Morgunblaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 62
Fjörtíu augu Merki verkefnisins. Eftir Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is Um þessar mundir stend-ur Félag kvikmynda-gerðarmanna (FK) ámerkum tímamótum, það hefur slitið barnsskónum vor- daganna og er komið á virðulegan fimmtugsaldurinn. FK er heildar- samtök kvikmyndagerðarmanna, fagfélag sem hýsir starfsgreinar innan kvikmyndagerðar (kvik- myndatöku, klippingar, hljóð- vinnslu, kvikmyndastjórn). Félagið var stofnað vegna til- komu Ríkissjónvarpsins (RÚV) ár- ið 1966. Stofnfélagar voru starfs- menn sjónvarpsstöðvarinnar, sem lagði alvöru grundvöll að nýjum starfsgreinum undir hatti kvik- myndagerðarinnar. Nokkrir tugir manna voru sendir til Danmerkur á vegum RÚV til að læra tökin á tækninni. Samtímis opnuðust at- vinnumöguleikar fyrir menn sem höfðu lokið námi við kvikmynda- skóla, unnið við fagið á erlendri grund eða fengist við það hér heima. Þeir gerðust opinberir starfsmenn og framtíðin var í einni svipan orðin björt og spennandi, þessi hópur er kjarni FK í dag. Aðeins einn maður, Þorgeir heit- inn Þorgeirsson, sat stofnfundinn sem starfandi kvikmyndagerð- armaður, þannig var ástandið á sjöunda áratug síðustu aldar. Allt er fertugum fært Máltækið segir „allt er fertugum fært“. Það á vissulega vel við FK á þessum tímamótum. Fyrir skömmu áttum við þess kost að sjá glæsilegustu Eddu-hátíð sögunnar, a.m.k. hvað kvikmyndaúrvalið snertir. Þrjár gæðamyndir kepptu um verðlaun félagsins sem voru sett á laggirnar árið 1999 og voru því veitt í sjöunda skipti í ár. Þau hafa sannað sig og eru félags- mönnum mikilvæg hvatning og vegsauki. Annar merkur áfangi í sögu FÍK var stofnun Kvikmyndasjóðs (nú Kvikmyndamiðstöð Íslands – Ice- landic Film Fund) árið 1979. Hann er undirstaða þess merka fyrir- brigðis sem menn kalla gjarnan á tyllidögum „Íslenska kvikmynda- vorið“, og hleypti nýju blóði í list- grein sem hékk á horriminni. Sú saga verður ekki rakin hér, en þess verður að geta að frumkvöðl- arnir reyndust vandanum vaxnir og skópu þegar í upphafi ótrúlega mögnuð og góð verk sem fylltu þjóðina stolti yfir þeirri staðreynd að við vorum fær um að gera bíó- myndir, og það sem var meira um vert, góðar kvikmyndir. Landinn lét ekki sitt eftir liggja á hveiti- brauðsdögum þjóðarinnar og kvik- myndanna og flykktist í bíó. Eftir gleðivímu veislu vordag- anna, komu hinir óumflýjanlegu timburmenn. Fólksfæðin var versti óvinur hins nýja listforms og landsfeðurnir voru ekki með á nót- unum og héldu fast um veskið. Sá vandi virðist leystur að miklu leyti því stjórnvöld hafa lofað bót og betrun og stórauknum framlögum til gerðar kvikmynda, sjónvarps- efnis, heimildar- og stuttmynda. Ekki ónýt afmælisgjöf það. Tímarit og kvikmyndahátíð Félag kvikmyndagerðarmanna hefur gefið út tímaritið Land og syni frá árinu 1995. Blaðið er mál- gagn kvikmyndagerðarmanna og vettvangur umræðu og upplýsinga um hvaðeina sem snýr að faginu. Land og synir er nú gefið út af Ís- lensku kvikmynda- og sjónvarps- akademíunni sem jafnframt heldur úti vefnum logs.is en FK er einn þriggja eigenda akademíunnar. FK er jafnframt einn af stofn- endum Kvikmyndahátíðar í Reykjavík sem er elsta kvik- myndahátíð á Norðurlöndunum. Félag kvikmyndagerðarmanna setti á stofn alþjóðlega stutt- og heimildarmyndahátíðina; Reykja- vík Short’s and Doc’s. Á hátíðinni eru sýndar heimildar- og stutt- myndir hvaðanæva úr heiminum ásamt því sem best er gert á þessu sviði hér á landi. 40 ár – 40 stuttmyndir Í tilefni afmælisársins ákvað FK að bjóða félagsmönnum að gera 40 stuttmyndir. Þeim var ákveðinn stakkur sniðinn; hver og ein aðeins ein mínúta á lengd, sem gefur pakkanum skemmtilegan heildar- svip, þó innihaldið sé úr ýmsum áttum og hið fjölbreyttasta. Stutt- myndinni er gjarnan líkt við smá- söguna, formið býður upp á skemmtilega og sérstaka mögu- leika og tímalengdin, ein mínúta, gerir það enn knappara. Hátíða- myndirnar 40 eru því eins konar hraðskák efnis og anda á filmu, og einstök áskorun okkar fjölmörgu kvikmyndargerðarmönnum. Höfundarnir eru af öllum stærð- um og gerðum. Hér eru verk eftir leikstjóra úr frumkvöðlahópnum, allt til ungra og lítt sjóaðra kvik- myndagerðarmanna sem fá tæki- færi að sýna hvað í þeim býr. Sama máli gegnir um leikara og tæknimenn, þeir koma jafnt úr hópi þekktustu listamanna í sínum geira og nýgræðinga. Útkoma er forvitnileg blanda, yfir höfuð áhugaverð og glittir í fína hluti. Þátturinn Kastljós er að sýna myndirnar, sem eru gerðar með styrk frá Kvikmyndamiðstöðinni og mun þeim ljúka í næstu viku. Hér verður fjallað um nokkrar þeirra sem búið er að sýna, fleiri umsagnir birtast þegar hringnum er lokið. Fjörutíu ár, fjörutíu mínútur Morgunblaðið/Eggert Eddan Eddu-verðlaunin voru sett á laggirnar árið 1999 og voru því veitt í sjöunda skipti í ár. Stuttmynd Úr stuttmynd Ara Alexanders Ergis Magnússonar, Hún talar íslensku. Félag kvikmyndagerðarmanna átti fertugsafmæli fyrir skömmu og sýnir í því tilefni 40 stuttmyndir |sunnudagur|26. 11. 2006| mbl.is staðurstund „Fór að hugsa til þess að viðlíka kiljur um íslenska myndlistar- menn eru alls óþekktar á Ís- landi.“ » 64 sjónspegill Árni Matthíasson fjallar um bandarísku söngkonuna Joanna Newsom og samstarf hennar og Van Dyke Parks. » 64 tónlist Nýr diskur Friðriks Karlssonar og Þórunnar Lárusdóttur er vel unninn en ófrumlegur, að mati tónlistargagnrýnanda. » 68 plötudómur Vernharður Linnet skellti sér á tónleika í tónleikaröð Múlans á DOMO-bar með Hljómsveit Eriks Qvicks. » 69 djass Drengjakvartettinum Take That gengur allt í haginn um þessar mundir. Hann kom nýlega fram í Abbey Road-hljóðverinu. » 77 fólk Teiknimyndagerðarmaðurinn Gunnar Karlsson (Litla lirfan ljóta, Anna og skapsveiflurnar) er höfundur Kvak, litfríðrar og grág- lettinnar myndar um veiðimenn og fiðurfé þar sem skytturnar verða skotmarkið. Slíkar uppákomur eru ekki óþekkt fyrirbrigði, menn hafa jafnvel fretað á bestu vini sína í hita drápsgleðinnar. Í Samræði Ásgríms Sverris- sonar eru klassískar hjónabands- erjur krufðar til mergjar vafn- ingalaust, í hringnum. Parið íklæðist boxhönskum og kjaft- heggst uns yfir lýkur. Hreinlegri og afdráttarlausari aðferð en margar mun þekktari til að útkljá sambúðarvanda og orðræður til einskis nýtar. Sykurpúði Júlíusar Kemp er skondin sýn af jeppaakandi útrás- argemsa sem leitar að bráð, ekki eingöngu í Kauphöllinni heldur ut- an hjónabandsins. Enda fiðringur- inn tekinn að grána. Önnur svipmynd af þeim gráa er dregin upp af Óskari Jónassyni, í Dagsverki, þar sem umgjörðin er Sundhöllin. Roskin söguhetjan að glíma við líkamsrækt, full strembna, full seint. Þannig rekja þau sig hvert af öðru, stílfærð augnablik úr hvers- dagslífinu í misjafnlega vel heppn- uðum umbúðum, eins og gengur. Að mínu mati tekst Hilmari Odds- syni að fanga andrúmið í Venju- legum degi, ásamt fjölskyldunni, sem situr hálfvöknuð yfir korn- flögunum. Konan of sein í vinn- una, dóttirin of sein í skólann, gamalkunnugt jarm úr sölum Al- þingis lekur úr útvarpinu. Hilmar hanterar morgunmygluna listi- lega, skyldum við ekki kannast við þetta, öll? Nokkrar stuttar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.