Morgunblaðið - 02.12.2006, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 41
MINNINGAR
✝ Kristný Ólafs-dóttir fæddist á
Raufarfelli í A-
Eyjafjöllum 8. júlí
1921. Hún lést á
Sjúkrahúsi Vest-
mannaeyja 24. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Kristín
Jónsdóttir frá
Rauðsbakka í A-
Eyjafjöllum, f. 22.
mars 1898, d. 19.
apríl 1969, og Ólaf-
ur Vigfússon frá
Raufarfelli, f. 21. ágúst 1891, d.
15. maí 1974. Systkini Kristnýjar
eru Vigfús, f. 13. apríl 1918, d. 25.
okt. 2000, Jóna Margrét, f. 13.
apríl 1924, d. 1944, Ágúst, f. 1.
ágúst 1927, d. 29. júlí 2003, Sig-
ríður, f. 22. júlí 1931, Guðjón, f. 1.
nóv. 1935. Jóna Margrét eignaðist
Jón Ólaf 18. júlí
1944, hún lést af
barnsförum 4. ágúst
1944 og var Jón
Ólafur alinn upp
sem eitt af systk-
inunum. Kristný
fluttist til Vest-
mannaeyja með for-
eldrum sínum og
bróður 1923. For-
eldrar hennar
byggðu húsið Gísl-
holt við Landagötu
og er fjölskyldan
ávallt kennd við það
hús. Hún vann við fiskvinnslu alla
sína tíð, m.a. í Fiskiðjunni frá
stofnun fyrirtækisins 1952, þar til
hún lét af störfum, þá komin á átt-
ræðisaldur.
Útför Kristnýjar verður gerð
frá Landakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Nýja mín.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð
( Þórunn Sig.)
Kveðja frá Tryggva.
Þín systir
Sigríður (Lilla).
Frá því ég flutti til Eyja fyrir 45
árum hefur hún Nýja mágkona mín
verið samofin lífi mínu.
Ég kom hingað fyrst sem hjúkr-
unarnemi og kynntist þá honum
Gauja, litla bróður hennar, og fannst
mér stundum nóg um dálætið á
drengnum en ég fékk oft að heyra
söguna um það þegar Einar Gutt tók
hann með töngum og skellti honum
mjög líflitlum í vaskafat og sneri sér
síðan að móðurinni til að bjarga lífi
hennar. Drengurinn kom öllum á
óvart, lifnaði við og lifir góðu lífi enn í
dag 7l árs. Nýja var 14 ára þegar
þetta var og hefur án efa hjálpað til
við að hugsa um hann þá og alla tíð
síðan. Níu árum seinna dó systir
þeirra Jóna af barnsförum og dreng-
urinn Jón Óli var alinn upp á heim-
ilinu hjá afa, ömmu og Nýju við sama
ástríki. Þó að Nýja eignaðist ekki
börn sjálf, þá tók hún miklu ástfóstri
við systkinabörn sín og síðar barna-
börn og þau við hana. Ég gifti mig og
fluttist til Eyja árið l961, útskrifuð
hjúkrunarkona (eins og það hét þá),
búin að vinna á Landspítalanum og
m.a.s. nokkra mánuði í Svíþjóð og
fannst ég nú fær í flestan sjó hvað
vinnuna snerti. Hins vegar var ég
gjörsamlega blaut bak við eyrun
hvað heimilishald og matargerð
varðaði og þá var nú gott að leita til
Nýju eða tengdamömmu. Ég var alin
upp af einstæðri, fráskilinni, útivinn-
andi móður og sterkri móðurfjöl-
skyldu í mjög vernduðu umhverfi og
þekkti svo sem lítið til lífsins per-
sónulega, þar til ég fór í hjúkrunina.
Mér fannst því lífið í Eyjum hrein-
asta ævintýri og að koma inn í þessa
stóru, góðu tengdafjölskyldu var
ómetanlegt. Í Gíslholti var alltaf líf
og fjör, gestagangur mikill, systkin-
in, makar og ört vaxandi barnaskar-
inn. Nágrannarnir komu í kaffisopa
og sumir voru kallaðir í símann eða
fengu að hringja, því þá var ekki
kominn sími í hvert hús. Já, það var
oft mikið talað og hlegið í eldhúsinu í
Gíslholti. Þegar þetta var, var Óli
Fúsa tengdafaðir minn hættur á sjó,
en hann var lengst af skipstjóri.
Hann og Nýja og reyndar flestir í
fjölskyldunni, börn og fullorðnir,
unnu í Fiskiðjunni. Það var nú
reyndar ævintýri út af fyrir sig.
Elsku Fiskiðjan, eins og við kölluð-
um hana. Nýja vann þar frá upphafi
og allt til þess tíma að fyrirtækið
sameinaðist Vinnslustöðinni og vann
hún þar í nokkur ár, þar til hún lét af
störfum rúmlega sjötug. Hún fór alla
tíð í vinnuna fyrir klukkan sjö á
morgnana og kom oft heim seint á
kvöldin. Þarna eignaðist hún marga
góða vini sem hún bast tryggðabönd-
um. Þarna var lífið og þarna var
hlegið. Hún var með eindæmum hús-
bóndaholl og bast húsbændum sínum
Þorsteini á Blátindi, Önnu konu hans
og fóstursystur hennar Gunnu ásamt
dætrunum Sigrúnu og Stefí og fjöl-
skyldum þeirra vináttuböndum, svo
og Sigurbjörgu og Gústa Matt og
þeirra fjölskyldum. Á kvöldin var svo
bakað og saumað á börnin í fjölskyld-
unni, einkum fyrir jólin. Einu sinni
sem oftar kom ég í Gíslholt og á eld-
húsborðinu voru sex til tíu nýbakað-
ar formkökur. Ég spurði í sakleysi
mínu hvort hún bakaði líka fyrir
Fiskiðjuna, en nei, þetta var bara til
heimilisins, því allir urðu að fá kaffi
eða mjólk og köku sem litu inn.
Nýja hafði mjög gaman af að
ferðast og fórum við saman margar
skemmtilegar ferðir, oftast innan-
lands, og einu sinni ævintýraferð til
Mallorka. Hún fór m.a.s. með okkur
Gauja og foreldrum þeirra í hluta af
brúðkaupsferð okkar. Þá fórum við
að heimsækja föður minn og hans
fjölskyldu í Borgarnes og síðar fór-
um við oft saman þangað og út um
allt land að heimsækja systkini mín
og fleiri skyldmenni. Seinni árin fór-
um við tvær a.m.k. í eina Reykjavík-
urferð á ári og fórum við þá vítt og
breitt að heimsækja alla gömlu, góðu
vinina. Þetta voru góðar ferðir og
fannst mér alltaf jafngaman að
hlusta á sögurnar af mannlífinu í
gamla daga, þegar allt var svo
skemmtilegt. Eftir því sem árin liðu
var ég nú reyndar farin að kannast
við sumar sögurnar en þær voru ekki
verri fyrir það.
Nýja var eldheitur Týrari eins og
allt hennar fólk og hafði ótrúlegan
áhuga á handbolta og fótbolta, hún
þekkti ensku knattspyrnumennina
m.a.s. með nafni. Það var oft gert
grín að mér, þegar ég nennti ekki að
sitja yfir Gauja sem lá uppi í sófa
límdur við fótboltann í sjónvarpinu.
Þá sagði ég oft: „Æ, ég er farin til
Nýju en hún bjó hér í næstu götu í
kjallaranum hjá Sirrý systur sinni og
Tryggva manni hennar. En þar tók
nú ekki betra við, þar sátu þær syst-
ur stjarfar yfir boltanum, Sirrý á
loftinu og Nýja niðri í uppáhalds
stólnum sínum. Munurinn var
kannski sá að hún gaf sér tíma til að
gefa manni súkkulaðibita eða sher-
rystaup og sofnaði ég yfirleitt dauð-
þreytt eftir langa vinnuviku í þægi-
legum stól.
Nýja var mikið jólabarn. Hún
safnaði jólasveinum og átti mörg
hundruð stykki af öllum stærðum og
gerðum sem hún var að setja upp alla
aðventuna og fram á þrettándann.
Hún kom m.a.s. einu sinni í barna-
tíma hjá Bryndísi Schram, þ.e. sjón-
varpsfólkið heimsótti hana. Það var
mikið ævintýri sem oft var minnst á.
Þá komu stundum heilu deildirnar af
barnaheimilunum í heimsókn að
skoða jólasveinana.
Þar sem ég sit hér við kertaljós
með mynd af Nýju fyrir framan mig,
finnst mér ég geta skrifað heila bók
um hana, en það væri nú aldeilis ekki
í hennar anda. Ekki get ég þó hætt
nema tala um gjafmildi hennar. Mað-
ur mátti helst ekki dást að nokkrum
hlut þá var hún búin að kaupa hann
og gefa manni í afmælis- eða jólagjöf
eða bara upp úr þurru. Fyrir jólin
voru teknir út þúsundkallar í tonn-
atali og allir fengu peninga í umslagi,
hver einasti fjölskyldumeðlimur,
stór og smár, og engum var gleymt
og á árum áður fylgdu sokkar og
súkkulaði með handa öllum.
Elsku Nýja mín, nú eru að koma
jól, það var gott að þú þurftir ekki að
liggja lengur hjálparvana, en mikið
skelfing munum við sakna þín, hvert
og eitt. Vertu Guði falin og takk fyrir
allt, sem þú varst okkur.
Þín mágkona
Hólmfríður.
Nýja mín, það er svolítið skrítið að
skrifa minningargrein um þig. Sumir
hafa þá útgeislun að börn trúa því að
þeir séu eilífir. Við frændsystkinin
vorum viss um að þú værir ódauðleg.
Þú varst kletturinn í fjölskyldunni,
eitthvað sem aldrei gat brotnað eða
brugðist. En tíminn vegur alla. Nú er
ég „dauð“, þannig hefðir þú orðað
það. Æ, gefðu mér bara einn bita, ég
er dauð hvort sem er, varstu vön að
segja. Það var því þér líkt að kveðja í
miðri máltíð. Þetta eru síðustu jólin
sem þú skreytir tréð fyrir mig og set-
ur upp jólasveinana fékk ég að heyra
fyrst fyrir tuttugu árum. Samt hef ég
skreytt tréð hver jól síðan og jóla-
sveinarnir hafa allir farið á sinn stað,
auðvitað átti hver þeirra vísan stað.
Sumir þeirra líktust ótrúlega mikið
ákveðnum bæjarbúum en það höfð-
um við bara fyrir okkur. Það fylgdi
skreytingunum að gæða sér á síríus-
lengjum, ef þær væru lagðar saman
sem horfið hafa ofan í okkur á þess-
um árum næðu þær örugglega út
fyrir landhelgina.
Nýja mín, fyrstu árin mín varst þú
kletturinn í lífi mínu. Ég á margar
góðar minningar um þig. Á milli okk-
ar ríkti alltaf traust og gott samband.
Náin sambönd ganga oft allan til-
finningaskalann og geta reynt á
taugarnar, sérstaklega þegar fólk
þorir að tala. Þannig var það hjá okk-
ur. Elsku Nýja, ég þakka þér fyrir að
reyna að kenna mér þolinmæði,
þeirri dygð var svo sem ekki hlaðið í
vögguna mína. Þú notaðir oft stór og
vel valin orð í þeim kennslustundum.
Það var vel meint.
Kæra nafna, það var mér ákaflega
mikilvægt að geta endurgoldið þér
góðvildina og alla hlýjuna þegar árin
færðust yfir. Þegar ellikerling heim-
sótti þig og líkami þinn varð mátt-
farnari. Þegar þú þurftir á því að
halda. Þá komu sér oft vel kennslu-
stundir í þolinmæði hjá góðum kenn-
ara.
Nýja mín, síðustu vikurnar hafa
verið okkur öllum erfiðar. Það að
horfa á ættingja og vin í þessari
stöðu og upplifa mitt mannlega mátt-
leysi var erfitt. Þetta var ekki eins og
þú hefðir kosið en við ráðum ekki
alltaf för. Ég vona og vil trúa því að
þú hafir vitað af okkur. Það að fá að
koma til þín og segja þér hvað mér
þætti vænt um þig morguninn sem
þú kvaddir var mér mikils virði.
Bráðum koma blessuð jólin. Nýja,
hlýja, jólasveinar og síríuslengjur,
þín verður sárt saknað. Nú ertu kom-
in til afa og ömmu eins og þú þráðir.
Dreymi þig sólskin og sumarfrið
syngjandi fugla og lækjarnið,
allt er hljótt, allt er hljótt,
ástin mín, góða nótt.
(Ási í Bæ og Árni úr Eyjum)
Guð geymi þig, elsku nafna mín.
Þín
Kristný.
„Nú er ræðan búin.“ Þessi orð
hljómuðu um salinn í sjötugsafmæli
móður minnar í byrjun nóvember.
Þarna var Nýja komin á myndband
að senda mágkonu sinni afmælis-
kveðju. Þetta var falleg kveðja, sögð í
fullri einlægni af sjúkrabeði fyrir
mánuði. Nýja var ekki vön að halda
ræður en þó var eftir henni tekið.
Hún hafði alla tíð verið víkingur til
vinnu og þó að heldur hafi hægst á
henni hin síðari ár lifir minningin.
Hún var þessi kvenskörungur sem
gustaði af, fór hratt yfir og gerði allt
sem gera þurfti án þess að vera eitt-
hvað að spara sig. Hún sinnti kúnum
og fénu í Gíslholti, annaðist heimilið
og vann fullan vinnudag í fiski. Lífs-
hlaup hennar kynslóðar í Vest-
mannaeyjum á fyrri hluta síðustu
aldar var í flestum tilfellum einhvern
veginn svona. Hún þoldi illa leti og
ómennsku, var ekki alin þannig upp.
Hún minnir á útsynning og öldurót
og þegar hún var upp á sitt besta var
ekkert í veröldinni sem var stærra en
Nýja frænka í Gíslholti. Það fannst
mér að minnsta kosti, smápatta sem
rétt var farinn að skoða veröldina.
Ég man þegar við Obbi bróðir
minn og Kristný litla frænka okkar
reyndum allt hvað við gátum að
leyna því að kötturinn okkar hafði
gert stykkin sín í sparisófann hennar
Nýju. Hann var þar í óþökk húsráð-
anda.
Ég man þegar Nýja blandaði sam-
an Egilsdjús og maltöli því appelsín
var ekki til. Það var ljóta blandan og
var ekki fram borin nema í þetta eina
skipti.
Ég man þegar ég sat við hlið henn-
ar að reyta fýl, hún með sterkar
hendur sem unnu áreynslulaust eins
og vél af bestu gerð, ég að prófa mig
áfram skömmu eftir fermingu. Ég
man þegar ég fékk fyrsta stimpil-
kortið mitt úr lúgunni hennar í Fisk-
iðjunni, handskrifað fallegri rithönd.
Það var ekki fyrr en löngu seinna
sem ég vissi að Nýja skrifaði öll
stimpilkort fyrirtækisins á nóttunni
eða um helgar og tók engin laun fyr-
ir. Hún var trú sínu fyrirtæki og
þetta var bara verk sem þurfti að
vinna.
Ég man hve ég var hissa þegar
Nýja spurði ári síðar hvort ég vildi
ekki sama númer og áður, hún mundi
það en ég ekki.
Ég man þegar ég fór í mennta-
skóla upp á land að Nýja sendi reglu-
lega pakka með heimabökuðum vín-
arbrauðum, kaffipakka og ýmsu öðru
sem menntskæling vanhagaði um.
Það voru veislur á heimavistinni þeg-
ar bakkelsi úr eldhúsinu hennar
Nýju var fram borið. Bekkjarfélagar
fundu að þeir áttu vinkonu úti í Eyj-
um sem þeir höfðu aldrei séð en
sendi allri vistinni lagtertur og vín-
arbrauð.
Ég man þegar við reyktum saman
vindla og enginn gerði veður út af því
og löngu eftir að hún hætti að reykja
átti hún vindlapakka í ísskápnum
sem hún bauð af.
Ég man þegar hún var hætt að
stinga mig af á göngu og hætt að
reyta fleiri fýla en ég, þá fannst mér í
fyrsta skipti sem Nýja væri farin að
eldast.
Ég man líka alla kossana sem voru
etnir í jólaboðum hjá Nýju og sög-
urnar sem sagðar voru ár eftir ár á
sama stað í réttri tímaröð og ég man
að Nýja sagði alltaf að súkkulaðið
væri ómögulegt hjá sér. Ég smakk-
aði líklega aldrei súkkulaði sem Nýja
var alveg ánægð með. Og ég gleðst
yfir því að drengirnir mínir fengu að
heyra þessar sögur og drekka
ómögulegt súkkulaði og eiga í minn-
ingum sínum mynd af jólakerling-
unni á Birkihlíðinni. Nýja var mesta
jólabarn sem ég þekki og það stóð
alltaf til að syngja jólalag við útför
hennar óháð því hvaða árstími væri.
Það var aldrei efi hvað átti að gefa
Nýju frænku í jólagjöf, jólasveinn
skyldi það vera, jólasveinn og aftur
jólasveinn. Þeir eru til í hundraðatali,
saumaðir og smíðaðir, keyptir og
handunnir, stórir og smáir. Á hverj-
um jólum fóru drengirnir mínir af
stað um íbúðina og töldu jólasveina
og á hverjum jólum gáfust þeir upp
vegna þess að þeir spruttu fram úr
hverju horni, hverri hillu og hverju
skoti. Það mundu alltaf allir eftir
Nýju á gjafalistanum sínum því að
Nýja mundi eftir okkur öllum á sín-
um lista. Látum vera þó að hún hafi
fylgst með yngstu börnunum og
gaukað að þeim einhverju smálegu
en að hún skyldi gefa öllum systk-
inabörnum sínum og börnum þeirra
sem og barnabörnum, það er orðið
töluvert mikið að halda utan um. En
hún Nýja gleymdi engum um jólin.
Hún gleymdi ekki heldur sonum
mínum á afmælisdaginn og alltaf var
fullur diskur af upprúlluðum pönnu-
kökum með sykri í afmælisboði
þeirra.
Nú í seinni tíð er eins og vindinn
hafi lægt og öldurótið minnkað, það
hægir á framkvæmdum og þó að
hugurinn standi til allra góðra verka
þá verður Elli kerling ekki flúin.
Nýja er búin að skila sínu dagsverki
margfalt og á skilið vist í annarri og
fallegri veröld að verkalokum. Þeir
verða sjálfsagt í bland jólasveinarnir
og himinsins englar sem taka á móti
henni.
Ég var svo lánsamur fara með
henni Jóhönnu í heimsókn til Nýju
síðasta daginn sem hún var í fullu
fjöri og ég veit að þegar fram líða
stundir verður það litla minningar-
brot mér dýrmætara en allar heims-
ins jólagjafir. Það er með miklum
söknuði sem ég kveð hana frænku
mína en ég er jafnframt þakklátur
fyrir alla samveruna.
Kær kveðja.
Ólafur Týr Guðjónsson.
Nýja móðursystir mín lést 24. nóv.
síðastliðinn á Heilbrigðisstofnun
Vestmannaeyja eftir stutta legu eftir
heilablóðfall. Þar var Nýja komin í
aðstæður sem hún hefði aldrei nokk-
urn tímann getað hugsað sér að
lenda í. Sjúkrahús var nokkuð sem
hún forðaðist eins og hún gat. Þannig
að hún hefur eflaust verið hvíldinni
fegin úr því sem komið var. Nýja
hafði búið í kjallaranum hjá foreldr-
um mínum í Birkihlíð síðan um gos.
Áður bjó hún í Gíslholti hjá afa og
ömmu. Ég hef því verið í návist Nýju
nánast alla mína ævi.
Það er margs að minnast og þá
sérstaklega frá því að ég var krakki.
Nýja var skörungur og ákveðin kona.
Eitt sinn þegar farið var í Elliðaey til
að rýja rollur var farið með Skuldinni
þar sem Beggi í Hlíðardal var skip-
stjóri. Það var norðan kaldi og pusaði
töluvert yfir dekkið á bátnum því
Beggi keyrði greitt. Var ég bæði
skíthræddur og drullusjóveikur
ásamt fleiri krökkum og þurfti Nýja
því að annast mig. Menn voru farnir
að kalla til Begga um að slá aðeins af
svo ekki gengi eins yfir bátinn en
hann tók engum sönsum það var ekki
fyrr en Nýja öskraði: „Sláðu af, mað-
ur,“ að Beggi hægði á Skuldinni.
Nýja vann í Fiskiðjunni allt frá
stofnun hennar 1952 þannig að þegar
maður byrjaði að vinna átta ára að
slíta humar, þá kom náttúrulega eng-
in önnur stöð en Fiskiðjan til greina
því þar unnu bæði afi og Nýja og
Gaui frændi vann á skrifstofunni,
þannig að maður var viss um að fá út-
borgað. Það kom sér oft vel að hafa
Nýju í kompunni sinni. Oft laumaðist
maður þangað ískaldur á höndum og
fótum og fékk smá hlýju. Það má
kannski segja að ég hafi verið of-
verndaður af henni. Þegar maður fór
að eldast fékk maður lyftaradjobb,
kannski klíka, ég veit það ekki, en
það var allavega gott að hafa Nýju í
Fiskiðjunni.
Jólin voru í huga Nýju meira en
bara fæðing frelsarans, því þá komu
líka jólasveinarnir, hún hafði alveg
óskaplegt dálæti á þeim og átti hún
þá í tuga- ef ekki hundraðavís af öll-
um stærðum og gerðum. Hún hafði
alveg unun af því að skreyta fyrir jól-
in og man ég það frá því að ég var
krakki að það var ævintýraheimur á
loftinu í Gíslholti um jólin og margt
af því skrauti er enn til og mun ef-
laust ein jólin enn hanga uppi í kjall-
aranum á Birkihlíðinni henni til heið-
urs.
Nýja var minnug og skemmtileg
að spjalla við, hún var fræg fyrir það
í Fiskiðjunni að muna bæði tölur og
fólk. Eitt sinn kom maður á vertíð í
Fiskiðjuna hann hafði reyndar verið
þar tíu árum áður, hann mætti að
sjálfsögðu í kompuna hjá Nýju og
bað um stimpilkort. Þá sagði Nýja:
„Blessaður, Guðmundur minn, viltu
bara ekki hafa sama númer og síðast,
438?“
Það á eftir að verða tómlegt í
Birkihlíðinni fyrir mömmu og pabba
sem hafa búið með Nýju síðastliðin
33 ár. En elsku mamma, pabbi, Gaui,
Nanna, Nonni og fjölskyldur, við eig-
um þó dásamlegar minningar um
góða konu.
Hvíl þú í friði, elsku Nýja.
Hallgrímur, Ásdís og krakkarnir.
Kristný Ólafsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Kristnýu Ólafsdóttur bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga. Höfundar eru: Svava
Kristín, Kristgeir Orri og Ágúst
Emil, Anna Rós, Halla Björk, Sæ-
vald Páll og Einar Ottó, Svava
Kristín, Sigríður Árdís, Jón Krist-
inn og Tryggvi Stein (Klöru börn).