Morgunblaðið - 02.12.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.12.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 328. TBL. 94. ÁRG. LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is ÝMSAR ÁSJÓNUR HVERNIG SJÁ ÍSLENSKIR MYNDLISTARMENN HALLGRÍM PÉTURSSON FYRIR SÉR? >> 56 22 dagar til jóla GOSVIRKNI á Íslandi er óvenju fjölbreytt fyrir eldfjallaeyju og hér á landi má finna nær allar gerðir eldfjalla og eldgosa sem þekkt eru á jörðinni. Þetta kemur m.a. fram í fræði- grein jarðfræðinganna Guðrúnar Larsen og Þorvaldar Þórðarsonar í fræðiritinu Journal of Geodynamics, en í næsta hefti þess birtast tíu greinar um jarðfræði Íslands. Þau Guðrún og Þorvaldur skrifa um eldvirkni hér á landi á sögu- legum tíma. Þau áætla að á liðnum 1.130 árum hafi komið upp í eld- gosum hér um 122 rúmkílómetrar af hrauni og gjósku. Það samsvarar um 87 rúmkílómetrum af berg- kviku. Þetta er um það bil tvöfalt meira magn gosefna en áður var talið að komið hefði upp í eldgosum hér á landi á sögulegum tíma. 20–25 eldgos á öld Meira en helming bergkviku sem komið hefur upp í eldgosum á síð- astliðnum 1.130 árum má rekja til einungis fjögurra eldgosa. Það eru Eldgjárgosið, gosin sem mynduðu Hallmundarhraun og Frambruna og Skaftárelda. Alls er vitað um 205 eldgos hér frá því að land byggðist. Að með- altali hafa orðið 20–25 eldgos á hverri öld. Flest eldgosin á sögu- legum tíma hafa orðið á svonefndu Eystra gosbelti og þar eru Gríms- vötn langvirkust. Næst þeim kemur Hekla, svo Bárðarbunga-Veiðivötn og þá Katla. Tvöfalt meiri gosefni Eystra gosbeltið er langvirkasta eldfjallasvæði landsins  Grímsvötn/6 Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is MÖRG hundruð þúsund manns tóku þátt í mótmælum sem Hizbollah og fleiri flokkar efndu til gegn samsteypustjórn Líbanons í Beirút í gær. Var stjórnin sögð vera hand- bendi Bandaríkjanna, þess krafist að hún segði af sér og hrópuð slagorð gegn Fuad Siniora forsætisráðherra. Um hríð lokuðu mótmælendur öllum leiðum að skrifstofum stjórnarinnar. Abdullah, konungur Sádi-Arabíu, hringdi í Siniora meðan á umsátrinu stóð í gær og lýsti fullum stuðningi við hann. Sádi-Arabía hefur veitt Líbönum geysimikinn fjárhagslegan stuðning. Að sögn ráðherra íþróttamála, Ah- med Fatfat, fékk sendiherra Sádi-Arabíu forseta Líbanonþings, Nabih Berri, sem er andvígur Siniora, til að stöðva umsátrið. „Framlag Berri var mjög jákvætt … ekki síst vegna þess að fullyrt hafði verið að ráðist yrði inn í skrifstofur forsætisráðherrans,“ sagði Fatfat í sjónvarpsviðtali. Hizbollah nýtur stuðnings Sýrlendinga og Írana. Sýrlendingar réðu í reynd yfir Líb- anon áratugum saman en urðu að hverfa á brott með hernámslið sitt í fyrra eftir fjölda- mótmæli og þrýsting af hálfu vesturveld- anna. Vegur Hizbollah, sem hlaut um 12% at- kvæða í síðustu þingkosningum, hefur aukist eftir stríð vopnasveita samtakanna við Ísraelsher í sumar. Reuters Hizbollah-menn með líkkistu í gær, á henni stendur: Spillt ríkisstjórn. Mótmæltu ríkisstjórn Siniora Afskipti Sádi-Araba virð- ast hafa hindrað átök Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is AÐRENNSLISGÖNG Kára- hnjúkavirkjunar sem liggja á milli Hálslóns og stöðvarhúss virkjunar- innar í Fljótsdal verða fullboruð á mánudag. Þau verða alls 39,7 km að lengd, 7,2–7,6 m í þvermál, liggja um 150 m undir yfirborði og munu skila 110 rúmmetrum vatns á sek. að meðaltali en geta mest tekið 144 m3/ sek. Næstu mánuði verður unnið við að þétta þau og fóðra að innan þar sem þarf, uns lokur verða dregnar upp við Hálslón og vatninu hleypt á hverfla virkjunarinnar nk. sumar. Risaborinn TBM 3 átti rúma 10 m eftir óboraða í gær og lýkur verki skömmu eftir hádegi á mánudag fari allt að óskum. Bornum hefur miðað mun hægar í nóvember en ráð var fyrir gert en bergið á leið hans reyndist laust í sér á köflum og það kallaði m.a. á styrkingu með stál- bogum. Við bættist svo að færibönd- unum hættir til að bila, aðallega vegna þess að þau eru bæði löng orðin og slitin. Sé mið tekið af fram- gangi borunar allra boranna þriggja og því að þeim seinkaði um 2 mánuði til landsins í upphafi, hefur borun aðrennslisganganna tafist um þrjá og hálfan mánuð. Lokahnykkurinn í heil- borun aðrennslisganga Bornum hefur miðað mun hægar í nóvember en ráð var fyrir gert                                        !                                                                                KRAKKARNIR í Sæmundarseli við Ingunnarskóla fögnuðu full- veldisdeginum í gær með því að ganga fylktu liði að Reynisvatni og kanna rjóður þar sem til stend- ur að koma upp útikennslustofu. Sæmundarsel verður að sjálf- stæðum skóla eftir áramót með nafnið Sæmundarskóli. Ekki er um slíkan skort á kennslustofum að ræða að kenna þurfi utandyra heldur er þetta hluti af verkefn- inu Lesið í skóginn. Eygló Friðriksdóttir aðstoð- arskólastjóri segir að hægt sé að kenna ýmsar námsgreinar í úti- skólastofu. Bæði sé hægt að vinna náttúrutengd verkefni og stunda listgreinar, en einnig sé hægt að vinna verkefni í stærðfræði og öðrum hefðbundnari greinum. Morgunblaðið/RAX Skoðuðu aðstæður Um 140 krakkar úr 1.–6. bekk í Sæmundarseli gengu um skóginn við Reynisvatn í gær. Helguðu sér reit við Reynisvatn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.