Morgunblaðið - 02.12.2006, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 47
Guðmundur
Jóhannsson
f. 10. 6. 1932
d. 8. 3. 1989
Minning þín lifir
Hvíl í friði
LEGSTEINAR
SteinsmiðjanMOSAIK
Hamarshöfða 4 – sími 587 1960
www.mosaik.is
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Þegar andlát ber að
Alhliða útfararþjónusta í 16 ár
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Þegar ég reyni að
rifja upp eins langt
aftur í tímann og ég
get þá man ég eftir
mér pínulítilli í jepp-
anum með ömmu Ellu og afa
Stjána. Ferðinni var heitið upp í
Skorradal, þar sem þau áttu sum-
arbústað. Á leiðinni milli Akraness
og Skorradals, sem tók kannski um
45 mín., þurfti ávallt að stoppa í
sjoppu fyrir nesti. Ég man þá hvað
mér þótti þau æðisleg. Pínulítil, al-
sæl með kók í annarri og pulsu í
hinni og amma lumaði alltaf á
súkkulaðirúsínum í eftirrétt, sem
var toppurinn á tilverunni.
Frá Skorradal vakna margar
góðar minningar. Amma og afi voru
einstaklega dugleg að taka mig með
upp í bústað.
Þar veiddum við síli, spiluðum
krikket, tókum þátt í veislum, spil-
uðum spil og svona má lengi telja.
Þau voru mínir bestu vinir. Alltaf
Elín Frímannsdóttir
✝ Elín Frímanns-dóttir fæddist í
Hafnarfirði 5. apríl
1924. Hún andaðist
á Sjúkrahúsi Akra-
ness 23. nóvember
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Akraneskirkju
30. nóvember.
klár í eitthvað
skemmtilegt.
Árið 1991 fluttu
hjónin af Háholtinu á
Höfðagrundina.
Heiman frá mér var
stutt að fara og fyrir
vikið var ég tíður
næturgestur. Afi var
mikið úti á sjó og
amma því oft ein
heima. Við amma
dúlluðum okkur mikið
saman, föndruðum og
máluðum eins og við
ættum lífið að leysa.
Leigðum okkur vídeóspólur og fór-
um í snyrtileik. Henni fannst líka
svo gott að borða góðan mat og átt-
um við það sameiginlegt. Einn dag
kom ég sársvöng úr skólanum til
hennar og bað hana að elda kjöt-
súpu, ömmu þótti það nú ekkert til-
tökumál og skellti í súpu sem tók
um tvær klukkustundir að elda!
Amma var einstök kona. Hún vildi
allt fyrir mig gera.
Elsku besta amma mín, ég vil
þakka þér fyrir allar samverustund-
irnar sem við áttum. Þú varst alltaf
til staðar fyrir mig og ein af mínum
bestu vinkonum. Ég á eftir að sakna
þín mikið en ég veit að nú ert þú
komin á betri stað til afa Stjána.
Þín
Dagrún.
varpsfréttum sem glumdu úr gamla
útvarpinu í fjósinu. Að mjöltum
loknum tóku við þrif þar sem við afi
töluðum saman um allt milli himins
og jarðar. Draumar, kvenfólk, bílar
og veiði voru aðeins hluti þess efnis
sem rædd voru í fjósinu.
Ég hitti á afa minn fyrir stuttu þar
sem við drukkum saman kaffi og
spjölluðum um lífið og tilveruna.
Mér fannst einkenna afa hversu
hress og ánægður hann virtist vera.
Ég er innilega þakklátur fyrir að
hafa fengið tækifæri til að hitta á
elsku afa minn áður en hann fór og
mun ég minnast hans eins og ég sá
hann síðast, ánægðan með lífið og
sáttan.
Afi minn var alltaf góður vinur
minn og kenndi mér marga góða
hluti í lífinu. Hann var ein af mínum
stóru fyrirmyndum og mun ég sárt
sakna hans.
Sverrir Steinn Sverrisson.
Það eru margar góðar minning-
arnar sem fara um huga minn núna.
Sú elsta er líklegast þegar ég var
fjögurra til fimm ára, trítlandi á eftir
afa út í fjós. Hann í túttunum sínum,
bláa sloppnum með baggabönd í vös-
unum og með gömlu húfuna á höfð-
inu, tilbúinn að kenna enn einni
„frænkunni“ að vinna sveitastörfin.
Þegar ég var ellefu ára var ég
send í sveitina til að lesa fyrir sögu-
próf. Áhuginn á sögubókinni var
ekki mikill og endaði það með því að
amma og afi sögðu mér sögur allan
daginn á meðan ég hjálpaði afa að
hreinsa söl við eldhúsborðið. Að
sjálfsögðu fékk ég tíu á prófinu og
verður mér oft hugsað til þessa dags
er ég sit sveitt yfir bókunum.
„Mikið er ég nú ríkur,“ sagði afi
með stoltið í augunum er hann leit
yfir barnahópinn í stofunni hjá sér.
„Hvenær ætlið þið að fjölga mann-
kyninu?“ spurði hann iðulega er við
komum í heimsókn að Hrauni. Hans
heitasta ósk var að sjá sem flesta af-
komendur sína og var hann enda-
laust að minna mig á að það væri
kominn tími á barneignir hjá mér.
„Þið verðið að drífa í þessu áður en
þú verður orðin steingeld og þarft að
koma með götubarn heim frá Kína“.
Bréfin sem afi sendi mér er ég bjó
erlendis eru mér alltaf kær. Karlinn,
kominn yfir nírætt skrifaði
skemmtilegustu og lengstu bréfin
sem ég fékk, stundum voru það
gamlar minningar sem hann vildi
deila með mér en oft voru það
áhyggjur hans af þjóðfélaginu, rík-
isstjórninni og eyðslusemi lands-
manna. „Kann hann að fara með
peninga?“ var oftar en ekki spurt er
við ræddum um einhverja frænkuna
eða frændann. Honum var mikið í
mun að við lærðum að fara með pen-
inga sem og annað fólk í þjóðfélag-
inu. Ég er þakklát fyrir þær stundir
sem ég átti með afa í gegnum árin,
þær voru margar og góðar og mun
ég ávallt minnast hans með stolti.
Elsku afi Megir þú hvíla í friði.
Þín dótturdóttir
Ingunn.
Óli bóndi, eins og við krakkarnir í
austurbænum á Hrauni kölluðum
hann, hefur nú kvatt eftir langa ævi.
Kynslóð hans tók þátt í að færa þjóð-
félagið úr örbirgð til góðra bjarg-
álna.
Ólafur og systkini hans gengu í
gegnum mikla erfiðleika í æsku þeg-
ar þau misstu föður sinn, en hann
var þá á fjórða ári, næstyngstur 5
systkina. Þessi lífsreynsla setti
mark sitt á fjölskylduna en barátta
móðurinnar, Vigdísar Sæmunds-
dóttur, var erfið. Henni tókst þó að
halda börnunum og jörðinni með
góðum stuðningi nágranna og vina.
Þessar kringumstæður mótuðu Ólaf
og það fylgdi honum ætíð að fara vel
með og eyða aldrei um efni fram.
Hann fór eins og aðrir jafnaldrar
hans á þessum tíma í barnaskóla
sveitarinnar og síðar í Héraðsskól-
ann að Laugarvatni.
Bræðurnir Karl og Ólafur tóku við
búi af móður sinni eftir seinna stríð
og höfðu þeir félag um reksturinn
fyrst um sinn, en síðar ráku þeir sín
bú hvor fyrir sig. Samvinna þeirra
bræðra við nýtingu hlunnindanna
var góð, þótt ólíkir væru. Þeir skiptu
með sér verkum eftir kunnáttu eða
getu á hverju sviði. Bræðrunum
þótti gott að fá sér í staupinu og var
þá oft stutt í stráksskapinn og
stríðnina þegar þeir áttust við.
Óli var vel lesinn og sögumaður
ágætur. Hann hafði ætíð mikinn
áhuga á landsmálum og skrifaði oft í
dagblöð um ýmis mál sem heit voru
hverju sinni svo og margar greinar
um veiðimál.
Það var oft mikið um að vera á
æskuárum mínum á Hrauni því
systkinahópurinn var stór á báðum
bæjum. Dæturnar í vesturbænum
eru 6, allar kröftugar og ákveðnar,
en við bræður oft erfiðir í sambúð,
stríðnir og uppátektasamir, en sjald-
an lét Óli okkur finna fyrir því. Hef-
ur sjálfsagt haft í huga prakkara-
strik sín þegar hann var að alast
upp, en hann sagði mér af mörgum
slíkum.
Óli var góður veiðimaður, var oft
með stöngina með sér þegar farið
var í ána að leggja. Góðar minningar
á ég með honum við veiðar í Ölfusá,
ekki síst frá þeim árum þegar land-
burður var af laxi. Þegar netin voru
keyrð út af bátnum og laxinn byrjaði
strax að hlaupa í gekk oft mikið á.
Leiðir okkar lágu einnig saman í
skotveiðum og er mér það minnis-
stætt að við frændurnir vorum
stundum ósammála um hvor hefði
hæft bráðina.
Hjá hjónunum, Óla og Helgu var
oft mannmargt og þar áttu margir
skjól í lengri og skemmri tíma. Það
er sannindamerki um gott hjartalag
þeirra.
Þegar við Sigga hófum búskap hér
á Hrauni studdu þau vel við bakið á
okkur með góðum ráðum og sýndu
öllu sem við fengumst við mikinn
áhuga. Þau tóku dætrum okkar eins
og þau ættu þær og hafa alltaf vakað
yfir velferð þeirra.
Nærvera og umhyggja Þórhildar
dóttur hans og hennar fjölskyldu
gerði það kleift að hann gat dvalið
heima allan sinn aldur, það var hon-
um mikils virði.
Við hjónin sendum Helgu, systr-
unum og fjölskyldum þeirra samúð-
arkveðjur.
Hrafnkell Karlsson.
Óli bóndi, eins og við kölluðum
hann alltaf, var verðugur fulltrúi
þeirra eftirminnilegu Íslendinga
sem maður stöku sinnum hitti á
ferðalagi sínu um landið. Í dag virð-
ast flestir steyptir í sama mótið og
þessir sérstöku einstaklingar nánast
orðnir ófinnanlegir, því miður. Það
er margt sem einkenndi Óla bónda.
Þar ber hæst sterka lykt af tóbaki og
reyktum laxi, og stundum var við-
kunnanleg fjósalyktin líka greinileg.
Blái vinnusloppurinn, pípan, neftób-
akið, snýtuklúturinn, gúmmískórnir
og slitni hatturinn. Í kringum Óla
var andrúmsloftið óformlegt og
þægilegt, sama hvort maður hitti á
hann í fjósinu, í herberginu sínu á
loftinu eða við endann á eldhúsborð-
inu með kaffibollann, candirel-syk-
urinn og pípuna, já og auðvitað með
fréttirnar í botni. Óli var gamansam-
ur, passasamur, ern og áhugasamur
um allt og alla. Það er óhætt að segja
að alltaf hefur verið nóg til af hjarta-
hlýju í Vesturbænum á Hrauni.
Óli bóndi lærði á tölvu tæplega ní-
ræður að aldri og hafði gaman af því
að skrifa, bæði greinar í blöðin og
eins löng og skemmtileg bréf til ætt-
ingja sem bjuggu erlendis. Þar lýsti
hann mörgum áhugamálum sínum,
m.a. atriðum úr æsku sinni, fyrstu
kynnum af kvenmannslíkamanum,
áhuga á sundi og heilsurækt. Eft-
irfarandi kafli er úr skemmtilegu
bréfi sem hann skrifaði 2003 og lýsti
því þegar hann byrjaði í Héraðsskól-
anum á Laugarvatni: „Ég hef getið
þess hér að framan að ég var áhuga-
samur um íþróttir, hafði mikinn
áhuga á að læra sund. Það var því
það fyrsta sem ég gerði, þegar ég
var búinn að koma mér fyrir, að fara
að sundlauginni og sjá krakkana
synda. Og hvað sá ég nú. Þarna var
fullt af bráðfallegum stelpum, sem
ekki voru í neinu, nema vesældarleg-
um sundbol. Þær voru sko ekkert að
fela á sér kroppinn. Undarleg til-
finning, sem var áður óþekkt hrísl-
aðist um mig allan. Ég uppgötvaði
þarna á laugarbarminum, að ég var
karlmaður, og líklega rétt skapaður.
Þarna var enn einni forvitninni sval-
að. Ég lærði þarna sund, á mettíma,
og varð sundkóngur á að giska hálf-
tíma, í hvorri grein, langsundi og
sprettsundi, en þá tóku fyrri sund-
kóngar titilinn af mér.“
Óli var áhugasamur um sund allt
frá því að hann var á Laugarvatni og
seinna meir byggði hann sér sund-
laug í bakgarðinum og var iðinn við
að synda. Það hefur sjálfsagt haft
sitt að segja um hve langlífur hann
var.
Óli átti góða að sem hann þakkaði
að hann gæti verið heima svo lengi
sem hann var. Við endum með eigin
orðum Óla úr áður nefndu bréfi þar
sem hann segir: „Það er nú óðum að
styttast leiðin að gullna hliðinu, ef
við lendum þá þeim megin. Maður
heldur þó að Lúsifer sé nú tilbúinn
líka að taka á móti okkur. En eins og
gefur að skilja, viljum við nú heldur
eiga vist hjá Lykla-Pétri, því við
hann getur maður þó frekar rifið
kjaft, minnt hann á að hann afneitaði
því tvisvar, að þekkja Jesús, þó hann
væri einn af lærisveinum hans.“
Við minnumst með þakklæti allra
stundanna sem við fengum að vera
hjá Óla og Helgu og sendum Helgu
og fjölskyldunni samúðarkveðjur.
Steinunn, Kolbrún og Brynja
Hrafnkelsdætur
Steinunn Hrafnkelsdóttir
Óli bóndi, eins og hann var oft
kallaður, var föðurbróðir minn.
Hann og pabbi bjuggu hvor sínu búi
að Hrauni með konum sínum, systr-
unum Helgu og Brynhildi. Hlunn-
indi voru sameiginleg og mikil sam-
vinna hjá fólkinu á bæjunum
tveimur. Fáir metrar eru á milli og
samgangur fjölskyldnanna afar mik-
ill. Ég man eftir Óla bónda frá því að
ég var agnarsmár. Alltaf var hann
ríflega fjörutíu árum eldri en ég, en
þrátt fyrir það dró ég í raun á hann
alla tíð í aldri. Óli bóndi breyttist
aldrei í augum mínum. Hann deyr
því alltof snemma – vantar enn
nokkur ár í hundrað.
Það er svo margt að minnast á að
skrif um Óla bónda gætu hæglega
fyllt þykka bók. Allt frá því er hann
gaukaði að mér súrsuðum selshreifa,
til þess að við fórum í laxveiði saman
mörg sumur. Frá því að hann líkti
okkur bræðrum í skánarvinnu við
Hálsbræður og til þess að ég heim-
sótti hann nú í haust og spjallaði við
þau Helgu við gamla eldhúsborðið
þeirra eins og hér áður fyrr.
Það var gaman að alast upp á
Hrauni. Hlaupa vestur í bæ, þar sem
Óli, Helga, dætur þeirra og margir
liðléttingar voru. Óli bóndi hafði
gaman af krökkum – sínum dætrum,
okkur bróðurbörnum hans og
vandalausum. Alltaf var fjölmennt á
heimilinu, gestrisni mikil og í fjölda
ára tóku þau Helga börn til dvalar
jafnt sumar sem vetur. Auðvitað
lenti umstangið mest á Helgu konu
Óla bónda, en án hans stuðnings
hefði barnafánan orðið fábreyttari.
Einna best man ég eftir þeim fjöl-
mörgu stundum sem við Óli bóndi
áttum saman í laxveiðinni í Ölfusá. Í
mörg sumur vorum við saman annan
hvern dag í veiðinni. Hann kenndi
mér mörg flókin handtök í ánni og
við áttum margar ánægjustundir
þegar vel bar í veiði.
Skemmtilegast var með Óla bónda
þegar við vorum nýbúnir að leggja
netin og fengum okkur kaffi eða
þegar beðið var eftir aðfallinu niðri
við árósinn. Þá var oft sögustund.
Aldrei gleymi ég skírum degi í júlí
sumarið 1974. Vel leit út með veiðina
því laxinn hljóp strax í þegar netin
voru lögð. Við skutumst svo í land
eftir að hafa lagt, settumst í gamla
Land Roverinn – Við Óli bóndi fram
í og Binni léttastrákur aftur í. Við
strákarnir vorum rétt byrjaðir að
troða í okkur þegar eitthvað stór-
kostlega fyndið kom frá Óla bónda.
Það skipti engum togum nema okk-
ur Binna svelgdist á í senn, opnuðum
báðir sínar dyr á bílnum og ultum
hóstandi og hlæjandi út og niður í
sandinn. Þetta vissi á gott, því þenn-
an tæra júlídag veiddum við fleiri
laxa en þekktist í áraraðir og allar
götur upp frá því – fleiri en ég þori
nokkurn tíma að segja frá. Óla
bónda þótti fallegur fiskur laxinn.
Það er komið að því að kveðja Óla
bónda, en hann var síðastur sex
systkina að falla frá. Kveðja hann,
sem var svo snar þáttur í tilverunni
austur á Hrauni í hátt í hundrað ár.
Rödd hans hefur hljóðnað og sporin
mást út. Ég sendi Helgu, dætrunum,
afkomendum þeirra og öðru vensla-
fólki innilegar samúðarkveðjur.
Þorlákur Karlsson.
Fleiri minningargreinar um Ólaf
Þorláksson bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga. Höf-
undar eru: Sigurður Tómas, Hjör-
leifur M. Jónsson, Edda María Guð-
björnsdóttir.