Morgunblaðið - 02.12.2006, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 59
menning Afmælisþakkir
Innilegar þakkir færi ég öllum þeim sem
heiðruðu mig og glöddu með heimsóknum, gjöf-
um, símskeytum og símtölum í sambandi við 90
ára afmæli mitt 20. nóvember sl. Sérstakar
þakkir færi ég stjúpbörnum mínum og börnum
þeirra fyrir myndarlega afmælisveislu sem gerði
mér daginn ógleymanlegan.
Guð blessi ykkur öll.
Halldór Jónsson frá Garpsdal,
Álfaskeiði 64, E5, Hafnarfirði.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
SKO; þetta voru ekki leiðinlegir tón-
leikar. Magni sýndi t.a.m. flotta takta
í flutningi á gamla Deep Purple/Kula
Shaker-smellinum „Hush“ og stemn-
ingin reis líkast til hæst þegar
„Smells Like Teen Spirit“ var leikið
og sungið af öllum þeim krafti sem
býr í þeirri furðulega vel heppnuðu
tónsmíð. Þá sýndi Dilana og sannaði
að hún er frábær og fjölhæf söng-
kona og sjarmerandi á sinn sirk-
uslega hátt. Toby og Storm skiluðu
hins vegar engu sem gæti kallast eft-
irminnilegt, nema hugsanlega á
mælikvarða laugardagskvölds á Öl-
veri. Josh var einna áhugaverðastur,
hóf leikinn með nokkrum frum-
sömdum lögum sem voru eins konar
kassagítars-R&B með alltof mörgum
krúsídúllum í söngnum.
Stór hluti áhorfenda var á aldr-
inum 12–16 ára og þeir sem voru við
neðri mörkin voru margir hverjir í
fylgd foreldra sinna. Við þessu var að
búast en það sem kom undirrituðum
á óvart var fjöldi fólks sem virtist
vera u.þ.b. 25–35 ára. Margir þessara
voru vel slompaðir, og brostu ekki
mikið heldur störðu á sviðið (skjáinn)
og klöppuðu höndunum saman eins
og eftir skipun.
Á sviðinu dönsuðu líkast til brostn-
ir draumar þeirra, fólk á svipuðum
aldri (Josh yngstur, 26 ára; Storm
elst, 37 ára) sem hefur uppskorið vin-
sældir og frægð. Rock Star er gott
dæmi um þörfina fyrir samsömun,
staðfestingu sjálfsins, það er sjón-
varpsþáttur (og nú tónleikar) þar
sem „hver sem er“ getur komist að
og vera sveitapiltsins Magna í þætt-
inum/tónleikunum styrkir tilfinningu
fyrir því að „litla íslenska ég“ geti
verið með. Enda var Magni hylltur
eins og kóngur þetta kvöld. Hinir
söngvararnir/keppendurnir þökkuðu
honum fyrir veru sína á Íslandi, og
fimm þúsund manns sungu fyrir
hann afmælissönginn.
Í grein sem heimspekingurinn
Gunnar Hersveinn reit í Lesbók
Morgunblaðsins sagði hann að fjöl-
miðlar hefðu farið „yfir strikið því
þeir mögnuðu ímynd [Magna] á þann
hátt að hún varð óháð hans eigin per-
sónu. […] Líf hans var hneppt í viðjar
sjónvarpsins og ekkert var markvert
nema það hefði verið myndað.“ Tón-
leikarnir voru einmitt skyldari sjón-
varpsþætti en venjulegum tónleikum
– þeir voru einskonar framlenging á
þáttaröðinni Rock Star þar sem einn
söngvari af öðrum steig á sviðið og
flutti ólík lög til að sýna fram á fjöl-
hæfni sína. Vissulega var fjarlægð
skjásins að einhverju leyti rofin, t.d.
þegar söngvararnir stukku út í sal,
en þetta voru samt sjónvarps-
stjörnur; tilbúnar persónur sem lifn-
uðu við. Magni, nú á heimavelli, var
m.a.s. farinn að gangast upp í per-
sónunni sem fjölmiðlar hafa áskapað
honum, hann lét undan eftirlíking-
unni af sjálfum sér: hann var orðinn
ofurverulegur.
Listrænt séð gerðist ekkert á
þessum tónleikum. Þetta var inn-
antóm afþreying – stundum var það
skemmtilegt eins og ég nefndi í upp-
hafi, en stundum var það ólýsanlega
pínlegt, eins og þegar Magni og Josh
reyndu að klæða Toby úr skyrtunni.
Þeim tókst það að hálfu en hann klár-
aði dæmið sjálfur og reif skyrtuna ut-
an af sér við mikinn fögnuð tónleika-
gesta. Þannig voru tónleikarnir eitt
stórt samansafn klisja, allt frá laga-
vali til gítarsólóa, til hreyfinga söngv-
aranna o.s.frv. Þessi eina kvöldstund
átti að koma í staðinn fyrir að hlusta í
alvörunni á rokkplötur eða sækja
rokktónleika; hún átti að vera nægi-
legur rokkskammtur fyrir nýríkt lið
sem hefur ekki tíma fyrir raunveru-
lega menningu, en alveg eins og með
hundrað dollara „diploma“ á Netinu
kemur engin skyndilausn í staðinn
fyrir að vinna heimavinnuna sína.
Ofurverulegur Magni
Morgunblaðið/Ómar
Rokkstjarna „Þá sýndi Dilana og sannaði að hún er frábær og fjölhæf
söngkona og sjarmerandi á sinn sirkúslega hátt.“
TÓNLIST
Laugardalshöll
Tónleikarnir fóru fram fimmtudaginn 30.
nóvember.
Rock Star Houseband & Magni, Dilana,
Toby, Storm, Josh – Atli Bollason