Morgunblaðið - 26.11.2006, Síða 74
74 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd með íslensku og ensku tali
Sími - 564 0000Sími - 462 3500
“Besta Bond myndin í áraraðir.„
eeee
V.J.V. Topp5.is
“Besta Bond myndin frá upphafi...„
eeee
Þ.Þ. Fbl.
“Ein besta myndin frá upphafi... „
eeee
S.V. Mbl.
M.M.J. Kvikmyndir.com
eeee
Blaðið
Þeir eru að fylgjast með þér
Þeir eru að elta þig
Horfðu í augun á þeim
Og þú ert orðinn
sýktur
Sjáðu eina
ógnvænlegustu
mynd ársins
óklippta
í bíó
...ef þú þorir!
MIÐASALA Í SMÁRABÍÓ OG REGNBOGANN Á
Pulse kl. 8 og 10 B.i. 16 ára
Casino Royale kl. 2, 5, 8 og 11 B.i. 14 ára
Casino Royale LÚXUS kl. 2, 5, 8 og 11
Borat kl. 12, 6, 8 og 10 B.i. 12 ára
Mýrin kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20 B.i. 12 ára
Open Season m.ensku.tali kl. 12, 2, 4 og 6
Skógarstríð m.ísl.tali kl. 12, 2 og 4
Draugahúsið m.ísl.tali kl. 12 og 1.40
Casino Royale kl. 2 - 5 - 8 og 11-KRAFTSÝNING B.i. 14 ára
Borat kl. 10 B.i. 12 ára
Mýrin kl. 6 B.i. 12 ára
Open Season m.ensku tali kl. 8
Skógarstríð m.ísl.tali kl. 2 (450 kr.) - 4
HÁDEGISBÍÓ500 KR. KL. 12Í SMÁRABÍÓ
DÝRIN TAKA
VÖLDIN!
HÁDEG
ISBÍÓ
500 K
R. KL.
12
Í SMÁR
ABÍÓ
staðurstund
Myndlistarmennirnir Hulda Há-kon og Brynhildur Þorgeirs-
dóttir spjalla um sýninguna Mál-
verkið eftir 1980, í dag kl. 14.
Báðar eiga þær verk á sýningunni
í Listasafni Íslands en voru úti í Am-
eríku þegar kraumaði undir hjá
„nýja málverksliðinu“ hér á landi.
Brynhildur og Hulda munu tala um
sýninguna í Listasafninu út frá tíma-
mótasýningunni í JL-húsinu 1983,
Gullströndin andar I og fjalla um
hvernig verk þeirra tengjast fyr-
irbærinu og á hvað forsemdum þær
tóku þátt í þeirri gerjun sem kennd
hefur verið við nýja málverkið.
Listakonurnar hafa báðar vakið at-
hygli fyrir frumlega efnismeðferð
en Hulda er einkum þekkt fyrir mál-
aðar lágmyndir en Brynhildur fyrir
höggmyndir og rýmisverk. Bryn-
hildur er einkum þekkt fyrir högg-
efnismikið blað með fjölmörgum
ljósmyndum og fræðigreinum er
fjalla um tímabilið og fylgir ókeypis
aðgangi að sýningunni.
myndir úr steinsteypu þar sem
koma fyrir ýmis náttúrufyrirbæri
og kynjaverur. Í tengslum við sýn-
inguna var gefin út sýningarskrá –
Söfn
Málverkið eftir 1980 – ListamannaspjallSkráning viðburðar í Staður og stund er áheimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos
Skráning viðburða
Tónlist
Fella- og Hólakirkja | Kór kirkjunnar flytur
Gloria og Magnificat eftir Antonio Vivaldi
kl. 17. Einsöngvarar verða Viera Manasek
sópran, Sólveig Samúelsdóttir messó-
sópran, Guðrún Finnbjarnardóttir alt og
Stefán Ólafsson tenór. Miðaverð er 1.000
kr.
Neskirkja | Steingrímur Þórhallsson,
organisti Neskirkju, heldur sína árlegu tón-
leika og flytur verk eftir Bach, guilmant og
Frescobaldi. Miðaverð 1500 krónur.
Norræna húsið | Í tilefni afmælis tónskáld-
anna Schostakowitsch og Mozart heldur
Camerarctica tvenna tónleika sunnudag-
inn 26. nóv. Fyrri tónleikarnir hefjast kl.
13.15 og þeir síðari kl. 15.15. Miðaverð kr.
1500/750.
Ráðhús Reykjavíkur | Barnatónleikar
Lúðrasveitar verkalýðsins verða haldnir í
Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 16.30. Flutt verður
dagskrá með vinsælum og sígildum barna-
lögum. Skoppa & Skrítla koma til þess að
skoða hljóðfærin og athuga hvernig heyrist
í þeim. Aðgangur er ókeypis.
Salurinn, Kópavogi | Mánudagur 27. nóv.
kl. 20. Píanóleikarinn Miklós Dalmay flytur
píanósónötur 6–9 Mozarts. Miðaverð:
2.000 kr. í s. 570 0400 og á salurinn.is.
Seltjarnarneskirkja | Selkórinn, ásamt
Drengjakór Þorgeirsbræðra og Kamm-
erkór Þorgeirsbræðra halda aðventu-
tónleika í Seltjarnarneskirkju kl. 17. Á efnis-
skrá kóranna verður úrval aðventu- og
þjóðlaga. Stjórnandi Selkórsins er Jón Karl
Einarsson og stjórnandi Þorgeirsbræðra er
Signý Sæmundsdóttir.
Myndlist
Anima gallerí | Helgi Þorgils Friðjónsson
og Einar Falur Ingólfsson Portrett af stað.
Artótek Grófarhúsi | Anna Hallin mynd-
listarmaður sýnir teikningar og myndband
til áramóta. Nánar á www.artotek.is
Café 17 (verslunin 17) | Mæja sýnir 20 ný
málverk, flest eru lítil en hver mynd er æv-
intýri út af fyrir sig.
Café Karólína | Hanna Hlíf Bjarnadóttir
með sýninguna „Puntustykki“ til 1. des.
Gallerí Stígur | Myndlistarsýning Auðar
Ingu Ingvarsd. til 10. des. Opið þriðjud.–
föstud. kl. 13–18 og laugard. kl. 11–16.
Grafíksafn Íslands | Díana M. Hrafnsdóttir
sýnir tréristur þar sem hún tekst á við haf-
ið í ham í mesta skammdeginu. Salur ís-
lenskrar grafíkur er í Tryggvagötu 17,
hafnarmegin. Opið fim.–sun. kl. 14–18.
Hafnarborg | Baski (Bjarni S. Ketilsson)
með sýningu á olíumálverkum og teikn-
ingum í neðri sölum til 27. nóv.
Hjá Marlín | Birgir Breiðdal, Biggi, sýnir til
23. desember.
Hrafnista Hafnarfirði | Ellen Bjarnadóttir
sýnir í Menningarsal til 8. janúar.
Hún og Hún | Skólavörðustíg 17b. Sigrid
Österby sýnir grafik–mosaik og tréskurð til
14. des. Opið á venjulegum verslunartíma.
Jónas Viðar gallerí | Kristinn G. Jóhanns-
son sýnir grafík. Opið föstudaga og laug-
ardaga 13– 18. Heimasíða www.jvs.is.
Karólína Restaurant | Snorri Ásmundsson
sýnir óvenjuleg málverk.
Kling og Bang gallerí | Tvær sýningar;
Helga Óskarsdóttir og Kristinn Már Pálma-
son sýna í Kling og Bang galleríi.
Listasafn ASÍ | Ásmundarsalur: Kristinn
Már Pálmason sýnir málverkainnsetningu.
Gryfja: Þráðlaus tenging. Kristín Helga
Káradóttir sýnir myndbands-sviðsetningu.
Arinstofa: Óhlutbundin verk í eigu safnsins.
Aðgangur ókeypis. Í dag kl. 15 verður Krist-
ín Helga Káradóttir með listamannaspjall í
Listasafni ASÍ. Nú stendur yfir sýningar
hennar Þráðlaus tenging sem er mynd-
bands-sviðsetning og mun Kristín Helga
fjalla um sýninguna og list sína.
Listasafn Einars Jónssonar | Opið dag-
lega nema mánudaga kl. 14–17. Högg-
myndagarðurinn er alltaf opinn.
Listasafnið á Akureyri | Yfirlitssýning á
verkum Drafnar Friðfinnsdóttur (1946–
2000). Opið virka daga 12–17 nema mánud.
Listasafn Íslands | Sýningin Málverkið eft-
ir 1980 í Listasafni Íslands. Til 26. nóv.
Listamannaspjall með Brynhildi Þorgeirs-
dóttur og Huldu Hákon kl. 14. Þær fjalla um
sýninguna út frá tímamótasýn. í JL-húsinu
1983, og um hvernig verk þeirra tengjast
fyrirbærinu og á hvaða forsendum þær
tóku þátt í þeirri gerjun sem kennd hefur
verið við nýja málverkið. Ókeypis aðgang-
ur. Sýningin er framlengd til 3. desember.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Kan-
adísk menningarhátíð í Kópavogi – 3 sýn-
ingar á nútímalist frumbyggja í Kanada.
Kaffistofa og safnbúð. Til 10. desember.
Listasafn Reykjanesbæjar | Einkasýning
Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar Sog.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Sýning á úrvali verka úr safneign Ásmund-
arsafns, sem sýnir með hvaða hætti lista-
maðurinn notaði mismunandi efni – tré,
leir, gifs, stein, brons og aðra málma.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús |
Bandarísk list á þriðja árþúsundinu. Margir
af fremstu listamönnum Bandaríkjanna,
sem fæddir eru eftir 1970, eiga verk á sýn-
ingunni.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Síðasti
sýningardagur á verkum Hallsteins Sig-
urðssonar. Opið í dag milli kl. 14 og 17.
Klukkan 15 mun Jón Proppé, heimspek-
ingur og listgagnrýnandi, leiða gesti um
sýninguna. Listamaðurinn verður einnig á
staðnum og segir frá tilurð verkanna og
svarar spurningum.
Listasalur Mosfellsbæjar | Sýning á verk-
um Ólafar Oddgeirsdóttur í Listasal Mos-
fellsbæjar. Ber sýningin yfirskriftina „Tákn-
myndir“ og stendur til 9. des. Opið er frá
12–19 virka daga og frá kl. 12–15 laugar-
daga. Listasalurinn er í Bókasafni Mosfells-
bæjar, Kjarna Þverholti 2.
Lóuhreiður | Sýning Árna Björns í Lóu-
hreiðrinu verður framlengd um óákveðinn
tíma. www.arnibjorn.com.
Norræna húsið | Sýningin Exercise in
Touching, Æfing í að snerta er opin alla
daga nema mánudaga kl. 12–17. Sýnd eru
verk Borgny Svalastog sem eru unnin í
ýmsa tækni. Sýningin stendur til 17. des-
ember.
Skaftfell | Sýning vegna Listmunaupp-
boðs. 42 verk eftir 36 listamenn af öllum
stærðum og gerðum. sjá www.skaftfell.is.
Suðsuðvestur | Hrafnkell Sigurðsson sýnir
grafík á sýningunni „Athafnasvæði“. Á
sýningunni má finna sterkar vísanir í karl-
lega hefð módernismans og abstrakt ex-
pressionismans. Til 26. nóv.
Vinnustofa Katrínar og Stefáns | Textíl-
vinnustofa Katrínar og Stefáns, Hlaðbæ 9,
Reykjavík, verður opin næstu fjórar helgar.
Unnið er með vaxteikningu (batik) sem er
útfært í myndverkum með þjóðlegu ívafi
og fatnaði. Það nýjasta frá vinnustofunni
er borðdúkar í ýmsum stærðum og vesti úr
ull og silki sem þæft er saman.
Þjóðminjasafn Íslands | Greiningarsýning
á ljósmyndum sem varðveittar eru í
myndasafni Þjóðminjasafnsins og ekki hef-
ur tekist að bera kennsl á.
Söfn
Árbæjarsafn | Leiðsögn á ensku mánu-
daga, miðvikudaga og föstudaga kl. 13.
Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Í tilefni af
Barnatónleikar Lúðrasveitarverkalýðsins verða haldnir
sunnudaginn 26. nóvember í Ráð-
húsi Reykjavíkur. Tónleikarnir
hefjast kl. 16.30. Flutt verður dag-
skrá með vinsælum og sígildum
barnalögum. Skoppa & Skrítla
koma til þess að skoða hljóðfærin
og athuga hvernig heyrist í þeim.
Aðgangur er ókeypis.
Barnatónleikar
í Ráðhúsinu
Tónlist