Morgunblaðið - 02.12.2006, Page 32
Bílaskáldið Ólafur eyðir frítíma sínum í að dytta að gömlum Pontiac og
Kadilakk sem hann geymir í vinnustofunni sinni gömlu.
Stóísk Kötturinn Sólborg Gríma unir sér í sveitasælunni.
Fornbílabækur Ólafur safnar bók-
um um Kadilakka.
Hér var mitt annað æsku-heimili. Á hverju vorifluttu foreldrar mínirhingað upp að Stóru-
Klöpp úr Reykjavík og dvöldu fram
að haustdægrum,“ segir rithöfund-
urinn Ólafur Gunnarsson.
„Í þá daga var nokkuð algengt
að fjölskyldur flyttu búferlum úr
bænum yfir sumartímann og upp í
sveit sem nú er aðeins rétt utan við
þéttbýlið. Héðan á ég margar góð-
ar minningar. Við erum sex systk-
inin en ég er yngsta barn foreldra
minna sem voru orðin frekar full-
orðin þegar ég ákvað að koma í
heiminn. Mig skorti samt aldrei
leikfélaga því börn systra minna
voru á svipuðum aldri. Á Stóru-
Klöpp og í næsta nágrenni voru
rannsóknarefnin næg fyrir börn
með frjótt ímyndunarafl.“
Faðir Ólafs eftirlét honum sum-
arbústaðinn og þegar Ólafur kom
heim úr námi frá Danmörku rúm-
um tuttugu árum síðar fannst hon-
um Stóra-Klöpp góð til búsetu. „Ég
seldi íbúð sem ég átti í bænum og
notaði andvirðið til þess að gera
bústaðinn að heilsárshúsi og hér
hef ég verið síðan og liðið vel,“ seg-
ir hann en neitar því samt að upp-
hefja fortíðina á kostnað nútíð-
innar. „Þetta eru flest hlutir sem
ég hef eignast í gegnum tíðina en
ég er auðvitað fæddur árið 1948,“
segir hann og brosir. „Ég held að
það sé eðlilegt að þeir fylgi mér.“
Kadilakkar í
vinnustofunni
Ólafur sat lengi við skriftir í
vinnustofu sem hann hafði útbúið í
litlu húsi skammt frá íbúðarhúsinu
en nú hýsir það ekki síður kraft-
mikla jálka. Biksvartur og stélfag-
ur Pontiac, árgerð 1959, og silf-
urgrár Cadillac, árgerð 1964,
virðast heilsa eiganda sínum, á ein-
hvern óútskýranlegan hátt, þegar
hann gengur í hús. Sá strýkur var-
lega ryk af húddi annars þeirra og
klappar honum síðan ofan á bílþak-
ið. „Ég dunda mér svolítið hérna,“
segir Ólafur og það er eins og hann
detti aftur í tímann nokkur augna-
blik.
Var gaman? ,,Já. Það var æv-
intýri að aka þennan fræga veg,
þjóðveg 66 í Bandaríkjunum,“ segir
hann og vísar til ferðalags sem
hann fór í með bestu vinum sínum
og félögum síðastliðið sumar. ,,Við
fórum í draumaferðalagið, í hvítum
Kadilakk, gullaldarmódeli, og svo
skrifuðum við Einar Kárason sam-
an ferðasöguna. Hún heitir Úti að
aka – Á reykspúandi Kadilakk yfir
Ameríku og er nýkomin út.“
– Hvað lærðirðu á þessari ferð?
,,Veröldin er allt öðruvísi en
maður heldur að hún sé,“ segir
hann íhugull, setur í gír og snýr
lyklinum í svissinum. Það er eins
og drynjandinn í Pontiacnum taki
undir með eigandanum. „Kvik-
myndirnar gefa bara eina mynd af
Bandaríkjunum. Það er sums stað-
ar mjög strjálbýlt. Við keyrðum oft
mörg hundruð kílómetra án þess
svo mikið sem sjá hinar kvik-
myndafrægu vegasjoppur. Við hitt-
um líka fáa töffara sem vildu slást
við okkur félagana. Bandaríkja-
menn eru friðelskandi, gestrisnir
og yndislegir. Þeim tekst alveg að
villa á sér heimildir með fram-
leiðslu á öllum þessum hasar- og
slagsmálamyndum. Hið friðsama er
samt alveg jafnsögulegt. Sam-
skiptin í ferðahópnum voru þar að
auki oft frásagnaverðir kapítular,“
segir Ólafur óræður. Hann sankaði
hins vegar ekki að sér mörgum
hlutum í ferðinni. „Ég er ekki mik-
ið fyrir að safna hlutum.“ En hann
gætir þeirra vel sem hann eignast
– og heldur sögum til haga.
Eldskarpur Og í fullri notkun!
Fjölnota Í stofunni sem jafnframt er borðstofa og núverandi vinnustofa rithöfundarins.
Myndverk Mörg falleg verk prýða
heimili Ólafs Gunnarssonar.
Allt öðruvísi
en maður
heldur
Nálin á plötuspilaranum skilar Rúllandi steinum
ómenguðum til áheyrenda, það snarkar í eldinum í
kolaofninum og handskrifaðar arkir rithöfundarins
liggja á borðstofuborðinu. Ólafur Gunnarsson seg-
ist samt ekkert óska þess sérstaklega að vera uppi
á öðrum tímum en þessum.
„Þetta eru flest
hlutir sem ég hef
eignast í gegnum
tíðina en ég er
fæddur árið 1948,“
segir hann og
brosir. „Ég held að
það sé eðlilegt að
þeir fylgi mér.“
lifun
32 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Unni H. Jóhannsdóttur
uhj@mbl.is
Karakter Angan af kryddi berst úr
kryddskápnum í eldhúsinu.