Morgunblaðið - 02.12.2006, Side 60

Morgunblaðið - 02.12.2006, Side 60
60 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ fólk Hvernig var líf fólks á landnámsöld? Sýningin er opin alla daga frá 10–17 Aðalstræti 16 101 Reykjavík www.reykjavik871.is Mynd eftir Þórarin B. Þorláksson óskast Óska eftir að kaupa mynd eftir Þórarin B. Þorláksson. Tilboð sendist til auglýsingadeildar Mbl. eða í box@mbl.is merkt: „Mynd - 19330“. Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn JÓN OG KÖTTURINN HANS ERU INNI Á STOFU 2 ÞAÐ HLJÓMAR EINS OG ÞAÐ SÉ HÆNA ÞARNA INNI GÓÐAN DAGINN... ...JÓN OG AUGU ÞEIRRA MÆTTUST YFIR SKOÐUNARBORÐINU ÞAÐ ÞARF BARA EINN TIL ÞESS AÐ HITTA! ÞAÐ ÞARF BARA EINN LEIKURINN ER EKKI BÚINN FYRR EN ALLIR ERU DOTTNIR ÚT. ÉG GET VERIÐ HETJA ÞAÐ ÞARF BARA EINN TIL ÞESS AÐ HITTA... OG ÞAÐ VAR EKKI ÉG PSST... PSST... SOLLA, VILTU SEGJA MÉR SVÖRIN? NEI! KALVIN! OG HVAÐ HEITIR ÞETTA? KVÖLDMATUR EKKI ALVEG SVARIÐ SEM ÉG VAR AÐ LEITA EFTIR Æ, NEI! ÉG HLÝT AÐ VERA GRUNAÐUR UM HUNDAVERK ÉG KOMST AÐ ÞVÍ AÐ SÁ SEM ÉG VAR AÐ TALA VIÐ Á BLOGGINU MÍNU VAR SÆMI ERTU AÐ MEINA ÞAÐ? JÁ, ÉG BYRJAÐI MEÐ ÞETTA BLOGG TIL ÞESS AÐ EIGA SAMSKIPTI VIÐ FÓLK UM ALLAN HEIM OG ENDAÐI MEÐ ÞVÍ AÐ VERA AÐ TALA VIÐ FÉLAGA MINN SVONA ER HEIMURINN LÍTILL FYRIR SUMA EN TIL ÞESS AÐ LEIKA Í ÞESSARI MYND ÞÁ ÞARFTU AÐ FARA TIL LOS ANGELES HVAÐ VERÐUR ÞÁ UM MIG? ÉG VEIT HVERNIG ÞÉR LÍÐUR EN ÞÚ VERÐUR BARA AÐ MUNA... HVERNIG MÉR HEFUR ALLTAF LIÐIÐ ÞEGAR ALLA LANGAR TIL ÞESS AÐ VERA KÓNGULÓARMAÐURINN EN ÉG ER BARA ÓMERKILEG Haldið verður Bíókvöld íSamtökunum ’78 í kvöldkl. 21. Þar mun Hrafn-hildur Gunnarsdóttir, formaður Samtakanna ’78 og kvik- myndagerðarmaður, hafa umsjón með dagskránni sem ber yfirskrift- ina Lesbískar vampírur og aðrar óknyttakonur. „Kveikjan að kvöldinu er kvik- mynd sem ég sá á unga aldri, The Hunger, þar sem í aðalhlutverkum voru David Bowie, Catherine De- neuve og Susan Sarandon,“ út- skýrir Hrafnhildur. „Fram að því hafði ég ekki verið sérstaklega hrif- in af vampírumyndum en þessi mynd varð þó til að breyta al- gjörlega áliti mínu á þessari gerð kvikmynda og þá líklega einkum lesbísk ástarsena á milli Catherine Denevue og Susan Sarandon,“ bæt- ir Hrafnhildur við og kímir: „Það gat eiginlega ekki verið betra!“ „Algengt er að finna megi í hryll- ingsmyndum samkynhneigð þemu og sérstaklega algengt að lesbíur séu á einhvern hátt tengdar vamp- írum,“ segir Hrafnhildur. „Því hef- ur verið haldið fram að þegar sögur fjalla um vampírur séu þær í raun að fjalla um samkynhneigð undir rós og eru skilaboðin ljós: að ef þú leggst með þeim einu sinni ertu orðin smituð og ein af þeim.“ Hrafnhildur mun sýna búta úr nokkrum skemmtilegum myndum þar sem hið lesbíska vampíruþema kemur fyrir. Má þar nefna Daugh- ters of Darkness frá árinu 1971 sem segir af lesbísku pari sem dregur gifta konu á tálar og gengur milli bols og höfuðs á óberminu eig- inmanni hennar. „Einnig er algengt að lesbían birtist í formi óknyttakonu, eins og í myndinni The Killing of Sister George frá 1968 sem dregur upp hryllilega mynd af ástum lesbía, eða í hinni athyglisverðu Mädchen in Uniform frá árinu 1931 þar sem áhorfandinn fær að kynnast undur- fagurri og sjarmerandi kennslu- konu í stúlknaskóla sem fellir hugi til táningsstúlknanna í skólanum líkt og Saffó forðum.“ Hrafnhildur segir afskræmingu homma og lesbía í kvikmyndum sem skrímsla eða óféta fjarri því hafa verið til góðs: „Á sínum tíma held ég að þessi hættulega ímynd samkynhneigðra í kvikmyndum hafi gert sálarlífi homma og lesbía verra en margan hefur grunað. En þó má hafa gaman af þessum myndum og oft eru þetta skemmti- lega ýktar staðalmyndir sem dregnar eru upp þar sem lesbíurn- ar eru stórhættulegir kvennabósar, drykkfelldar og sérlega karlmann- legar. Afskræmingin er ótrúleg en engu að síður halda margir homm- ar og lesbíur í dag upp á þessar myndir og þótti þó gott að hafa þær á sínum tíma þegar algjörlega skorti að hommar og lesbíur hefðu einhvern á hvíta tjaldinu sem þau gátu samsamað sig við.“ Bíókvöldið í kvöld er öllum opið. Aðgangur er ókeypis en tekið er við frjálsum framlögum. Samtökin ’78 eru til húsa á Laugavegi 3, 4. hæð. Bíókvöldið er liður í viðburðadagskrá Samtakanna á að- ventu. Nánari upplýsingar á Sam- tokin78.is. Kvikmyndir | Bíókvöld í Samtökunum ’78 í kvöld kl. 21 um ímyndir lesbía í kvikmyndum Lesbískar skað- ræðisskepnur  Hrafnhildur Gunnarsdóttir fæddist í Reykja- vík 1964. Hún lauk stúdents- prófi frá MH 1984 og lauk bakkalárnámi í listum og kvik- myndagerð frá San Francisco Art Institute. Hrafn- hildur hefur starfað sem kvik- myndagerðarmaður og starfrækir Krumma-kvikmyndir. Hafa verk hennar hlotið fjölda verðlauna hér- lendis sem erlendis. Hrafnhildur var kosin formaður Samtakanna ’78 árið 2005. Unnusta Hrafnhildar er Anita Bowen.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.