Morgunblaðið - 02.12.2006, Qupperneq 42
42 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Guðrún ElsaKristjánsdóttir
fæddist í Alviðru í
Dýrafirði hinn 8.
mars 1937. Hún and-
aðist á lungnadeild
Landspítalans í
Fossvogi laugardag-
inn 25. nóvember
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Kristján Þórodds-
son, f. 1. janúar
1909, d. 12. janúar
1969, og Sigríður
Magnúsína Ragn-
heiður Jónsdóttir, f. 19. febrúar
1896, d. 31. október 1986, bændur í
Alviðru. Systir Guðrúnar Elsu er
Jóna Björk Kristjánsdóttir, eig-
inmaður hennar er Helgi Árnason.
Þau eru bændur í Alviðru og eiga
fimm börn.
Guðrún Elsa ólst upp í Alviðru til
18 ára aldurs og fór þá til náms í
Kvennaskólann á Blönduósi, eftir
að hafa verið við nám í Núpsskóla í
Dýrafirði. Á Blönduósi kynntist
hún eftirlifandi eiginmanni sínum
Hallbirni Reyni Kristjánssyni, f. 24.
maí 1936. Foreldrar hans voru þau
Börn þeirra eru: a) Ragnheiður, f.
1980, unnusti hennar er Davíð
Hlíðkvist Ingason, b) Kristófer, f.
1983, í sambúð með Elínu Ósk
Gísladóttur, sonur Elínar er Krist-
vin Máni, c) Sara Lind, f. 1987. 3)
Magnús Bergmann, f. 15. desember
1959, kvæntur Vigdísi Thordersen,
f. 9. maí 1959. Börn þeirra eru: a)
Magnús Ólafur, f. 1992, og b) Helga
Sigríður, f. 1995. Fyrri kona Magn-
úsar var Magnea Tryggvadóttir og
sonur hennar er Arnaldur Birgir
Konráðsson, f. 1977, sambýliskona
hans er Linda Þórey Svanbergs-
dóttir og eiga þau soninn Kristófer
Örn, f. 2005. Fyrir átti hann soninn
Adam Elí, f. 2000. 4) Hallbjörn
Reynir, f. 15. ágúst 1971, kvæntur
Birnu Bjarnarson, f. 11. nóvember
1968. Börn þeirra eru: a) Tómas
Aron, f. 1996, b) Helgi Hrafn, f.
2000, c) Katrín Lára, f. 2004.
Húsmóðursstörfin skipuðu stór-
an sess í lífi Guðrúnar Elsu og helg-
aði hún stóran hluta af lífi sínu
uppeldi barnanna og umönnun
sinna nánustu. Einnig sinnti hún
ýmsum störfum utan heimilis, tók
þátt í uppbyggingu og rekstri fyr-
irtækjanna Fróða hf og Reynis sf
sem rekið var á heimili þeirra
hjóna um árabil. Hún starfaði á
prjónastofu, í rækjuvinnslu og í tólf
ár á leikskólanum Barnabæ.
Útför Guðrúnar Elsu verður
gerð frá Blönduósskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Kristján Júlíusson, f.
20. mars 1892, d. 28.
janúar 1986, og Mar-
grét Guðrún Guð-
mundsdóttir, f. 12.
ágúst 1897, d. 8. des-
ember 1974. Guðrún
Elsa og Hallbjörn
eignuðust fjögur
börn. Þau eru: 1)
Kristján Þór, f. 9.
febrúar 1957, kvænt-
ur Hönnu Þórunni
Skúladóttur, f. 7. júlí
1966. Dætur Krist-
jáns af fyrra hjóna-
bandi eru: a) Guðrún Elsa, f. 1977,
gift Grími Rúnarssyni, dóttir
þeirra er Ronja María, f. 2000, b)
Helga, f. 1979, í sambúð með Krist-
jáni Erni Ingibjörnssyni, dóttir
hans er Hildur Jóhanna, f. 2000, og
c) Sólveig Harpa, f. 1983. Börn
Kristjáns og Hönnu eru: d) Védís
Vaka, f. 1997, og e) Vésteinn Veig-
ar, f. 2002. Dóttir Hönnu og fóst-
urdóttir Kristjáns er Sigrún Erla
Svansdóttir, f. 1986, í sambúð með
Magnúsi Fannari Sigurhanssyni. 2)
Margrét, f. 10. júlí 1958, gift Krist-
jáni Kristóferssyni, f. 9. júní 1955.
Það eru ekki liðnar nema örfáar
vikur frá því að tengdamóðir mín,
Guðrún Elsa, var í heimsókn hjá okk-
ur hér í Álaborg ásamt Bibba. Ekki
óraði mig fyrir því þegar við kvödd-
umst að það yrði í síðasta skipti.
Það eru liðin rúm 14 ár síðan við
rákumst á hvor aðra í forstofunni á
Húnabraut. Áreksturinn var ekki
það harður að ég þyrði ekki aftur í
heimsókn, enda að hefja samband við
hennar yngsta son, Hallbjörn. Marg-
ar voru ferðirnar á Blönduós um
sumarið og ekki spillti fyrir vöffluilm-
urinn úr eldhúsinu hjá Gurru alla
morgna. Ég grínaðist oft með að
vöfflurnar hefðu gert útslagið með að
flytja norður.
Þegar við fluttum til Reykjavíkur
fórum við norður við flest tækifæri,
ekki síst til að komast á hestbak og í
þeim ferðum sátum við oft öll fram-
eftir og skemmtum okkur við að
spila. Það er mér ofarlega í huga þeg-
ar Gurra skellti sér á bak Hrafna-
flóka og reið með okkur Hallbirni
yngri yfir Húnavatn þegar við fórum
í mjög skemmtilega ferð í Vatnsdal-
inn.
Sonur okkar, Tómas, sótti mikið í
sveitina til ömmu og afa og á hann
einstakt samband við þau sem hann
mun ávallt búa að.
Helgi og Tómas áttu einnig því láni
að fagna að sofa í húsbílnum hjá
ömmu og afa, sem þótti afar spenn-
andi. Það gaf þeim bræðrum og Katr-
ínu mikið að hafa ömmu hér hjá okk-
ur Danmörku fyrr í haust og sýna
henni og afa hvernig við búum.
Það hafði verið rætt að amma og
afi myndu koma og heimsækja okkur
með Norrænu næsta sumar á hús-
bílnum en amma Gurra fer nú í aðra
ferð. Minningar okkar um Gurru höf-
um við þó áfram og ylja þær okkur
um hjartarætur.
Óhætt er að segja að Gurra er sú
besta tengdamóðir sem hægt er að
óska sér. Hún gaf mikið af sér og
ómetanlegur er sá styrkur sem hún
hefur veitt okkur í gegnum tíðina og
því munum við aldrei gleyma.
Elsku Bibbi, Kristján, Gréta,
Maggi og Hallbjörn minn, ég votta
ykkur innilega samúð mína.
Birna Bjarnarson.
Tengdamóðir mín, Guðrún Elsa
(Gurra), er nú látin um aldur fram.
Aðdragandinn var langur og strang-
ur, en þessi einstaka kona stóð af sér
óvægnar árásir illvígs sjúkdóms, eins
og klettur í ólgusjó aftur, aftur og
enn á ný. Við hlið hennar stóð
tengdapabbi, Bibbi, allan tímann og
barðist með henni allt til síðustu
stundar. Einstök samstaða þeirra og
sigurvilji í gegnum þessi erfiðu ár var
aðdáunarverður og okkur hinum til
eftirbreytni.
Margs er að minnast, margs er að
sakna. Það er mér ógleymanlegt þeg-
ar ég heimsótti tengdaforeldra mína
á Blönduós með Kristjáni í fyrsta
sinn. Gurra tók á móti mér, faðmaði
mig og kyssti og sagði: „Vertu vel-
komin, elskan mín.“ Á þeirri stundu
var stofnað til vináttu okkar sem
aldrei bar skugga á.
Ég naut þeirrar gæfu að kynnast
Gurru vel. Þarna var á ferð einstök
kona sem auðgaði líf þeirra sem
henni kynntust. Hún var glæsileg og
vel gerð jafnt að utan sem innan. Hún
var mjög greind og bókhneigð, vel
lesin og vel að sér um heimsmálin.
Málefni kvenna og barna um heim
allan voru henni sérstaklega hugleik-
in. Hún var listakona og ber handa-
vinna hennar þess glöggt merki.
Heimili hjónanna á Húnabrautinni
var rómað fyrir einstaka snyrti-
mennsku alla tíð.
Gurra unni fjölskyldu sinni mjög
og bar hag hennar ætíð fyrir brjósti.
Hún naut þess að fylgjast með yngri
kynslóðinni vaxa úr grasi og hlakkaði
jafnan mikið til þegar allt „liðið henn-
ar“ hittist, eins og hún orðaði það. Þá
sat hún oft álengdar og fylgdist með
ungviðinu ólmast og leika sér, hún
sagði það minna sig á leik barnanna í
Alviðru þegar hún og Jóna systir
hennar voru að alast þar upp. Hún
leyfði litlum höndum oft að leira eða
sulla í vatni og ömmubörnin nutu
þess mjög að fara í heimsókn á Húna-
brautina til ömmu og afa.
Gurra og Bibbi áttu hesta um
margra ára skeið. Stórfjölskyldan
kom þá stundum saman í stóðréttum
í Skrapatungurétt á haustin og átti
saman góðar stundir.
Þau hjónin ferðuðust mikið, bæði
innanlands, nú síðast á nýja húsbíln-
um, sem og erlendis. Þau nutu þess
að vera á ferðinni, sjá nýja staði og
upplifa.
Það er stórt skarð höggvið í hópinn
okkar en minningin um einstaka
konu mun lifa með okkur öllum um
ókomna framtíð. Börn Gurru og
tengdapabbi, sem deildi með henni
gleði og sorg í yfir 50 ár, hafa misst
svo mikið sem og aðrir henni ná-
komnir.
Ég kveð þig, elsku Gurra mín, með
söknuði og virðingu og þakka þér
samfylgdina og allt það sem þú gafst
mér og kenndir í gegnum árin.
Hanna Þórunn.
Elsku Gurra amma. Það færðist
mikil hræðsla yfir mig á þriðjudaginn
þegar Kristófer bróðir hringdi í mig
og sagði mér að þú værir á leiðinni
suður með sjúkrabíl og orðin mikið
veik. Við vorum samt bæði svo viss
um að þetta væri eitthvað sem þú
mundir ráða við eins og í öll hin skipt-
in.
Þú varst alltaf svo sterk. Sama
hvað gekk á þá varstu alltaf svo
ákveðin að lifa lífinu áfram og komast
í gegnum þetta allt. Þú varst mann-
eskjan sem huggaðir okkur hin þótt
það værir þú sem þurftir að berjast í
gegnum þetta allt.
Maður á alveg endalaust af góðum
minningum um þig, elsku amma.
Þú varst ein af fóstrunum á leik-
skólanum og þótt ég hafi nú ekki
fengið að vera á deildinni þinni þá
man ég að þegar það voru valtímar í
leikskólanum þá valdi ég alltaf að fá
að koma á deildina til þín, þar sem þú
kenndir okkur að sauma. Það var
meira að segja á tímabili sem mér var
bannað að velja að koma til þín því
maður þurfti auðvitað að prófa eitt-
hvað annað líka.
Þú tókst mig alltaf með þér í sund
þegar ég var lítil og kenndir mér að
synda áður en ég fór í skóla.
Þegar mamma og pabbi fóru eitt-
hvað í burtu var ég oftast í pössun hjá
ykkur afa. Þið hugsuðuð alltaf svo vel
um okkur og gerðuð allt svo manni
liði vel. Ég man sérstaklega vel eftir
því að eins mikil bolla og ég var þá
var uppáhaldsmaturinn minn súpu-
kjöt og ég kallaði það alltaf fitukjöt.
Alltaf þegar ég kom í pössun eldaðir
þú fitukjöt handa mér og afa og svo
sátum við þarna mjög hamingjusöm
og slöfruðum í okkur fitunni. Á kvöld-
in tókuð þið svo alltaf spil við okkur
og var þá helst spilað Kínaskák eitt-
hvað fram eftir kvöldi, þangað til það
var kominn háttatími. Þú lagðir alltaf
svo mikla áherslu á að okkur liði vel.
Þú bjóst alltaf eins um mig, á dýnu
við hliðina á rúminu ykkar afa og með
fjólubláa satínteppið, sem ég elskaði,
undir mér. Það var alltaf svo notalegt
að vera hjá ykkur.
Þú varst alltaf svo dugleg að stúss-
ast eitthvað með mér. Ég man vel eft-
ir því þegar þú tókst mig með á jóla-
föndur hjá ykkur leikskólakonunum
þar sem þið voruð að endurvinna
pappír sem þið bjugguð síðan til jóla-
kort úr. Þú gerðir líka oft trölladeig
með okkur. Þegar mamma og pabbi
fóru einu sinni til Bandaríkjanna með
Magga og Vigdísi rétt fyrir jólin þá
fengum við Kristófer að vera hjá ykk-
ur afa. Áður en þau komu heim þá
hjálpaðir þú okkur að skrifa velkom-
in heim með trölladeigi og svo var
þessu komið fyrir í forstofunni og
kveikt á kerti við hliðina á þessu.
Þú varst alltaf að baka og þegar við
kíktum í heimsókn fengum við alltaf
nýbakaðar vöfflur með rjóma og
sultu. Þú prjónaðir líka rosalega mik-
ið og var alltaf svo gaman að sjá hvað
þú varst að prjóna, eins og t.d. þegar
þú prjónaðir lopapeysurnar á okkur
stelpurnar, skírnarkjólinn, ullar-
peysurnar á krakkana og margt ann-
að sem við eigum án efa eftir að nota í
kuldanum hérna.
Jólin voru alltaf tími sem við vor-
um rosalega mikið saman. Þið afi
hélduð alltaf skötuveislu á Þorláks-
messu og húsið ykkar ilmaði af þess-
ari rosalegu lykt sem við krakkarnir
þoldum engan veginn. Við borðuðum
ekki skötu en þið vilduð samt endilega
hafa okkur með þannig að annaðhvort
voru pantaðar pitsur handa okkur eða
þú lagðir það á þig að baka pitsu. Þú
varst búin að hringja tvisvar sinnum í
Kristófer bróður þennan sama dag og
athuga hvaða álegg við vildum því þú
ætlaðir sko alls ekki að klikka. En
þegar við komum í veisluna var venju-
leg tómatsósa á pitsunni, og við létum
auðvitað ekki á neinu bera en þú hefur
líklegast séð einhvern svip á okkur því
pitsusósa var það orðið árið eftir.
Þetta var svo skemmtileg hefð. Dag-
inn eftir mættum við svo um hádegið í
möndlugrautinn til ykkar og svo kom-
uð þið til okkar um kvöldið og borð-
uðuð jólamat og opnuðuð pakkana
með okkur. Það er skrítið að hugsa til
þess að við eigum ekki eftir að eiga
nein jól saman þangað til við hittumst
næst en við skulum passa afa vel og
sjá til þess að honum líði alltaf vel.
Það er sárt að þurfa að kveðja þig,
elsku amma, en ég er viss um að við
munum hittast aftur seinna.
Takk fyrir allar þær stundir sem
við áttum saman, ég mun sakna þín
rosalega mikið.
Hvíldu í friði, elsku amma mín.
Legg ég nú bæði líf of önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji guðs englar yfir mér.
(Hallgr. Pét.)
Þín
Sara Lind.
Þegar ég reyni að rifja upp eins
langt aftur í tímann og ég get þá man
ég eftir mér pínulítilli í jeppanum með
ömmu Ellu og afa Stjána.
Ferðinni var heitið upp í Skorradal,
þar sem þau áttu sumarbústað.
Á leiðinni milli Akraness og
Skorradals, sem tók kannski um 45
mínútur, þurfti ávallt að stoppa í
sjoppu fyrir nesti.
Ég man þá hvað mér þótti þau æð-
isleg. Pínulítil, alsæl með kók í ann-
arri og pulsu í hinni og amma lumaði
alltaf á súkkulaðirúsínum í eftirrétt,
sem var toppurinn á tilverunni.
Frá Skorradal vakna margar góðar
minningar. Amma og afi voru einstak-
lega dugleg að taka mig með upp í bú-
stað.
Þar veiddum við síli, spiluðum krik-
ket, tókum þátt í veislum, spiluðum á
spil og svona má lengi telja. Þau voru
mínir bestu vinir. Alltaf klár í eitthvað
skemmtilegt.
Árið 1991 fluttu hjónin af Háholtinu
á Höfðagrundina. Heiman frá mér var
stutt að fara og fyrir vikið var ég tíður
næturgestur. Afi var mikið úti á sjó og
amma því oft ein heima.
Við amma dúlluðum okkur mikið
saman, föndruðum og máluðum eins
og við ættum lífið að leysa. Leigðum
okkur vídeóspólur og fórum í snyrti-
leik. Henni fannst líka svo gott að
borða góðan mat og áttum við það
sameiginlegt.
Einn dag kom ég sársvöng úr skól-
anum til hennar og bað hana um að
elda kjötsúpu. Ömmu þótti það nú
ekkert tiltökumál og skellti í súpu
sem tók um tvær klukkustundir að
elda!
Amma var einstök kona. Hún vildi
allt fyrir mig gera.
Elsku besta amma mín, ég vil
þakka þér fyrir allar samverustund-
irnar sem við áttum. Þú varst alltaf til
staðar fyrir mig og ein af mínum
bestu vinkonum.
Ég á eftir að sakna þín mikið en ég
veit að nú ert þú komin á betri stað til
afa Stjána.
Þín
Dagrún.
Það er svo sárt og erfitt að þurfa að
kveðja þig, elsku amma mín. Í sorg
minni hugsa ég um allar góðu minn-
ingarnar sem ég á um þig, svo margar
og yndislegar. Minningar mínar um
stundirnar sem við áttum saman
hjálpa mér að takast á við sorgina og
ylja mér um hjartarætur.
Ég hef alltaf sagt að við barnabörn-
in eigum fallegustu og tignarlegustu
ömmu á Íslandi. Þannig mun ég alltaf
muna eftir þér. Þú hefur barist hetju-
lega í veikindum þínum og það er
ótrúlegt hvað þú hefur verið sterk og
glaðlynd í gegnum þau. Þó svo að þú
hafir verið sú sem átti að hugga varst
það þú sem huggaðir okkur, svo mik-
ill var styrkur þinn og trú þín.
Styrkur þinn gerði okkur kleift að
eiga lengri tíma með þér í þessum
heimi. Ég er þér ævinlega þakklát
fyrir það. Nú ertu komin til himna,
amma mín, og ég kveð þig með trega
og miklum söknuði í mínu litla hjarta.
Kæri Guð, viltu vaka yfir okkur öllum
og veita afa allan þann styrk sem
hann þarf til að komast í gegnum
þessa miklu sorg sem fylgir því að
þurfa að kveðja þessa merku konu
sem var honum allt.
Ó, amma mín, ég trúi því að við
munum hittast aftur hinum megin.
Megir þú hvíla í friði, elskulega, fal-
lega amma mín.
Sjáumst, amma mín.
Þín
Guðrún Elsa G. Kristjánsdóttir.
Elsku amma mín, það er svo margt
sem kemur upp í hugann þegar ég
hugsa til þín. Þú gerðir svo margt
með okkur og fyrir okkur barnabörn-
in sem er mér svo minnisstætt. Mér
þykir mjög vænt um þann tíma sem
ég átti hjá ykkur afa á Blönduósi á
sumrin og mér hlýnar um hjartaræt-
ur þegar ég leiði hugann þangað. Ég
gæti setið í óratíma og skrifað um
minningarnar sem ég á um þig. Ég
man alltaf eftir ferðinni sem við
Ragnheiður fórum með ykkur Sigur-
jóni frænda vestur í Alviðru, garð-
inum sem þú gafst okkur frænkunum
til að rækta blóm og tré í bakvið hús,
öllum sundferðunum og ferðunum út
í kartöflugarð.
Þú varst alveg einstök kona sem
hafðir mjög sterkan vilja, yndislega
nærveru og varst alltaf svo hugul-
söm. Þú varst líka alltaf svo falleg og
vel til höfð og þið afi sköpuðuð svo fal-
legt umhverfi í kringum ykkur á
Húnabrautinni. Þú passaðir meira að
segja upp á að við barnabörnin ætt-
um falleg föt og fallega muni sem þú
varst iðin við að búa til handa okkur.
Auk þessa sástu til þess að við vær-
um vel til höfð þegar við vorum hjá
þér. Ég man þegar við fórum saman
vestur í Alviðru á æskuslóðir þínar.
Þú passaðir upp á að við frænkurnar
værum í snyrtilegum og fallegum föt-
um og settir svakalega flottan gos-
brunn í hárið okkar á hverjum degi
og hárspöng, þó svo við værum að
fara út í móa að drullumalla.
Elsku amma, það er svo margt sem
ég hef lært af þér og þykir mjög erfitt
að hugsa til þess að þú sért farin. Ég
veit að þú ert á fallegum stað núna
þar sem þér líður vel og fylgist með
okkur. Ég er afskaplega þakklát fyr-
ir þann tíma sem ég átti með þér og
veit að við eigum eftir að hittast aft-
ur.
Elsku amma mín, takk fyrir að
hafa verið til og verið eins yndisleg
eins og þú varst.
Þín sonardóttir,
Helga Kristjánsdóttir.
Elsku amma mín, mér þykir svo
vænt um þig. Það eru svo margar
góðar minningar sem þú gafst mér og
eru mér ómetanlegar, ég mun alltaf
varðveita þær í hjarta mínu.
Það er svo margt sem mig langar
að segja en veit ekki hvernig ég á að
koma orðum að. Nú ertu komin á
góðan og hlýjan stað þar sem þú fylg-
ist með og passar upp á afa og okkur
öll, þar sem þér líður vel, elsku amma
mín.
Ég dáist svo mikið að þér, hvað þú
varst sterk og góð, það gaf mér svo
mikið.
Það var alltaf svo gott að koma í
heimsókn til þín og afa á Blönduós,
þá leið mér svo vel.
Ég trúi ekki enn að þú sért farin
frá okkur, ég sakna þín svo mikið.
Veit henni, Drottinn, þína eilífu
hvíld og lát þitt eilífa ljós lýsa henni.
Hún hvíli í þínum friði.
Sólveig Harpa Kristjánsdóttir.
Guðrún Elsa
Kristjánsdóttir
Fleiri minningargreinar um Guðrúnu
Elsu Kristjánsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga. Höf-
undar eru: Samstarfskonur á Barnabæ,
Grímur og Ronja María, Arnaldur Birg-
ir, Linda og fjölskyldan í Mosfells-
bænum, Halla.