Morgunblaðið - 02.12.2006, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 02.12.2006, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR EGGERT Skúlason, fráfarandi rit- stjóri tímaritsins Veiðimannsins, hefur gagnrýnt þær ákvarðanir stjórnar Stangaveiðifélags Reykja- víkur að banna maðk í tveimur af vinsælustu ám félagsins, og banna jafnframt dráp á tveggja ára laxi. Segir Eggert þá sem vilja friða lax- inn, veiða og sleppa, ata þá auri sem eru ósammála þeim og að stjórn SVFR taki of mikið mark á nafn- lausum skrifum á spjallsíðum. Alinn upp við að taka lax heim „Ég tek undir margt í skrifum Eggerts,“ segir Bjarni Júlíusson for- maður SVFR. „Ég er sjálfur alinn upp við það að veiða mér til matar og koma heim með laxinn. Vandinn er bara sá að margt er að breytast, lax- inn á undir högg að sækja og allar ákvarðanir sem við í stjórninni höf- um tekið, eru samkvæmt tilmælum okkar færustu vísindamanna. Við ákváðum að laxi sem veiðist síðustu tvær vikurnar í Stóru-Laxá næsta sumar verði að sleppa. Það var eftir að fiskifræðingarnir sögðu hrygninguna allt of litla í ánni.“ Bjarni segir að þegar hann hóf að veiða í Norðurá hafi um 20% af stofninum verið stórlax. Síðasta sumar veiddust hátt í 2.300 laxar í ánni en aðeins um 100 stórlaxar. „Þessi stóri fiskur er nánast horf- inn úr ánni. Ef við ætlum ekki að tapa þessum fiski alveg verðum við að gera eitthvað. Í fyrra tókum við undir tilmæli Veiðimálastofnunar um að menn sleppi stórlaxinum. Menn fóru ekki að þeim tilmælum okkar og þess vegna göngum við nú skrefinu lengra. Ég er vanur því við opnun Norð- urár að við konan tökum lax heim og grillum. Það verður ekki þannig í vor. Ef við setjum í laxa þá verður þeim gefið líf og við munum sækja fisk í búðina til að setja á grillið.“ Bjarni segir rétt hjá Eggert að meira heyrist í þeirri fylkingu sem styðji veiða og sleppa, en samkvæmt óformlegri könnun á vef félagsins séu þetta álíka stórir hópar. „Okkar tillögur og reglur eru samt ekki settar vegna þess að við séum að hlusta meira á annan hóp- inn en hinn, heldur erum við með gild rök vísindamanna á bakvið okk- ur. Ekki nafnlausa menn á spjall- vefjum.“ Með gild rök vísinda- manna bakvið okkur Formaður SVFR segir lax eiga undir högg að sækja Í HNOTSKURN »Eggert Skúlason gagn-rýnir ákvörðun stjórnar SVFR um að banna maðk í tveimur vinsælustu ám félags- ins, og að skylt sé að sleppa tveggja ára laxi. »Bjarni Júlíusson formaðurfélagsins segir að gild rök vísindamanna á Veiði- málastofnun séu á bak við all- ar ákvarðanir sem lúti að veiðistjórnun. EVRÓPSK yfirlýsing um samstarf læknastéttarinnar og lyfjaiðnaðar- ins sem samtök framleiðenda frum- lyfja á Íslandi og Læknafélag Ís- lands (LÍ) hafa ákveðið að virða er ófullnægjandi að því leyti að í hana vantar ákvæði um samstarfs- grundvöll lækna og lyfjadreifing- arinnar. Þetta er skoðun Sig- urbjörns Sveinssonar, formanns Læknafélags Íslands. Sigurbjörn lagði í fyrra fram til- lögur í stjórn LÍ vegna hugmynda að endurnýjun samnings þess og Samtaka verslunarinnar, fyrir hönd lyfjafyrirtækja, um samstarf lækna og lyfjafyrirtækja. Þar var meðal annars kveðið á um samráð vegna fræðslu- og kynningarmála, sem lyfjafyrirtæki tengdust. Lagði Sigurbjörn til að skipuð yrði þriggja manna samráðsnefnd um lyfjaupplýsingar. Í henni ættu sæti fulltrúi LÍ, fulltrúi Samtaka versl- unarinnar og einn sem skipaður væri af landlækni. Tillögur Sig- urbjörns fengu hins vegar ekki brautargengi hjá stjórninni. Sigurbjörn segir samskipti lækna og lyfja- fyrirtækja nauð- synleg, en hann vilji láta taka fyr- ir risnuna, hún sé óþörf. Allt sem hægt sé að túlka sem olíu sem liðki fyrir notkun þeirrar fram- leiðslu sem verið sé að veita upplýs- ingar um, sé óeðlilegt. Fram hefur komið í fréttum að í fundarboði vegna jólafundar Geð- læknafélags Íslands sagði að lyfja- fyrirtækið Eli Lilly styrkti fundinn, en í fundarboðinu var ekki að finna kynningu á faglegri dagskrá. Í yfirlýsingu sem stjórn félagsins sendi frá sér í gær segir að stjórnin hafi afturkallað styrkbeiðnina til Eli Lilly á Íslandi vegna fræðslu- fundar á væntanlegum jólafundi Geðlæknafélags 2. desember. Verði fundurinn því algjörlega á kostnað Geðlæknafélags Íslands. Evrópsk viðmið ófullnægjandi Sigurbjörn Sveinsson Styrkbeiðni geðlækna var afturkölluð ÞRÍR ungir menn og ein stúlka hafa viðurkennt hjá lögreglunni til- raun til þjófnaðar á hraðbanka í Landsbankanum við Klettháls í Reykjavík á miðvikudag. Þrír mannanna fóru inn í anddyri bank- ans og reyndu að fjarlægja hrað- banka þaðan, en gáfust upp við hálfnað verk því bankinn reyndist þeim ofviða. Stúlkan beið í bíl fyrir utan á meðan. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Reykjavík höfðu piltarnir búið sig sérstaklega undir verkið, en gleymdu eftirlitsmyndavél sem skráði brotið. Tilgangurinn með hraðbanka- þjófnaðinum var að komast yfir peninga til að kaupa fíkniefni. Tvö umræddra ungmenna höfðu komið við sögu árása á blaðbera í Fossvogi mánuði áður, en fjórir ungir menn auk stúlkunnar hafa viðurkennt að hafa ráðist á tvo blaðbera í aust- urborginni þann 31. október. Ung- mennin kröfðust peninga og tóku farsíma af blaðberunum. Annar blaðberanna hlaut minniháttar meiðsl er ráðist var á hann. Játa þjófn- aðartilraun og árás BORGARRÁÐSFULLTRÚAR Samfylkingar deildu hart á fulltrúa Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks vegna landakaupa borgarinnar af Kjartani Gunnarssyni í Norðlinga- holti á fundi borgarráðs á fimmtu- dag. Vildu þeir fá lagt fyrir fundinn samkomulag um landakaupin. Þá mótmæltu þeir því harðlega að borg- arstjóri hefði ákveðið að hverfa frá því að fara með uppgjör vegna eign- arnáms á landi Kjartans fyrir dóm þrátt fyrir skýra niðurstöðu þess efnis, sem lögð var fyrir borgarráð í vor, að matsnefnd eignarnámsbóta hefði ekki rökstutt niðurstöðu um fjárhæð eignarnámsbóta sem hefði verið miklu hærri en búist var við. Því hefði verið fullt tilefni til að fara með málið fyrir dómstóla. Jafnframt spurðu Samfylkingarfulltrúar hvaða fjárheimildir væru fyrir gerð sam- komulagsins án samþykktar borgar- ráðs. Greiddu Kjartani 118 milljónir Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks létu bóka að fyrrverandi meirihluti hefði greitt Kjartani tæpar 118 milljónir króna vegna kaupa á Selásbletti 2a og 3a þann 26. maí sl. Sú ákvörðun hefði ekki verið kynnt borgarráði eða samþykkt þar. Samkvæmt ein- dreignum ráðleggingum borgarrit- ara var fallist á niðurstöðu mats- nefndar eignarnámsbóta. Var síðan fyrrverandi meirihluti sakaður um að hafa með aðgerðaleysi sínu skað- að borgina um tugi milljóna króna. Þessu svöruðu Samfylkingar- fulltrúar með því að innágreiðsla til Kjartans í maí hefði verið hluti af undirbúningi málshöfðunar borgar- innar sem samþykkt var að höfða 6. apríl. Greiðslan hefði verið innt af hendi með vísan til krafna borgar- innar um niðurstöðu málsins fyrir nefndinni og dómstólum og hefði verið ætlað að lágmarka dráttarvexti vegna málsins. Deildu hart á meirihlut- ann vegna landakaupa Fyrrverandi meirihluti sakaður um dýrkeypt aðgerðaleysi NJÖRÐUR P. Njarðvík hlaut Barna- menningarverðlaun Velferðarsjóðs barna árið 2006 fyrir ómetanlegt starf til hjálpar munaðarlausum börnum í Afríku. Verðlaunaféð, fjórar milljónir króna, verður nýtt til frekari uppbyggingar á heim- ilum fyrir munaðarlaus börn í Vest- ur-Afríku-ríkinu Tógó á vegum hugsjónafélagsins SPES. Alls var úthlutað 11 milljónum króna úr Vel- ferðarsjóði barna í gær, þ. á m. 1½ milljón króna til nýs stuðningsverk- efnis fyrir drengi, sem eru ofvirkir eða með skyldar hegðunarraskanir, og tveimur milljónum til að styðja börn sem flosnað hafa upp úr skóla og vilja bæta grunnmenntun sína. Þetta er í annað sinn sem Barna- menningarverðlaun Velferðarsjóðs barna eru veitt og í greinargerð með verðlaununum kemur fram að þau hljóti að þessu sinni ein- staklingur sem „hefur lyft Grett- istaki til hjálpar munaðarlausum börnum í Afríku“. Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, afhenti Nirði P. Njarðvík verðlaunin. Hug- sjónafélagið SPES starfar undir kjörorðinu „Sá sem bjargar einu barni bjargar mannkyninu“. Stefna þess er að koma upp og reka heimili fyrir munaðarlaus börn í þróun- arlöndum og er allt stjórnarstarf unnið í sjálfboðavinnu. Mörg börn missa foreldra sína úr eyðni „Fjórar milljónir hafa mikla þýð- ingu fyrir samtökin og kemur börn- um til góða því þetta dugir til að reisa tvo þriðju úr heilu húsi fyrir þrjátíu börn,“ segir Njörður, sem stofnaði félagið SPES og er auk þess formaður heildarsamtakanna. „Það er mikil fátækt í Tógó,“ seg- ir Njörður. „Það er ekki beinlínis hungursneyð og ekki eins mikil eyðni og í Austur-Afríku en börn missa mörg foreldra sína úr eyðni. Það er hins vegar nokkuð um það að mæður deyi af barnsförum. Það er einnig dálítið um það að ungar stúlkur eignist börn áður en þær eru færar um það. Síðan kemur það líka fyrir að fólk skilji börn sín eftir þar sem þau muni finnast. Þannig koma nú börnin til okkar.“ SPES vinnur nú að því að reisa barnaþorp og hefur nú 62 börn á framfæri. Þegar því verkefni lýkur á næstu tveimur árum verða þar 120 börn. Þá er félagið að leggja grundvöll að öðru barnaþorpi í Tógó. Hugsjónafélagið SPES styrkt Morgunblaðið/ÞÖK Viðurkenning Njörður P. Njarðvík tekur við verðlaununum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.