Morgunblaðið - 02.12.2006, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 11
FRÉTTIR
HB FASTEIGNIR
Sími 534 4400 • Hús verslunarinnar, Kringlunni 7, 103 Reykjavík
Hrafnhildur Bridde, löggiltur fasteignasali
OPIÐ HÚS UM HELGINA
RJÚPNASALIR 12, 201 KÓPAVOGUR - LAUS STRAX
11. HÆÐ - GLÆSILEG EIGN
109,2 fm, 2 herbergi. Hægt að breyta í 3 herbergi. 2 stórar stofur.
Vandaðar innréttingar. Flísalagðar svalir. Mikil lofthæð.
Tvær lyftur. Stórglæsilegt útsýni. Bílastæði í kjallara.
Áhvílandi lán 18 millj. með 4,15% vöxtum getur fylgt.
Laus við kaupsamning
Gunnar Valdimarsson, s. 895 7838
Viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali
BÓKIÐ SKOÐUN
Fjárhagsáætlun Kópavogs
2007
Dagskrá:
Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri kynnir
fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar
fyrir árið 2007.
Opið hús verður í dag, laugardaginn
2. desember, milli kl. 10 og 12 í Hlíðasmára 19
Allir velkomnir
Sjálfstæðisfélag Kópavogs
RÁÐHERRAR EFTA-ríkjanna
undirrituðu í gær samkomulag um
sameiginlega hagkvæmnikönnun
vegna mögulegs fríverslunarsamn-
ings milli EFTA-ríkjanna og Ind-
lands. Þetta var gert á ráðherra-
fundi EFTA-ríkjanna í Genf í Sviss
í gær, en Valgerður Sverrisdóttir
sótti fundinn fyrir Íslands hönd.
Aukin samskipti við önnur ríki
voru meginefni ráðherrafundarins,
en viðskiptaráðherra Indlands kom
til fundarins til að undirrita sam-
komulag um hagkvæmnikönnunina.
Í tilkynningu frá utanríkisráðu-
neytinu kemur fram að Indland sé í
hópi mikilvægustu viðskiptaþjóða
heims og því mikill akkur í þessum
áfanga fyrir EFTA ríkin, sem von-
ist til þess að fríverslunarsamning-
ur komist á hið fyrsta. Nýtt sendi-
ráð Íslands í Nýju-Delhi hafi ásamt
sendiráðum hinna EFTA-ríkjanna
gegnt mikilvægu hlutverki við und-
irbúning málsins.
Rætt um Doha-viðræðurnar
Ráðherrarnir ræddu einnig stöð-
una í Doha-viðræðum Alþjóðavið-
skiptastofnunarinnar (WTO) og
hver áhrif viðræðnanna gætu orðið
fyrir fríverslunarsamstarf EFTA-
ríkjanna.
Síðustu vikurnar hafa komið
fram sterkar vísbendingar um að
aðildarríki WTO hyggist reyna til
þrautar að ná samningum næsta
vor, að því er segir í tilkynning-
unni. Ráðherrarnir hafi fagnað því
og ítrekað mikilvægi alþjóðavið-
skiptakerfisins fyrir efnahag og af-
komu almennings. Tímabundin
frestun viðræðna í haust hafi aukið
áhuga á gerð fríverslunarsamninga,
sem feli í sér tækifæri fyrir EFTA
ríkin.
Fríverslun
við Indland?
UNNIÐ er nú að stofnun ABC
barnahjálpar í Færeyjum og er hún
vel á veg komin. Mikill áhugi er í
Færeyjum á að taka höndum saman
við Íslendinga um að hjálpa bág-
stöddum börnum víða um heim. Á
undirbúningsfundi í Færeyjum um
síðustu helgi var stofnuð bráða-
birgðastjórn ABC barnahjálpar og
þegar hefur fengist ókeypis hús-
næði undir starfsemi skrifstof-
unnar.
Guðrún Margrét Pálsdóttir, for-
maður ABC barnahjálpar, segir að í
Færeyjum hafi 30 áhugasamir ein-
staklingar úr ýmsum áttum þjóð-
félagsins sýnt brennandi áhuga á
starfinu. Mætti stór hluti þeirra á
fundinn.
„Þetta er fyrsta skrefið í að fá
fleiri lönd að starfinu til að styrkja
bágstödd börn,“ segir Guðrún Mar-
grét, en í dag styrkja rúmlega 5.000
Íslendingar um 6.000 börn á Ind-
landi, Filippseyjum, Pakistan og
Úganda. Guðrún Margrét segir að
það bráðvanti stuðningsaðila fyrir
fjölmörg börn, eftirspurnin sé gríð-
arlega mikil. Í haust bættist Kenýa í
hóp landanna og Líbería mun fljót-
lega einnig bætast við.
ABC hjálparstarf, sem stofnað
var á Íslandi fyrir átján árum, hefur
þegar byggt þrjá skóla í Pakistan,
þar sem starfsemi hófst í fyrra og
tveir skólar til viðbótar eru í und-
irbúningi þar í landi.
Samtals stunda nú tæplega 1.000
börn nám í ABC skólum í Pakistan
og eru yfir 200 þeirra í heimavist
með fullri framfærslu. Á Heimili
litlu ljósanna á Indlandi eru um
2.000 börn í heimavist og 300 börn í
þorpsskólum barnahjálparinnar.
„Nýjasta landið okkar er svo Kenýa
þar sem við vinnum í einu versta fá-
tækrahverfi Naíróbi og neyðin er
ólýsanleg,“ segir Guðrún Margrét.
ABC hjálparstarf leggur áherslu
á að öll framlög skili sér sem næst
100% til barnanna í stuðningslönd-
unum. „Við fylgjum okkar börnum
eftir, einnig eftir að grunnskóla lýk-
ur og reynum að hjálpa þeim til
mennta svo þau útskrifist með próf-
gráðu.“ Samstarfsaðilar ABC í þeim
löndum sem styrkt eru, benda á
börn sem illa eru stödd sem ABC
tekur síðan ákvörðun um að styrkja.
„Vandamálið er að við getum ekki
sinnt öllum sem leita til okkar. Við
reynum að láta fjölda stuðningsaðila
og fjölda barna fylgjast að. Við byrj-
uðum t.d. í Pakistan fyrir rúmu ári
og þúsund börn eru komin í skóla en
mörg hundruð börn enn á biðlista.“
Fyrirkomulag ABC er þannig að
fólk getur farið á heimasíðuna,
www.abc.is, eða á skrifstofu barna-
hjálparinnar í Síðumúla og gerst
styrktarforeldri. Þar er listi yfir
börn sem nauðsynlega þurfa á
stuðningi að halda. Sumir styrkja
fleiri en eitt barn. „Foreldrarnir“ fá
svo að fylgjast með sínum börnum.
Á seinasta ári voru sendar frá
samtökunum tæplega 117 milljónir í
verkefnin í styrktarlöndunum frá
ABC barnahjálp til þróunarhjálpar.
Er það um 91% af heildartekjum
barnahjálparinnar.
Stjórn Guðrún Margrét Pálsdóttir ásamt bráðabirgðastjórn ABC barnahjálpar í Færeyjum, Karsten Hansen,
þingmanni og fyrrverandi fjármálaráðherra, Rúnu Sivertsen blaðamanni og Hjördísi Petersen.
ABC stofnað í Færeyjum
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn