Morgunblaðið - 26.11.2006, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 26.11.2006, Qupperneq 63
Morgunblaðið/Árni Sæberg Höfundurinn Gísli Sigurðsson, höf- undur Vestur undir Jökul, með ein- tak af bókinni. GÍSLI Sigurðsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri Lesbókar Morgunblaðsins, hefur sent frá sér fjórðu bókina í bókaflokknum Seið- ur lands og sagna, Vestur undir Jökul. Umfjöllunarefnið er Mýra- sýsla og Snæfellsnes. Öðrum þræði fjallar bókin um einstakar persónur sem upp úr hafa staðið í aldanna rás, allt frá landnámsmönnum til nútímans. Bókin er 369 blaðsíður og með myndarlegri örnefnaskrá. Í bókinni eru yfir 400 ljósmyndir, sem Gísli tekur langflestar sjálfur. Auk þess eru í bókinni málverk eft- ir Gísla og frumort ljóð. Óvenjulegt er að bókarhöfundurinn hefur sjálf- ur unnið alla helstu verkþætti, unn- ið úr heimildum, skrifað texta og myndatexta, tekið myndirnar, nema fáeinar sem merktar eru öðr- um, og teiknað upp útlit bók- arinnar. Í umfjöllun Gísla um Snæfells- jökul segir meðal annars: „Meðal íslenzkra jökla og raunar meðal ís- lenzkra fjalla hefur Snæfellsjökull þá sérstöðu að við hann er bundin afar lífseig trú á dulinn mátt. Menn sem búið hafa undir Jökli í lengri eða skemmri tíma eru flestir sam- mála um einhverja sérstaka kraft- birtingu, sem stafi frá fjallinu, en óljóst er hvort sú skoðun hefur ver- ið við lýði fyrr á öldum í sama mæli og nú upp á síðkastið. Ein- hvern þátt í dulúðinni á Bárður Snæfellsás; hann er nefndur til sögunnar sem á mörkum manns og dularfullrar veru, en gekk, eða jafnvel „dó í Jökulinn“, eins og oft er sagt núna.“ Vestur undir Jökul Fjórða bók í Seiður lands og sagna eftir Gísla Sigurðsson MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 63 menning ÍS L E N S K A A U G L Ý S IN G A S T O F A N /S IA .I S L B I 35 05 7 1 1/ 20 06 Maður, náttúra og mynd Ingálvur av Reyni Sámal Joensen-Mikines Zacharias Heinesen Í Landsbankanum, Austurstræti, í afgreiðslusal og á 2. hæð eru sýnd málverk eftir þrjá af helstu listamönnum færeysku þjóðarinnar. Um er að ræða skiptisýningu Landsbankans og Færeyjabanka í tilefni 120 ára afmælis þess fyrrnefnda og 100 ára afmælis þess síðarnefnda á þessu ári. Sýningin er öllum opin á afgreiðslutíma Aðalbankans í Austurstræti. Leiðsögn í dag, sunnudag - síðustu sýningardagar Í dag, sunnudaginn 26. nóvember, mun Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur verða með leiðsögn um sýninguna. Húsið verður opnað kl. 14:30. Leiðsögnin hefst kl. 15:00 og stendur í um klukkustund. Vinsamlega athugið að nú fara síðustu sýningardagar í hönd. Sýningunni lýkur 30. nóvember. FYRSTA ófærð vetrarins dró minna úr aðsókn en ætla mætti á sunnudag enda reyndist hún prýðisgóð. Dag- skráin var hlustvæn en ekki að sama skapi nýstárleg; samanstóð að mest- um hluta úr vel þekktum og vinsæl- um kórperlum sem löngu hafa sannað gildi sitt og sumar nærri sætt offlutn- ingi, eins og farið getur fyrir jafnvel beztu verkum. Tónleikarnir hófust á tvísöngnum Ísland farsælda Frón og hélt áfram með þjóðlagaútsetningum eftir Jón Ásgeirsson (Vísum Vatns- enda-Rósu, Krummavísu & Sofðu unga ástin mín), Árna Harðarson (Tíminn líður, trúðu mér), Hafliða Hallgrímsson (Hættu að gráta hringaná) og Hjálmar H. Ragnarsson (Hér undir jarðar hvílir moldu). Síðan komu frumsömdu lögin Maístjarnan (Jón Ásgeirsson), Haustvísur til Már- íu og Máríukvæði (Atli Heimir Sveinsson) og Smávinir fagrir (Jón Nordal). Allt rann þetta ljúflega niður í ágætum flutningi kórsins og mátti vart á milli sjá hvað af öðru bar. Hins vegar tóku nokkuð að kárna kröfurnar í næstu verkum eftir tvær tónskáldkonur af yngri miðkynslóð, Hildigunni Rúnarsdóttur og Báru Grímsdóttur. Báðar eru þær þaul- kunnugar kórmiðlinum og því kannski líklegri en aðrir til að reyna á þanþol hans, eins og kom fram í hryn- rænum tilþrifum og ekki sízt hæð- arkröfum til sóprans, enda þær Bára sjálfar á því raddsviði. Hið fanföru- kennda verk Hildigunnar við latínu- texta, Canite tuba in Sion, hljómaði í mínum eyrum talsvert óöruggar en undangenginn hluti dagskrár, og einnig mátti efast um að seinna verk hennar, Psalmus 150 (með 5 sterkum og 8 veikum höggum Franks Aarn- inks á symbala (piatti)) nyti fyllilegs sannmælis, einkum sakir heldur daufrar frammistöðu karlaradda. Það ómissandi en vandfengna raddkyn, er var litlu fjölskipaðra í KL en í blönd- uðum hérlendum kórum yfirleitt, seig í þokkabót áberandi í fyrra verki Báru Grímsdóttur, Psalmus 47, og kvenraddirnar klökknuðu aldrei þessu vant aftar í sama verki. Tempó- valið var jafnframt greinilega of hægt, enda varð stjórnandinn að stíga á benzínið áður en lauk. Það væri því synd að segja að þetta ann- ars þrælrytmíska verk, er m.a. gerði ráð fyrir sveiflumagnandi klappi og stappi kórfélaga, hefði náð því flugi sem að var stefnt, enda vantaði líka meiri nákvæmni og snerpu í jafnt lófa- sem fótataki. Seinna verk Báru, hið víðsungna Ég vil lofa eina þá, slapp snöggtum betur fyrir horn, þó ekki sæti það alveg 100%. Aftur á móti komst kórinn á fullan skrið í lokalaginu, Hósíanna Þorkels Sig- urbjörnssonar, við sísköruð „hring- ingar“-þrástef sungin á útgöngu. Lá þar við að hlustendur færðust á æðra sefjunarstig að hætti uppnuminna Hare Krishna munka – og kannski ekki seinna vænna. Á æðra sefjunarstig TÓNLIST Langholtskirkja Verk eftir Jón Ásgeirsson, Árna Harð- arson, Hafliða Hallgrímsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Atla Heimi Sveinsson, Jón Nordal, Hildigunni Rúnarsdóttur, Báru Grímsdóttur og Þorkel Sigurbjörnsson. Kór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar. 19. nóvember kl. 17. Kórtónleikar Ríkarður Ö. Pálsson Morgunblaðið/Jim Smart Perlur „Dagskráin var hlustvæn en ekki að sama skapi nýstárleg.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.