýni gætir nú á fram- kvæmd prófkosninga. Það er spilling og ekki jafnræði að óhemju misjöfn fjárráð manna geti ráðið velgengni í kosningum. Það er líka hæpið jafn- ræði að frambjóðendur tileinki sér ákveðin sæti og reyni þannig að þvinga aðra neðar á listann, líkt og þegar dýr í hjörð skipa sér sjálf í virð- ingarröð. En ef það tækist að komast fram hjá þessum og öðrum ágöllum prófkjörsaðferða væri ef til vill ein- faldast og affarasælast að sameina prófkjörin kosningunum sjálfum. Þá mundi kjósandi tölusetja tiltekinn fjölda frambjóðenda og síðan yrðu at- kvæði talin eftir hlutfallsreglunni. Spurning er hvort ástæða væri til að heimila kjósanda að velja frambjóð- endur af fleiri en einum lista en það væri tæknilega auðvelt með hlutfalls- reglunni. Um þessi og fleiri atriði tengd prófkjörum og kosningum er full þörf málefnalegrar umræðu. Reglur hlutfallskosninga í prófkjörum Páll Bergþórsson skrifar um útreikning á sætaskipan í prófkjörum »En vegna þess aðekki raða allir kjós- endur frambjóðendum á sama hátt hlýtur hver frambjóðandi atkvæði í fleiri en eitt sæti... Páll Bergþórsson Höfundur er veðurfræðingur og rithöfundur. Laugavegi 170, 2. hæð. Opið virka daga kl. 8-17. Sími 552 1400 ● Fax 552 1405 www.fold.is ● fold@fold.is Þjónustusími eftir lokun er 694 1401. Nóatún 15 Opið hús í dag á milli kl. 14-16 Um er að ræða tvær eignir sem báðar hafa verið endurgerðar hvað varðar gólfefni, lagnir, gler, glugga o.fl. Annars vegar er um að ræða 61,0 fm jarð- hæð með stórri stofu, góðu eldhúsi, svefnherbergi, baðherbergi og sérinn- gangi með hita í útitröppum. Ásett söluverð 19,9 millj. Hins vegar er um að ræða hæð og ris með bílskúr, samtals 121,8 fm. Tvö svefnherbergi á sérhæð, samtengd stofa, borðstofa, borðkrókur og stórt eldhús með Miele tækjum og glæsilegri innréttingu. Gestasalerni sem er flí- salagt. Forstofa og hol flísalagt, teppalagður stigi að rishæð þar sem er hjónasvíta ásamt fataherbergi og góðu baðherbergi sem er flísalagt í hólf og gólf. Fermetrafjöldi er meiri heldur en mat getur til um þar sem hluti riss er undir súð. Eins og jarðhæð hefur eignin verið tekin í gegn hvað varðar gólfefni, lagnir, gler, glugga o.fl. Bílskúr er með nýju þaki, gluggum og þar er einnig hiti og kalt vatn ásamt rafmagni og sjálfvirkum hurðaopnara. Ásett söluverð 39,9 millj. Þetta eru sérlega glæsilegar eignir þar sem ekkert hefur verið til sparað. Sérinngangur í báðar íbúðir. Hraunbraut 3 Opið hús í dag á milli kl. 14-15 Um er að ræða tvær eignir. Neðri hæð, 82,9 fm. í tvíbýli á góðum stað í vesturbæ Kópavogs. Sérinngangur og góð verönd með suður garði. Verð 21 millj. Anna og Reymond taka á móti þér. S: 695-4669. Sérhæð í tvíbýli á frábærum stað í vesturbæ Kópavogs. Hæðin er 156,9 fm auk bílskúrs sem er 36 fm eða samtals er eignin : 192,9 fm. V 44 millj. Margarita og Magnús taka á móti þér s: 695-4669 Eignin getur einnig selst í einu lagi - Upplagt tækifæri fyrir samrýmdar fjöl- skyldur. EFNALAUG – ÞVOTTAHÚS - KÓPAVOGI Til sölu vegna sérstakra ástæðna, rekstur og búnaður góðri efnalaug-þvottahúsi í Kópavogi. Vinsamlega hafið samband við sala@firmus.is eða Þorstein í 694 3401 Um er að ræða fyrirtæki sem hefur fest sig í sessi sem leiðandi fyrirtæki á sínu sviði þ.e. þjónustu- og afþreying- armiðstöð fyrir ferðamenn, sem byggir starfsemi sína á því hvað hægt er að gera með íslenskum jarðhita í rækt- un á plöntum auk verslunar- og veitingasölu. Miklir möguleikar eru í að þróa starfsemina frekar og tengja hana í ríkari mæli við Hveragerði sem er vaxandi bær fyrir heilsutengda þjónustu. Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir 1.500 fm stækkun gróðurhúsa og tengibygg- ingar aftan við núverandi veitingasal. Einnig er gert ráð fyrir fjögurra hæða hótelbyggingu með fjölda herbergja, auk kjallara, á austurhluta lóðarinnar. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. EDEN EHF. HVERAGERÐI Aldingarður í alfaraleið Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.