Morgunblaðið - 02.12.2006, Page 49
Slökkvilið
Höfuðborgarsvæðisins
Forðist að koma
kerti fyrir nálægt
opnum glugga þar
sem vindur getur
sveiflað gluggatjöld-
um í kertalogann
Munið að
slökkva á
kertunum
ikl. 17. Kaffi eftir samkomu. Allireru velkomnir!
Hátíðamessa og
aðventukvöld í
Langholtskirkju
FYRSTA sunnudag í aðventu verð-
ur að venju mikið um að vera í
Langholtskirkju. Hátíðamessa og
barnastarf verður kl. 11 þar sem að
Gradualekórinn syngur. Kl. 20
verður aðventukvöld fyrir börn
sem fullorðna þar sem Kór kórskól-
ans flytur Lúsíuhelgileik og Kór
Langholtskirkju syngur. Ingibjörg
Pétursdóttir iðjuþjálfi flytur hug-
vekju og einnig verður upplestur,
einsöngur og almennur söngur.
Boðið verður upp á kaffisopa eftir
samverurnar.
Lindasókn –
jólaföndur í Salaskóla
VIÐ kveikjum einu kerti á … í Sala-
skóla kl. 11. Stutt helgistund við að-
ventukransinn. Jólaföndur. Að
loknu föndri verður haldið yfir í
Safnaðarheimili Lindasóknar þar
sem í boði verða piparkökur og
kakó. Kveikt verða ljós á jólatré við
Safnaðarheimilið.
Aðventukvöld í
Grensáskirkju
AÐVENTUKVÖLD verður í Grens-
áskirkju sunnudaginn 3. desember
og hefst kl. 20. Sr. Hreinn S. Há-
konarson fangaprestur flytur hug-
vekju og kynnir hugmyndina eng-
latréð. Kirkjukór Grensáskirkju
syngur undir stjórn organistans,
Árna Arinbjarnarsonar, og nem-
endur í Tónskóla Björgvins Þ.
Valdimarssonar leika á hljóðfæri.
Kl. 11 um morguninn verður að
venju barnastarf og messa.
Göngum inn í aðventuna í sam-
fylgd Jesú Krists og leyfum návist
hans að helga allan undirbúning
jólanna. Komum saman í húsi Drott-
ins til að njóta kyrrðar og uppbygg-
ingar strax í upphafi aðventu.
Kirkjudagurinn
Árbæjarkirkju
KIRKJUDAGURINN haldinn í Ár-
bæjarkirkju á fyrsta sunnudegi í að-
ventu. Sunnudagaskólinn er kl. 11.
Tendrað verður á fyrsta kertinu af
fjórum á aðventukransinum. Byrjað
á að rifja upp jólalögin. Konur í líkn-
arsjóði Kvenfélagsins selja happ-
drættismiða en afrakstur þeirra fer
til líknarmála í söfnuðinum. Hátíð-
arguðsþjónusta kl. 14. Prestar kirkj-
unnar þjóna fyrir altari. Prédikun
flytur dr. Kristinn Ólason, rektor
Skálholtsskóla. Jóhann Friðgeir
Valdimarsson syngur einsöng.
Magnea Árnadóttir flautuleikari
spilar ásamt organistanum Kristine
Kallo Skzlenár. Kirkjukórinn leiðir
safnaðarsöng. Kaffisala og líkn-
arsjóðshappdrætti kvenfélagsins í
safnaðarheimili kirkjunnar.
Aðventukvöld í
Seltjarnarneskirkju
Í upphafi nýs kirkjuárs býður Sel-
tjarnarneskirkja til aðventuhátíð-
ar, sunnudagskvöldið 3. desember,
kl. 20. Aðventan er tími vonar, þeg-
ar skuggar skammdegisins þéttast
og þá kveikjum við aðventuljós sem
vitna um komu ljóssins eilífa.
Aðventuljósin í gluggunum fjöl-
mörgu og aðventukransarnir eru í
raun bæn: Kom Drottinn Jesús,
kom. Boðið verður upp á fjöl-
breytta dagskrá. Ræðumaður
kvöldsins er Þorsteinn Pálsson rit-
stjóri og fyrrverandi ráðherra.
Kammerkór Seltjarnarneskirkju
ásamt Barnakór Seltjarnarness
syngja jólatónlist undir stjórn
hjónanna Pavel og Vieru Manasek.
Einleikari á trompet er Eiríkur Örn
Pálsson. Eftir stundina er gestum
boðið til safnaðarheimilis kirkj-
unnar í kaffi og konfekt.
Njótum fallegrar tónlistar,
tendrum ljós, uppbyggjumst í orði
Guðs og finnum frið frá öllu amstri
hversdagsins í upphafi aðventu.
Allir velkomnir.
Sóknarnefnd Seltjarnar-
neskirkju.
Jónsi í Svörtum fötum
í Óháða söfnuðinum
HIÐ árlega endurkomukvöld/
aðventukvöld í Óháða söfnuðinum
verður sunnudagskvöldið 3. desem-
ber kl. 20. Ræðumaður verður
poppsöngvarinn Jónsi í Svörtum
fötum. Kór kirkjunnar syngur und-
ir stjórn Arngerðar Árnadóttur,
auk flautu- og fiðluleiks. Í enda
samkomunnar verður kirkjan
myrkvuð og fermingarbörnin
kveikja á kertum kirkjugesta. Að
lokum er öllum boðið upp á veit-
ingar og smakk á smákökunum.
Allir velkomnir.
Aðventuhátíð fjölskyld-
unnar í Hjallakirkju
AÐVENTUHÁTÍÐ fjölskyldunnar
verður í Hjallakirkju fyrsta sunnu-
dag í aðventu, 3. desember, kl. 16.
Um er að ræða skemmtilega stund
fyrir alla fjölskylduna með léttri
jóladagskrá, söngvum og sögum.
Barnakór úr Hjallaskóla kemur í
heimsókn og syngur undir stjórn
Guðrúnar Magnúsdóttur.
Þá mun Stoppleikhópurinn sýna
nýtt jólaleikrit, Jólin hennar Jóru,
en leikritið segir frá lítilli tröll-
astelpu sem býr í fjöllunum. Einn
daginn stelur hún kíkinum hans
Skrepps en hann er einn helsti að-
stoðarmaður jólasveinanna. Allt er
í pati á jólasveinaheimilinu því án
kíkisins góða geta þeir ekki vitað
hvort börnin séu nógu þæg og góð
til að fá í skóinn. Er Skreppur send-
ur á eftir henni til að hafa uppi á
kíkinum en það verður ekki auðvelt
því Jóra er farin af stað til manna-
byggða að upplifa þessi jól sem allir
eru að tala um. Í leikritinu er komið
inn á boðskap jólanna og tilgang
þeirra en Jóra litla veit ekkert um
hátíð ljóssins og fæðingu frels-
arans. Hún þarf því að læra margt
og standast ýmsar freistingar í
mannabyggðum áður en hún snýr
aftur heim reynslunni ríkari.
Auk þessa munum við öll syngja
saman jólasöngva og njóta stund-
arinnar í kirkjunni. Þau sem vilja
geta mætt fyrr, svona upp úr kl. 15,
og fengið sér kakó og piparkökur í
safnaðarsal áður en hátíðin hefst.
Við hvetjum fjölskyldur til að fjöl-
menna á aðventuhátíðina þennan
fyrsta sunnudag aðventunnar.
Bjarni Harðarson á að-
ventukvöldi í Hraun-
gerðiskirkju
HIÐ árlega aðventukvöld verður í
Hraungerðiskirkju sunnudags-
kvöldið kl. 21. Eins og undanfarin
ár verður boðið upp á fjölbreytta
dagskrá. Ræðumaður kvöldsins
verður Bjarni Harðarson ritstjóri.
Söngkór Hraungerðisprestakalls
undir stjórn Inga Heiðmars Jóns-
sonar flytur nokkur tónlistaratriði
og leiðir fjöldasöng í lokin. Her-
mundur Guðsteinsson syngur ein-
söng og Birgit Myschi og nemendur
hennar, Ingunn Harpa Bjarkadóttir
og Hanna Einarsdóttir, munu flytja
vönduð tónlistaratriði. Vænst er
þátttöku fermingarbarna og að-
standenda þeirra og þátttöku barna
úr Flóaskóla til að syngja hefð-
bundin aðventulög. Sóknarprest-
urinn, sr. Kristinn Ágúst Friðfinns-
son, flytur ritningarlestur og stutta
hugleiðingu um aðventuna. Í lok
samverunnar verður fjöldasöngur.
Aðventusamkoma í
Mýrdal 2006
AÐVENTUSAMKOMA verður í fé-
lagsheimilinu Leikskálum í Vík,
sunnudaginn 3. desember kl. 15.
Helgileikur, upplestur, söngur og
tónlist sem tengist aðventu og jól-
um. Léttar veitingar á eftir í boði
allra kvenfélaga og sókna í Mýrdal.
Að lokinni samkomunni verða ljósin
tendruð á jólatré Mýrdælinga. Sam-
koman er samstarfsverkefni grunn-
skólans, tónskólans, kvennakórsins,
beggja kirkjukóranna, allra kven-
félaganna og allra sóknanna í Mýr-
dal.
Fjölmennum á sameiginlega að-
ventuhátíð okkar allra.
Samstarfshópurinn.
Aðventutónleikar í
Eyrarbakkakirkju
AÐVENTUTÓNLEIKAR verða í
Eyrarbakkakirkju mánudaginn 4.
desember kl. 20. Kirkjukórar
syngja fjölbreytt jólalög. Einsöng
syngja þau Davíð Art Sigurðsson
og Karitas Harpa Davíðsdóttir.
Kórstjórn og orgelleik annast
Haukur Arnarr Gíslason og flautu-
leik Ingibjörg Birgisdóttir.
Sóknarnefnd.
Aðventukvöld í
Stokkseyrarkirkju
AÐVENTUKVÖLD verður í
Stokkseyrarkirkju þriðjudaginn 5.
desember kl. 20. Aðalræðu kvölds-
ins flytur sr. Anna Sigríður Páls-
dóttir. Kirkjukórar syngja fjöl-
breytt jólalög. Einsöng syngja þau
Davíð Art Sigurðsson og Karitas
Harpa Davíðsdóttir. Kórstjórn og
orgelleik annast Haukur Arnarr
Gíslason og flautuleik Ingibjörg
Birgisdóttir.
Sóknarnefnd.
Hátíðardagskrá
fyrsta sunnudag í
aðventu í Þorlákshöfn
HEFÐ er fyrir aðventustund fyrsta
sunnudag í aðventu í Þorlákskirkju
og í kjölfarið verða tendruð ljós á
jólatré við Ráðhús bæjarins. Dag-
skráin verður næsta sunnudag, 3.
desember og hefst kl. 16 með að-
ventustund í Þorlákskirkju þar sem
Þorsteinn Pálsson, ritstjóri, fyrr-
verandi forsætisráðherra og áður
1. þingmaður Suðurlands, verður
ræðumaður. Kirkjukórinn og Söng-
félag Þorlákshafnar syngja að-
ventulög undir stjórn Julian Edw-
ard Isaacs og Róberts Darling. Þá
er ráðgert að nýstofnaður kór leik-
skólans Bergheima leggi sitt af
mörkum. Fermingarbörn ganga
inn með kerti og sr. Baldur Krist-
jánsson les guðspjall og leiðir bæn.
Þegar farið verður að skyggja, eða
klukkan 18, verða tendruð ljós á
jólatré við Ráðhús Ölfuss. Lúðra-
sveit Þorlákshafnar spilar jólalög
meðan fólk safnast saman við tréð
og barnakórarnir syngja nokkur
jólalög með lúðrasveitinni. Jóla-
sveinar mæta á staðinn og munu
syngja og dansa með ungum sem
öldnum í kringum jólatréð.
1. sunnudagur í að-
ventu í Seljakirkju
Sunnudagaskólinn kl. 11. Almenn
guðsþjónusta kl. 14. Guðsþjónusta í
Skógarbæ kl. 16. Aðventukvöld kl.
20. Á aðventukvöldinu mun kirkju-
kórinn og Seljur syngja. Æskulýðs-
félagið SELA flytur leikþátt. Hauk-
ur Ísfeld les aðventusögu. Sr. Bolli
Pétur Bollason flytur hugvekju. Að-
ventuljósin verða tendruð. Jón
Bjarnason organisti sér um undir-
leik. Allir velkomnir.
Sjá heimasíðu Seljakirkju selja-
kirkja.is
Hátíðarmessa á
breyttum tíma í
Selfosskirkju
FYRSTA sunnudag í jólaföstu, hinn
3. desember næstkomandi, verður
messa í Selfosskirkju kl. 14. Sérstök
athygli er vakin á breyttum messu-
tíma. Eftir athöfnina verður borið
fram veislukaffi í umsjá dýrfirskra
kvenna, sem búsettar eru á Selfossi.
Veitingarnar verða seldar við vægu
verði og ágóði látinn renna í Hjálp-
arsjóð Selfosskirkju. Kirkjukór Sel-
foss syngur við athöfnina, undir
stjórn organistans, Jörgs E. Son-
dermanns.
Mæður fermingarbarna, Lára
Ólafsdóttir og Sigríður Sigurjóns-
dóttir lesa ritningartexta. Allir vel-
komnir, en fermingarbörn og for-
eldrar þeirra erusérstaklega hvött
til þess að koma til kirkju.
Barnasamkoma verður á sama
tíma í lofti safnaðarheimilis og
börnunum boðið upp á hressingu á
eftir.
Sr. Gunnar Björnsson.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 49