Morgunblaðið - 02.12.2006, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 02.12.2006, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Enn er Katla á ferð í Álfheimum og Benedikt búálfur og vinir hans þurfa að beita öllum brögðum til að berjast gegn henni. Ný og spennandi saga um vinsælar persónur. edda.is Benedikt búálfur kemst í hann krappan Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is VITAÐ er um 205 eldgos hér á landi frá því land byggðist. Grímsvötn eru langvirkasta eldstöðvakerfið með um 70 eldgos á þessum tíma. Þau eru á svonefndu Eystra gosbelti sem einnig er mikilvirkasta eldgosa- svæði landsins og þar sem um 79% af öllum gosefnum hafa komið úr jörðu á síðastliðnum 11 öldum. Hefti helgað Íslandi Þetta kemur m.a. fram í fræði- grein jarðfræðinganna Guðrúnar Larsen og Þorvaldar Þórðarsonar í fræðiritinu Journal of Geodynamics. Greinin er ein tíu fræðigreina um jarðfræði Íslands sem birtast í næsta hefti tímaritsins og er þegar hægt að lesa greinarnar í vefútgáfu þess. Þeir Magnús Tumi Guðmunds- son, prófessor við Háskóla Íslands, og Wolfgang Jacoby við jarðvísinda- deild Johannes Gutenberg-háskól- ann í Mainz, Þýskalandi, ritstýrðu Íslandshluta heftisins. Þau Guðrún og Þorvaldur rita um eldvirkni á Íslandi á sögulegum tíma, mismunandi gerðir eldfjalla og eldgosa og eldgosasögu. Þar kemur m.a. fram að gosvirkni hér á landi sé óvenju fjölbreytt fyrir úthafseyju. Hér megi finna nær allar gerðir eld- fjalla og eldgosa sem þekkt séu á jörðinni. Þessi fjölbreytni stafi m.a. af sérstökum jarðfræðilegum og veðurfarslegum aðstæðum hér á landi. Að meðaltali hafa orðið 20–25 eldgos á öld frá landnámi Alls er vitað um 205 eldgos af ýmsu tagi hér á landi á sögulegum tíma, þ.e. frá því land byggðist. Af þessum 205 atburðum eru 192 ein- stök eldgos og þrettán eru flokkuð sem eldar. Í slíkum eldum hafa orð- ið allt frá tveimur og upp í ellefu eldgos í röð í sömu gosstöð og hefur hver eldgosahrina staðið frá mán- uðum og upp í ár. Sem dæmi um elda má nefna Kröfluelda 1975–84, Surtseyjargosið 1963–67 og Skaft- árelda 1783–85. Tíðni eldgosa hefur verið breyti- leg frá 10–12 gosum á áratug niður í eitt eða jafnvel ekkert gos, en að meðaltali hafa orðið 20–25 eldgos á hverri öld frá því land byggðist. Þótt svo virðist sem eldgosatíðni sé meiri síðustu 400 árin en aldirnar þar á undan er líklegast að það end- urspegli betri skráningu viðburða fremur en raunverulega aukningu. Svonefnt Eystra gosbelti hefur verið langvirkast frá því land byggð- ist. Eldstöðvakerfið sem kennt er við Grímsvötn er virkasta eldstöðva- kerfið á sögulegum tíma hvað varð- ar tíðni eldgosa með um 70 eldgos. Næst koma Hekla með 23 viðburði og Bárðarbunga – Veiðivötn með a.m.k. 23 staðfest eldgos. Fjórða í röðinni hvað fjölda eldgosa varðar er Katla með a.m.k. 21 eldgos frá því seint á 9. öld. Önnur eldgos- asvæði á þessu gosbelti eru Vest- mannaeyjar, Eyjafjöll og Torfajök- ull. Tvöfalt meira magn gosefna en áður var talið Þau Þorvaldur og Guðrún áætla að á liðnum 1.130 árum hafi alls komið upp í eldgosum um 122 rúm- kílómetrar af hrauni og gjósku. Það samsvarar um 87 rúmkílómetrum af bergkviku. Þetta er um það bil tvö- falt meira magn gosefna en áður var talið að komið hefði upp í eldgosum hér á landi á sögulegum tíma. Eystra gosbeltið er langafkasta- mest þegar kemur að framleiðslu gosefnanna á sögulegum tíma. Þar hafa komið upp gosefni sem sam- svara um 69 rúmkílómetrum af bergkviku, eða 79% af heildinni. Grímsvötn, Katla, Hekla og Bárð- arbunga – Veiðivötn hafa skilað um 97% þeirra gosefna sem komið hafa úr jörðu á Eystra gosbeltinu. Meira en helmingur bergkviku kom í fjórum gosum Þá benda þau Guðrún og Þorvald- ur á að um 54% allrar bergkviku sem komið hefur hér úr jörðu á síð- astliðnum 1.130 árum megi rekja til fjögurra eldgosa sem fylgdu sann- kölluð hraunflóð, þ.e. Eldgjárgoss á árunum 934–938, gosanna sem mynduðu Hallmundarhraun um árið 950 og Frambruna nokkrum öldum síðar og Skaftáreldanna 1783–1785. Grímsvötn virkust eldstöðva Íslands á sögulegum tíma Morgunblaðið/RAX Mikilvirkust Grímsvötn eru virkasta eldstöð Íslands og hafa orðið þar um 70 eldgos frá því land byggðist. Myndin var tekin í gosinu í október 1996. Flugvélin á myndinni gefur svolitla hugmynd um umfang eldgossins. Í HNOTSKURN » Af 205 eldgosum á sögu-legum tíma eru 192 einstök eldgos og 13 eldar þar sem urðu fleiri en eitt eldgos. » Um 70 eldgos hafa orðið íGrímsvötnum, í Heklu hafa orðið 23 gos og Bárðarbunga – Veiðivötn eru með a.m.k. 23 staðfest eldgos. Fjórða í röð- inni er Katla með a.m.k. 21 eld- gos frá því seint á 9. öld. » Eystra gosbeltið er lang-virkasta eldfjallasvæði landsins en ofantaldar eld- stöðvar eru á því. » Á Eystra gosbeltinu hafa79% allra gosefna á sögu- legum tíma komið og helm- ingur allrar bergkviku kom í Eldgjárgosinu, gosum sem mynduðu Hallmundarhraun og Frambruna og í Skaftáreldum. FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á lögum um trygginga- gjald þar sem lagt er til að trygg- ingagjald verði lækkað um 0,45% frá 1. janúar nk. Breytingin er gerð til samræmis við yfirlýsingu rík- isstjórnarinnar frá 7. mars 2004 vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Einnig er lagt til að ríkissjóður veiti tilteknum hluta af gjaldstofni tryggingagjalds til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða, eða sem svarar 0,15% árið 2007, 0,20% árið 2008 og 0,25% frá og með árinu 2009. Ríkisstjórnin lýsti því yfir fyrr á árinu að hún væri reiðubúin að greiða fyrir jöfnun á örorkubyrði lífeyrissjóða á samningssviði ASÍ og SA til að greiða fyrir sam- komulagi um áframhaldandi gildi kjarasamninga. Að mati fjármálaráðuneytisins er gengið lengra í frumvarpinu en kveðið er á um í yfirlýsingunni og lagt til að jöfnun örorkubyrði lífeyrissjóða eigi sér stað til frambúðar og nái til allra lífeyrissjóða þegar jöfnunin er að fullu komin til framkvæmda. Jafna örorku- byrði lífeyr- issjóðanna ÍSLENDINGAR eru sú þjóð sem einna síst óttast hryðjuverk en að- eins um fjórðungur Íslendinga telur hryðjuverk ógna landinu. Albanía er eina landið þar sem þetta hlutfall er lægra. Í flestum vestrænum löndum er hins vegar hlutfall þeirra sem telja hryðjuverk ógna eigin landi á bilinu 45–95%. Í Bandaríkjunum er hlutfallið 93%, 82% í Þýskalandi, 71% í Danmörku, 69% í Noregi og 47% í Svíþjóð. Þetta er meðal þess sem fram kemur í alþjóðlegri könnun Gallup International, sem gerð var í 63 löndum síðsumars og greint er frá í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup. Í könnunni kemur einnig fram að afstaða Íslendinga til hlutverks Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkum er gagnrýnin en lið- lega 60% þjóðarinnar telja Banda- ríkin gegna neikvæðu hlutverki í þeirri baráttu, 22% álíta þau gegna jákvæðu hlutverki og 4% eru hlut- laus. Afstaða Íslendinga sker sig úr frá meðaltalinu en 44% allra íbú- anna í löndunum 63 sem könnunin tók til telja að Bandaríkin gegni já- kvæðu hlutverki í baráttunni við hryðjuverk, 36% töldu það vera nei- kvætt en 15% voru hlutlaus. Óttast síst hryðjuverk Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Reyðarfjörður | Jarðvegsskriða, um 40 rúmmetrar, féll úr hárri uppfyllingu á milli gatnanna Bakkagerðis og Vall- argerðis og niður á milli húsa á Reyð- arfirði snemma í gærmorgun. Ekki varð manntjón og aðeins lítilsháttar skemmdir á mannvirkjun, en mikið af aur liggur í görðum við Vallargerði. Úrhelli hefur verið á svæðinu und- anfarna daga og var um tíma óttast að vatn flæddi í nálæg hús og því kall- aðir til björgunarsveitarmenn. Fjögur tveggja hæða parhús voru fyrir nokkrum misserum byggð á rúmlega 8 metra hárri uppfyllingu við Bakkagerði, sem liggur við lóða- mörk húsa við Vallagerði. Hefur jarð- vegur verið að síga inn í garða þar síðan og húseigendur við götuna mjög óhressir með ástand mála. Tré- smiðja Fljótsdalshéraðs, sem nú er gjaldþrota, byggði húsin við Bakka- gerði og hafa íbúar neðan uppfylling- arinnar átt í langvinnum viðræðum við sveitarfélagið um úrlausnir og eru að vonum áhyggjufullir þar sem uppfyllingin dúi öll og sé á hreyfingu. Klaki og krapi lokaði niðurföllum Aurskriðan féll á milli Vallargerðis 7 og 9 og vatn fór einnig að renna á milli Vallargerðis 5 og 7. Virðist vatn hafi safnast upp á bakkanum þar sem klaki og krapi hafði lokað niðurföll- um, með þessum afleiðingum. „Það safnaðist vatn fyrir innan bakka sem liggur ofan við hús í Vall- argerði, utarlega í þorpinu“ sagði Ingi Lár Vilbergsson, varaformaður björgunarsveitarinnar Ársólar. Hann segir nánast ekkert af aur- skriðunni hafa farið inn í húsin, en vatnið haldið áfram að flæða eftir að skriðan fór niður og upp að glugga á Vallargerði 7. „Við mættum 11 manns á staðinn og fórum í fráveitu, að moka frá glugganum og veita vatninu í burtu svo það færi ekki í kjallarann.“ Bjarni Ólafur Birkisson sem býr í húsinu var að moka aurbleytunni úr innkeyrslunni hjá sér þegar Morgun- blaðið náði tali af honum. „Garðurinn hjá okkur er fullur af drullu og einnig kom nokkuð af jarðvegi inn um glugga á neðri hæðinni þar sem er leiguíbúð. Það hafa verið vandræði af þessari uppfyllingu lengi og fæst ekki við neitt ráðið enn sem komið er“ sagði Bjarni þar sem hann stóð í hart- nær hálfs metra djúpu lagi af mold og grjóti í garði sínum. Garðurinn fullur af drullu eftir aurskriðu Ekkert manntjón en lítilsháttar skemmdir á mannvirkjum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.