Morgunblaðið - 26.11.2006, Page 66

Morgunblaðið - 26.11.2006, Page 66
66 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ bókarkafli Fátt gleður áhugamenn um hella meira en að uppgötva nýja undir- heima. Í fyrra bindi Íslenskra hella segir Björn frá leiðangri sínum og fylgdarfólks á síðasta ári í hellinn Búra, sem reyndist ekki allur þar sem hann var séður. B úri er einn af mestu og mikilfenglegustu hraunhellum jarðar þótt hann væri í þrett- án ár aðeins talinn um 40 metra langur. Það var 13. júní 1992 að Guðmundur Brynjar Þor- steinsson fann og heimsótti nið- urfallið sem Búri gengur út frá. Upp frá niðurfallinu gengur um 40 metra langur og mjög hruninn hellir en til suðurs varnaði stórgrýti allri för. Jafn reyndum hellamanni og Guð- mundi Brynjari þótti ekki mikið til koma enda grunlaus um að hafa sett í þann stóra. Nefndi hann hellinn. Það var síðan 10. september 1994 að Guðmundur Brynjar heimsótti Búra á ný og tók til við að forfæra grjót syðst í niðurfallinu. Eftir nokkrar klukkustundir var komin töluverð gjóta en ekki árennileg, þröng og laust grjót allt um kring. Þar sem Guðmundur Brynjar var einn á ferð lét hann staðar numið en holan kallaði þó til hans á stundum. Sumarið eftir kom hann að gjótu sinni á ný og hafði útbúið prik til að stinga myndavél niður í gjótuna og smellti af tveim ljósmyndum. Örlög- in höguðu því svo að báðar mynd- irnar mistókust. Hellafiðringur gerir vart við sig Föstudaginn 6. maí 2005 gerði hellafiðringurinn vart við sig hjá Birni, eins og svo oft þegar frídagar eru framundan. Þessi tilfinning að komast frá skrifborðinu, út á og undir hraunbreiðurnar tók völdin og nú héldu Birni engin bönd. Helgina framundan skyldi nota til hellarann- sókna. Búri var einn þeirra hella sem Björn hafði ekki komið í en vildi heimsækja þótt lítill væri til að lýsa í þessari bók. Hringt var í Guðmund Brynjar og spurst fyrir um Búra og óskað eftir fylgd daginn eftir. Guð- mundur Brynjar var hins vegar upptekinn en í lok samtalsins nefndi hann grjóttilfærslur sínar syðst í niðurfallinu og gjótuna sem enn beið könnunar. Mátti heyra að Guð- mundur Brynjar batt vonir við að þar undir leyndist eitthvað frásagn- arvert. Björn hafði næst samband við Ómar Smára Ármannsson hjá gönguhópnum Ferli og spurðist fyr- ir um dagskrá morgundagsins. Reyndist hún óráðin en eftir söguna um ókönnuðu holuna í Búra var ákveðið hvert stefna skyldi daginn eftir. Stórt hraun og litlir menn Klukkan tíu að morgni laug- ardagsins 7. maí var haldið út á Leitahraun að leita niðurfallsins sem Búri gengur út frá. Hraunið reyndist stórt en mennirnir litlir og eftir tveggja tíma göngu hafði nið- urfallið ekki fundist svo stefnan var tekin á Gjögur, Fjallsendahelli og Árnahelli. Eftir þá heimsókn var haldið til baka, Björn tók sig þá út úr hópnum og tveim klukkustundum síðar gekk hann fram á niðurfall Búra og hóaði í ferðafélagana. Búri reyndist, eins og Guðmundur Brynjar hafði lýst honum, nokkuð stór um sig en mikið hruninn og um 30 metra langur. Ljóst var samt að um mikla hraunrás hafði verið að ræða, allt að tíu metrar voru milli hellisveggja og lofthæðin um sjö metrar þar sem mest er. Þá var farið syðst í niðurfallið og fljótlega fannst holan sem Guð- mundur Brynjar hafði búið til með grjótburði ellefu árum áður. Eftir að hafa fjarlægt nokkuð af grjóti til viðbótar renndi Björn sér ofan í þrönga dimma og kalda holuna á vit ævintýranna. Við blasti mikill salur og í honum tignarlegar ísmyndanir. Nokkuð sem Guðmundur Brynjar hefði fest á filmu áratug áður hefðu myndirnar heppnast. Hátt í tíu metra lofthæð er í íssalnum og yfir tíu metrar milli veggja, glæsileg veröld. Björn fetaði sig yfir ísinn og upp mikla grjótbrekku handan hennar. Þar, um 100 metra innan við opið, virtust öll sund lokuð í fyrstu enda hellirinn mikið hruninn. Urð og grjót, upp og niður Björn tók nú til við sömu iðju og Guðmundur Brynjar forðum, að for- færa grjót. Um stundarfjórðungi síðar tróð hann sér niður um gjótu þá sem hann hafði búið til og áfram hélt hellirinn. Ekkert er skemmti- legra en vera einn í helli sem enginn hefur áður í komið og enginn veit hvað hefur að geyma. Þrátt fyrir stórgrýti og torfærur miklar greikk- aði Björn sporið og hljóp við fót. Tvær þrengingar töfðu för en síðan hækkaði til lofts og hellirinn varð stærri og stærri. Urð og grjót, upp og niður, út og suður, æstur hugur. Þegar komið var nokkur hundruð metra inn í hellinn tóku við miklar hvelfingar. Á annan tug metra var á milli lóðréttra hellisveggja og einnig yfir 10 metrar til lofts. Aftur þrengdist hellirinn og stækkaði svo á ný og engan endi að finna. Þegar Björn var kominn eitthvað yfir 500 metra inn í hellinn fór hann að hafa áhyggjur af samferðafólki sínu eða var öllu heldur farinn að hafa áhyggjur af þeim áhyggjum sem það myndi hafa af sér. Áfram var þó haldið en þegar Björn gerði sér grein fyrir því að stærð hellisins væri slík að ólíklega myndi finnast botn í bráð ákvað hann að snúa við. Aðeins eitt vasaljós var með í för og hugurinn hafði borið Björn lengra Veröld undir hrauni „Það er hvorki hægt að skoða, virða, nýta né vernda heim sem ekki er vitað um,“ segir Björn Hróarsson, jarð- og hellafræðingur og höf- undur Íslenskra hella, tveggja binda bókar um samnefnt fyrirbæri. Með bókinni leitast hann við að kynna þjóðinni undir- heima Íslands í máli og myndum. » Ljóst var að þótt hellirinn væri ekki fullkannaður og enginn vissi hvert hann lægi eða hvað hann hefði að geyma þá var hann samt sem áður einn stærsti og merkilegasti hraun- hellir á Íslandi. Hellisgöng Innarlega í Búra, rennslisform á veggjunum. Fundur Búra Líklega merkilegasta hellauppgötvun á Íslandi um aldir. Ísmyndanir Innan við hellismunann eru gríðarmiklar ísmyndanir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.