Morgunblaðið - 02.12.2006, Page 40

Morgunblaðið - 02.12.2006, Page 40
40 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÍBÚAR Þorlákshafnar hafa ver- ið svo lánsamir að njóta forystu Ólafs Áka Ragnarssonar bæj- arstjóra í eitt kjörtímabil og eru að upplifa annað með þessum framtaks- sama manni. Hann er röskur, selur 1544 hektara jörð, Hlíðarenda, sem nota átti sem útivist- arsvæði, m.a. til skógræktar og breyt- ir í iðnaðarsvæði. Eiginlega er ekki hægt að kalla þetta sölu, heldur svona góðra vina gjöf, en það gerðu oft höfð- ingjar til forna, gáfu vinum sínum ríkulega og nískulaust. Bæjarstjórinn bar hag eigenda vel fyrir brjósti, þ.e. íbúa sveitarfélagsins, og setti enga óþarfa fyr- irvara eða kvaðir í kaupsamninginn, t.d. hvað um jörðina verð- ur ef ekki kemur til reksturs vatnsverk- smiðju. Hefur kaup- andinn fimm ár til að hugsa það án fjár- útláta og vonandi verða stjórnendur fyrirtækisins ekki andvaka vegna vaxtanna. Kaupandinn þarf ekki að greiða krónu fyrir vatnið en annars átti vatnsfélagið að greiða bæjarfélag- inu fyrir vatnsnotkun. Þetta sýnir hve útsjónarsamur bæjarstjórinn er í rekstri sveitarfélagsins og skýrir væntanlega hækkun meiri- hlutans á launum hans. Þá var hann ekkert að bíða eftir formlegum leyfum, enda er það tafsamt fyrir duglegan bæjarstjóra heldur gaf mönnum góðfúslega leyfi til að atast í vatnslindinni og fjallshlíðinni fyrir ofan bæinn með stórvirkum tækjum áður en hann seldi jörðina enda vissi hann sem var að fáir höfðu skoðað þetta og enn færri hugmynd um, hvað jörð- in hefur að geyma. Þar hlífði hann mörgum íbúum við að sjá hverju þeir voru að missa af. Sú tillits- semi hans er virðingarverð. Þetta var fjárhagslega hag- kvæmt enda kostar skógrækt og annað stúss við svona útivist- arsvæði ómælt fjármagn. Þá losar hann Þorlákshafnarbúa við fjár- útlát vegna um 100 ára gamals húss á bæjarstæðinu, en ein- hver sérvitringurinn gæti látið sér það til hugar koma að gera upp húsið, þar sem það tengist mjög náið sjávarútvegi og sögu Þorlákshafnar og er elsta húsið í sveitarfé- laginu. Bæjarstjórinn er séður, nefnir ekki húsið einu orði í sölu- samningnum. Það er gott hjá hon- um að hafa ekki látið minnast á sölu stórs hluta af upplandinu, m.a. þeirra fjalla sem blasa við frá Þorláks- höfn, á fréttavef bæj- arfélagsins, Ölfus.is. Einhverjir gætu orðið sárir vegna sölunnar en Ólafur Áki er frið- semdarmaður og vill hlífa mönnum við óþægilegum fréttum. Betra að fólk lesi þar um nýjan slökkvibíl og bangsadaga í bóka- safninu. Ólafur Áki er hamhleypa til verka. Búinn að ákveða að selja land undir álverksmiðju í Þorláks- höfn. Til að milda skap þeirra íbúa sem finnst nóg komið af slíkum í landinu, og kæra sig ekkert um eina við bæjardyrnar, bendir bæj- arstjórinn réttilega á að þetta er ekki álverksmiðja heldur svona smá álverksmiðja. Sveitarfélagið hefur selt land undir golfvöll og land úti á Bergi. Stefnir í að bæjarstjórinn verði búinn að losa sig við allt land sveitarfélagsins fyrir næstu jól og er það rösklega gert þar sem bær- inn var með þeim landmestu á landinu. Þessi forystusauður hefur lýst áhuga sínum á að íbúar höfuðborg- arsvæðisins losni við úrgang sinn í Þorlákshafnarlandið. Á það eflaust eftir að efla jákvæða ímynd bæjarfélagsins. Hópur fólks kom til Þorláks- hafnar s.l. vor. Mætti honum mikill fnykur og þegar spurt var hvað annað væri í boði var sagt að í bænum væru þrjár hraðahindranir. Þarna tel ég að bæjarstjórinn hafi sýnt hyggjuvit til að laða að ferða- menn, sparað auglýsingakostnað og vitað sem var að betra er illt umtal en ekkert. Í framtíðinni geta svo ferða- menn skoðað, væntanlega fyrir sanngjarnt gjald, hvernig skemma má án nokkurra leyfa gróna fjalls- hlíð, barið augum iðnaðarhús á úti- vistarsvæði, séð lítið og sætt álver og notið ilmsins af sorphaugi. Allt í anda „metnaðarfullrar stefnu í um- hverfismálum“, með „áherslu á að gengið verði um landið og auðlind- ir þess af varfærni og virðingu“ og þess að náttúran og íbúarnir hafa lengi og vel notið „vafans áður en ákvörðun er tekin“ eins og segir á vef Sjálfstæðisfélagsins Ægis. Íbúar Árborgar hljóta að vera ánægðir með skreytinguna á Ing- ólfsfjalli enda er hún gerð með metnaðarfullri varfærni og virð- ingu. Nýyrðasmíði bæjarstjórans er uppspretta peninga. Þannig fann hann upp nýyrðið „Bráðabirgða framkvæmdaleyfi“ og lét Orku- veitu Reykjavíkur greiða 500 millj- ónir fyrir. Sannast þar hið forn- kveðna: „Dýrt er drottins orðið“. Einnig virðist hann hafa breytt merkingu orðsins „íbúalýðræði“ sem var talið þýða að haft væri samráð við íbúana um málefnin, í: „Bæjarstjórinn ræður“ Þótt hann hafi örlítið hagrætt geislabaugnum fyrir kosningar og verið með orðhengilshátt við gamla Hafnarbúa, má ekki dæma hann hart. Hann var að safna atkvæðum og þar helgaði tilgangurinn með- alið. Enda er gaman að stjórna og fá að tylla, þótt væri ekki nema ann- arri rasskinninni í bæjarstjórastól- inn, um stund. Hvar eru teiknibólurnar? Enn og aftur, til hamingju. Til hamingju, Þorlákshafnarbúar Jóhann Davíðsson fjallar um málefni sveitarfélagsins í Þorlákshöfn Jóhann Davíðsson » Sveitarfélag-ið hefur selt land undir golf- völl og land úti á Bergi. Stefnir í að bæjarstjór- inn verði búinn að losa sig við allt land sveitar- félagsins fyrir næstu jól ... Höfundur er lögreglumaður, bjó á B-götu 9 Þorlákshöfn og er félagi í Græna bindinu. HVAÐ erum við tilbúin að láta leiða okkur langt í rugli og vitleysu? Hverjir eru það sem samþykkja fyrir okkar hönd að banna fólki að hafa með sér tannkrem um borð í flugvél eða sjampó? Spyr sá sem ekki veit. Ég þekki vissulega röksemdirnar. Ég veit allt um fullyrðingar bresku leyniþjónustunnar að grunur leiki á að til hafi staðið að sprengja upp farþegaflugvél með því að umbreyta vökva í banvæna sprengju. Þessi grunsemd eða átylla (?) varð til þess að herða mjög á eftirliti með flugfarþegum í Bretlandi – og var vart á bætandi eftir kröfur Kana um eftirlit sem ganga allra þjóða lengst í þessu tilliti. Nú hefur reglum í Bret- landi verið breytt þann- ig að það má taka með sér 100 ml af vökva; sem dugir þá vænt- anlega bara í litlar sprengjur, eða hvað? Þótt öllum sé annt um líf sjálfra sín og annarra, gegnir allt öðru um ör- yggiseftirlitið sem Bush, Blair og fé- lagar eru að innleiða í heiminum, allt með tilvísan í hryðjuverkin í New York og Washington 11. september árið 2001. Nú er svo komið að hver einasti maður sem stígur upp í flugvél í heim- inum er skoðaður og skráður í bak og fyrir. Svo er komið að naglaklippur eru taldar ógna öryggi mannkynsins og eigendur verða að láta þær af hendi umsvifalaust við brottför í flughöfnum heimsins ella verða kyrrsettir. En hvers vegna ekki að leita á leik- húsgestum, bíógestum, strætisvagna- og rútuferðalöngum, farþegum í neð- anjarðarlestum (þar hefur meira en lít- ið verið sprengt), öllum þeim sem fara inn í byggingar eða mannvirki sem op- in eru almenningi? Staðreyndin er nefnilega sú að varla er að finna þá gerð almenningsfarartækja, eða sam- komustaða sem ekki hafa einhvern tímann, einhvers staðar, verið sprengdir í loft upp, og iðulega hefur fjöldi fólks farist í slíkum árásum. Innst inni vita hins vegar allir að þetta snýst ekki um öryggi borgaranna heldur um þau tæki, sem ráðandi öfl vilja fá í hendur til að öðlast alræð- isvald yfir samfélögunum. Hrikaleg til- hugsun en sönn – að ég hygg. Í stað þess að leysa mannréttinda- vanda, óréttlætið í Miðausturlöndum, yfirgang, koma í veg fyrir að heimska og hefndarþorsti vanhæfra stjórn- enda á Vesturlöndum ráði ferðinni, er búin til óttatilfinning og síðan falskt öryggi. Hvað ætlum við að láta þetta viðgangast lengi? Rétta fulltrúar Íslands alltaf upp höndina þegar ákveðið er að leita í tannkremstúpunum, gera sjampóið upptækt að ógleymdum naglak- lippunum. Mér er minn- isstæður fréttamanna- fundur í Kaupmannahöfn, sem ég sótti sem fréttamað- ur RÚV, árið 1987 eða 1988. Olof Palme hafði nýlega verið myrtur. En þarna voru saman komn- ir, á þessum fréttmanna- fundi, allir forsætisráð- herrar og utanríkisráðherrar Norðurlandanna. Engin öryggisgæsla. „Er þetta hyggilegt?“ spurði einhver frétta- maðurinn. „Já, það er bæði hyggilegt og eftirsóknarvert að búa í opnu lýð- ræðisþjóðfélagi,“ svaraði einhver ráð- herrann að bragði. Þessu var ég hjartanlega sammála. Og ég er það enn. Þess vegna vil ég gera uppreisn gegn eftirlitssamfélaginu, andæfa hressilega gegn því. Það er kominn tími til að safna liði gegn ofríkinu í flughöfnum heimsins. Að sjálfsögðu er ekkert við þá að sakast sem við það starfa að framfylgja settum reglum. Við hljótum að beina orðum okkar og andófi gegn þeim sem setja hinar fá- ránlegu reglur og þeim sem ákveða fyrir okkar hönd að undirgangast þær. Fyrst voru það skærin, síðan tappatogarinn og nú tannkrem- stúpan. Er ekki mál að linni? Er ekki kominn tími til að auglýsa eftir máls- vörum skynseminnar? Fyrst skærin, þá tappatogarinn, nú tannkremstúpan Ögmundur Jónasson skrifar um eftirlit í flughöfnum Ögmundur Jónasson » Svo er kom-ið að nagla- klippur eru taldar ógna ör- yggi mann- kynsins... Höfundur er alþingismaður. ÉG vil byrja á að þakka Ellen Ingvadóttur fyrir að beina til mín spurningum um Hvalfjarðargöngin og gjaldtökuna. Eins og lesendur Morgunblaðsins muna eflaust ritaði hún á liðnum vetri greinar um gjaldtöku Spalar. Rétt er að taka það strax fram að Spölur er sjálf- stætt hlutafélag, sem gerði samning á sínum tíma um byggingu og rekstur Hvalfjarðarganga, og stjórn félagsins fer með málefni þess milli aðalfunda svo sem í öðrum hluta- félögum. Spurningar þær sem Ellen ber fram gefa mér tækifæri til að skýra stöðu málsins og þann mismun sem er á rekstri Hvalfjarðarganganna og annarra jarðganga í landinu. Þegar ég settist á þing 1991 var mikill áhugi fyrir að brúa Hval- fjörðinn og stytta þannig leiðina milli höfuðborgarsvæðisins og Vest- urlands. Engir fjármunir voru hins- vegar í augsýn á vegáætlun til þess að ráðast í verkefnið. Því var fallist á þá hugmynd að grafa jarðgöng í einkaframkvæmd. Tvær leiðir mögulegar Til þess að flýta gerð Hvalfjarð- arganga var valin sú leið að fela Speli undirbúning við ganga- gerðina, framkvæmdir og fjár- mögnun. Frumkvæðið að þessari miklu framkvæmd var á hendi for- svarsmanna fyrirtækja á Grund- artanga og á Akranesi. Til að end- urgreiða lán vegna gerðar jarðganganna var einnig ákveðið að heimila félaginu að leggja gjald á vegfarendur enda ljóst að þótt göngin kæmu til hefðu menn alltaf þann kost að aka fyrir Hvalfjörð væru þeir ósáttir við gjaldtökuna. Þar sem þetta var sértæk ráðstöfun til að greiða fyrir verkefninu var gengið frá fyrirkomulaginu með lagasetningu Alþingis. Gert var ráð fyrir að lán vegna ganganna yrðu uppgreidd 2018 til 2020 og að veggjaldið félli þá niður um leið og göngin yrðu eign ríkisins. Þetta eru rökin fyrir gjaldtöku í Hvalfjarð- argöngunum en ekki öðrum jarð- göngum. Öllum er frjálst að aka fyrir fjörð eða stytta sér leið með því að kaupa aðgang að jarðgöng- unum. Kosturinn við að aka Hvalfjarð- argöng miðað við að aka fyrir Hval- fjörð er einkum tímasparnaður, en jafnvel fjárhagslegur. Gjaldskrá Spalar er í fjórum meginflokkum eftir stærð bíla og veittur er um- talsverður afsláttur kaupi menn margar ferðir í senn. Umferðin um göngin strax á fyrsta ári og æ síðan hefur verið meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Hefur því sýnt sig að vegfarendur kunna að meta þessa leið. Á fyrsta rekstrarárinu var umferðin um milljón bílar. Á síðasta rekstrarári, frá október 2005 til septemberloka 2006, fóru yfir 1,8 milljónir bíla um göngin og var aukningin frá fyrra fjárhagsári 12%. Lánin uppgreidd árið 2018 Vegna meiri umferðar en áætl- anir gerðu ráð fyrir var ljóst að lok- ið yrði endurgreiðslu lána kringum árið 2014. Í samræmi við heimildir samgönguráðuneytisins beitti ég mér fyrir því árið 2004 að könnuð yrði endurfjármögnun lána í því skyni að lækka veggjaldið. Var það gert á grunni niðurstöðu athugunar Ríkisendurskoðunar fyrir sam- gönguráðuneytið um hvort ná mætti kostn- aðarlækkun með end- urfjármögnun. Í framhaldinu var gjaldskráin lækkuð. Í byrjun apríl 2005 kynnti Spölur veru- lega lækkun á afslátt- arpökkum. Gjald fyrir einstakar ferðir lækk- aði ekki. Ekki eru uppi hugmyndir um niðurfellingu veggja- ldsins fyrr en lán vegna fram- kvæmdanna hafa verið greidd upp sem verður samkvæmt nýju samn- ingunum árið 2018. Í fyrri greinum hefur Ellen Ingvadóttir lýst óánægju með að lenda í gjaldflokki II með pallbíl sem er 29 sm lengri en bílar sem falla í gjaldflokk I. Telur hún það ósanngjarnt í ljósi þess að bílar sem draga tjaldvagna eða hjólhýsi séu áfram í gjaldflokki I þótt lengdin sé meiri en 6 m og ækið ætti því að lenda í gjaldflokki II. Einnig hefur hún gagnrýnt mikinn mun á gjald- skrá fyrir flokk I og II og lítinn mun á II og III en í þriðja flokk falla bílar sem eru lengri en 12 m. Rafrænn búnaðir fyrir lengdarmælingar Samkvæmt upplýsingum frá Gísla Gíslasyni, stjórnarformanni Spalar, var á aðalfundi félagsins fyrir stuttu greint frá þeirri ákvörð- un stjórnar félagsins að taka með vorinu í notkun rafræn- an búnað til lengd- armælinga á bílum sem gera mun kleift að breyta stærðarflokkum gjaldskrárinnar. Bind ég vonir við að það myndi sníða þá agnúa af gjaldskránni sem menn helst hafa fundið. Þá má minna á að 1. mars er gert ráð fyrir því að lækka virð- isaukaskattinn af veggjaldinu úr 14% í 7% sem að sjálfsögðu hefur lækkun í för með sér. Hvalfjarðargöng eru samgöngu- bót – það er óumdeilt því bæði minnkaði umferð um Hvalfjörð, sem getur verið erfiður, og við höf- um verið blessunarlega laus við al- varleg slys í göngunum. Skoðanir eru skiptar um gjaldtökuna, bæði gjaldið sem slíkt og upphæðir. En meðan mál standa svona verðum við að una við innheimtuna. Reynsla mín af akstri um Hvalfjarðargöng um árabil er góð og leiðin flýtir för. Eftir stendur að tilbreyting og ánægja er jafnan í því fólgin að aka Hvalfjörðinn og njóta náttúrufeg- urðar og fylgjast með vaxandi upp- byggingu á Grundartanga sem hef- ur verið auðveldari vegna þess að með Hvalfjarðargöngunum eru höf- uðborgarsvæðið, Akranes og Borg- arfjörður orðin eitt atvinnusvæði. Sturla Böðvarsson svarar Ellen Ingvadóttur » ...að taka með vorinuí notkun rafrænan búnað til lengdarmæl- inga á bílum sem gera mun kleift að breyta stærðarflokkum gjald- skrárinnar. Sturla Böðvarsson Höfundur er samgönguráðherra. Hvalfjarðargöng og gjaldtaka

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.