Morgunblaðið - 02.12.2006, Qupperneq 38
38 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FYRIR rúmri viku efndi Alþjóða-
málastofnun Háskóla Íslands til op-
inbers fundar um eitt umdeildasta
átakamál samtímans,
aðild Íslands að ESB,
mál sem klýfur þjóðina
í tvær fylkingar. Pró-
fessorarnir sem
stjórna þessari stofnun
stóðu þannig að vali á
frummælendum að í
fjóra tíma fengu áheyr-
endur yfir sig fram-
sögur sem langflestar
miðuðust við að styrkja
málstað þeirra sem
vilja að Ísland gangi í
ESB en ekki heyrðist
ein einasta rödd sem
gerði grein fyrir hinni hlið málsins
nema í afskræmdum stíl. Til að bæta
gráu ofan á svart höfðu svo aðstand-
endur ráðstefnunnar gefið þá fyr-
irskipun að engin andmæli eða at-
hugasemdir við málflutning
frummælenda væru leyfðar. Þessa
tilhögun fundar á vegum Háskóla Ís-
lands gagnrýndi ég hér í blaðinu 28.
nóv. sl. enda tel ég að um sé að ræða
mikilvægt prinsipmál.
Baldur Þórhallsson svaraði grein
minni í Mbl. daginn eftir og fullyrti
að „Alþjóðamálastofnun“ hefði leitað
„til helstu fræðimanna landsins sem
rannsakað hafa samrunaþróun Evr-
ópu“ um að koma fram á fundinum.
Ragnar Árnason, prófessor í hag-
fræði, ritaði stuttan pistil í Mbl.
strax daginn eftir, þar sem hann af-
sannaði fullyrðingu Baldurs og sagði
að sér væri kunnugt um að ekki hefði
verið talað við „allmargra aðra
fræðimenn“, þ.á m. ekki við sig sem
hefði „þó rannsakað þessi mál um
árabil, m.a. á vettvangi Hag-
fræðistofnunar Háskóla Íslands, og
kynnt niðurstöður þeirra rannsókna
opinberlega“.
Alþjóðamálastofnun HÍ hefur gert
góða hluti og m.a. einbeitt sér að
stöðu smáríkja í heiminum. Hún á
það ekki skilið að forsvarsmenn
hennar eyðileggi orðspor hennar
með stórpólitísku brölti af þessu
tagi. Við búum í þjóðfélagi þar sem
allir verða að sætta sig við leikreglur
lýðræðisins. Enginn er óskeikull eða
hafinn yfir gagnrýni, jafnvel þótt
hann gegni virðulegu embætti í
menntakerfi landsins. Deilumál þarf
að rökræða og skoða
frá fleiri en einni hlið.
Einræður og einhliða
málflutning þar sem
andmæli eru ekki leyfð
geta menn ástundað í
lokuðum hópum þar
sem allir kunna að vera
sammála. En á almenn-
um, opinberum fundum
á vegum háskólastofn-
ana sem kostaðar eru
af fé skattgreiðenda
eru þessi vinnubrögð
forkastanleg og á ekki
að líða.
Prófessorar sem þarna misnotuðu
aðstöðu sína við skipulagningu op-
inbers fundar með því að koma í veg
fyrir að önnur sjónarmið en þeirra
eigin heyrðust mega ekki ímynda sér
að þeir séu friðhelgir og geti leyft sér
hvað sem er. Ef kennsla þeirra í svo-
nefndum „Evrópufræðum“ er jafn
einhliða og hlutdræg eins og fyrr-
nefnd ráðstefna bar vott um eru það
vondar fréttir. Ég fer ekki dult með
að það er von mín að þessi orðaskipti
verði mönnum þörf áminning og
stuðli að því að nemendur í Evr-
ópufræðum átti sig á því til fulls að
kennarar eru oft mjög hlutdrægir og
til eru tvær hliðar á þessu máli.
Í fréttum af ráðstefnunni var mest
gert úr yfirlýsingu Valgerðar Sverr-
isdóttur utanríkisráðherra þess efnis
að innganga í ESB væri minna stökk
en aðildin að EES var á sínum tíma.
Yfirlýsing Valgerðar var álíka yf-
irborðsleg og margt annað sem fram
kom á þessum fundi og er einskonar
endurómur af áróðri sem viðgekkst
árum saman, að Íslendingar tækju
upp 80% af lögum og gerðum ESB í
gegnum EES-samninginn. Ísland
væri því komið langleiðina inn í ESB
og aðeins lokahnykkurinn eftir. Síð-
an var farið að reikna bæði hér og í
Noregi hver hin rétta prósenta væri,
og reyndist hlutfallið hjá Norð-
mönnum vera tæp 20% en í svari ís-
lenska utanríkisráðuneytisins kom
fram að hlutfallið hér væri um 6,5%.
Munurinn á norsku og íslensku töl-
unum er sagður felast í því hvað tek-
ið sé með í reikninginn. Hlutfalls-
tölur eru vissulega heldur hæpinn
mælikvarði í þessu samhengi vegna
þess að innihald gerðanna skiptir
meira máli en fjöldi þeirra. En út-
reikningarnir sviptu hulunni af ein-
hverri ósvífnustu áróðursblekkingu
sem haldið hefur verið á lofti í op-
inberri umræðu á síðari tímum og
óspart var beitt í rökræðum, m.a. af
fyrirrennara Valgerðar í starfi utan-
ríkisráðherra, Halldóri Ásgrímssyni.
Auðvitað gerir Valgerður sér fulla
grein fyrir því að reginmunur er
annars vegar á aðild að ESB og hins
vegar á EES-samningnum, einfald-
lega vegna þess að EES nær aðeins
til takmarkaðs hluta af valdsviði
ESB, t.d. ekki til sjávarútvegs-,
landbúnaðar- eða utanríkismála svo
nokkuð sé nefnt. Valgerður hefði
mátt nefna að ráðuneyti hennar gæti
ekki gert viðskiptasamning við Kína
eins og nú er unnið að ef Ísland væri
í ESB því að aðildarríki þess eru
svipt réttinum til að gera viðskipta-
og fiskveiðisamninga við ríki utan
ESB. En því sleppti hún eins og við
var að búast.
En Valgerður má eiga það að hún
siglir ekki undir fölsku flaggi eins og
prófessorarnir í Alþjóðamálastofnun
sem telja sig hafna yfir gagnrýni og
virðast ímynda sér að þeim leyfist
óáreittir að halda uppi villandi mál-
flutningi sem stjórnmálamenn í
fræðimannsklæðum.
Stjórnmálamenn í
fræðimannsklæðum
Ragnar Arnalds skrifar um op-
inberan fund sem Alþjóða-
málastofnun Háskóla Íslands
efndi til í síðustu viku
»Hún á það ekkiskilið að forsvars-
menn hennar eyðileggi
orðspor hennar með
stórpólitísku brölti
af þessu tagi.
Ragnar Arnalds
Höfundur er formaður Heimssýnar,
hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópu-
málum.
ÉG ER fylgjandi því að fyr-
irtæki axli samfélagslega ábyrgð í
verki. Það á ekkert síður við um
fyrirtæki í opinberri
eigu en einkafyr-
irtæki. Það á hins
vegar við um opinber
fyrirtæki eins og
Orkuveituna að þeim
ber að vinna eftir
gagnsæjum leik-
reglum öðrum frem-
ur. Því fagnaði ég og
studdi tillögur um að
OR kæmi á fót ný-
sköpunar- og þróun-
arsjóði í samstarfið
við háskólana og tók
glaður sæti í vís-
indaráði sjóðsins ásamt þeim Guð-
laugi Þór og Birni Inga fyrir hönd
stjórnar ásamt einvalaliði frá há-
skólasamfélaginu. Ég er ósammála
þeim sem segja að OR eigi ekki að
styðja rannsóknar- og vísindastarf,
og ég er sammála því að OR veiti
stuðning til margs konar menning-
ar- og samfélagsverkefna. Því
lagði ég til á fundi stjórnar á dög-
unum að stofnaður yrði menning-
arsjóður Orkuveitunnar, bæði til
að tryggja reglubundin framlög og
eins til þess að úthlutun færi fram
eftir gagnsæjum leikreglum.
Ég spurðist fyrir um það á
fyrsta fundi nýrrar stjórnar hve
mikil umsvif Orkuveitunnar væru
á sviði menningar- og samfélags-
verkefna. Svörin komu á næsta
fundi, ítarleg greinargerð sem
unnin hafði verið í sumar. Þar
kemur meðal annars fram að
heildarframlög OR til svona verk-
efna nema 201 milljón á árunum
2000–2005. Það eru
33,5 milljónir króna á
ári.
Formlegur sjóður
með jafnræði í út-
hlutunum
Það er því í fullu
samræmi við þátttöku
OR í menningar- og
samfélagsverkefnum
að ég lagði til að
stofnaður yrði sjóður
um þessa starfsemi.
Tillagan er svona:
,,Lagt er til að
stofnaður verði menningarsjóður
Orkuveitu Reykjavíkur. Sjóðurinn
hafi stofnskrá og stjórn. Markmið
sjóðsins verði að tryggja reglu-
bundin framlög Orkuveitunnar til
menningamála á Íslandi.
Það verði gert með gagnsæjum
hætti og samkvæmt opinberum
reglum sjóðsins til að tryggja jafn-
ræði umsækjenda og fagmennsku í
úthlutunum. Leitað verði fyr-
irmynda hjá t.d. menningar- og
ferðamálaráði Reykjavíkurborgar,
og leitað verði samráðs við Banda-
lag íslenskra listamanna (BÍL) um
fyrirkomulag og hugsanlega þátt-
töku.“
Ég hygg að marmið með þessari
tillögu vefjist fyrir fáum. Mik-
ilvægt er að fyrirtækið sýni metn-
að á þessu sviði áfram sem hingað
til. Til að tryggja reglubundin
framlög og faglega meðhöndlum
umsókna og úthlutana verði þessi
sjóður stofnaður, auglýst eftir um-
sóknum, og þangað vísað öllum
hugmyndum og óskum um framlög
til menningarlífs, samtaka eða fé-
laga. Tillaga mín er að sjóðurinn
verði stofnaður hið síðasta 1. jan-
úar 2007 og vænti ég þess að sitj-
andi stjórn taki vel í þessa hug-
mynd, enda í fullu samræmi við þá
skipan sem við vorum sammála um
varðandi styrki til vísindarann-
sókna. Ég er sannfærður um að
eftir þessu framtaki verður tekið í
menningarlífinu, og vænti ég þess
líka að stjórnendur stórra einka-
fyrirtækja muni huga að sams
konar verklagi hjá sér.
Menningarsjóður Orkuveitunnar
Stefán Jón Hafstein fjallar um
samfélagslega ábyrgð og menn-
ingarsjóð Orkuveitunnar
»Ég er sannfærðurum að eftir þessu
framtaki verður tekið í
menningarlífinu, og
vænti ég þess líka að
stjórnendur stórra
einkafyrirtækja muni
huga að sams konar
verklagi hjá sér.
Stefán Jón Hafstein
Höfundur er borgarfulltrúi Samfylk-
ingarinnar og á sæti í stjórn OR.
Í VIÐTALI á dögunum um álver á
Bakka við Húsavík sagði Hreinn
Hjartarson, forstjóri
Orkuveitu Húsavíkur, í
viðtali í kvöldfréttum
Stöðvar 2 að andstæð-
inga álvers væri eink-
um að finna í hverfi 101
í Reykjavík. Flestir
skilja hvað við er átt,
þ.e. að mótmæli gegn
þessu mikla hagsmuna-
máli okkar Þingeyinga
komi helst af Stór-
Reykjavíkursvæðinu
eða frá þeim sem búa
víðsfjarri og hafa lítið
sett sig inn í okkar að-
stæður og atvinnulíf.
En andstaðan er líka
heimafyrir, reyndar fer
hún ekki mjög hátt, en
athygli vekur að heill
stjórnmálaflokkur sem
fékk 3.329 atkvæði í síð-
ustu kosningum hér í
NA-kjördæmi er yf-
irlýstur andstæðingur
álvers og virkjunar á
Þeistareykjum. Ekki
nóg með það heldur er
formaður þessa flokks
sjálfur Þingeyingur og
ætti manna helst á þingi
að skilja og tala fyrir hagsmunum
okkar. Það gerir Steingrímur J. Sig-
fússon ekki frekar en í síðustu kosn-
ingum þegar flokkur hans talaði gegn
atvinnuuppbyggingunni á Austur-
landi. Flokkur Steingríms, Vinstri
grænir, talar mjög ákveðið gegn allri
stóriðju og virkjunum í landinu, líka
jarðvarmavirkjunum. Man enginn
lengur afstöðu Steingríms og Vinstri
grænna gagnvart Kísiliðjunni og
þeim afleiðingum sem það hafði í för
með sér? Mikill styr hefur staðið um
Kárahnjúkavirkjun, Hellisheið-
arvirkjun, Norðlingaölduveitu o.fl.
framkvæmdir í orkumálum. Nú
bregður svo við að nánast allir ljúka
upp miklu lofi á nýtingu jarðhitans á
Þeistareykjum, umhverfisrask er í
lágmarki og flest bendir til þess að
svæðið gefi meira af sér en fyrst var
talið. Auðvitað er það síðan lykilatriði
að orkan sé nýtt sem
næst þeim stað sem
hennar er aflað, enda
kemur það ekki til
greina af hálfu okkar
Þingeyinga að hún verði
flutt burtu líkt og raun-
in er með Kröfluvirkj-
un. Okkar vilji hér er
ekki að liggja á þessari
auðlind eins og ormur á
gulli, við ætlum okkur
að nýta hana og njóta.
Fróðlegt verður að
fylgjast með því hvaða
afstöðu stuðningsmenn
VG hér í kjördæminu
taka á næstu mán-
uðum. Verða það
Vinstri grænir í mið-
borg Reykjavíkur sem
fá alfarið að ráða stefnu
þessa flokks, er for-
maðurinn Steingrímur
J. Sigfússon ekki nógu
sterkur til að vinna fyr-
ir sitt kjördæmi og
reyndar í leiðinni land-
ið allt? Er ekki velvilji
til öflugrar atvinnu-
uppbyggingar sem
leiðir til fjölbreyttrar
atvinnusköpunar og betri búsetuskil-
yrða á stefnuskrá Vinstri grænna?
Það þýðir í það minnsta lítt fyrir hann
að koma hingað fyrir kosningar og
tala von okkar Þingeyinga niður líkt
og hann gerði á Austfjörðum fyrir
fjórum árum og er enn við sama hey-
garðshornið. Þingeyingar eiga að
sjálfsögðu að nýta þau tækifæri sem
gefast heima í héraði, skapa hér verð-
mæti, atvinnu og blómlegt mannlíf
eins og við sem búum hér vinnum
stöðugt að og ætlum okkur að halda
áfram.
Húsavíkurálver
og andstaða
vinstri grænna
Hallveig Björk Höskuldsdóttir
skrifar um hugsanlega bygg-
ingu álvers á Húsavík
Hallveig Björk
Höskuldsdóttir
Höfundur er verkefnastjóri.
»… er for-maðurinn
Steingrímur J.
Sigfússon ekki
nógu sterkur til
að vinna fyrir
sitt kjördæmi
og reyndar í
leiðinni landið
allt?
Á NÆSTA ári, vorið 2007, eru 50
ár liðin frá því að Barnaspítali
Hringsins tók til starfa. Barnaspítali
Hringsins var í upphafi staðsettur í
elsta hluta Landspítalans. Við opnun
spítalans náðist langþráð takmark,
sem margir höfðu barist fyrir. Í þeirri
baráttu fór Kvenfélagið Hringurinn í
fararbroddi. Við opnun deildarinnar
naut spítalinn dyggs stuðnings
Hringskvenna, sem gáfu ýmis tæki,
rúm og rúmbúnað.
Árið 1965 fluttist Barnaspítali
Hringsins í nýrra húsnæði innan
Landspítala. Enn sem fyrr naut spít-
alinn dyggs stuðnings Hringskvenna.
Kvenfélagið Hringurinn barðist
um áratuga skeið fyrir byggingu sér-
hæfðs Barnaspítala Hringsins. Sá
draumur varð loks að veruleika, er
nýr Barnaspítali Hringsins var opn-
aður vorið 2003. Enn og aftur voru
Hringskonur í broddi fylkingar,
studdu byggingu spítalans með um-
talsverðum fjármunum, auk þess sem
þær lögðu verulegar upphæðir til
tækjabúnaðar Barnaspítalans.
Ekki verður ofsögum sagt af stöð-
ugum og öflugum stuðningi Hrings-
kvenna við veik börn á Íslandi. Á
árinu, sem nú er að líða, má áætla að
tækjakaup spítalans, fyrir gjafir
Hringskvenna, séu nálægt 20 millj-
ónum króna.
Hringskonur hafa með ótrúlegum
dugnaði, óbilandi kjarki og mikilli
bjartsýni unnið að velferð íslenskra
barna í 100 ár. Þjóðin stendur í þakk-
arskuld við þessar konur.
Á morgun, sunnudaginn 3. desem-
ber, er hið árlega Hringskaffi haldið
að Broadway og hefst kl. 13:30. Þar
reiða Hringskonur fram dýrindis
veitingar, kökur og kræsingar. Sam-
hliða veitingum er veglegt happ-
drætti með miklum vinningslíkum.
Það er von okkar á Barnaspítala
Hringsins, að landsmenn taki þátt í
öflugu starfi Hringskvenna og mæti á
ágætt Hringskaffið á morgun.
Hringskaffi
Ásgeir Haraldsson minnir á
kaffisölu Hringskvenna
Hringskonur hafa með ótrúlegum
dugnaði, óbilandi kjarki og mikilli
bjartsýni unnið að velferð íslenskra
barna í 100 ár.
Höfundur er prófessor í barnalækn-
ingum og sviðstjóri lækninga á
Barnaspítala Hringsins.
» Það er von okkar áBarnaspítala
Hringsins, að lands-
menn taki þátt í öflugu
starfi Hringskvenna...