Morgunblaðið - 02.12.2006, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 02.12.2006, Qupperneq 29
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 29 ÍSLENSKAR SKÁLDSÖGUR HIÐ STÓRFENGLEGA LEYNDARMÁL HEIMSINS STEINAR BRAGI EINKASPÆJARINN STEINN STEINARR OG AÐSTOÐARMAÐUR HANS MUGGUR RANNSAKA ÆSILEGT MORÐMÁL Á SKEMMTIFERÐASKIPI ÞAÐ ÆTTI AÐ SETJA ÞIG Á HEIMSMINJASKRÁ „Það er nautn að lesa textann og sagan er í senn fyndin, írónísk, persónuleg, kátbrosleg, ljúfsár og melankólísk.“ – Morgunblaðið 3. nóvember 2006 „Skemmtilegur texti og furðulegur.“ – Fréttablaðið, 5. nóvember 2006 „Rosalega vel skrifuð ...“ – Kastljós, 20. nóvember 2006 HIN ÍSLENSKA TRAINSPOTTING 50 GRÖMM AF ÓDRÝGÐU KÓKAÍNI HVERFA Í PARTÍI Í REYKJAVÍK. ELTINGARLEIKUR UPP Á LÍF OG DAUÐA. „Bráðskemmtileg bók sem heldur fínu jafnvægi milli tilgerðarleysis og húmors.“ – Morgunblaðið, 3. nóvember 2006 „... samtímasaga í húð og hár ... svínvirkar í núinu.“ – Fréttablaðið, 13. nóvember 2006 „Frábærlega skrifuð og áleitin saga …“ – Fréttablaðið, 21. nóvember 2006 „Gaddavír er látlaus, hefðbundin, vel skrifuð skáldsaga sem gefur tilefni til þess að velta fyrir sér mannlegu eðli… Í stærra samhengi og táknsögulega fjallar Gaddavír um erfðasyndina, þjáningu, jafnvel píslarvætti.“ – Morgunblaðið, 3. nóvember 2006 ÁHRIFAMIKIL SKÁLDSAGA SEM HELDUR LESANDANUM Í HELJARGREIPUM „... magnað hvernig honum tekst að gæla við margnotað glæpasagnaform, en endurnýja það jafnframt gjörsamlega og með brakandi ferskum hætti.“ – Morgunblaðið, 25. nóvember 2006 Í gær lauk yfirlitssýningu á verkum Páls Guð- mundssonar frá Húsafelli, sem undanfarnar vikur hefur staðið yfir í Safnahúsi Borg- arfjarðar við Bjarnarbraut í Borgarnesi. Ýms- ir vinir Páls heiðruðu listamanninn með að heimsækja hann í Safnahúsið og var að þessu tilefni frumflutt lag Hilmars Arnar Hilm- arssonar, Rauði steinninn, við ljóð Guðmundar Böðvarssonar, skálds frá Kirkjubóli. Verkið var flutt á steinhörpur Páls. Listamennirnir sem fram komu eru hljómsveitin Sigurrós, Gunnar Kvaran, Snorri Hjálmarsson, Viðar Guðmundsson, Steindór Andersen, Frank og fleiri valinkunnir vinir Páls. Fréttaritari getur ekki annað en mælt með því að fólk kynni sér verk Páls, enda eru þau afar óvenjuleg, frum- leg og stórbrotin.    Framkvæmdir eru nú hafnar við byggingu nýja menntaskólans í Borgarfirði og eru menn nú farnir að sjá skólann fyrir sér sem veru- leika. Sveitarfélagið Borgarbyggð og Mennta- skóli Borgarfjarðar hafa haldið kynning- arfundi fyrir foreldra þar sem farið er yfir stöðu og undirbúning skólastarfs. Ennfremur hafa verið haldnir kynningarfundir fyrir til- vonandi nemendur til að kynna þeim skólann og félagsstarfið. Guðmundur Ingi Þorvalds- son, leikari og tónlistarmaður, hefur verið ráð- inn til ráðgjafarstarfa við uppbyggingu fé- lagsstarfs skólans, en stjórnendur menntaskólans eru sammála um að vanda þurfi uppbyggingu félagsstarfs skólans og leggja til að þegar verði hafinn undirbúningur að mótun þess. Heimasíða skólans er: www.menntaborg.is.    Jólahlaðborðin svigna víða undan kræsingum þessa dagana. Nóg er framboðið og ekki óal- gengt að fólki fari jafnvel tvisvar sinnum til að gæða sér á jólamat. Og á morgun verður kveikt á jólatré Borgarbyggðar við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólatréð stendur á Kveldúlfsvelli, við hliðina á Ráðhúsi Borgarbyggðar. Jóla- sveinarnir í Borgarfirðinum virðast vera afar snemma á ferðinni í ár, því þeir ætla að mæta og gleðja börnin. Veturinn byrjaði reyndar óvenju snemma í haust og því ekki ólíklegt að tímaskyn jólasveinanna hafi eitthvað ruglast. Eða kannski eru þeir bara farnir að starfa í takt við tímann, því jólin byrja óþarflega snemma víðast hvar nútildags. Listamenn Páll Guðmundsson spilar á steina ásamt ungum listamanni úti í náttúrunni. BORGARNES Guðrún Vala Elísdóttir fréttaritari Davíð Hjálmar Haraldssonsvarar Kristjáni Bersa Ólafssyni frá því í gær, en hann sagði flatkökur betri laufabrauði: Flatbrauðið er flestum hollt, með floti gælir það við skolt, en borði fólkið brauðið oft það belgist út með þrýstiloft. Hólmfríður Bjartmarsdóttir Sandi tekur undir: Flatbrauð baka ekki oft eða seyði brauð í pott en það mun verða fjári flott flug þá Bersinn tekst á loft. Og vísa Páls Ólafssonar rifjast upp: Flatbrauðið hérn’ er fjandans tað, þó fjöldi manns á því glæpist. Ef andskotinn sjálfur æti það eg er viss um hann dræpist. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Enn af flatkökum ÞEIR sem taka hitalækkandi lyf þegar þeir eru veikir eiga á hættu að það seinki bata þeirra. Ónæm- iskerfið kemst nefnilega á skrið þeg- ar líkamshitinn hækkar. „Hiti er hluti af varnarkerfi lík- amans,“ segir Pål Aukrust, yfir- læknir við Ríkisspítalann í Osló, í samtali við Forskning.no. „Hann veldur því að ónæmiskerfið ræður betur við að berjast við óvelkomna gesti í líkamanum.“ Við hita verða flestir slappir og þreyttir og finna hjá sér þörf fyrir að leggja sig. Að því leyti er hiti góður því svefn er aldrei mikilvægari en þegar líkaminn berst við sýkingu. „Þeim sem taka magnýl eða para- setamól líður e.t.v. betur þá stundina en í raun er ekki mikið vit í því,“ heldur Aukrust áfram. „Í raun veikja lyfin ónæmiskerfið.“ Nýleg rannsókn, sem birt var í tímaritinu Science, sýndi hvernig hærri líkamshiti í músum leiddi til þess að fleiri hvít blóðkorn fluttust yfir í sogæðakerfi þeirra en ella. Hvítu blóðkornin eru einmitt mik- ilvægur hluti varnarkerfis líkamans. Frá sogæðakerfinu eru þessar bar- áttuglöðu frumur sendar yfir í aðra hluta líkamans til að berjast gegn óvinveittum gestum. Hitinn auðveld- ar sumsé hvítu blóðkornunum að komast á þá staði sem þjónustu þeirra er þörf við að kveða niður sýkingar. Að hluta til gerist þetta vegna þess að hitinn eykur blóðstreymi, þannig að fleiri hvít blóðkorn fara um blóðæðar líkamans. Á sama tíma veldur hitinn því að fleiri hvít blóð- korn fara yfir í sogæðakerfið. Hiti er hollur heilsa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.